Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                     !" ! ! ! #  $% & '  (   )   ! "# #$ %  &  '! (  )   ))  $ %  $ %  $ *                  ! "  #! ! !$$  " % !$$ & !$$   !$$ ! "   " '  " % !$$ " () *                      !   "  #  ! ! $!%%! ! " #$   % "!&  % #  # #$  "! % $'()  #$ *  % $ #$ %!' ') "                              !"     # $     % &  #     !"#" $# !"  "#" % "& $'##( !"#)* +  "##( ,) - #" ()'./                          !!" # $ %&' ( & )   ! "# $#  %& $ ' ( )* $# "# %& $ ' ) &! $# +& %& $ ' , * & , * '& ,)* -.$ ✝ Bragi Þórhallsonvar fæddur á Langhúsum í Fljóts- dal 20. maí 1947. Hann lést á Landspít- alanum 11. maí síð- astliðinn. Foreldar hans voru Þórhallur Ágústsson og Iðunn Þorsteinsdóttir. Hann var næstyngst- ur níu systkina. Þau eru: Ágúst Þór- hallsson, Þorsteinn, Rebekka, Sigurður, Ingibjörg, Soffía, Þórhallur Óskar og Ragnhildur. Bragi lætur eftir sig eiginkonu, Rannveigu Pálsdóttur, f. 23.2. 1947, og þrjú börn. Þau eru: Eiður, f. 13.6. 1976, Páll, f. 19.7. 1977, unnusta hans er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir; og Iðunn, f. 20.11. 1986. Bragi hóf störf hjá Eskifjarðarbæ árið 1979 og vann þar þar til hann lést. Auk þess var hann í slökkvliði Eskifjarð- ar og vann sem sjúkraflutningamað- ur. Útför Braga fer fram frá Eskifjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 20. maí, og hefst athöfnin klukkan 14. Ég hélt ég hefði tíma til að tal’ um allt við þig. Nú tómið við tekur. Ég gat ei vitað að þú verður ekki hér er vorið mig vekur. (I.G.) Elsku Bragi minn, nú ertu farinn. Þú háðir baráttu upp á líf og dauða þar sem lífið lét undan að lokum. Við sitjum eftir skilningsvana og söknum þín sárt. Enginn getur skil- ið hver tilgangurinn er en við verð- um að trúa því að þetta sé guðs vilji og að þín sé meiri þörf annars stað- ar. Ég kynntist þér fyrir um tíu árum og yndislegri tengdaföður hefði ég ekki getað óskað mér. Þú sást til þess að við Palli gætum hist þegar við vorum að byrja saman. Þú keyrðir hann inn á Reyðarfjörð hve- nær sem honum datt það í hug og taldir það ekki eftir þér að vakna um miðjar nætur til að sækja hann. Þannig maður varst þú í hnotskurn, gerðir allt fyrir alla án þess að hugsa þig um og oftast svo miklu meira. Frá því að við Palli fluttum suður höfum við sést sjaldnar en það var alltaf jafn gaman að heyra í þér í símanum, oftast var þá veðrið borið saman og við rifumst um það hvar það væri betra, það var náttúrulega alltaf best á Eskifirði. Þú hafðir allt- af mikinn áhuga á því sem við vor- um að gera og vildir fylgjast með öllu sem var í gangi. Þið feðgarnir gátuð talað saman alveg endalaust, að mér fannst, um hin og þessi málaefnin, þeirra samtala verður sárt saknað. Fyrir stuttu síðan komst þú í bæinn og við eyddum öll einum sunnudegi saman. Þá hafðir þú mestu áhyggjurnar af því hvað þú ættir að kaupa fallegt handa Rannveigu og Iðunni til að gleðja þær þegar þú kæmir heim. Við rölt- um búð úr búð þangað til að þú varst orðinn ánægður með þitt. Hvern hefði þá getað órað fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem við drykkjum saman kaffi og ræddum um heima og geima. Það eru margir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls þíns, því það eru ófáir staðirnir sem þú komst við á. Þú varst eins og segull, því fólk dróst að þér úr öllum áttum og því fleiri sem bættust við þeim mun betra. Við eigum minningu um hjarthlýj- an og yndislegan mann sem við geymum í hjörtum okkar að eilífu. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Elsku Rannveig, Eiður, Palli og Iðunn, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg og halda áfram. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. Hjálpsamur, greiðvikinn, barn- góður, traustur, mikill fjölskyldu- maður. Þessi orð koma okkur fyrst í hug þegar við hugsum um Braga Þórhallsson. Bragi tengdist fjölskyldu okkar fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar hann hóf sambúð með Rannveigu. Þau eignuðust fljótlega soninn Eið og rúmu ári síðar Pál. Iðunn kom svo í heiminn þegar bræðurnir voru orðnir níu og tíu ára gamlir. Fjölskylda Rannveigar eignaðist strax góðan vin og mikla hjálpar- hellu þar sem Bragi var. Hjálpsemin og greiðviknin voru honum svo inni- lega í blóð borin að leitun er að öðru eins. Ef eitthvað var bilað mætti Bragi, óbeðinn, með allar græjur til að laga hlutinn. Ef eitthvað varð ónýtt eða bara ef honum fannst ein- hvern vanta eitthvað var hann vís til að segja:„Ég á nú svona og ég læt þig bara hafa það.“ Ef einhver var að smíða eða flytja eða þurfti að láta líta á bílinn sinn þá mætti Bragi og lagði hönd á plóginn. Börnin í fjölskyldunni löðuðust að Braga enda hafði hann ljúfa lund og dekraði gjarnan við þau. Í fjölskyldu okkar skilur Bragi eftir sig stórt skarð og líka í okkar litla samfélagi því hann hafði gaman af að hitta fólk og ræða málin og var óspar á að gera fólki greiða. Við sendum Rannveigu, Eiði, Palla og Ástu og Iðunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur sem og systkinum Braga og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum hans. Við þökkum Braga samfylgdina og trygglyndið. Minningin um góð- an dreng mun lifa. Guðný og Þórdís Pála. BRAGI ÞÓRHALLSSON Sigurður Þ. Tómas- son er látinn. Þrátt fyr- ir árin 92 var hann ekki saddur lífdaga, þvert á móti var hann með stór áform og áhugasamur um framtíðina. Strax á fyrsta fundi með þeim hjónum Sigurði og Maggý mátti skynja hversu merkileg þau hjón voru og samvistir við þau voru ávallt tilhlökkunarefni. Umræðuefnin voru ekki af lakara tagi; pólitík, listir, helstu þjóðmál, vafin æskuminning- um og skemmtisögum frá viðburða- ríkri ævi þeirra hjóna. Ekki síðri voru kræsingarnar og umbúnaður- inn, byggð á áratuga hefðum. Maggý var einstök kona, sterk og hlý, allt- umvefjandi í kærleika og umhyggju fyrir sínum. Maggý lést á síðasta ári og er skammt á milli hjóna. Sigurður fékk það fágæta tæki- færi þegar hann var ungur maður, að SIGURÐUR ÞOR- KELL TÓMASSON ✝ Sigurður ÞorkellTómasson fædd- ist á Miðhóli í Sléttu- hlíð í Skagafirði 16. júlí 1910. Hann lést 26. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 7. maí. fá styrk til Svíþjóðar- farar, þar sem hann gekk í samvinnuskóla. Sú reynsla bjó með honum alla tíð og víkk- aði sjóndeildarhring hans. Eitt dæmi um þetta er sagan af því þegar Sigurður var með efnagerð í Reykja- vík, þar sem hann bjó til og seldi m.a. súkku- laði ætlað til baksturs. Salan var dræm og á þessum tíma þóttu er- lendar vörur meira spennandi kostur en innlendar. Sigurður var fljótur að sjá við þessu og ritaði fagurri rithönd; Choklade, á vörurnar og jókst salan við það til muna. Sigurður var fram- úrstefnulegur að mörgu leyti, m.a. varð hann fljótt áhugamaður um heilsuvörur og heilsusamlegt líferni. Hann drakk soð af grænmeti og rót- arávöxtum, fastaði og gekk mikið. Þessi ástundun skilaði sér í af- bragðsgóðri heilsu og unglegu útliti fram á síðasta dag. Í þessu sambandi má nefna að hann fór á sjúkrahús í fyrsta sinn 89 ára gamall. Tildrög þess voru að hann ætlaði í bæinn með strætisvagni á afmælisdegi mín- um, til að kaupa gjöf. Hann var eitt- hvað seinn fyrir og hljóp á eftir vagn- inum, með þeim afleiðingum að hann féll við og mjaðmagrindarbrotnaði. Hann var óánægður með að ná ekki fullum bata og stundaði æfingar af kappi fram á síðasta dag, leit á það sem alls ófullnægjandi árangur að þurfa að styðjast við staf. Sigurður talaði oft um hringinn sem hann fann í kringum sig; hring afkomenda og tengdra, sem hann taldi auðvitað að væri allt stórkost- legt fólk og börnin með eindæmum efnileg. Ég fann samhljóm í líking- unni um hringinn, enda fannst mér hið sama þegar Ebba Margrét dóttir mín fæddist árið 1991, að um hana væri sterkur frændhringur. Hún var svo lánsöm að eiga ömmur og afa og þrjár langömmur og tvo langafa fram til átta ára aldurs. Síðan hafa verið höggvin skörð í hringinn henn- ar, á einungis þremur árum hafa kvatt Steini afi, Sissa amma, Maggý amma og nú Sigurður afi. Á síðasta samfundi okkar nú í apr- ílbyrjun óskaði Sigurður eftir aðstoð við að skipuleggja stórveislu sem átti að fara fram nú í sumar. Veislan góða átti að vera sú fyrsta í röð margra, þar sem ætt og vinir hittust og styrktu tengsl. Án Sigurð- ar eru veisluhöldin tilgangslítil, hringurinn góði án miðpunkts og mönduls. Þakklæti er mér efst í huga á kveðjustund, þakkir fyrir góð kynni við mikilhæfan mann. Guð blessi Sig- urð Þ. Tómasson. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.