Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 41 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Mig langar að minn- ast ömmu minnar með nokkrum línum: Við kynntumst fyrst fyrir tveggja ára aldur þeg- ar Vala amma, afi og Sigga amma tóku við mér með opnum örmum, og hef ég verið meira og minna hjá þeim síðan. Það er svo margs að minnast, sérstaklega hvað hún var frábær persóna og alltaf til staðar fyrir mig. Hún kenndi mér svo margt, bæði ljóð, vísur og söngva. Þegar ég hugsa til baka þá man ég ekki eftir að hún VALGERÐUR INGI- MUNDARDÓTTIR ✝ Valgerður Ingi-mundardóttir fæddist á Garðstöð- um í Garði 25. júní 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Garðvangi 2. maí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 11. maí. amma hafi skammað mig, meira að segja ekki einu sinni. Amma sagði mér fyrir nokkr- um árum að þegar ég var lítil hefði ég kallað hana mömmu. Svo var það eitt skipti þegar ég var úti að leika mér að krakkarnir stríddu mér og sögðu að þetta væri ekki mamma mín og ég kom grátandi inn og sagði ömmu frá. Þá sagði hún að ég ætti fallega og góða mömmu og hún byggi í Reykja- vík. Svona talaði amma alltaf vel um alla og gerði gott úr öllu. Já, ég er sko meira en lánsöm að hafa fengið að kynnast henni og alast þar upp. Það var mikið ferðast á uppvaxt- arárum okkar Bjarna, en hann er mér sem uppeldisbróðir. Á veturna var farið með okkur á skauta ann- aðhvort á Seltjörn eða út í Garð, einnig á snjóþotu í Svartsengi, þá var það svo oft að afi keyrði okkur, fór svo heim og náði í ömmu, hún kom með heitt kakó og volgar lummur. Er hægt að hugsa sér það betra. Á sumrin var mikið ferðast, við fórum hringveginn og mörg önnur ferðalög bæði stutt og löng. Heima fyrir eyddi hún miklum tíma í eld- húsinu, maturinn hennar var svo góður og alltaf var hún að baka, ég tala nú ekki um ilminn af flatkök- unum hennar og ef hún amma fékk sér sæti þá var hún komin með handavinnu í hönd. Og ósjaldan sagði hún mér frá æsku sinni og yngri árum, ég man hvað mér fannst sérstakt að hlusta á hana segja frá jólunum. Pabbi hennar hafði smíðað jólatré og þau systkinin fengu eina jólagjöf saman, það voru kerti og spil sem fólkið í Haushúsum gaf þeim, á jóladagsmorgun kom mamma þeirra með heitt kakó og kökur og færði þeim í rúmið. Já, minningarnar um hana ömmu mína eru endalausar og fer ég oft með þær í gegnum hugann. Kæru aðstandendur, ég bið þess að verkurinn sem við berum í brjósti okkar breytist fljótt í hlýjar minn- ingar. Sigríður Gunnarsdóttir. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þessar línur renna gegnum hugann þegar ég frétti andlát Sigrúnar sem var aðeins rúmlega sextug að aldri. Margs er að minnast þegar ég sest nú niður og rifja upp þann tíma sem við Sigrún lékum okkur saman sem börn, vorum saman í barnaskóla, fermd- umst saman á Húsavík og eftir að ég fluttist suður hittumst við þar nokkr- um árum síðar og þá unnum við sam- an, leigðum saman og skemmtum okkur saman. Segja má að ég hafi verið heima- gangur á Sandhólum barnæsku mína, Guðný móðir Sigrúnar var góð við þessa stelpu er sótti eftir að koma í Sandhóla til að leika sér þar, þar var tvíbýli og við krakkarnir lékum okkur mikið í boltaleikjum, og margs konar leikjum. Fastur liður á vorin var að koma í SIGRÚN BJARTMARSDÓTTIR ✝ Sigrún Bjart-marsdóttir var fædd á Húsavík 23. desember 1941. Hún lést 28. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Glaumbæjarkirkju 11. maí. kríuvarp til ykkar og enn í fersku minni hvað eggin voru góð. Gaman var að koma á jólaboðin á Sandhólum, manstu við spiluðum m.a. „land- er og púkk“ og stundum tóku allir þátt í að spila púkk. Þessar minningar eru mér dýrmætar nú þegar ég rifja upp fjöl- margar góðar samveru- stundir okkar bæði í æsku og síðar í Reykja- vík. Sigrún var lagleg stúlka, einstaklega ljúf og góð og má segja hvers manns hug- ljúfi. Aldrei kom neitt upp sem skyggði á góða vináttu okkar. Eftir að við „fórum að búa“, fylgd- umst við með hvor annarri, þú varst svo ánægð með barnahópinn þinn, jú, börnin eru það dýrmætasta í lífi okk- ar. Sigrún mín, mig langar að þakka þér fyrir öll árin og ég geymi góðar minningar í hjarta mínu um ókomin ár. Að lokum sendi ég Sigurjóni, börnum og systkinum samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Sigrúnar. Fölnuð er liljan og fölnuð er rós. Fölnuð er himinsins blessaða ljós. Hnigin er skógur og hnigið er bar. Hán sem að áður á björkunum var. (Benedikt Gröndal.) Þín vinkona, Rebekka. Hyldjúpur sársauki drekkir sál minni. Ör- lítill geisli lyftir mér upp og brosir í fegurð sinni, vegna þess að ljósið þekkir enga skugga. Það er minn- ingin um ást okkar. Ég gekk að leiði þínu með tómar hendur og engin föl blóm til að leggja á gröf þína, svo að þú gætir séð sorg mína. Ég vonaði að nærvera mín yljaði þér. Fórstu eins og vindsveipur út af mér? Ertu ennþá vinur minn og líður þér betur núna? Hvaða örlaganornir ófu okkar þjáningarvef? Ef ást okkar hefði varað lengur, þá myndum við hafa fundið leið til að njóta leiðarinn- ar saman. Ég er að reyna að ná til þín í von um að þú lesir hjarta mitt. HALLDÓR GÍSLASON ✝ Halldór Gíslasonfæddist í Reykja- vík 2. júní 1973. Hann lést 12. apríl síðastliðinn. Útför Halldórs var gerð frá Áskirkju 23. apríl. Mig langaði að sýna þér ást mína, en ég vissi ekki hvað þér leið. Ó, ég verð að lifa án þín og byggja vængi mína á leiðinni niður. Af hverju þurftum við að deila? Nú sé ég eftir að hafa ekki kunnað að halda þér mér við hlið. Þú áttir við vandamál að stríða og þess vegna varðst þú að fara. Fyr- irgefðu mér, en ég vissi ekki að fyrir þér voru allar dyr lokaðar. Ég skildi ekki að þú áttir enga framtíð og dauðinn beið þín. Þegar ég lít aft- ur sé ég að framtíðin var í augsýn, en nú ert þú dáinn. Segðu mér ástvinur minn, er dauðinn eins óútreiknanleg- ur og lífið og líður þér betur án mín? Ég gef þér hjartans vinur minn fljót af tárum, en blómin sem ég kom ekki með eru tákn um okkar kynni, stutt með hörmulegum endi og ást sem við héldum að myndi vara. Rakel Kristins. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Vatnsenda-Rósa.) Kæri vinur, ég þakka þér þau ár sem við áttum saman og allar skemmtilegu samverustundirnar, þær gleymast seint. Guð veri með HREIÐAR BJARNASON ✝ Hreiðar Bjarna-son fæddist á Húsavík 11. ágúst 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 25. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 3. maí. þér og hafðu þökk fyrir allt og allt. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hinsta kveðja, Kristín Þóroddsdóttir. Á undanförnum vik- um höfum við skóla- systurnar frá Kvenna- skólanum á Blönduósi verið að ráðgera að hittast norður í Skagafirði og eiga þar samverustund fyrstu helgina í júní. Okkur var því brugðið þegar við fréttum andlát Dóru og fundum að það var komið skarð í hópinn okkar. Við vissum að hún hafði ekki gengið heil til skógar í mörg ár og oft verið veik en hún hafði sterkan lífsvilja og kraft, og þegar HALLDÓRA BORG JÓNSDÓTTIR ✝ Halldóra BorgJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. júlí 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 10. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 17. maí. við hittumst á Akra- nesi fyrir sjö árum geislaði hún af hreysti og gleði og horfði já- kvætt á lífið. Við dvöldum saman einn vetur á Kvennaskólan- um og áttum þar skemmtilegar stundir, þar var ýmislegt brall- að eins og gengur á unglingsárum sem við nú í seinni tíð getum endalaust rifjað upp og glaðst yfir. Við vilj- um þakka Dóru fyrir samveruna, fyrir að hafa fengið að kynnast henni og deila með henni þessum tíma þegar við vorum að læra og þroskast inn í fullorðinsárin. Að leiðarlokum biðj- um við henni blessunar og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Skólasystur Kvenna- skólanum Blönduósi. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, – eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Formáli Minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Frágangur minningargreina Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.