Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll Sigurbergs-son fæddist í Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi 10. apríl 1937. Hann lést á heimili sínu 10. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- bergur Dagfinnsson, stýrimaður og bóndi í Haukatungu, f. 27. júní 1899 á Eyjólfs- stöðum við Suður- götu í Reykjavík, d. 24. október 1954 í Haukatungu, og Val- gerður Pálsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1901 í Hauka- tungu, d. 25. febrúar 1959 í Reykjavík. Systir Páls er Jó- hanna Guðríður, f. 19. september 1933, og uppeldissystir Guðríður Ásta, f. 29. apríl 1930. Eftirlifandi eiginkona Páls er Ólöf Brynjúlfsdóttir, f. 7. júní 1938. Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Eiríksson, bifreiða- stjóri og bóndi á Brúarlandi, f. 21. desember 1910, d. 12. janúar 1976, og Halldóra Guðbrands- dóttir húsfreyja, f. 15. maí 1911, d. 7. desember 2000. Börn Páls og Ólafar eru: 1) Brynjar Hall- dór, f. 6. júní 1958, kvæntur Birnu Guðrúnu Konráðsdóttur, f. 20. janúar 1958, og börn þeirra eru a) Konráð Jó- hann, f. 1979, b) Ólöf María, f. 1980, barn hennar er Brynjar Halldór Sævarsson, f. 2000, c) Margrét, f. 1986, og d) Eiríkur Ágúst, f. 1990, 2) Sigur- bergur Dagfinnur, f. 2. nóvember 1962, kvæntur Ólöfu Sess- elju Sumarliðadótt- ur, f. 12. mars 1961, og börn þeirra eru: a) Drífa Mjöll, f. 1984, b) Jóhanna Lóa, f. 1986, og c) Sumarliði Páll, f. 1996, 3) Ásbjörn Kjartan, f. 28. nóvember 1963, kvæntur Helgu Jóhannsdóttur, f. 31. júlí 1964 og börn þeirra eru: a) Þráinn, f. 1986, b) Arnar, f. 1990, og c) Guð- rún Sara, f. 1993, 4) Ólafur, f. 30. nóvember 1967, 5) Valgerður Solveig, f. 26. mars 1971, barn hennar er Katla Rún Káradóttir, f. 2000. 6) Halldóra Ágústa, f. 29. september 1972. Páll var alla tíð bóndi í Hauka- tungu, tók við búi við fráfall föð- ur síns 17 ára gamall árið 1954 og gerði búið að félagsbúi með sonum sínum árið 1980. Útför Páls fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn, að kveðja þig nú er mér afar erfitt. Ekki átti ég von á að ég myndi spjalla við þig í síðasta skipti þegar ég kom heim í sauðburð- inn á uppstigningardag. Og varð mér mjög brugðið þegar mamma hringdi í mig daginn eftir og sagði mér að þú værir dáinn. Að missa pabba sinn er eitthvað sem maður á ekki von á svona fljótt. Þú varst sterkur ein- staklingur og komst til dyranna eins og þú varst klæddur og vissi maður alltaf að hverju maður gekk með þig. Þú ákveðinn maður og það hef ég fengið frá þér og oft gátum við rök- rætt hlutina lengi án þess að geta sannfært hvort annað um ágæti okk- ar málstaðar. En oft höfum við örugglega verið sammála án þess að geta viðurkennt það hvort fyrir öðru. Heimakær varstu, vildir bara vera hérna heima og hvergi annars stað- ar, enda er Haukatungan okkar himnaríki á jörð og það vitum við bæði. Þegar ég skrifa þessi fátæk- legu orð til þín elsku pabbi fljúga all- ar minningarnar um hugann í einni flækju og er mér orða vant á þessari stundu. Ætla ég að láta þær minn- ingar sem ég á um þig og okkur sam- an vaka í huga mínum og minnist þín sem einstaks manns og góðs pabba sem vildir allt fyrir okkur fjölskyld- una þína gera. Þú sagðir mér fyrir stuttu að ef þú vildir gera eitthvað fyrir sjálfan þig gerðir þú það með því að reyna að gleðja okkur. Er þetta lýsandi fyrir þig, pabbi minn, þú hugsaðir alltaf fyrst um okkur og síðan þig sjálfan. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku pabbi, ég er og verð alltaf litla stelpan ykkar mömmu og veit ég að þú heldur áfram að fylgjast með mér og mun ég hugga mig við það í framtíðinni fyrst ég fæ ekki að hafa þig lengur hjá mér. Ég mun gera allt sem ég get til að styrkja og styðja mömmu í þessum mikla missi okkar. Pabbi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Halldóra Ágústa (Pitta litla). Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness.) Elsku pabbi, nú þegar leiðir skilja langar mig að þakka þér fyrir allt og allt á liðnum árum. Ekkert okkar er tilbúið að sætta sig við að þú fórst svo snöggt frá okkur en við erum viss um að þú hefðir hvergi annars staðar vilja kveðja okkur öll en heima í Haukatungu. Þar var þitt líf, þín fjöl- skylda, tilvera og hamingja, þín jörð og skepnur, sem þú lifðir fyrir alla tíð með ömmu og afa, Jóhönnu systur þinni, með mömmu sem var þér allt- af við hlið og síðan okkur systkinun- um öllum, þó mismikið eftir því sem árin liðu. Við vitum hversu erfitt það var fyrir þig að missa heilsuna svona ungur og oft varst þú afar ósáttur við það. En alla tíð bjóst þú í Hauka- tungu sem þú unnir svo mjög. Nú þegar við skiljum að sinni vil ég þakka fyrir mig og mína, elsku pabbi. Við lofum þér því að gæta mömmu sem var þín stoð og stytta í gegnum árin og okkar allra fyrir þig um alla tíð. Þinn sonur, Sigurbergur Dagfinnur. Kæri Palli. Dauðinn er alltaf þungbær og einhvern veginn er eng- inn tilbúinn þegar hann ber að dyr- um. En þegar einhver verður bráð- kvaddur, eins og þú varst 10. maí sl., verður höggið enn þyngra. Sérstak- lega þegar sá sem kveður er ekki gamall á nútíma mælikvarða. Þegar ég horfi til baka og hugsa um þann mann sem þú hafðir að geyma kemur fyrst í hugann bóndinn með stóra hjartað. Þú unnir sveit þinni og vildir hag hennar sem mestan enda varst þú einn af þeim sem jókst á grænan lit hennar. Nokkrir bændur í Kol- beinsstaðahreppi réðust í það stór- virki að græða upp örfoka mela, þar varst þú á meðal. Þar eru nú iðagræn tún. Fyrir margan bóndann skipti þetta megin máli þar sem tún voru lítil því „melatúninu“ var skipt á milli bæja. Þetta voru líka yfirleitt þau tún sem voru fyrst slegin og heyjuð í Haukatungu og taðan bundin í bagga, á meðan sú verkun var notuð. Var þá oft hamagangur mikill og líf í tuskunum. Var þá líka eins gott að ekki færi að draga upp á „jökulinn“, þá varð bóndinn í Haukatungu ekki mönnum sinnandi, því þetta vissi á rigningu innan tíðar. Í Haukatungu var til margra ára símstöð, áður en sjálfvirki síminn kom. Oft fórst þú með símvirkjum til viðgerða eða viðhalds, það þótti sjálf- sagt. Þið systkinin, Jóhanna og þú, sáuð um rekstur hennar fyrst í stað og síðar þegar þið Olla rugluðuð saman reytum, var það oftast hennar hlutverk að vera við símann. Sveit- ungar komu á tíðum utan opnunar- tíma til að hringja, það var meira en velkomið. Líka var ósjaldan hringt í Haukatungu til að vita um veður og skyggni, fyrir flugmenn. Þeir voru einnig oft sóttir á melana eftir lend- ingu þar, og aldrei talið eftir. Ef einhvers staðar var bágt í búi eða hafði orðið slys varst þú farinn þangað eða sendir einhvern í þinn stað. Hvergi máttir þú aumt sjá, vild- ir hvers manns böl bæta. Við nutum þess í ríkum mæli er næst þér stóð- um. Ég man eftir því að laumað var í lófa eða inn á reikning í bankanum þegar hart var í búi. Og aldrei haft um það orð, bara framkvæmt. Haukatunga var höfuðból að fornu og þar bættir þú við. Stórhuga bændur bjuggu þar fyrr og þann eig- inleika erfðir þú. Tún voru ræktuð og nytin jókst í skepnum. Búið var vel rekið. Hróðugur getur þú því horft yfir ævistarfið. Fáa veit ég eins lagna við að hjálpa kind þegar sauðburður var í gangi. Þú áttir gott með að vaka á nóttunni og áttir yfirleitt nætur- vaktina. Ef þú gast ekki hjálpað var fátt til bjargar. Þennan eiginleika hafa synir þínir fengið í föðurarf. Enda munu þeir halda merki þínu á lofti. Og ekki má gleyma Ollu. Jó- hanna systir þín sagði oft að hún hefði verið svo glöð yfir því hvað hann Palli hefði náð sér í góða konu. Það eru sannarlega orð að sönnu. „Ekki verður bókvit í askana lát- ið,“ er málsháttur sem mér finnst hæfa þér vel. Þú varst ekki lang- skólagenginn en mjög vel heima í flestu og sannarlega hefur þú ávaxt- að þitt pund vel og allt þitt fólk haft vel til hnífs og skeiðar og ríflega það. En þó að ekki stæði þér að baki löng skólaganga þá lastu mjög mikið. Oft voru fleiri en ein og fleiri en tvær bækur á náttborðinu þínu. Ævisögur og bækur um menn og málefni voru þér hugstæðar og gaman að heyra þig segja frá, því allt virtist festast inni sem þú last. Þegar var verið að velja jólagjafirnar handa ykkur Ollu var gjarnan eitthvað nytsamt handa henni og bók handa þér. Við höfum gengið saman götuna um langan tíma. Ég er „elsta“ tengdadóttir þín, hef verið í fjöl- skyldunni yfir 25 ár. Við áttum okkar tíma saman, bæði súran og sætan, en bárum virðingu hvort fyrir öðru og áttum pláss hvort í annars hjarta. Eintal áttum við oft, sérstaklega fyrr á árum. Þessi samtöl gerðu okkur báðum gott, held ég. Við kynntumst nánar og skildum hvort annað betur, eftir en áður. Mjög margt áttum við sameiginlegt, mun meira en við gerð- um okkur grein fyrir fyrst. Það kom allt með auknum þroska. Að leita til þín var gott og það var tíðum hlut- skipti mitt að leita í þinn banka, þú hafðir minni þörf fyrir að leita til mín, enda eldri og reyndari. Kæri vinur. Minningar mínar um þig geymi ég og ylja mér við á erf- iðum stundum. Eins og þegar þú og Halli komuð í Krummahólana í fyrsta sinn og ég gekk með frumburð minn undir belti. Þá var, að sjálf- sögðu, karamellukaka borin fram af vankunnáttu minni. Karamellan var seig og mikið hlegið vegna þess að sumir höfðu falskar tennur og gekk illa að vinna á dásemdinni. En bragð- ið var gott, sagðir þú, og því trúði ég. Ég þakka þér einnig fyrir þau spor sem við gengum samhliða. Þau hefðu kannski mátt vera fleiri, en það er gott sem var. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum hendingum úr ljóði sem mér finnst passa við þitt ævistig. Með stáli plógsins reist þú þína rún. Þú ræktaðir þitt land, þín föðurtún. Til verka þinna viljans máttur knúði þá vinarhönd sem ungum gróðri hlúði. Frá ystu nöf að efstu hlíðarbrún Bjóst óðal hjartans grænu sumarskrúði. Er vetur kom og blés um bæjarhól, Þá beið þín undir þaki hvíld og skjól. Þar sást þú móður miðla góðum börnum, er moldin hlúði sínum jurtakjörnum, er garður ykkar gerðist höfuðból, sem gróðri vafið skein mót sól og stjörnum. (Davíð Stef.) Hafðu þökk fyrir yndisleg kynni. Vertu kært kvaddur og hafðu góða heimkomu. Birna. Lífið geymir leyndarmál, sem lærist engum manni, fyrr en skilur skel frá sál, sem skín frá himins ranni. Margt er það í heimi hér, sem hugnast okkur eigi. En þannig lífsins leiðin er, líkust sveitavegi. Minningarnar fylgja mér, af manni sem ég unni. Með söknuði, afi, sendi þér smá úr mínum brunni. (K.J.B.) Með þessum orðum kveð ég afa minn í sveitinni og ég veit að hann heldur áfram að fylgjast með, þótt það sé út um annan glugga. Konráð J. Brynjarsson. Elsku afi, ég var búin að leita að þér út um allt, ég fór inn í herbergið ykkar ömmu en þar var enginn afi, þangað kíkti ég oft til þín og við lék- um okkur saman, ég kom og prílaði upp á bumbuna þína og við töluðum og sungum saman. Ég gat tekið í puttann þinn og látið þig koma með mér út um allt, bæði til að skoða allt í sveitinni og til að sýna þér allt heima hjá okkur mömmu. Svo alltaf þegar við vorum að borða kvöldmatinn í sveitinni þá sýndum við öllum hvað við vorum stór og svo klöppuðum við saman lófunum og hlógum að því hvað við værum sniðug. Núna er ég búin að finna þig, þú ert farinn að „lúlla“ og ég fékk að syngja fyrir þig og kyssti þig bless og nú ætla engl- arnir hans Guðs að passa þig og þú hjálpar þeim að passa mig. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem við gerðum saman, við vorum svo góðir vinir. Elsku afi, þakka þér fyrir allt. Þín Katla Rún. Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni um sinn, – heiður er himinninn. Blærinn faðmar bæinn býður út í daginn. Komdu, kalli minn. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, – stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Göngum langar leiðir, landið faðminn breiðir. Allar götur greiðir gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu mömmu ljúfur, mundu pabba stúfur, að þetta er landið þitt. (Guðmundur Böðvarsson.) Elsku afi, núna ertu farinn frá okkur og það er svo erfitt að skilja. En við vitum að þér líður betur núna. Þú varst alltaf svo hress og skemmti- legur. Svo ótal minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um þig. Það var alltaf svo gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu. Þú spurðir okkur alltaf á veturna hvort við kæmum ekki í vinnu til þín á sumrin og það fannst okkur svo fyndið af því við vissum að það var mesta vinnan fyrir ykkur ömmu að passa okkur litlu mýslurnar ykkar eins og þið voruð vön að kalla okkur. Þegar við fórum svo heim þá stóðstu alltaf í dyrunum eða úti á hlaði og veifaðir til okkar þangað til við vorum komin langt í burtu. Það var svo fyndið þeg- ar Lóa fékk brjálæðiskast þegar þú lést ferhyrnda hrútinn hennar í slát- urhús og sástu þá mikið eftir þeirri ákvörðun því þú vildir allt fyrir okk- ur gera. Mér (Lóu) fannst svo gott að þú vissir að þú gætir treyst mér til að fara með strákunum í leitirnar og reyndi ég að standa vel undir því trausti sem þú sýndir mér. Svo gafst þú mér (Drífu) nýtt úr af því ég týndi hinu um verslunarmannahelgina á Eldborg, ég varð svo ánægð og lofaði að passa það rosalega vel og fara ekki með það á neina verslunar- mannahelgi eftir það. Við dýrkuðum körfubolta og þú sagðir alltaf við okkur að þú hefðir þjálfað Michael Jordan. Og það voru ófáar ferðirnar sem þið nafnarnir fóruð í frystikistuna og funduð eitt- hvað sem Summa Palla fannst mjög gott. Summi Palli skilur samt ekki al- veg að þú sért farinn en við ætlum alltaf að passa það að hann gleymi þér ekki því við eigum svo margar dýrmætar minningar um þig sem við munum aldrei gleyma. Elsku afi, það er svo margt sem við gætum skrifað en það þyrfti heila bók til þess. Við vitum að langamma, Gústi og allir hinir eiga eftir að passa þig fyrir okkur á þeim góða stað sem þú ert núna. Við skulum alltaf passa ömmu fyrir þig og við vitum að þú munt vaka yfir okkur systkinunum. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Við elskum þig af öllu hjarta, hvíl þú í friði. Þín barnabörn, Drífa Mjöll, Jóhanna Lóa og Sumarliði Páll. Elsku afi. Nú sit ég hér og reyni að átta mig á þeirri staðreynd að þú sért farinn, ekki nema sextíu og fimm ára. Samviskubitið nagar mig því ég hef, eins og þú veist, ekki verið sú duglegasta að heimsækja ykkur ömmu. Ég hélt alltaf mikið upp á þig, þú varst jú bara einu sinni þú. Sein- unninn en þegar maður komst inn PÁLL SIGURBERGSSON Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.