Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JODEL D til sölu, 180 ha. 5 sæta, 6 tíma flugþol. 800 tímar eftir
á mótor. Nýlega klædd. Stuttbrautarvél. Hentar sérstkalega við
íslenskar aðstæður. Flugvél sem gerir allt sem þú ætlast til af
góðri einkaflugvél. Frábærir flugeiginleikar fyrir alvöru flugmenn.
Upplýsingar í símum 898 6033 og 567 6022.
Flugvél til sölu
JÖRÐ ÓSKAST
Landmikil jörð með veiðihlunnindum, skot- og
stangveiði, óskast.
Æskileg staðsetning Vesturland, Suðurland eða Austurland.
Upplýsingar í síma 897 7061
Ármúla 21, sími 533 4040 Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen, sími 568 2444
Sumarbúst. - Arnarstapi
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Allar upplýsingar veittar
á skrifstofu í símum
588 4477 eða 899 9271
Glæsilegur ca 40,6 fm bú-
staður ásamt ca 15 fm svefn-
lofti. Einstök staðsetning í
heillandi náttúru. Bústaðurinn
er fullfrág. m. stórum verönd-
um og fl. Mjög vandaður frá-
gangur. Verð tilboð.
Myndir á valholl.is.
Upplýsingar gefur Þórarinn í síma 899 1882
SÍÐUMÚLA 8
www.odal.is
Sími 525 8800
Gullengi 29 - íbúð 01.02
OPIN HÚS Í DAG KL. 14-17
Björt og falleg 3ja herb. 85 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi af
svölum. Forstofa og hol. Tvö rúmgóð svherb. með innb. fatask.,
eldhús og bað með hv. beyki-innréttingum, þvottah. í íb. Rúm-
góðar stofur og 15 fm flísal. suðursvalir. Þvottahús í íbúð.
Verð 11,2 millj. LAUS FLJÓTLEGA.
Hjalti og Svanfríður taka á móti gestum. Laus í maílok.
Njálsgata 87 - íbúð 02.03
Björt og falleg 55 fm íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Íbúð og hús
mikið endurnýjað, s.s. nýtt parket og flísar á gólfum. Nýtt eldhús,
baðherbergi, gólfefni o.fl. LAUS STRAX.
Lukka tekur á móti gestum.
Helgi M. Hermannsson lögg. fasteignasali • helgi@odal.is
Óli Antonsson sölustjóri • oli@odal.is
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Hjallabraut 33 - Opið hús - Eldri borgarar
Glæsileg 93 fm 3ja herb.
íbúð á fyrstu hæð. Vandað-
ar innréttingar og gólfefni,
allt fyrsta flokks. Tvennar
svalir. Öll þjónusta til stað-
ar. Frábær staðsetning.
Tekið verður á móti gest-
um milli 14.00 og 17.00 í
dag, sunnudag, íbúð 1-03.
Verðtilboð
Á KIRKJUDEGI aldraðra á upp-
stigningardag var margt fólk
saman komið í Húsavíkurkirkju
og börn voru færð til skírnar.
Kór eldri borgara söng við undir-
leik Judit György og sr. Sig-
hvatur Karlsson þjónaði fyrir alt-
ari.
Úr Reykjahreppi voru skírð tvö
börn, þau Björn Gunnar Jónsson
og Elva Mjöll Jónsdóttir. Þau eru
þremenningar og eiga heima á
sama bæ, eiga feður með sama
nafni og eru fædd sama dag, hinn
7. mars sl.
Eitt barn frá Húsavík var skírt
við þessa sömu athöfn og er það
einnig fætt 7. mars.
Sr. Sighvatur þakkaði fólki fyr-
ir að koma í kirkjuna og ekki síst
þeim sem komu með börnin til
þess að skíra þau við altarið og
hvatti til þess að fólk notaði al-
mennar messur meira til skírn-
arathafna en verið hefur til
þessa.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur ásamt sóknarbörnunum úr
Reykjahreppi, þeim Jóni Helga Björnssyni og Ingibjörgu Sigurjóns-
dóttur sem heldur á Birni Gunnari, svo og Jóni Helga Vigfússyni og Sól-
veigu Ómarsdóttur sem heldur á Elvu Mjöll.
Margt sameiginlegt
með skírnarbörnunum
Laxamýri. Morgunblaðið.
NÝVERIÐ voru stofnuð Samtök fyr-
irtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH).
Stofnaðilar að þessum samtökum eru
nærri 20 fyrirtæki, sjálfseignarstofn-
anir, fyrirtæki í einkaeigu, í eigu fé-
lagasamtaka eða sveitarfélaga. Fyr-
irtækin sem stóðu að stofnuninni eru
dvalar- og hjúkrunarheimili, endur-
hæfingarfyrirtæki og fyrirtæki sem
starfar að meðferðarmálum, sam-
kvæmt því sem kemur fram í frétta-
tilkynningu.
Tilgangur samtakanna er að efla
samstarf aðildarfélaga, standa vörð
um hagsmuni þeirra og vinna að
bættum starfsskilyrðum, stuðla að ár-
angursríku samstarfi við heilbrigðis-
yfirvöld, sveitarfélög, félagasamtök
og aðra þá aðila sem hagsmuna eiga
að gæta, koma á framfæri við stjórn-
völd og almenning afstöðu samtak-
anna til mála er varða hagsmuni að-
ildarfélaga og fylgja þeim fram og að
gangast fyrir upplýsinga- og fræðslu-
starfsemi m.a. í því skyni að stuðla að
framförum og hagræðingu í starfsemi
og rekstri aðildarfélaga.
„Með stofnun samtakanna hefur
verið skapaður vettvangur fyrir
stjórnir og stjórnendur þessara fyr-
irtækja til að koma saman, bera sam-
an bækur sínar og ræða sameiginleg
hagsmunamál. Sameinuð verða þessi
fyrirtæki öflugri en þau eru eitt og
sér og sameiginlega geta þau unnið að
ýmsum hagsmunamálum, sem þau
hafa hingað til unnið að hvert fyrir
sig, svo sem við gerð kjarasamninga,
samninga við heilbrigðisyfirvöld.
Helstu verkefni nýrrar stjórnar er
að skoða með hvaða hætti samstarf
þessara aðila verður árangursríkast,
einnig að vinna að betri starfsskilyrð-
um fyrirtækjanna og í því sambandi
verður skoðað hvernig bæta má fjár-
hagslega og lagalega stöðu þeirra og
verður það vonandi gert í góðri sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld. Jafn-
framt fékk stjórnin það verkefni að
kanna hagkvæmni þess að sækja um
aðild að Samtökum atvinnulífsins og
verða niðurstöður þeirrar könnunar
lagðar fyrir fyrsta aðalfund samtak-
anna að ári,“ segir í fréttatilkynningu.
Fyrsti formaður samtakanna var
kosinn Jóhann Árnason, fram-
kvæmdastjóri Sunnuhlíðar í Kópa-
vogi, aðrir í stjórn voru kosnir Júlíus
Rafnsson, framkvæmdastjóri á
Grund, Árni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri NLFÍ í Hveragerði,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
stjórnar Eirar, og Theodór S. Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri SÁÁ.
Varamenn eru Guðmundur Hall-
varðsson, formaður stjórnar Sjó-
mannadagsráðs, sem rekur Hrafn-
istuheimilin, og Finnbogi Björnsson,
framkvæmdastjóri Dvalarheimila
aldraðra Suðurnesjum.
Samtök
fyrirtækja í
heilbrigðis-
þjónustu