Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Það var ómetanlegt að fá að alast upp með ömmu á heimilinu. Hún var alltaf til staðar fyrir mig hvort sem það var til að spjalla um daginn og veginn eða til að leita ráða hjá. Það var svo gott að leita til ömmu Rósu, hún hafði alltaf tíma fyr- ir mig og sýndi því sem ég var að gera einskæran áhuga. Hún stjanaði í kringum okkur systkinin og hreinlega ofdekraði okkur. Þar sem herbergið hennar var við hliðina á mínu settist ég oft inn til hennar á kvöldin áður en við fórum að sofa. Það var svo nota- legt að setjast niður í herberginu hjá henni þar sem allt var svo snyrtilegt, svo var dreginn upp konfektkassinn eða brjóstsykurpokinn á meðan spjallað var. Hjá ömmu var allt á sín- um stað. Ef þurfti að ná í fyrir hana einhvern hlut vissi hún nákvæmlega hvar hann var niðurkominn, enda of- bauð henni stundum þegar hún kíkti inn í herbergið mitt og reyndi hún oft að innprenta þessa snyrtimennsku í mig. Þegar amma flutti aftur norður á Skagaströnd var mjög erfitt að sjá á eftir henni en ég vissi að henni leið vel þar og við spjölluðum oft saman í síma. Fyrstu nóttina hennar ömmu á Sæborg svaf ég hjá henni á dýnu á gólfinu. Við gátum oft hlegið að því eftir á, þar sem amma braut eina af reglum staðarins um leið og hún flutti, þ.e. að engir næturgestir væru leyfðir. Á sumrin var það fasti punkt- urinn að fara norður til ömmu. Hel- enu litlu leiddist ekki að heimsækja langömmu sína þar sem fullur kassi af dóti var á sínum stað og svo lumaði amma líka alltaf á smá nammi handa henni. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund en ég veit að þú tekur vel á móti mér þegar við hittumst á ný. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mér, amma mín. Þín Aðalheiður. Í dag kveðjum við Rósu ömmu hinsta sinni. Þessi fjöruga og lífsglaða kona er nú fallin frá níræð að aldri. Við systur kynntumst ömmu fyrst fyrir alvöru eftir að hún settist að á dvalarheimilinu Sæborg á Skaga- strönd. Fram að þeim tíma var hún RÓSA PÁLSDÓTTIR ✝ Rósa Pálsdóttirfæddist 1. sept- ember 1911 á Spá- konufelli í Vindhæl- ishreppi í A-Hún. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi 1. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 11. maí. einfaldlega „fína amma í Reykjavík“ – kona sem við hittum sjaldan en bárum mikla virðingu fyrir. Við frekari kynni jókst sú virðing og væntumþykja, enda var amma hlý og yndisleg kona sem breiddi sig út yfir fjölskylduna. Þrátt fyrir mikinn fjölda af- komenda kom það aldr- ei fyrir að amma gleymdi afmælum eða öðrum merkisatburðum í lífi þeirra, öll áttum við sérstakan stað í hennar stóra hjarta. Amma var einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Fátt þótti henni skemmtilegra en að taka á móti gest- um og veita þeim vel í mat og drykk. Á Sæborg svignaði borðið jafnan und- an kaffi, lagkökum og öðrum kræs- ingum, að ógleymdu konfektinu sem amma átti ævinlega til í dunkavís. Fyrir yngstu kynslóðina lumaði Rósa amma svo á forláta dótakassa sem gat fangað athygli barna svo tímunum skipti. Það var ávallt glatt á hjalla í þessum heimsóknum og Rósa amma hrókur alls fagnaðar. Jákvæðni var ömmu í blóð borin. Hún átti auðvelt með að sjá hinar bjartari hliðar lífsins og kvartaði sjaldan þótt hún hefði upplifað ýmsa erfiðleika á langri ævi. Hún var ákveðin og hreinskilin en jafnframt hjálpsöm og hjartahlý. Hið síðast- nefnda kom ekki hvað síst fram í sam- skiptum hennar við Svövu, móður- ömmu okkar. Þær bjuggu báðar á Sæborg og með þeim tókst innileg vinátta sem stóð allt þar til Svava lést fyrir nokkrum mánuðum. Síðustu ár- in naut Svava amma mikillar aðstoðar frá Rósu í veikindum sínum, hún vitj- aði Svövu á hverjum degi og veitti henni alla þá hjálp sem hún kunni. Þetta var einkennandi fyrir Rósu ömmu, hún hugsaði ætíð meira um aðra en sjálfa sig. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um, en efst er okkur þó í huga þakklæti fyrir þau ár sem við nutum samvista við Rósu ömmu. Minningarnar ylja okk- ur um hjartarætur og gera kveðju- stundina léttbærari. Hvíl í friði, elsku amma, þín barna- börn Svava og Inga Lára. Elsku Rósa amma hefur kvatt þennan heim og minningarnar streyma fram í hugann. Þær fyrstu frá þeim tíma þegar ég barnung dvaldi hjá ömmu þegar foreldrar mín- ir þurftu að fara á vertíð. Þótt ung væri þá, man ég þann tíma vel, amma kenndi mér margar góðar reglurnar og það sem hún kenndi, gleymdist ekki. Á kvöldin fórum við ávallt með faðirvorið saman og síðan sagði hún mér langa og góða sögu, ég beið ávallt spennt eftir þeim. Eftir að amma flutti suður kom hún oft norður á sumrin í heimsókn og var það ógleymanlegur tími. Amma var alltaf svo hress og glaðleg þegar hún sagði okkur systkinunum frá æsku sinni og ævi sem hafði ekki verið neinn dans á rósum og þegar mér finnst allt ómögulegt hjá mér, hugsa ég til ömmu minnar og þá verða vandamálin mín smávægileg. Ég varð þess aðnjótandi að hafa hana ömmu mína hér á Skagaströnd hjá mér síðustu árin hennar og var ávallt gaman að heimsækja hana á dvalarheimilið, þótt hún væri orðin ní- ræð var hún létt á fæti að hamast við að leggja á borð kökur og annað góð- gæti og fylgdi því vel eftir að allir borðuðu. Mest var gaman þegar ég fór á kvöldin til hennar að spjalla, sem ég vildi að ég hefði gert oftar því hún hafði svo gaman af því, að spjalla í næði eins og hún orðaði það, þá sagði hún margar sögurnar og var mikið hlegið. Hlátur ömmu var svo bjartur og smitandi að allir fylltust kæti við að heyra hann. Hún var hlýleg kona með ákveðnar skoðanir, með hlutina á hreinu. Ég gæti skrifað endalaust um þessa stórmerku konu, ömmu mína, en læt hér við sitja og vil þakka henni fyrir allt sem hún var mér, Valda og börnunum mínum. Elsku besta amma mín, þakka þér fyrir bjarta hláturinn þinn, góðu ráðin og góðu sögurnar, alla mjúku pakk- ana og mjúku faðmlögin þín. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Agnes Sævarsdóttir. Elsku amma mín, nú þegar þú hef- ur kvatt okkur koma upp í huga mér margar góðar minningar. Þegar ég var lítil hlakkaði ég alltaf svo til þegar ég vissi að hún væri að koma norður í heimsókn, þá sagði hún mér sögur og ég fékk að skoða alla fínu skartgripina hennar. Amma var góð og gjafmild kona en líka ákveðin og hafði vissar reglur sem maður fór alltaf eftir, og hafði gott af. Hún var ótrúlega minnug, mundi alla afmæl- isdaga barnabarna og barnabarna- barna, þótt hún væri orðin níræð. Strákunum mínum var hún mjög góð og fannst þeim alltaf gott að koma til Rósu ömmu og þar var alltaf fullt borð af kræsingum. Síðustu ár ömmu áttum við margar góðar stundir saman og alltaf stutt í hláturinn. Ég á eftir að sakna þeirra stunda er við sátum saman t.d. að skrifa jólakort, pakka inn eða skreyta herbergið hennar, eins símtölunum sem við áttum í hverri viku og er ég ákaflega þakklát fyrir þennan tíma. Amma reyndist mér ákaflega vel og það var alltaf svo gott að vita af henni hér rétt hjá mér. Elsku amma mín ég kveð þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú verður ávallt geymd í hjarta mínu. Inga Rós Sævarsdóttir. Elsku Ingvi, ég skrifa þetta með sorg í hjarta. Mig langar að þakka allt sem þú hefur veitt okkur af þínu stóra hjarta, sem ekkert aumt mátti sjá. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta út hjálparhönd og gæfusamir eru þeir sem fengu að kynnast þér. Við áttum góðar stundir, sem ég geymi í huga mínum. Þú varst vel greindur og víðlesinn, last mikið af ljóðum og öðrum skáldverkum. Mér er minnisstætt hve vel var tekið á móti okkur, með bros í hjarta og hlýja lund, þegar við mæðgurnar komum til þín og fjölskyldu þinnar. Mamma þín bauð okkur kökur og kaffi af stakri snilld og þú stjanaðir við okkur eins og við værum prins- essur, og það var séð til þess að við færum ekki svangar heim eftir nótt- ina sem við sváfum í þínum foreldra- húsum. Þegar við fórum suður dag- inn eftir var færðin mjög slæm. Þú keyrðir þá á undan okkur ásamt föð- ur þínum og þegar við komust upp á Fróðárheiðina varð allt stop, en þú varst ekki lengi að redda því. Þannig INGVI HAFÞÓR EGGERTSSON ✝ Ingvi HafþórEggertsson fæddist á Hellissandi 3. janúar 1967. Hann lést 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Jóhanna S. Sigtryggsdóttir og Eggert G. Ingimund- arson. Systkini Ingv- ars eru Sigrún Fjóla, dóttir hennar er Jó- hanna G. Arnardótt- ir og Karl Sigtrygg- ur. Ingvi vann við fiskvinnslu á Rifi. Útför Ingva var gerð frá Ingj- aldshólskirkju 11. maí. varst þú Ingvi minn. En við ráðum ekki okk- ar lífsgöngu, þó við gjarnan vildum. Þeir kaflar komu í vinasam- band okkar, sem áttu ekki að ske. Ég kveð þig með sálmi Matthíasar. Guð blessi þig. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’ og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. (M. Joch.) Við sendum fjölskyldu Ingvars innilegar samúðarkveðjur. Megi guð styrkja þau í þeirra miklu sorg, en minningin um góðan dreng mun ætíð lifa. Ólöf Jónsdóttir, Ásdís Magnea og Aldís Ósk. Fjölhæfur, duglegur og traustur maður er genginn. Mannlífið er fátækara. Guðbrandur lifir í minni minningu sem hrein- skiptinn og góður maður. Ég man eftir Guðbrandi úr Háteigshverf- inu, en ég bjó um tíma rétt við Há- teigskirku, en kynntist honum og hans ágætu konu ekki fyrr en hann löngu síðar hóf störf hjá menning- arstofnun Bandaríkjanna vestur á ✝ GuðbrandurÁgúst Þorkels- son fæddist á Furu- brekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi 13. janúar 1916. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 10. maí. Neshaga við öryggis- og móttökustörf. Það má segja að það hafi verið sérstaklega tekið eftir þeim breyt- ingum sem urðu þegar þeir félagarnir Þórður Kárason og Guðbrand- ur Ágúst komu til starfa í afgreiðslu Menningarstofnunar. Stofnunin fékk að nokkru þjóðlegt ís- lenskt yfirbragð. Á svipuðum tíma var einnig hætt að hafa bandaríska landgöngu- liða við öryggisgæzlu í Sendiráðinu sjálfu á Laufásvegi og þau störf fal- in Íslendingum. Guðbrandur hafði frá mörgu að segja en var auðvitað orðvar og sagði það sem mátti segja frá en lét annað liggja á milli hluta. Hann átti þess kost að vera við- staddur Ólýmpíuleikana í Berlín ár- ið 1936 og bar umræðu um þá nokkrum sinum á góma. Spurði ég hann eðlilega um það hvort hann hefði séð Foringjann þýzka og hans menn. Þá færðist yfir Guðbrand kímið og kankvíst bros, enda hafði hann eflaust fengið þá spurningu alloft áður. „Jú, ég sá þá alla og Hermann Göring meira að segja á hverjum degi og var hann sallafínn, alltaf í nýjum uníformum, stífpressuðum og brosandi út að eyrum.“ Það er mikil lífsreynsla ungum mönnum að hitta sér eldri menn sem hafa lifað einhverja þá þætti af sögu- grunni þeim sem við byggjum þjóð- félag okkar á í dag og skyldu menn varðveita öll tækifæri vel sem bjóð- ast til samskipta við eldri kynslóð- ina. Allt fram á síðustu ár hitti ég Guðbrand á förnum vegi, stæltan og mikinn á velli og stutt í kímnina. Beztu þakkir fyrir dýrmæt augnablik og eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu hans votta ég samúð mína og hluttekningu í sorginni. Friðrik Ásmundsson Brekkan. GUÐBRANDUR ÁGÚST ÞORKELSSON Það eru tíu ár síðan ég kom fyrst inn á heimili Sigurðar Hall- dórssonar. Hann var þá kominn í hjólastól og átti ég að hjálpa til með að sinna honum. Tíu ár eru drjúgur tími í ævi manns sem varð bara 55 ára og kynntist ég þá manni og eiginkonu hans Guðrúnu sem munu verða mér ógleymanleg um aldur og ævi. Því þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm kom ég aldrei þarna inn án þess að finna fyrir einskærri útgeisl- un, elsku og gleði, og fór út í hvert skipti sterkari og bjartsýnni á lífið SIGURÐUR HALLDÓRSSON ✝ Sigurður Hall-dórsson fæddist í Borgarnesi 25. maí 1946. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 16. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Lága- fellskirkju 23. apríl. og tilveruna. Á þessu heimili fann ég geisla- brot frá sjálfum Drottni. Blessuð sé minning Sigurðar Halldórsson- ar. Hlógum við á heiði, himin glaðnaði fagur á fjalla brún. Alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. – – – Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku Guðrún mín, sár er nú sökn- uður þinn og megi Guð og góðar minningar gefa þér styrk. Guðrún Eiðsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.