Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ F JÁRMÁL borgarinnar hafa verið mjög til umræðu und- anfarið. Hverjar voru skuldir borgarinnar þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar 1994 og hverjar eru þær núna? „Þegar fjallað er um skuldir borgarinnar er mik- ilvægt að gera greinarmun á borgarsjóði annars vegar og fyrirtækjum borgarinnar hins vegar. Langflestar fjárfest- ingar sem borgarsjóðurinn fer út í eru ekki arðbærar í hefðbundinni merkingu þess orðs; skila ekki miklum tekjum inn í borgarsjóð; þetta eru skólar, leikskólar, gatnamannvirki, íþróttamannvirki, menningarstofnanir og svo framvegis. Sjálfstæðismenn auglýsa að skuldir borgarinnar í dag séu skattar á morgun. Þetta er einfaldlega blekking. Skuldir sem hvíla á borgarsjóðnum greiðast fyrst og fremst með skattpeningum. Lán sem tekin eru af fyrir- tækjum borgarinnar eru hins vegar greidd nið- ur með tekjum fyrirtækjanna, hvort sem það er hjá Félagsbústöðum sem hafa leigutekjur, hjá Orkuveitunni í formi orkugjalda, hjá Höfn- inni sem hefur tekjur af hafnargjöldum eða hjá Bílastæðasjóði. Þessi fyrirtæki hafa sjálfstæðan fjárhag og eiga að standa undir skuldum sínum. Þess vegna geri ég skýran greinarmun á því hvort borgarsjóðurinn safnar skuldum eða fyrirtæk- in. Heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar voru 17,6 milljarðar árið 1994 en eru nú 46,6 milljarðar. Þessi upphæð skiptist þannig að í árslok 1994 skuldaði borgarsjóður 15,9 milljarða en skuldar nú 15, en fyrirtækin sem skulduðu þá um 1,6 milljarða skulda nú 31,6.“ Gjaldskrá Orkuveitunnar lækkað að raungildi Það er því ekki ágreiningur um að skuldir borgarapparatsins í heild hafa aukist mikið síð- an þið tókuð við? „Það er ekki ágreiningur um tölur, heldur um það hvort eigi að blanda saman borgar- sjóðnum og fyrirtækjum borgarinnar og tala um allt í sama orðinu. Það er deilt um hvort skuldir fyrirtækjanna séu eðlilegar eða of mikl- ar.“ Hvert er þitt mat á þessum miklu skulda- hækkunum? Eru þær eðlilegar? „Stór hluti þessara skulda er hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún skuldar núna 21,7 milljarða, Félagsbústaðir skulda 7 milljarða, Reykjavík- urhöfn 1,5 og önnur fyrirtæki 2,7 milljarða. Félagsbústaðir taka 90% lán hjá Íbúðalána- sjóði til þess að byggja og kaupa leiguíbúðir, og þau lán greiðast upp á 50 árum og eiga að greiðast af þeim leigutekjum sem Félagsbú- staðir hafa. Á bakvið þessar skuldir er eigna- myndun í íbúðum sem hafa markaðsvirði og þær eignir eru meiri en nokkurn tíman skuld- irnar. Svo er það Orkuveitan; þrátt fyrir að fyr- irtækið hafi ráðist í allar þessar fjárfestingar á umliðnum árum hafa gjaldskrár hennar verið að lækka að raungildi. Fjárfestingarnar hafa því ekki komið niður á viðskiptavinum fyrir- tækisins, þvert á móti eru framkvæmdir eins og á Nesjavöllum, að skila Orkuveitunni millj- arði í tekjur á þessu ári. Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru 1,4 milljarðar þannig að þetta er mjög arðbært fyrirtæki. Ég hef engar áhyggjur af skuldum Orkuveitunnar meðan hún ræðst í fjárfestingar sem skila arði.“ Getur þú þá lofað því að á næstu fjórum ár- um verði álögur á borgarbúa ekki hækkaðar vegna aukinnar skuldasöfnunar? „Já, það get ég. Til marks um það vil ég nefna að samkvæmt þriggja ára áætlun á borg- arsjóður 4–5 milljarða í afgang þegar búið er að taka fyrir öllum rekstri.“ Hvert verður framhaldið í lántökum og skuldaaukningu. Verður haldið áfram á sömu braut? „Varðandi Orkuveituna teljum við margt benda til að það þurfi að fara í nýja jarðvarma- virkjun á Hellisheiði á næstu árum. Það er virkjun upp á 10 milljarða, en hún á líka að standa undir sér. Ef menn sjá fram á arðbæra fjárfestingu er ekkert að því að taka lán. Við ætlum að þjóna tekjulægstu hópunum með kaupum á 100 félagslegum leiguíbúðum á ári og það verður ekki gert öðru vísi en að taka áfram 90% lán hjá Íbúðalánasjóði. Það þýðir auðvitað að það verður aukin skuldsetning hjá Félagsbústöðum en á bakvið þá skuldsetningu standa íbúðir sem hafa markaðsvirði.“ Talandi um arðbærar fjárfestingar; um- deildasta fyrirtæki borgarinnar er Lína.Net en tap á rekstri þess var 172 milljónir króna í fyrra. Er það hlutverk borgarinnar, að þínu mati, að reka fyrirtæki eins og þetta, jafn áhættusamt og það er? „Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð í þeim efnum. Lína.net er þróunarfyrirtæki og viðskiptaáætlanir gerðu ráð fyrir að fyrirtækið yrði rekið með tapi fyrstu árin eins og flest fyr- irtæki sem eru í mikilli uppbyggingu. Nú er bú- ið að fjárfesta í ljósleiðurum og lögnum fyrir 2,6 milljarða og samkvæmt sömu áætlunum mun fyrirtækið fara að skila hagnaði á kom- andi árum. Um það má auðvitað alltaf deila hvort op- inberir aðilar eigi að koma að slíkum fyrirtæk- um, en okkar mat var einfaldlega að Orkuveit- an ætti grunnnet sem mætti þróa og nota til að skapa á markaðnum einhverja samkeppni við Landssímann, til dæmis í gagnaflutningum þar sem þörf er fyrir mikla bandbreidd. Halló, Frjáls farskipti og Íslandssími nota til dæmis ljósleiðara Línu.nets. Ég tel nauðsynlegt að veita Landssímanum samkeppni og ef einkaað- ilar treysta sér ekki í þá fjárfestingu sem þarf í upphafi til að skapa þær aðstæður þá finnst mér rétt að Orkuveitan geri það. Landssíminn er ríkisfyrirtæki sem stendur til að einkavæða og einkavædd einokun er verri en ríkisrekin.“ Ætlið þið að eiga Línu.Net áfram? „Það var aldrei hugmyndin í upphafi. Hún var sú, að koma þessu á stofn, skapa þennan möguleika – sem er í samræmi við það sem gerst hefur í mörgum borgum á Norðurlönd- unum. Það má hins vegar færa fyrir því rök að við hefðum ef til vill ekki átt að stofna sérstakt hlutafélag um þetta með öðrum heldur halda þessu sem hluta af Orkuveitunni meðan verið var að byggja grunnnetið upp, og selja síðan. Í upphafi var að því stefnt að fá fleiri fjárfesta inn í fyrirtækið en eins og við vitum hefur ekki verið auðvelt að fá hluthafa inn í fjarskiptafyr- irtækin á umliðnum árum. En við erum sem sagt reiðubúin til þess að selja aukinn hlut í Línu.Net ef viðunandi verð fæst.“ Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir að impra á því undanfarið að Alfreð Þorsteinsson stjórni borginni í raun og veru og kalla vara- borgarstjóra. Hvernig er stjórnskipulagið hjá ykkur í R-listanum? Hver stjórnar borginni? „Ég fer fyrir mínu fólki. Þetta er fráleitur málflutningur hjá Sjálfstæðismönnum og hafð- ur uppi til þess eins að reyna að draga úr mín- um trúverðugleika. Þetta þjónar engum til- gangi öðrum. Þeir vita sem er að ég hef umtalsverðan stuðning meðal borgarbúa, meiri stuðning en Reykjavíkurlistinn og meiri stuðn- ing en Alfreð Þorsteinsson, með allri virðingu fyrir honum, og hvað gera menn í slíku tilviki? Þeir reyna að ráðast að minni stöðu og veikja hana í hugum fólks. Ég er bæði pólitískur sam- nefnari fyrir Reykjavíkurlistann og yfirmaður stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Hins vegar er- um við auðvitað með ákveðna valddreifingu og verkaskiptingu, bæði í stjórnsýslunni og póli- tíska kerfinu, og þar verður að fara saman vald og ábyrgð. Ég lít svo á að þegar fólki hafa verið falin ákveðin verkefni þá eigi maður ekki alltaf að vera með puttana í verkum þess. Ég treysti þessu fólki til að sinna sínum verkum vel og hver ber ábyrgð á sínu sviði, þó hin sameig- inlega ábyrgð sé mín og ég sé yfirmaður emb- ættismanna borgarinnar.“ Finnst þér ykkur hafa tekist vel með þessa valddreifingu og borginni sé vel stjórnað? „Já, mér finnst hafa tekist vel til, alveg sama á hvaða málflokk er litið. Þetta er vinnusamur hópur, fólk sem er vakið og sofið í því sem það er að gera. Mér finnst ánægjulegt að sjá árang- ur á öllum sviðum og nú er að koma enn betur í ljós en áður að þau vinnubrögð sem við höfum ástundað skila árangri; að maður hafi framtíð- arsýn, setji sér markmið, ákveði leiðirnar að settu marki og geri áætlun um hvernig eigi að ná því. Það getur tekið mörg ár að ná settu marki en aðalatriðið er að vinna að því af stað- festu, jafnvel þó gefi á bátinn á stundum, og láta ekki hrekja sig af leið. Mér finnst við sjá árangurinn af þessum vinnubrögðum í skóla- málum þar sem gerð var áætlun um einsetn- inguna árið 1996 og við náum settu marki núna í haust; í leikskólamálunum náum við þeim ár- angri í haust að við getum tekið öll tveggja ára börn inn á leikskóla, í jafnréttismálum – þar sem hinn óútskýrði launamunur á milli kynjanna er að minnka um helming – og í hreinsun strandlengjunnar, þar sem menn settu sér markmið fyrir átta árum. Því verki er senn lokið og það hefur verið fjárfest fyrir 8,7 milljarða í þessu umhverfisátaki sem er eitt hið mesta sem ráðist hefur verið í hér á landi. Ég vil nefna eitt enn dæmi, umferðarörygg- ismálin. Við byrjuðum að vinna fyrstu umferð- aröryggisáætlun Reykjavíkurborgar 1994 og hún var samþykkt ’96. Við settum okkur það markmið að fækka slysum um 20%, gripum til raunhæfra aðgerða s.s. að takmarka hraða í íbúðahverfum við 30 km og höfum náð því að fækka slysum um meira en 30%.“ Þú talar um samstilltan hóp. Töluvert er af nýju fólki á listanum og fyrst eftir að hann var kynntur voru margir í sviðsljósinu en eftir því sem nær líður kosningum verður þú sífellt meira áberandi. Eru kosningarnar kannski ekki síður keppni um borgarstjóra en lista? „Bæði. Það er ekki hægt að aðskilja þetta. Fyrir því er pólitísk hefð að borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík séu líka borgarstjóra- kosningar. Við sem erum í framboði til borg- arstjóra erum tákngervingar fyrir ákveðna pólitík, ákveðnar hugmyndir, og það er mjög mikilvægt að fólk tengi saman einstaklinga, hugmyndir og stefnu. Borgarstjórinn í Reykja- vík er samnefnari fyrir þann hóp sem býður sig fram til þess að stjórna borginni. Hann er and- lit borgarinnar út á við og þegar hann hefur verið kosinn borgarstjóri er hann fulltrúi allra Reykvíkinga, ekki bara þeirra sem kusu hann. Þess vegna er mikilvægt að maður hafi trú- verðugleika og njóti trausts hjá fólki sem er ekki endilega sammála manni pólitískt. Þess vegna verður borgarstjóri að hafa skírskotun út fyrir sinn pólitíska flokk.“ Ekki í þingframboð á næsta ári Er tryggt að þú verðir borgarstjóri næstu fjögur ár ef þú nærð kjöri? „Nei, það er ekki tryggt. Ég gæti náttúrlega hrokkið upp af!“ Spurt er vegna þess að oft er talað um að Samfylkinguna vanti nýjan leiðtoga og þú nefnd til sögunnar. „Það er ekki mitt viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram til næstu fjögurra ára en ætla mér hins vegar ekki að verða ellidauð hérna í Ráðhúsinu.“ En þú ætlar að vera þar næstu fjögur ár? „Já, ég er ekki á leið í þingframboð að ári ef það spurningin sem undir liggur.“ Ef þú hrekkur upp af – eins og þú tekur til orða – hver tæki við af þér? Er einhver vara- borgarstjóri í hópnum? „Nei, það er ekki svo. Ég get hins vegar al- veg séð það fyrir mér að við í Reykjavíkurlist- anum höfum leiðtogaprófkjör þegar minni tíð lýkur hér, og vil út af fyrir sig þakka Sjálfstæð- isflokknum fyrir að benda okkur á þessa leið. Sjálfstæðisflokkurinn heyktist reyndar á þess- ari aðferð og valdi að ryðja bekkinn til að rýma fyrir Birni en mér finnst þetta vera vænleg leið og held hún sé mjög skynsamleg fyrir Reykja- víkurlistann.“ Snúum okkur að skipulagsmálum. Þið aug- lýsið átta ný íbúðahverfi; spennandi framtíð- arsýn. Á hvaða tímabili eiga þau að byggjast? „Á næstu 20 árum. Í nýju aðalskipulagi er búið að skipuleggja íbúðabyggð til næstu 24 ára og við leggjum áherslu á að áður en við för- um að byggja í útjaðri borgarinnar nýti borg- aryfirvöld þau tækifæri sem eru innan núver- andi borgarbyggðar.“ En hvar viljið þið að byggt verði á næsta kjörtímabili, á næstu fjórum árum? „Til dæmis í Grafarholti og stækkuðu Bryggjuhverfi og í Norðlingaholti þar sem gert er ráð fyrir 1000 íbúðum. Þá eru uppi þétting- aráform í miðborginni á þeim tíma, í Skugga- hverfi, Holtunum og vestur við Ánanaust og við Eiðsgranda og svo getum við farið í suðurhlíð- ar Úlfarsfells hvenær sem okkar hentar. Það land eigum við allt, Björn Ólafsson arkitekt í París vann skipulagssamkeppni um svæðið og er nú að vinna það skipulag þannig að á næsta ári væri þess vegna hægt að fara í suðurhlíðar Úlfarsfells. Þar gerum við ráð fyrir 5000 íbúð- um þannig að það er enginn hörgull á bygging- arlandi í borginni.“ Miklar blekkingar Sjálfstæðismenn hafa einmitt gagnrýnt að þið séuð að flytja til efni í landfyllingar úr Geld- inganesi og vestur í bæ, þegar nóg er af bygg- ingarlandi í bænum? „Það er vegna þess að við viljum þétta byggðina, styrkja bakland miðborgarinnar og draga það eins og við getum að fara út á Geld- inganesið, svo dæmi sé tekið, vegna þess að byggð þar yrði að vissu leyti úr tengslum við aðliggjandi byggð, yrði eins og eyja og þyrfti að verða sjálfri sér næg um flesta hluti. Það er því bæði hagkvæmara og heppilegra að byggja fyrst annars staðar og fólk getur svo í framtíð- inni tekið ákvörðun um þetta land í Geldinga- nesi. Það fer ekkert.“ En þið eruð að flytja grjót úr Geldinganesi í landfyllingar vestur í bæ, ekki satt? „Sjálfstæðismenn hafa verið með miklar blekkingar í þeim efnum og alveg ótrúlegt að leyfa sér – jafnvel þó svo menn séu í kosninga- baráttu – að taka 40 til 50 hektara stykki úr Geldinganesinu, eins og Sjálfstæðismenn gera í sjónvarpsauglýsingu, og flytja út í Ánanaust. Þessi fleki þeirra, sem svífur yfir borgina, er um það bil 10 sinnum stærra svæði en um- hverfismatið sem gert var vegna grjótnámsins heimilar. Við Ánanaust er gert ráð fyrir 37 hektara fyllingu, en grjótnámið í Geldinganesi er fimm hektarar. Fylling er heldur ekki búin til úr grjóti heldur að mestu úr sandi og möl og grús, efni sem tekið er í húsgrunnum og af hafsbotni. Grjótið er bara notað sem vörn utan- með þannig að þetta eru vísvitandi blekkingar. Eflaust hafa þær virkað á ýmsa, til þess er auð- vitað leikurinn gerður en það er ekki verið að flytja Geldinganesið vestur í bæ.“ Umræða um lóðaskort í borginni hefur verið mikil. Nú talið þið um að byggja á mörgum stöðum, á sama tíma og mikið er af óseldu íbúð- arhúsnæði í Grafarholti vegna þess hve það er dýrt. Er það ekki til merkis um að það kerfi sem þið notið við úthlutun lóða hefur ekki virk- að sem skyldi? „Skipulagsmál í borgarsamfélagi verður að skoða í samhengi. Ég er þeirrar skoðunar að til þess að við fáum þá mynd á borgina sem við viljum verði að endurskipuleggja og byggja ný hús á mörgum lóðum sem eru innan borgar- markanna – t.d. í Holtunum þar sem eru iðn- aðarhús sem hafa misst hlutverk sitt. Þar eru rammgerð mannvirki, sem menn hafa ekki séð sér hag í að kaupa, brjóta niður og byggja upp að nýju á sama tíma og borgin úthlutar nið- urgreiddum lóðum til samkeppnisaðila í útjaðri borgarinnar. Ég held að þarna sé m.a. að leita skýringa á því hvernig hefur farið fyrir Lauga- veginum og Hverfisgötunni í gegnum tíðina; hvernig gat það að borgað sig fyrir einhverja aðila að kaupa mannvirki á þessu svæði, brjóta þau niður og byggja upp nýtt verslunarhús- næði á sama tíma og borgin var að úthluta nið- urgreiddum lóðum í Síðumúla, Ármúla, Suður- landsbraut og Skeifunni fyrir slíka starfsemi. Menn fá enga arðsemi út úr slíku. Það verður að skapa forsendur fyrir því að menn sjái ein- hvern ávinning í því að nýta landið betur en þeir gera. Og þá segi ég: það er eðlilegt að markaðurinn segi til um hvað hægt er að bjóða í landið. Verktakafyrirtæki, sem byggja og selja íbúðir, eiga að vita á hvaða verði íbúðir geta selst og eiga náttúrlega ekki að bjóða meira en svo í landið að þeir treysti sér til að byggja íbúðir á viðunandi verði.“ Var ekki framboð á lóðum einfaldlega svo lít- ið að menn urðu að bjóða hátt til að fá eitthvert land? „Þessi fyrirtæki eru auðvitað að vinna hér á einum markaði. Þeir eru líka að byggja í Kópa- vogi og Hafnarfirði, fá úthlutað eftir hefð- bundnum leiðum í Kópavogi og ég veit ekki til þess að þeir séu að selja sambærilegar íbúðir neitt ódýrar þar.“ Líturðu þá á höfuðborgarsvæðið sem þannig heild að þú hafir ekki sérstakar áhyggjur af því að mun meira sé byggt í Kópavogi en Reykja- vík um þessar mundir. Er það ef til vill ekkert sérstakt vandamál fyrir borgina? „Nei. Þetta hefur verið saga höfuðborgar- svæðisins í 50 ár. Reykjavík hefur frá því um 1950 verið með um 37–39% af íbúafjölda lands- ins og þannig er það enn í dag. Sveitarfélögin hérna í kring hafa byggst miklu hraðar upp og Stolt af verkum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið borgarstjóri í átta ár. Skapti Hallgrímsson og Ragna Sara Jónsdóttir ræddu við hana í tilefni sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.