Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG HEF áður minnst áþá sérstöku kaffi-húsamenningu semer við lýði í háskóla-
bænum Berkeley. Bæði hvað
varðar kaffidrykkina sjálfa
(kalda-koffínlausa-heilsu-
kaffið með öllum bragðefn-
unum) og almenna stemmn-
ingu meðal kaffihúsagesta
(þjáðu lestrar- og lærdóms-
hestarnir). Mig langar til að
halda aðeins áfram með þessa
útlistun og kynna til sögunnar
nokkrar algengar týpur á
kaffihúsum hér, sem hafa
með athyglisverðri og óbrigð-
ulli hegðun sinni veitt mér
ómælda skemmtun í allan vet-
ur.
Æsti aðstoðarkennarinn: Í
háskólum hér er kennslufyr-
irkomulagið þannig að mast-
ers- og doktorsnemar eru að-
stoðarkennarar á BA- og
BS-námskeiðum. Aðstoð-
arkennarar sjá um öll sam-
skipti við nemendur og halda
viðtalstíma sína gjarnan á
kaffihúsum. Afsökun þeirra
fyrir því að hitta nemendur á
kaffihúsum er sú að þeir hafi
svo lélega skrifstofuaðstöðu í
skólanum (þeir deila gjarnan
skrifstofu með tveimur til
þremur öðrum aðstoðarkenn-
urum), en ég hef þá grunaða
um að nota kaffihúsin til að
fullnægja afar sérstakri teg-
und af sýniþörf.
Aðstoðarkennarinn breiðir
gjarnan vel úr sér líkamlega,
talar hátt og gjóir augunum
iðulega í kringum sig til að at-
huga hvort það séu ekki
örugglega einhverjir að fylgj-
ast með. Hann situr með
,,nemanda“ sínum, sem oftast
er ekki nema örfáum árum
yngri en hann, og talar til
hans valdsmannslega, hrósar
því sem er vel gert yfirlæt-
islega og bendir á það sem
betur má fara með alveg sér-
staklega háværri röddu. Þessi
hegðun aðstoðarkennarans
virðist ganga út á það að
presentera gáfur annars veg-
ar og vald hins vegar, sem er
nokkuð spaugilegt í ljósi
stöðu hans, en kannski líka
skiljanlegt þegar hugsað er til
þess að þetta er líklega í
fyrsta sinn sem að hann er í
stöðu yfirvalds eftir að hafa
verið undirsáti alla sína tíð.
Glænýi bókmenntafræða-
neminn: ,,Mér finnst Kafka
eitthvað svo meiriháttar! Ég
skil eiginlega ekki hvernig ég
gat skilið tilvist mína áður áð-
ur en ég uppgötvaði Kafka.“
,,Segi það með þér, ég meina
fólk sem les ekki bókmenntir
missir af svo ótrúlega stórum
hluta af lífinu...“ ,,Ef hægt er
kalla líf án bókmennta líf…“
,,Já og svo er náttúrlega allt
fólkið sem les, en þið vitið…
skilur ekki…“ ,,Akkúrat, ég
meina það eru ekki allir jafn
heppnir og við…“ ,,Já og svo
kunnum við líka að túlka og
greina, þetta er náttúrlega
ótrúleg ábyrgð sem við ber-
um.“ ,,Já einmitt.“
Löng þögn. ,,Guð hvað við
erum mikið forréttindafólk.“
,,Hvort við erum, við verðum
eiginlega að gefa eitthvað til
baka. Eigum við kannski að
stofna umræðuhóp um túlkun
og greiningu?“ ,,Jahá… það
yrði alveg ótrúlega gaman!“
Afdankaði rithöfund-
urinn/fræðimaðurinn: Þessi
týpa er gjarnan í stöðu hræ-
gamms gagnvart fyrrnefndri
týpu, unga bókmennta-
fræðinemanum. Þessi afdank-
aði læðist að hinum unga þeg-
ar hann situr einn síns liðs og
byrjar að ræða við hann um
heimsbókmenntirnar. Heldur
langar ræður um hugmyndir
sínar, vinnuaðferðir, skoðanir
á einstökum höfundum,
stefnum og -ismum og hinn
ungi kann ekki við annað en
að hlusta af athygli og dást að
þekkingu og visku hins af-
dankaða.
Slík samskipti leiða gjarn-
an út í afar vandræðalegar
aðstæður fyrir hinn unga þeg-
ar hinn afdankaði byrjar að
færa sig upp á skaftið. Það
skal tekið fram að í tilfellum
sem þessum er bókmennta-
fræðineminn nær undartekn-
ingarlaust kvenkyns og rit-
höfundurinn/fræðimaðurinn
karlkyns.
Miðaldafræðingurinn:
Fólk sem leggur stund á mið-
aldafræði heldur gjarnan
hópinn og á það til að skera
sig verulega úr. Þeir allra
hörðustu klæða sig jafnvel
upp í riddarabúninga, stúlk-
urnar skreyta sig gjarnan
með dýrabeinum og mið-
aldalegu skarti, en hringur á
þumalfingri er ómissandi
fylgihlutur kvenkyns mið-
aldafræðings. Miðaldafræð-
ingnum finnst lítið til nú-
tímans koma og leggur sig
ekki fram við að samlagast
honum, en fyrir honum er
,,tími“ eingöngu ,,ástand“.
Honum finnst fátt skemmti-
legra en að ræða miðaldabók-
menntir, sögu og siði á mið-
öldum og hittir aðra
miðaldafræðinga á kvöldin til
að rýna í gömul handrit og
tala um hvað sé leiðinlegt að
vera uppi á 21 öldinni.
Fólk á blindu stefnumóti:
Skælbrosandi kona í lista-
mannslegum fötum, með eld-
rauðan varalit. Talar hægt:
,,Þú vinnur hjá tölvufyrirtæki
í San Francisco er það ekki?“
Stuttklipptur, töff klæddur,
afslappaður náungi: ,,Jú ein-
mitt, það er reyndar verið að
fara að loka því, þannig að ég
er að leita mér að annarri
vinnu.“ ,,Nú já.“
Vandræðaleg þögn. Hann:
,,En þú, ert þú ekki í háskól-
anum?“ Hún. Talar miklu
hraðar: ,,Jú ég er í dokt-
orsnámi í mannfræði. Segðu
mér hverjar eru líkurnar á því
að þú fáir aðra vinnu, eru ekki
öll þessi tölvufyrirtæki að
fara á hausinn?“ ,,Jú, útlitið
er frekar svart.“ ,,Veistu, ég
held að ég verði að láta þetta
duga, ég hef ekki tíma til að
standa í þessu.“ ,,Hvað áttu
við?“ ,,Fullkomin hreinskilni?
Ég er 37 ára, klukkan er farin
að tifa, ég verð að finna mann
sem er til í að skella með mér
í tvö börn áður en ég verð fer-
tug. Hann verður að skaffa
vel svo ég geti stundað fræði-
störf og helst verðum við að
hafa efni á barnfóstru.“ Hún
gengur burt. Hann þurrkar
svitann af enninu og horfir
vandræðalegur í kringum sig.
Kjáninn sem liggur á hleri:
Að lokum er það alveg sér-
staklega ókurteis týpa sem
situr og fylgist með fólkinu í
kring og hlustar á samræður
annarra. Kjáninn leggur á
minnið fyndnar setningar,
bara til að geta sagt öðrum
frá þeim og telur sig vita ótrú-
legustu hluti um fólkið í
kringum sig út frá hinu og
þessu í fari þess. Þó að um-
rædd týpa sé svona kjánaleg
þá vakir ekki fyrir henni að
valda tjóni. Skal tekið fram að
athuganir hennar eru ekki
byggðar á traustum grunni
vísindalegra staðreynda held-
ur eru þær fyrst og fremst
ætlaðar sem dægradvöl.
Birna Anna
á sunnudegi
Morgunblaðið/Ásdís
Kaffihúsatýpur
Þ
AÐ ER ágæt dægrastytting að
sækja listmunauppboð. Í dag er
meira að segja hægt að fylgjast
með uppboðum á Netinu, bjóða í
„minni“ verk eða bara fylgjast
með verðinu sem fæst fyrir þau.
Ef maður hefur áhuga á myndlist
og mati fólks á listaverkum, þá er áhugavert að
sækja uppboð; þau vekja spurningar – og svara
sumum – um verðmæti listaverka og mat kaup-
enda á listrænum gæðum.
Hér á landi hafa listmunauppboð verið haldin
um árabil, en í kjölfar margumræddra föls-
unarmála glötuðu þau trausti kaupenda. En
uppboðin hafa engu að síður verið haldin og nú
upp á síðkastið hefur ýmislegt bent til þess að
verð góðra verka eftir suma kunnustu myndlist-
armenn þjóðarinnar sé aftur stígandi. Svo þurfa
alltaf einhverjir að selja
listaverk og þá er gjarn-
an farin sú leið að setja
verkin á uppboð.
Á dögunum sótti ég
uppboð hjá listmunasöl-
unni Fold í Súlnasal Hót-
el Sögu. Framkvæmdin
var svipuð og á þeim sem ég hef sótt hér á landi
síðasta áratuginn. Virðulegur uppboðshald-
arinn, í þessu tilviki Tryggvi P. Friðriksson,
heldur gestum við efnið og stýrir boðum af
skörungsskap milli þess sem hann sveiflar
hamrinum. Ungir menn bera verk eftir verk á
svið og halda þeim svipbrigðalausir svo gestir
geti virt þau fyrir sér. Úr rökkri þéttskipaðs
salarins heyrast hvíslingar, þrusk og glamur í
kaffibollum; margir eru með plöstuð núm-
eraspjöld sem þeir lyfta um leið og þeir bjóða.
Tryggvi keyrði uppboðið áfram, endaveitti ekki af þar sem verkin voruóvenjulega mörg að þessu sinni, 163alls. Þeim hafði verið skipt í hópa, fyrst
voru boðin upp grafíkverk, prent og ljósmyndir,
þá verk unnin á pappír, skúlptúrar og loks verk
unnin með olíu. Ekki hefur verið farið útí að
skipta verkum upp eftir tímabilum, eins og al-
kunna er erlendis, enda væri það nánast ógern-
ingur hér þar sem verkin sem boðin eru upp eru
nánast undantekningarlaust af hefðbundnara
taginu. Framsækin myndlist á ekki uppá pall-
borðið hjá uppboðshúsinu – og sjálfsagt heldur
ekki hjá flestum þeim sem sækja þessi uppboð.
Vitaskuld voru gæði þeirra verka sem seld
voru þetta kvöld ákaflega mismunandi. Sumt
var hreint drasl. Það var þónokkuð um þokka-
leg verk þokkalegra listamanna, eitthvað um
slæm verk eftir góða listamenn, nokkur góð
verk eftir góða listamenn, og svo var gaman að
sjá hreint ágæt verk eftir nokkra okkar bestu
listamanna á liðinni öld. Einhver þeirra voru
seld á verði sem manni finnst þau eiga að kosta.
En þau voru líka mörg verkin sem fóru fyrir
hlægilega lítið, jafnvel svo lítið að það er hrein-
lega til skammar.
Söluverð var frá 4.000 krónur, eins og portrettteikning eftir Helga Bergmannseldist á, upp í 1.410.000 en það verð dýr-asta verksins, fallegrar Húsafellsmyndar
eftir Ásgrím Jónsson. Með í þessu verði eru
tuttugu prósentin sem bætast ofan á við söluna;
höfundarréttargjald og uppboðsgjald. Það
gerðist sjaldan að verkin seldust á eða yfir upp-
gefnu verðmati. Vatnslitamyndir eftir Jón Jóns-
son, bróður Ásgríms, voru að fara á kr. 9.600 og
19.200; landslagsmynd eftir Ólaf Túbals á
19.800; góð vatnslitamynd eftir einfarann Kíkó
Korríró á 33.600. Stórt Mývatnsmálverk eftir
Jóhannes Frímannsson fór á 7.200; myndir eftir
Eyjólf Eyfells á 18.000, 21.600 og 24.000; tvö
málverk eftir Gunnar Örn, frá 1983 og 1984,
fóru á 40.800 og 60.000. Stór módelmynd eftir
Jón Engilberts var slegin kaupanda á 144.000;
ljómandi vatnslitamyndir eftir Gunnlaug Schev-
ing á 102.000 og 96.000; stór gvassmynd eftir
Karl Kvaran seldist fyrir 72.000; vatnslitamynd
eftir Gunnlaug Blöndal af Reykjavíkurhöfn, tær
og falleg, var slegin á 348.000 og vatnslitamynd
eftir Ásgrím frá Hornafirði, metin á 500–
600.000 var slegin á 300.000 krónur.
Í lokahrinu uppboðsins voru margar bestu
myndirnar seldar. Herðubreiðarmynd eftir
Stórval, ekki ein af þeim betri, var slegin yfir
matsverði, á 62.400 kr. Fágætt portrett eftir
Ágúst Petersen á 102.000 kr. Boðnar voru upp
ólíkar myndir eftir Kjarval og nokkrar ljómandi
góðar, þær voru að seljast á verðbilinu 240 til
840.000. Í sumum tilvikum ágætt verð en í öðr-
um líklega alltof lágt, miðað
við gæði verkanna. En
Kjarval var afkastamikill
og margar mynda hans í
umferð á meðan það er
sjaldnar sem ágæt verk af-
kastaminni góðra málara
eins og Snorra Arinbjarnar
rata á uppboð. Eitt verka
hans var slegið á 300.000,
talsvert undir matsverði.
Þær myndir sem þokka-
legt eða gott verð er að fást
fyrir, eru eftir horfna lista-
menn eldri kynslóða, full-
trúa landslagshefða eða
módernisma sem upp kom
um miðja síðustu öld. Verk
lifandi listamanna eru ekki
mikils virði á uppboðum
hér og seljast iðulega langt
undir verðinu á sölusýn-
ingum listamannanna. Góð
mynd eftir Kristján Dav-
íðsson fór þannig á 330.000. Nokkuð stór mynd
eftir Daða Guðbjörnsson á 61.000, ennþá stærra
málverk eftir Baltasar á 90.000. Undantekning
frá þessu eru málverk Tolla, en hann virðist vin-
sæll meðal þeirra sem sækja uppboð hér og
seldust þetta kvöld á 242.000, 228.000 og
456.000.
Þessi íslensku uppboð eru þannig takmörkuð
að því leyti hvers konar verk eru boðin upp og
sjálfsagt einnig í því hverjir sækja þau. Þannig
finnst mér ég ekki sjá mörg þeirra andlita sem
ég sá í Súlnasal þetta kvöld á sýningum ungra
listamanna eða sýningum á framsækinni sam-
tímalist. Með vissri alhæfingu má segja kaup-
endurna spennta fyrir hefðbundnu málverki
sem þegar hefur sannað sig; myndir teiknaðar
eða málaðar af látnum meisturum eða af við-
urkenndu myndefni. Ákveðin mótív eru sí-
vinsæl og virðast ganga vel, og Þingvallamyndir
eru í sérstöku uppáhaldi. Ellefu eða tólf voru á
þessu eina uppboði.
Það er vissulega ólíku saman að jafna, enþað hefur verið athyglisvert að fylgjastmeð fréttum þessa vikuna af stóru vor-uppboðum á samtímalist hjá Sotheby’s
og Christie’s í New York. Þar kom í ljós að
myndlistarmarkaðurinn hefur rétt fyrr úr kútn-
um en búist var við eftir hryðjuverkin 11. sept-
ember. Nú eru kaupendur komnir á kreik og
reiðubúnir að greiða vel fyrir réttu verkin.
Blaðamaður New York Times segir safnara
hafa sagt við sig: „Hver vill deyja með pen-
ingana á verðbréfamarkaðinum þegar maður
getur átt Rothko-málverk á veggjunum?“
Á fyrra uppboðinu, hjá Christie’s, var sett
verðmet fyrir verk eftir fimmtán listamenn, þar
á meðal Jean-Michel Basquiat, Donald Judd,
Louise Bourgeois og Ed Ruscha. Það var
trymbill hljómsveitarinnar Metallica sem seldi
tvö dýrustu verkin. Annað, eftir Basquiat, fór á
495 milljónir króna, og hitt, „Paris Montparn-
asse“ eftir Dubuffet, á 423 milljónir. Stórt verk
eftir Donald Judd, úr ryðfríu stáli og plexigleri,
var metið á 3 til 4 milljónir dala; 270–360 millj-
ónir. Tveir kaupendur slógust um verkið sem að
lokum var selt á 414 milljónir. Þar með var
verðmetið fyrir Judd aldeilis hækkað, því kvöld-
ið áður hafði eldra metið verið sett þegar Phil-
ips-uppboðshúsið seldi veggverk eftir hann á
117 milljónir.
Tekist var á um verkið „Blind Man’s Buff“
eftir Bourgeois. Fjórir héldu áfram að bjóða og
skúlptúrinn fór að lokum á 126 milljónir króna.
Háar upphæðir fengust líka fyrir pop-listaverk.
Silkiþrykkið „Four-Foot Flowers“ eftir Andy
Warhol seldist fyrir 333 milljónir. Önnur útgáfa
af sömu mynd fór kvöldið áður hjá Philips á 198
milljónir. Málverkið „Talk About Space“eftir
Ruscha, úr röð verka sem vísa til þjóð-
vegaskilta, fór á 315 milljónir.
Það var einnig mikið líf og mikið af dölumsem skiptu um eigendur á uppboðiSotheby’s. Þar fengust tvær hæstu upp-hæðirnar fyrir verk eftir Gerhard Richt-
er, en yfirlitssýning hans í Museum of Modern
Art hefur hlotið mikla athygli og umfjöllun
uppá síðkastið. Þar fyrir utan segja blaðamenn
Warhol hafa átt þetta uppboð, en nýverið kom
út fullnaðarskrá yfir öll hans verk.
Annað verk Richters, eitt fjögurra af lita-
spjöldum sem hann gerði árið 1971, var selt fyr-
ir 351 milljón. Eitt þessarra fjögurra verka
seldist í júní í fyrra fyrir níutíu milljónum minna
og er það skýrt dæmi um vinsældir Richters um
þessar mundir. Hitt verkið seldist fyrir sömu
upphæð, en það heitir „Kerti“, eitt þeirra sem
listamaðurinn málar eftir ljósmyndum.
Verkin eftir Warhol voru frá ólíkum tímabil-
um á ferli hans. Fyrrum aðstoðarmaður lista-
mannsins seldi verkið „Fimm látnir“, frá 1963
og fékk 333 milljónir fyrir. Sjálfsmynd Warhols
frá 1986 fór á 270 milljónir. „Superman“ frá
1981 fór á 153 milljónir. Lokst má geta þess að
verk eftir Richard Tuttle seldist fyrir 90 millj-
ónir og er það lang hæsta verð sem fengist hef-
ur fyrir verk eftir hann.
Þegar verð verka á íslenskum uppboðum og
þeim fyrir vestan haf eru borin saman á þennan
hátt getur maður varla annað en þakkað fyrir
að óbreyttur almúgamaður sem hefur áhuga á
góðri íslenskri list, skuli hafa efni á að eignast
ágæt verk sér til ánægju; það virðist heldur
dýrara að taka þátt í þeim leik fyrir utan land-
steinana. En það má þó alveg spyrja hvort verð-
ið sem hér er greitt fyrir gott verk á uppboðum
sé sanngjarnt og eðlilegt.
Uppboð hér og þar
Mörg listaverk enda á uppboði, fyrr eða síðar. Hér er boðið upp síð-
asta skópar van Goghs sem enn var í einkaeigu.
AF LISTUM
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
efi@mbl.is
Reuters