Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 56
„VISSI tú ikki ert við upp á loysing. So ert tú skíti klikkaður“. Þessar línur eru titillinn á opnunarlagi fyrstu breiðskífu færeysku pönksveitarinnar 200%. Nokk lýsandi fyrir þann kraft og líf sem ólgar nú í færeysku tónlistarlífi; krafti sem Ís- lendingar hafa fengið að kynnast að undan- förnu í gegnum heimsóknir þungarokkssveit- arinnar Týs, söngkonunnar Eivøru Pálsdóttur og popp/rokksveitarinnar Makrels, sem þátt tók í hinum íslensku Músíktilraunum og náði þeim góða árangri að hafna í þriðja sæti. Setningin er reyndar ofurpólitísk; lýsir því yfir að sért þú ekki með aðskilnaði Færeyja við Danmörku, sért þú eitthvað brenglaður. Við látum það hitamál liggja á milli hluta í þessari grein en vissulega er það ljóst, eftir ánægjulegt kaffispjall við Kristian Blak og Sólarn Solmunde, frá útgáfufyrirtækinu Tutl, að Færeyingar búa yfir sterkri þjóðarvitund; eru stoltir af sérkennum sínum og vinna markvisst að því að halda í þau og rækta. Veri það í gegnum tónlist eða eitthvað annað túlk- unarform mannanna. Þegar að er gáð er þar fjöldi ungra og upprennandi tónlistarmanna, sem búa yfir nákvæmlega sömu vonum og þrám og andans skyldmenni þeirra hér á landi. Samstaða Svo virðist, alltént fyrir hinn almenna Ís- lending, sem samráð, samskipti og samvinna milli þessara náskyldu þjóða á tónlistarsviðinu hafi verið í fremur litlu magni til þessa. Mun minna alla vegana en það gæti verið og ætti að vera, sérstaklega nú, á tímum hnattvæðingar og heimsþorpsins. Þeir, sem fylgst hafa með skandinavískri dægurlagatónlist í gegnum tíðina, kannast kannski við Faroe Boys, færeysku Hljómana, sem nutu þó nokkurra vinsælda hérlendis á sjöunda áratugnum. Á áttunda áratugnum varð lag þjóðlagapopparanna í Harkaliðinu, „Ólavur Riddararós“, vinsælt hér og ekki má gleyma dansibandinu Viking Band. Engu að síður hefur færeysk dægurtónlist verið frem- ur afskipt hérlendis, þar til nú. Tutl, útgáfufyrirtækið sem Kristian rekur, var stofnað árið 1977, í miðri þjóðlaga- og djasstónlistarvakningu í eyjunum. Fyrstu út- gáfurnar innihéldu að mestu þesslags tónlist en þegar fram í sótti var sjónarhornið víkkað og í dag hefur Tutl gefið út plötur með öllum þeim tónlistarstílum sem Færeyingar hafa stundað í gegnum tíðina, að sögn Kristians. Í dag hafa komið út um og yfir 160 titlar á veg- um Tutl, bæði með innlendum og erlendum aðilum en frá fyrstu tíð hefur Tutl beitt sér fyrir alþjóðlegu samstarfi. Í Færeyjum eru auk Tutl svo starfræktar útgáfurnar Pegasus og 3’arin. En samkeppni þeirra á milli er ekki teljandi, enda hafa Fær- eyingar naumast efni á slíku. Samstaðan er of- ar öllu þegar að tónlistarmálunum kemur. „Tónlistarmennirnir í Færeyjum eru heið- arlegir í því sem þeir eru að gera, og elta ekki ólar við það sem er að gerast erlendis,“ álítur Blak og Sólarn bætir því við að það sé frekar algengt að færeyskir tónlistarmenn horfi til þjóðlegs arfs í tónlistarsköpuninni. Hann bendir t.a.m. á plötuna hennar Eivøru Páls- dóttur sem er smekklega böðuð í tilvísunum í færeyska þjóðlagatónlist og dansmenntir, en þjóðdanshefðin í Færeyjum er rík og sterk. „Maður sér að margir listamenn erlendis eiga erfitt með að koma sér áfram, þar sem þeir hljóma alveg eins og það vinsælasta; og gera í því að hljóma eins og Pearl Jam, Britn- ey Spears o.s.frv.,“ segir Blak. „En þótt þú hljómir jafnvel og Pearl Jam þarf það ekki að þýða að þú sért góður tónlistarmaður. Þú ert ekki góður málari ef þú getur hermt nákvæm- lega eftir Picasso (hlær).“ Blak tekur þó fram að hann og hans menn- berjist líka fyrir rétti listamanna til að hafna kröfunni um „færeyskan“ hljóm. „Tónlistin sem slík skiptir mestu. Það er ekki atriði í sjálfu sér að hægt sé að rekja hana til Færeyja.“ Allir dansi Ein af þeim sveitum sem Færeyingar hafa mikið dálæti á um þessar mundir er Click- haze, en þar er söngkonan fyrrnefnd Eivør. Sveitin mun spila á Hróarskeldu í sumar, ein færeyskra sveita, og þeir félagar núa saman höndum og vona innilega að alþjóðasamfélagið gefi Eivøru og félögum gaum. „Listalífið hér er mjög virkt, myndi ég segja,“ staðhæfir Blak en hann er afkasta- mesti tónlistarmaður eyjanna og eftir hann liggja tugir platna. Tengsl Færeyja við Danmörku eru eðlilega mikil, bæði þá menningarlega og að sjálfsögðu stjórnarfarslega. Margir Færeyingar eru bú- settir í Danmörku og hartnær allir tala dönsku meðfram færeyskunni, þótt harðir sambandsslitssinnar sneiði hjá dönskunni eins og auðið er. „Við verðum að vera vakandi fyrir samstarfi við aðra en Dani, hvað tónlistina áhrærir,“ segir Kristian. „Ekki misskilja mig, samstarf- ið við Dani er mjög gott og þeir vilja allt fyrir okkur gera. En það er auðvelda leiðin. Við verðum að nálgast Íslendinga, Finna, Sama o.s.frv. í meiri mæli, til að undirstrika sér- stöðu Færeyja, svo við týnumst ekki í Dan- mörku.“ En að hvað miklu leyti bera Færeyingar sig saman við Íslendinga, en þjóðirnar eiga auð- sjáanlega marga sameiginlega hagsmuni? „Færeyingar líta sannarlega til Íslands,“ segir Sólarn. „Þegar íslensk sveit gerir það t.a.m. gott erlendis, tekur hjartað okkar smá- kipp.“ Blak segir að nú sé komin upp kynslóð sem vilji spila víðar en bara á Íslandi og í Dan- mörku. Þeir félagar öfundast líka út í okkur Íslendinga því hér sé nóg af stöðum til að spila á, öfugt við Færeyjar. „Það er í raun ekkert hús núna,“ segir Sól- arn. „Eins og stendur er ekkert hús í Þórs- höfn, aðeins krár sem er hægt að spila á.“ Blak horfir að lokum til fyrri tíma, og segir af áhuga frá tónlistararfleifð eyjaskeggja. Þannig er að Færeyingar varðveittu um aldir tugi þúsunda kvæða, allt í munnlegri geymd. „Það bjuggu 5.000 manns hérna fram á 19. öld og þetta fólk varðveitti 80.000 vers í hausnum á sér,“ segir Blak. „Fólkinu sem hef- ur þetta í hjartanu fer nú fækkandi, en það er sem betur fer búið að koma kvæðunum í bók núna. Þá má líka geta þess að hvað þjóðdans- inn okkar varðar þá er búið að koma því í skólalög að færeysk börn eigi að dansa í skól- anum (brosir).“ 200% spila pönkrokk – og syngja á sínu ylhýra. Hin hæfileikaríka Eivør Pálsdóttir í ham. Hér er hún á hljómleikum með Clickhaze. Brandur Enni (færeyska útgáfan af Jóhönnu Guðrúnu) á leið í „tyrlu“. „Fínur tónleik- ur í Føroyum“ TENGLAR ................................................................... – www.ghj-musicmarketing.com, – www.mms.fo, -www.nlh.fo, -www.ns.fo, – www.pop.fo -www.tutl.com arnart@mbl.is Færeyskt tónlistarlíf er afar blómlegt Kristian Blak – tónlistarmaður og útgefandi en kannski fyrst og fremst hugsjónamaður. Íbúar í Færeyjum eru um 50.000. Tónlistarlíf lands- manna endurspeglar þá tölu hins vegar ekki og eru þeir jafnstórtækir og athafnasamir þar og náfrændur þeirra Íslendingar. Arnar Eggert Thoroddsen kannaði þessa grósku og ræddi m.a. við Kristian Blak, eiganda Tutl-útgáfunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.