Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 43 Hjarðarhagi 13 - opið hús Híbýli fasteignasala, Suðurgötu 7, sími 585 8800 og 864 8800 Mjög góð og vel skipulöð 130 fm efri hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin skiptist í samliggjandi stofur með stórum suðursvöl- um útaf. Þrjú rúmgóð svefnher- bergi. Baðherbergi nýflísalagt. Gott þvottahús í íbúðinni. Stór geymsla í kjallara. 21 fm bílskúr. Húsið er nýlega tekið í gegn að utan og nýmálað. Áhv. 8,5 millj. hagstæð langtímalán. (Afb. 67 þús. á mán.) Verð 17,7 millj. Laus strax. HELENA SÝNIR ÍBÚÐINA Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-17. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Höfum til sölu 2,5 ha byggingarlands á einum af betri útsýnisstöðum í Kópavogi. Uppdráttur og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. BYGGINGAMEISTARAR – VERKTAKAR BYGGINGARLAND Í KÓPAVOGI HINN 1. maí opnuðu nemendur í Listaskóla Bennós sýningu í Gall- erýi Áhaldahúsi í Vestmanna- eyjum. Gríðarlegur áhugi hefur vaknað á síðustu árum á myndlist í Vestmannaayjum en auk Bennós hefur Steinunn Einarsdóttir verið með fjölsótt námskeið. Í nem- endasýningu Bennós tóku 17 listamenn þátt og sýndu 150 myndir sem er með ólíkindum mikill fjöldi eftir vetrarstarfið og sýnir hve gróskan er mikil í myndlistinni í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Mörgum bæj- arbúum komu á óvart gæði mynd- anna og ekki síður það manna- úrval sem sótti námskeiðið. Á námskeiðinu var nánast flóra mannlífs í Eyjum, fv. skipstjóri, bakari, tannlæknir, skurðlæknir, húsasmiður, fiskverkakona o.fl o.fl. Flestar myndir á sýningunni voru til sölu og var verð mynd- anna frá 5.000 krónum, en á dýr- ustu myndina voru settar 200.000 krónur. Nemendanámskeið Listaskóla Bennós Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Í TILEFNI af 10 ára afmæli tíma- ritsins Sumarhúsið verður haldin sýning á vegum Rits og ræktar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ dagana 30. maí til 2. júní. Sýningin ber nafnið „Sumar- húsið og garðurinn“ og þar mun fjöldi fyrirtækja og þjónustuaðila kynna vörur sínar og nýjungar fyrir sumarhúsa- og garðeigend- um. Íþróttamiðstöðin að Varmá er tilvalin til sýningahalds, bæði inni í nýju íþróttahúsi og utandyra í fal- legu umhverfi. 72 fyrirtæki og stofnanir eru bú- in að staðfesta samninga sína. Fagmenn sýna handbrögð við m.a. torfhleðslu, steinhögg, blóma- skreytingar og trjáskurð. Fag- menn í bygginga-, ræktunar- og umhverfisgeiranum flytja stutt er- indi alla dagana. Hópur lista- manna sýnir verk unnin úr nátt- úrulegum efnum sem þeir hafa unnið sérstaklega vegna sýning- arinnar. „Margvísleg afþreying verður á íþróttavellinum, þar verða gömlu íslensku leikirnir rifjaðir upp und- ir stjórn Hlyns Guðmundssonar íþróttakennara. Sýningin sumarhúsið og garð- urinn er fersk, fjöldi nýjunga kynntur og afþreying við allra hæfi. Sérstakt sýningarblað verður gefið út Sameiginlegt blað fyrir Sumar- húsið og Við ræktum verður gefið út í tilefni sýningarinnar og verður því dreift til áskrifenda blaðanna, sumarhúsaeigenda sem eru á skrá hjá Fasteignamati ríkisins og til um 600 fyrirtækja. Blaðið ber nafn sýningarinnar, Sumarhúsið og garðurinn. Sýningarstjórn skipa þau Auður Ottesen og Páll Pétursson frá Riti og rækt, en þau eru jafnframt sýningarstjórar, Ágúst Pétursson markaðsráðgjafi, Birna Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Mark- fells, og Þorbjörn Árnason lög- fræðingur,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Sýningin Sumar- húsið og garður- inn í Mosfellsbæ FORMLEG opnun á nýrri aðstöðu rannsóknarnefndar sjóslysa í Flugstöðinni á Stykkishólmsflug- velli fór fram föstudaginn 10. maí. Viðstaddir opnunina voru sam- gönguráðherra, Sturla Böðvars- son, starfsmenn samgönguráðu- neytisins og fleiri gestir. Nefndin er skipuð fimm fag- mönnum á sínu sviði og eru að- almenn Ingi Tryggvason, héraðs- dómslögmaður, formaður, Borgarnesi, Emil Ragnarsson, skipaverkfræðingur Reykjavík, Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Reykja- vík, Pálmi Jónsson, vélfræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða, Ísafirði og Pétur Ágústsson, skipstjóri, Stykkishólmi. Hjá nefndinni eru tveir starfs- menn í fullu starfi, þeir Jón A. Ingólfsson, framkvæmdastjóri, sem er skipstjóri og rekstrarfræð- ingur sem hóf störf 1. nóv. sl. og Guðmundur Lárusson, fulltrúi, sem einnig er skipstjóri og fyrr- verandi útgerðarmaður sem hóf störf um síðustu áramót. Tilgangur sjóslysanefndar er að koma í veg fyrir slys á sjó Rannsóknarnefnd sjóslysa starf- ar á grundvelli nýlegra laga nr. 68 frá sept. 2000 og reglugerðar nr. 133/2001 um rannsóknir sjóslysa. Starf hennar tekur til slysa og at- vika á sjó, köfunarslysa og slysa og annarra atvika á vötnum. Áður en til nýju laganna kom voru ákvæði um rannsóknarnefnd sjó- slysa í siglingalögum og heyrði nefndin með óbeinum hætti undir sjávarútvegsráðuneytið. Nýju lög- in voru því hin fyrstu sem fjalla eingöngu um rannsóknir á sjóslys- um. Rannsóknarnefnd sjóslysa starf- ar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknar aðilum, ákæruvaldi og dómstólum og hún ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar slysa og annarra at- vika. Lögsaga nefndarinnar tekur til allra íslenskra skipa, svo og allra erlendra skipa í siglingum að og frá landinu þegar sjóslys varðar íslenska hagsmuni. Nefndin hefur að leiðarljósi í öll- um rannsóknum sínum að þær miði að því einu að koma í veg fyr- ir slys um borð í skipum og að ör- yggi til sjós megi aukast og mark- mið hennar er að hraða afgreiðslu þeirra mála sem berast henni. Til- gangur rannsóknar er ekki að skipta sök eða ábyrgð og er fyllsta trúnaðar gætt og er ekki heimilt að nota skýrslur nefndarinnar sem sönnunargögn í opinberum málum. Öll slys á sjó ber að tilkynna til nefndarinnar Rannsóknarnefnd sjóslysa fund- ar að jafnaði mánaðarlega en nokkur röskun varð á starfi henn- ar í vetur vegna flutningsins og breytinga á starfsmannahaldi. Nefndin fær að meðaltali um 114 mál til umfjöllunar á ári ef tekið er mið af síðustu níu árum. Á árinu 2001 kom 121 mál til nefndarinnar og á eftir að afgreiða 62 mál af þeim en 23 af þeim eru á lokastigi. Það sem af er árinu 2002 eru kom- in 60 mál á skrá, þannig að nefnd- in á eftir er að skoða um 100 mál. Að sögn starfsmanna er þrátt fyrir ákvæði nýju laganna um til- kynningaskyldu til nefndarinnar enn þó nokkuð um að hlutaðeig- andi aðilar tilkynni ekki óhöpp til hennar. Á undanförnum árum hafa að meðaltali komið á milli 300–400 tilkynningar um möguleg bóta- skyld slys á sjómönnum til Trygg- ingastofnunar ríkisins sem nefndin þarf að afla upplýsinga um að eig- in frumkvæði. Þó að mörg þessara slysa séu, sem betur fer, lítils- háttar geta falist í þeim og ekki síst við „næstum því óhöppum“ mikilvægar upplýsingar sem geta komið að gagni við þá vinnu nefnd- arinnar að reyna að koma í veg fyrir óhöpp. Það hefur komið fram í rannsóknum erlendis að við hvert slys tengjast að meðaltali um 13 tilfelli um „næstum því óhöpp“ áð- ur en óhappið á sér stað. Það er því ljóst að í þeim getur legið mik- ill lærdómur og er það verðugt verkefni að kenna sjómönnum að koma þessum upplýsingum til nefndarinnar. Starfsmenn eru ánægðir með hina nýju aðstöðu nefndarinnar og eru í óða önn að koma sér upp búnaði og tileinka sér vinnubrögð til framtíðar. Kostnaður vegna flutnings nefndarinnar til Stykk- ishólms liggur ekki endanlega fyr- ir en hann stefnir í að vera á bilinu 2,5 til 3 mkr. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Rannsóknarnefnd sjóslysa ásamt samgönguráðherra og starfsmönnum nefndarinnar í nýjum húsakynnum nefndarinnar í Stykkishólmi. Starfsemi rannsóknarnefnd- ar sjóslysa fer vel af stað 121 mál kom til nefndarinnar á síðasta ári Stykkishólmi. Morgunblaðið. LEIÐRÉTT Hrannar er Arnarsson Nafn Hrannars B. Arnarssonar, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Sýnir á Stokkseyri Elfar Guðni myndlistarmaður opnar um helgina vinnustofu og sýningarsal á Stokkseyri en ekki Eyrarbakka eins og misritaðist í blaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á því. Bára er Stefánsdóttir Nafn stúlku sem fermd verður í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag kl. 10.30 er Bára Stefánsdóttir en ekki Stefánsson. Beðist er velvirð- ingar á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.