Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 45
Samkeppni umhverfis- verkefna HALDIN verður ráðstefna og sýn- ing í Stokkhólmi um athyglisverð umhverfisverkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun á ýmsum sviðum dagana 4.–8. júní. Sýningin er haldin í tilefni þess að 30 ár eru liðin um þessar mundir frá Stokk- hólmsráðstefnunni 1972 sem mark- aði upphaf samvinnu á alþjóðavísu um varnir gegn spillingu umhverf- isins. Verkefnin koma frá öllum heimshornum en nokkrum þeirra verður veitt sérstök viðurkenning í bláa Nóbelsalnum í Stokkhólmi að viðstöddum sænsku konungshjón- unum. Haft var samband við borgir, fyrirtæki og stofnanir til að benda á aðila, einstaklinga sem og félög sem þykja vinna vel að framförum í umhverfismálum. Fyrirtækið Ís- lensk nýorka var hvatt í septem- ber í fyrra til að taka þátt í sýn- ingunni og senda gögn á heimasíðu hennar. Gerð var grein fyrir verk- efninu ECTOS um prófun vetn- isvagna í almenningssamgöngum á götum Reykjavíkur. Verkefnið skipar nú sess í hópi heiðursverk- efna, svokallaðra ambassadorverk- efna, sem verður sérstaklega hampað. Um svipað leyti verður haldið hátíðlegt 750 ára afmæli Stokk- hólmsborgar, segir í fréttatilkynn- ingu. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 45 AUSTURSTRÆTI - SKRIFSTOFUHÆÐIR Í þessari þekktu húseign eru til leigu 2 hæðir, 3. og 4. hæð. Hæðirnar eru hvor um sig 105 fm með hlutdeild í sameign. Mögulegt er að leigja hæðirnar hvora í sínu lagi. Þetta er mjög skemmtilegt og bjart húsnæði í góðu ástandi sem skiptist í mis- munandi stór skrifstofuherbergi. Lyfta er í húsinu. Húsnæðið er laust nú þegar. FYRIR ELDRI BORGARA  Bólstaðarhlíð - eldri borg- arar Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 86 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu vinsæla fjöl- býlishúsi f. eldri borgara. Íbúðin er í góðu ástandi og með fínum innrétt- ingum og góðum suðursvölum. Mikil sameign. V. 13,9 m. 2397 EINBÝLI  Silungakvísl - glæsilegt hús m. sundlaug Erum með í einkasölu ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem er tvær hæðir og kjallari, samtals u.þ.b. 527 fm, auk 35 fm bílskúrs. Í húsinu er m.a. óvenju stórt og vandað eld- hús, 3-4 stofur, sex herbergi, glæsi- leg innisundlaug, sauna, sjónvarps- tofa með arni o.fl. Vandaðar innrétt- ingar, gólfefni og tæki. Mjög sérstök eign á eftirsóttum stað. Ákveðin sala. Nánari uppl. gefur Stefán Hrafn. V. 46,7 m. 2383 PARHÚS  Krókamýri - laust fljótlega Tveggja hæða parhús á góðum og eftirsóttum stað. Á neðri hæðinni er forstofa, snyrting, hol, góð stofa, eldhús og þvottahús. Í risi eru þrjú herbergi, hol og baðherbergi. V. 14,5 m. 2179 RAÐHÚS  Vættaborgir - glæsilegt Glæsilegt tveggja hæða um 243 fm raðhús með innbyggðum 28 fm bíl- skúr. Á efri hæðinni er forstofa, her- bergi, stórar stofur með mikilli loft- hæð, eldhús og innbyggður 28 fm bílskúr. Á neðri hæðinni eru þrjú her- bergi, hol, baðherbergi og þvotta- herbergi auk um 50 fm geymslurým- is. V. 21,9 m. 2399 HÆÐIR  Súluhöfði - útsýni - golf- völlur Einstaklega falleg 189 fm efri sér- hæð auk 36 fm innbyggðs bílskúrs með frábæru útsýni m.a. til Akra- fjalls, Esjunnar, Hallgrímskirkju o.fl. Golfvöllur í 50 metra fjarlægð. Morg- unsól og kvöldsól. Eignin afhendist tilbúin undir tréverk. Afhending við samning. V. 18,9 m. 2392 Digranesvegur - einstakt útsýni Vel skipulögð 110 fm efri sérhæð í góðu 3-býlishúsi. Hæðin skiptist í 3 svefnherbergi, 2 stofur, eldhús og bað. Suðursvalir, parket á gólfum og flísalagt bað. Sérinng. og rúmgóð geymsla í kjallara. V. 13,8 m. 2328 Hjallabraut - Hafnarf. Falleg 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi sem hefur verið klætt og sameign verið gerð upp. Íbúðin er í góðu ástandi, nýleg eldhúsinnr., parket og tvennar svalir. V. 12,5 m. 2377 Flétturimi - m. bílskýli Gullfalleg 105 fm íbúð á 2. hæð ásamt rúmgóðu bílskýli í góðu 3ja hæða fjölbýli. Sérþvottahús í íbúð, parket á gólfum og innang. í bílskýl- ið. V. 14,5 m. 2384 3JA HERB.  Ægisíða - glæsileg eign Höfum í einkasölu þessa glæsilegu eign á besta útsýnisstað við Ægis- íðu. Um er að ræða efri hæð og ris, samtals u.þ.b. 190 fm, auk 30 fm bílskúrs. Húsið er glæsilega hannað og er eitt af fallegri húsum við Ægis- íðuna. Á hæðinni eru m.a. þrjár glæsilegar stofur, eldhús og her- bergi og í risi eru m.a. þrjú herbergi, baðherbergi o.fl. Arinn í stofu. Á íbúðinni eru fernar svalir. Parket er á stofum, baðherbergið er nýlegt en eldhús er gamalt. Stórbrotið útsýni er úr íbúðinni og er sjón sögu ríkari. V. 29,0 m. 2171 Mosarimi - laus 3ja herb. falleg og björt íbúð á 2. hæð með sérinng. af svölum. Góðar bogadregnar suðursvalir. Þvotta- aðst. í íbúð. Laus strax. V. 10,5 m. 2390 Fífulind - úrvalsíbúð Sérlega glæsileg 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð með rúmgóðum svöl- um til há-suðurs. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, baðher- bergi og tvö herbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og baðkari. Eftirsótt eign á vinsælum stað. V. 13,2 m. 2393 Nóatún - nýlegt m. bílskúr Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herbergja efstu hæð í nýlegu 3ja hæða litlu fjölbýli. Íbúðin er u.þ.b. 83 fm auk 25 fm bílskúrs. Mikil lofthæð, stórar svalir og gott útsýni, parket og vandaðar innréttingar. Eignin skiptist m.a. í stóra stofu, eitt her- bergi, (eru tvö skv. teikn.), eldhús, baðherbergi o.fl. Íbúðin er staðsett rétt við Háteigskirkju og er laus nú þegar. V. 15,9 m. 2395 Klapparstígur - m. bílskýli Erum með í einkasölu glæsilega 3ja herbergja íbúð, u.þ.b. 78 fm, á jarð- hæð með sérlóð og verönd og stæði í bílageymslu. Lyfta úr bílageymslu er upp á hæðina. Mjög vandaðar innréttingar og gólfefni. Vönduð íbúð í miðbænum. V. 13,9 m. 2381 2JA HERB.  Æsufell - sérgarður 2ja herb. góð íbúð á jarðhæð með sérgarði. Lögn fyrir þvottavél á baði. Sérfrystihólf fylgir í sameign. Gengið beint út í garð úr íbúðinni. V. 7,4 m. 2398 Sogavegur Glæsileg 63 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi með sérgarði. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð s.s. parket, bað, eldhús og herbergi. Út- sýni. V. 9 m. 2401 Lækjasmári Falleg rúmgóð 68 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu húsi á besta stað í Kópavogi. Sérþvottahús, góðar svalir og parket á gólfum. V. 10,7 m. 2336 Súlunes - byggingarlóð Vel staðsett 1.110 fm sjávarlóð, eignarlóð, innst í breiðri og fallegri botnlangagötu á einstökum stað. Lóðin er endalóð og ekkert hús á móti. Á lóðinni má byggja veglegt einbýli án hönnunarkvaða. Áhv. 3,5 millj. 2385 Sumarhús við Stóra Fjall Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Til sölu snyrtilegt og vinalegt sumarhús í landi Stóra Fjalls í Borgarfirði. Stórt kjarrivaxið land með fagurri fjallasýn og útsýni til jökuls. Friðsæll stað- ur. Innan við klukkust. akstur frá Reykjavík. Verð 3,4 millj. Sumarhús Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 897 4231 Fundur hjá Aðgerðarann- sóknafélagi Íslands AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Íslands heldur fund hjá Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudaginn 21. maí kl. 16–18, í matsal OR á Suðurlands- braut 34. Kynnt verða tvö verkefni þar sem aðgerðarannsóknir hafa verið notað- ar í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Flytjendur erinda stunda allir MBA- nám við Háskóla Íslands, þau eru: Guðmundur Karl Marinósson bygg- ingatæknifræðingur, verkefnis- og þjónustustjóri hjá Ískerfum, Stef- anía Karlsdóttir matvælafræðingur, framkvæmdastjóri hjá Mennt, og Steinar Frímannsson vélaverkfræð- ingur, fræðslustjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Að erindunum loknum fara fram almennar umræður um mögulega notkun aðgerðarannsókna í veiturekstri, segir í fréttatilkynn- ingu. Hljóðkerfis- vitund og mál- notkun FÉLAG talkennara og talmeina- fræðinga heldur námskeið í sam- vinnu við Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands föstudag- inn 24. maí kl. 13–17 í Kennarahá- skóla Íslands við Stakkahlíð, stofu 301. Yfirskrift námskeiðsins er „Hljóðkerfisvitund og málnotkun: Mat og meðferð“. Fyrirlesari er dr. Barbara Hod- son, prófessor við Wichita State University, Kansas, Bandaríkjun- um. Á þessu námskeiði verður eink- um fjallað um þróun málhljóða og hljóðkerfis hjá börnum, hljóðkerf- isvitund og undirbúning lestrar- náms og hvernig hægt er að meta og efla hljóðkerfisvitund m.t.t. lestrarfærni. Námskeiðið er ætlað talmeinafræðingum, kennurum á leik- og grunnskólastigi, þroska- þjálfum og öðrum áhugasömum. Nánari upplýsingar veitir Sí- menntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands (http://simennt.khi.is) en einnig er hægt óska eftir upplýs- ingum í tal@simnet.is. Foreldrafélag mis- þroska barna Kynning á námi í fram- haldsskólum FORELDRAFÉLAG misþroska barna stendur fyrir kynningu á námi í framhaldsskólum þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í safnaðarheimili Háteigs- kirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar (FG), Borgarholtsskóla, Iðnskólanum í Reykjavík (IR) og Fjölsmiðjunni verða með kynningu. Ókeypis aðgangur. RJÚPNATALNING á Þingvöllum á fjölskyldudegi SKOTVÍS verður á Þingvallasvæðinu þriðjudagskvöldið 21. maí. Hist verður í þjónustumið- stöðinni á Þingvöllum kl. 20. Rjúpnatalning á Þingvöllum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.