Morgunblaðið - 19.05.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 19.05.2002, Síða 45
Samkeppni umhverfis- verkefna HALDIN verður ráðstefna og sýn- ing í Stokkhólmi um athyglisverð umhverfisverkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun á ýmsum sviðum dagana 4.–8. júní. Sýningin er haldin í tilefni þess að 30 ár eru liðin um þessar mundir frá Stokk- hólmsráðstefnunni 1972 sem mark- aði upphaf samvinnu á alþjóðavísu um varnir gegn spillingu umhverf- isins. Verkefnin koma frá öllum heimshornum en nokkrum þeirra verður veitt sérstök viðurkenning í bláa Nóbelsalnum í Stokkhólmi að viðstöddum sænsku konungshjón- unum. Haft var samband við borgir, fyrirtæki og stofnanir til að benda á aðila, einstaklinga sem og félög sem þykja vinna vel að framförum í umhverfismálum. Fyrirtækið Ís- lensk nýorka var hvatt í septem- ber í fyrra til að taka þátt í sýn- ingunni og senda gögn á heimasíðu hennar. Gerð var grein fyrir verk- efninu ECTOS um prófun vetn- isvagna í almenningssamgöngum á götum Reykjavíkur. Verkefnið skipar nú sess í hópi heiðursverk- efna, svokallaðra ambassadorverk- efna, sem verður sérstaklega hampað. Um svipað leyti verður haldið hátíðlegt 750 ára afmæli Stokk- hólmsborgar, segir í fréttatilkynn- ingu. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 45 AUSTURSTRÆTI - SKRIFSTOFUHÆÐIR Í þessari þekktu húseign eru til leigu 2 hæðir, 3. og 4. hæð. Hæðirnar eru hvor um sig 105 fm með hlutdeild í sameign. Mögulegt er að leigja hæðirnar hvora í sínu lagi. Þetta er mjög skemmtilegt og bjart húsnæði í góðu ástandi sem skiptist í mis- munandi stór skrifstofuherbergi. Lyfta er í húsinu. Húsnæðið er laust nú þegar. FYRIR ELDRI BORGARA  Bólstaðarhlíð - eldri borg- arar Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 86 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þessu vinsæla fjöl- býlishúsi f. eldri borgara. Íbúðin er í góðu ástandi og með fínum innrétt- ingum og góðum suðursvölum. Mikil sameign. V. 13,9 m. 2397 EINBÝLI  Silungakvísl - glæsilegt hús m. sundlaug Erum með í einkasölu ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem er tvær hæðir og kjallari, samtals u.þ.b. 527 fm, auk 35 fm bílskúrs. Í húsinu er m.a. óvenju stórt og vandað eld- hús, 3-4 stofur, sex herbergi, glæsi- leg innisundlaug, sauna, sjónvarps- tofa með arni o.fl. Vandaðar innrétt- ingar, gólfefni og tæki. Mjög sérstök eign á eftirsóttum stað. Ákveðin sala. Nánari uppl. gefur Stefán Hrafn. V. 46,7 m. 2383 PARHÚS  Krókamýri - laust fljótlega Tveggja hæða parhús á góðum og eftirsóttum stað. Á neðri hæðinni er forstofa, snyrting, hol, góð stofa, eldhús og þvottahús. Í risi eru þrjú herbergi, hol og baðherbergi. V. 14,5 m. 2179 RAÐHÚS  Vættaborgir - glæsilegt Glæsilegt tveggja hæða um 243 fm raðhús með innbyggðum 28 fm bíl- skúr. Á efri hæðinni er forstofa, her- bergi, stórar stofur með mikilli loft- hæð, eldhús og innbyggður 28 fm bílskúr. Á neðri hæðinni eru þrjú her- bergi, hol, baðherbergi og þvotta- herbergi auk um 50 fm geymslurým- is. V. 21,9 m. 2399 HÆÐIR  Súluhöfði - útsýni - golf- völlur Einstaklega falleg 189 fm efri sér- hæð auk 36 fm innbyggðs bílskúrs með frábæru útsýni m.a. til Akra- fjalls, Esjunnar, Hallgrímskirkju o.fl. Golfvöllur í 50 metra fjarlægð. Morg- unsól og kvöldsól. Eignin afhendist tilbúin undir tréverk. Afhending við samning. V. 18,9 m. 2392 Digranesvegur - einstakt útsýni Vel skipulögð 110 fm efri sérhæð í góðu 3-býlishúsi. Hæðin skiptist í 3 svefnherbergi, 2 stofur, eldhús og bað. Suðursvalir, parket á gólfum og flísalagt bað. Sérinng. og rúmgóð geymsla í kjallara. V. 13,8 m. 2328 Hjallabraut - Hafnarf. Falleg 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi sem hefur verið klætt og sameign verið gerð upp. Íbúðin er í góðu ástandi, nýleg eldhúsinnr., parket og tvennar svalir. V. 12,5 m. 2377 Flétturimi - m. bílskýli Gullfalleg 105 fm íbúð á 2. hæð ásamt rúmgóðu bílskýli í góðu 3ja hæða fjölbýli. Sérþvottahús í íbúð, parket á gólfum og innang. í bílskýl- ið. V. 14,5 m. 2384 3JA HERB.  Ægisíða - glæsileg eign Höfum í einkasölu þessa glæsilegu eign á besta útsýnisstað við Ægis- íðu. Um er að ræða efri hæð og ris, samtals u.þ.b. 190 fm, auk 30 fm bílskúrs. Húsið er glæsilega hannað og er eitt af fallegri húsum við Ægis- íðuna. Á hæðinni eru m.a. þrjár glæsilegar stofur, eldhús og her- bergi og í risi eru m.a. þrjú herbergi, baðherbergi o.fl. Arinn í stofu. Á íbúðinni eru fernar svalir. Parket er á stofum, baðherbergið er nýlegt en eldhús er gamalt. Stórbrotið útsýni er úr íbúðinni og er sjón sögu ríkari. V. 29,0 m. 2171 Mosarimi - laus 3ja herb. falleg og björt íbúð á 2. hæð með sérinng. af svölum. Góðar bogadregnar suðursvalir. Þvotta- aðst. í íbúð. Laus strax. V. 10,5 m. 2390 Fífulind - úrvalsíbúð Sérlega glæsileg 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð með rúmgóðum svöl- um til há-suðurs. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, baðher- bergi og tvö herbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu og baðkari. Eftirsótt eign á vinsælum stað. V. 13,2 m. 2393 Nóatún - nýlegt m. bílskúr Vorum að fá í einkasölu glæsilega 3ja herbergja efstu hæð í nýlegu 3ja hæða litlu fjölbýli. Íbúðin er u.þ.b. 83 fm auk 25 fm bílskúrs. Mikil lofthæð, stórar svalir og gott útsýni, parket og vandaðar innréttingar. Eignin skiptist m.a. í stóra stofu, eitt her- bergi, (eru tvö skv. teikn.), eldhús, baðherbergi o.fl. Íbúðin er staðsett rétt við Háteigskirkju og er laus nú þegar. V. 15,9 m. 2395 Klapparstígur - m. bílskýli Erum með í einkasölu glæsilega 3ja herbergja íbúð, u.þ.b. 78 fm, á jarð- hæð með sérlóð og verönd og stæði í bílageymslu. Lyfta úr bílageymslu er upp á hæðina. Mjög vandaðar innréttingar og gólfefni. Vönduð íbúð í miðbænum. V. 13,9 m. 2381 2JA HERB.  Æsufell - sérgarður 2ja herb. góð íbúð á jarðhæð með sérgarði. Lögn fyrir þvottavél á baði. Sérfrystihólf fylgir í sameign. Gengið beint út í garð úr íbúðinni. V. 7,4 m. 2398 Sogavegur Glæsileg 63 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi með sérgarði. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð s.s. parket, bað, eldhús og herbergi. Út- sýni. V. 9 m. 2401 Lækjasmári Falleg rúmgóð 68 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu húsi á besta stað í Kópavogi. Sérþvottahús, góðar svalir og parket á gólfum. V. 10,7 m. 2336 Súlunes - byggingarlóð Vel staðsett 1.110 fm sjávarlóð, eignarlóð, innst í breiðri og fallegri botnlangagötu á einstökum stað. Lóðin er endalóð og ekkert hús á móti. Á lóðinni má byggja veglegt einbýli án hönnunarkvaða. Áhv. 3,5 millj. 2385 Sumarhús við Stóra Fjall Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Til sölu snyrtilegt og vinalegt sumarhús í landi Stóra Fjalls í Borgarfirði. Stórt kjarrivaxið land með fagurri fjallasýn og útsýni til jökuls. Friðsæll stað- ur. Innan við klukkust. akstur frá Reykjavík. Verð 3,4 millj. Sumarhús Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 897 4231 Fundur hjá Aðgerðarann- sóknafélagi Íslands AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Íslands heldur fund hjá Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudaginn 21. maí kl. 16–18, í matsal OR á Suðurlands- braut 34. Kynnt verða tvö verkefni þar sem aðgerðarannsóknir hafa verið notað- ar í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Flytjendur erinda stunda allir MBA- nám við Háskóla Íslands, þau eru: Guðmundur Karl Marinósson bygg- ingatæknifræðingur, verkefnis- og þjónustustjóri hjá Ískerfum, Stef- anía Karlsdóttir matvælafræðingur, framkvæmdastjóri hjá Mennt, og Steinar Frímannsson vélaverkfræð- ingur, fræðslustjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Að erindunum loknum fara fram almennar umræður um mögulega notkun aðgerðarannsókna í veiturekstri, segir í fréttatilkynn- ingu. Hljóðkerfis- vitund og mál- notkun FÉLAG talkennara og talmeina- fræðinga heldur námskeið í sam- vinnu við Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands föstudag- inn 24. maí kl. 13–17 í Kennarahá- skóla Íslands við Stakkahlíð, stofu 301. Yfirskrift námskeiðsins er „Hljóðkerfisvitund og málnotkun: Mat og meðferð“. Fyrirlesari er dr. Barbara Hod- son, prófessor við Wichita State University, Kansas, Bandaríkjun- um. Á þessu námskeiði verður eink- um fjallað um þróun málhljóða og hljóðkerfis hjá börnum, hljóðkerf- isvitund og undirbúning lestrar- náms og hvernig hægt er að meta og efla hljóðkerfisvitund m.t.t. lestrarfærni. Námskeiðið er ætlað talmeinafræðingum, kennurum á leik- og grunnskólastigi, þroska- þjálfum og öðrum áhugasömum. Nánari upplýsingar veitir Sí- menntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands (http://simennt.khi.is) en einnig er hægt óska eftir upplýs- ingum í tal@simnet.is. Foreldrafélag mis- þroska barna Kynning á námi í fram- haldsskólum FORELDRAFÉLAG misþroska barna stendur fyrir kynningu á námi í framhaldsskólum þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í safnaðarheimili Háteigs- kirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar (FG), Borgarholtsskóla, Iðnskólanum í Reykjavík (IR) og Fjölsmiðjunni verða með kynningu. Ókeypis aðgangur. RJÚPNATALNING á Þingvöllum á fjölskyldudegi SKOTVÍS verður á Þingvallasvæðinu þriðjudagskvöldið 21. maí. Hist verður í þjónustumið- stöðinni á Þingvöllum kl. 20. Rjúpnatalning á Þingvöllum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.