Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 55
Magni: Mér finnst samt ótrúlegt að enginn sé búinn að berja neinn. Heimir: Jú, það hefur auðvitað soðið uppúr, það kemur fyrir. Aldrei neitt alvarlegt samt. Sævar: Enda erum við nú allir vel yfir meðallagi greindir. Er þetta ekki full vinna? Sævar: Við erum reyndar tveir í hljómsveitinni kennarar þannig að sumarrúnturinn passar því mjög vel. Heimir: Við erum flestir að vinna eitthvað smávegis með þessu. Ég er bara í þessu en ég er reyndar um- boðsmaðurinn líka. Sævar: Þetta er samt aðalstarfið hjá okkur öllum. Heimir: Í stutt tímabil er alveg hægt að hafa nóg að gera. Það er bú- ið að vera svona hjá okkur í svona rúmt ár, kannski tvö ár og verður kannski svona tvö ár í viðbót. Þetta er náttúrlega svo lítið land. Leggið þið upp með mikið af nýju efni í sumar? Magni: Já, við erum að semja og taka upp núna. Sævar: Við erum að gæla við að gefa út plötu á þessu ári. Heimir: Við gáfum út plötu í fyrra og svo stóð ekki til að gefa út plötu fyrr en á næsta ári en svo gekk þetta bara svo vel, svo að líklega verður til önnur plata núna. Magni: Já, svo verðum við með á plötum á borð við Svona er sumarið og öðrum safnplötum í sumar. Allt nema besta söngkonan Nú hafið þið sífellt verið að sækja á í vinsældum hér á landi og farið í sumar fyrir fjömennum flokki inn- lendra sveitaballahljómsveita. Hver er galdurinn? Sævar: Þolinmæði. Magni: Nei, þið sem eruð að hugsa um að láta reyna á ykkur, sleppið því bara. Annars eruð þið komin í sam- keppni við okkur. Sævar: Já, gleymið þessu bara í svona eitt til tvö ár. Heimir: Nei, ég held í alvöru að það sé þolinmæði. Sævar: Já, og heppni. Hvernig er með laga- og texta- smíðar hjá hljómsveitinni, er einhver einn sem semur eða skiptið þið því á milli ykkar? Magni: Við skiptum því aðallega á milli Heimis. Sævar: Já, Heimir hefur verið duglegastur í því. Heimir: Ég kem kannski með grunnhugmynd á æfingu og svo vinnum við að henni allir saman. Við erum allir skrifaðir fyrir lögunum. Nú fenguð þið ófáar tilnefningar til Hlustendaverðlauna Fm 957 og þóttuð eiga Bjartasta brosið fyrir ári. Hvað finnst ykkur um verð- launaafhendingar af þessu tagi? Sævar: Maður tekur þetta ekki hátíðlega. Verðlaunaafhendingar eru ágætar í íþróttum. Magni: Ef það væri ekki gerð svona mikil samkeppni úr þessu væri þetta betra. Heimir: Eins og núna síðast þá vorum við tilnefndir í bara öllum flokkum. Magni: Já, nema besta söngkonan, ég komst ekki í þann flokk. Heimir: Við fengum engin verð- laun en það var að okkar mati alveg nóg að vera bara tilnefndir. Sævar: Þetta hefði kannski ein- hverja þýðingu fyri menn ef það væri eitthvað fagfólk sem sæti í dóm- nefndinni. Þetta er samt auðvitað rosa skemmtilegt og alveg frábært framtak. Heimir: Já, öll umfjöllun um tón- list er auðvitað mjög góð. Sævar: Það er líka alltaf hæpið að segja að eitt sé eitthvað betra en annað, það er kannski einhver hljóm- sveit á Sauðárkróki sem er best. Það sem er best er auðvitað bara smekk- ur hvers og eins. Magni: Það er eiginlega ekki hægt að keppa í tónlist á svona lítilli eyju eins og okkar. Hvað er svo framundan hjá Á móti sól eftir sumarið? Magni: Gera plötu kannski og kaupa jólagjafir. Heimir: Við ætlum líka að reyna að fara saman til útlanda í frí síð- sumars. Fara kannski á einhverja góða tónleika með konunum og þá er U2 efst á óskalistanum. Magni: Já, hún er uppáhalds- hljómsveitin okkar allra. Hafa landvinningar á erlendri grund aldrei heillað? Allir: Nei aldrei. Magni: Það skilur enginn íslensku þarna úti. Sævar: Þetta dugar okkur alveg, við skemmtum okkur svo vel hérna. Heimir: Heyrðu, megum við segja eitt að lokum? Björgum sveitaböll- unum! Sævar: Já, það er svona kannski það sem við viljum koma til skila. Heimir: Já, á mörgun þessum stóru stöðum úti á landi stendur til að hætta að halda böll vegna hækk- unar á sjálfræðisaldrinum. Sævar: Þetta er mjög hættuleg þróun. Heimir: Já, ég meina, hvað eiga 16 ára krakkar á Sauðárkróki að gera sér annað til skemmtunar, með fullri virðingu fyrir Sauðárkróki. Magni: Er ekki betra að hafa þau í húsi þar sem er löggæsla, dyraverðir og sætaferðir fram og til baka. Heimir: Já, mætum sem sagt öll í Hreðavatnsskála og björgum sveita- böllunum. Morgunblaðið/Sverrir birta@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 55 ★★★ 1/2 kvikmyndir.com ★★★ 1/2 kvikmyndir.is ★★★★ Sánd Komin í bíó um land allt! Missið ekki af bíóupplifun ársins!„Frábær skemmtun fyrir unnendur sannra ævintýramynda. Tekur síðustu mynd langt fram.“ ★★★ MBL, Sæbjörn Valdimarsson MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.