Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans YLSTRÖNDIN í Nauthólsvík í Reykjavík var opnuð á ný í gær, laugardag, þegar heitu vatni var hleypt í víkina, en það er merki þess könnuðu hitastig vatnsins á baðströndinni með bros á vör, en veðrið lék við gesti og gangandi. að sumarið sé komið. Við þetta tækifæri var Kajakklúbburinn í Reykjavík með sína árlegu kynningu í Nauthólsvík og ungar blómarósir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumaropnun ylstrandarinnar í Nauthólsvík „ÉG ER varla búinn að átta mig á þessu ennþá, en tindadagurinn var stórkostlegur,“ sagði Haraldur Örn Ólafsson en hann komst á tind Ever- est-fjalls á fimmtudaginn í Sjö- tindaleiðangri sínum og var í gær að koma niður af fjallinu. „Það er magnað að vera svona hátt uppi, rétt eins og að ganga inn í himingeiminn. Það var frábært að ná toppnum, en ég er fyrst og fremst þakklátur öll- um þeim sem hafa staðið að baki mér í leiðangrinum öllum.“ Um hádegisbil að íslenskum tíma í gær átti Haraldur um tveggja tíma göngu eftir frá grunnbúðum niður í þorpið Pheriche. Hann sagði að gangan niður hefði gengið mjög vel og áfallalaust fyrir sig. „Við komum niður í grunnbúðir úr Suðurskarði í gær [föstudag], sem eru efstu búðir í tæplega 8.000 metra hæð. Það var mjög langur dagur, ég gekk með hléum í tólf tíma.“ Haraldur sagðist fyrst og fremst ánægður með að hafa náð tindinum, en sagðist enn- fremur þreyttur eftir gönguna. „Tindadagurinn tók mjög á, þannig að ég er fyrst og fremst þreyttur svo ég þarf að fara varlega því hættu- legasti hluti göngunnar er að fara niður.“ Frá þorpinu Pheriche er tveggja tíma ganga fyrir höndum til þorpsins Luhkla en þaðan mun Har- aldur fljúga til Katmandú. Þar munu bakvarðasveitin og unnusta Haralds taka á móti honum en hann áætlar að koma til Íslands 26. maí nk. „Tindadagurinn var algjörlega ógleymanlegur. Fyrst var myrkur og mikið stjörnuhrap. Það var síðan mikil upplifun að sjá dagsbirtuna koma og sjá Himalaya-fjöllin. Þetta var magnað og ólýsanlegt og mun stórfenglegri upplifun en ég hafði ímyndað mér fyrirfram.“ „Eins og að ganga inn í himingeiminn“ Haraldur Örn Ólafsson fagnar á tindi Everest-fjalls á fimmtudaginn. BÓNUS hefur fimm helgar frá jólum orðið að kaupa inn hollenska sveppi og fá þá senda með flugi til landsins til að anna eftirspurn í verslunum sín- um. Af hverju kílói innfluttra sveppa þarf Bónus að greiða 100 kr. í magn- toll. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir undar- legt að greiða þurfi gjöld af innfluttu grænmeti þegar það sé ófáanlegt frá íslenskum framleiðendum. „Það er bara einn sveppaframleið- andi á Íslandi og frá áramótum hefur það komið fyrir fimm sinnum að við höfum orðið að kaupa inn sveppi frá Hollandi til að anna eftirspurn. Það er enginn skilningur fyrir því hjá land- búnaðarráðuneytinu að fella niður tollinn af þessum vörum þó svo að ís- lenska varan sé ekki til.“ Guðmundur segir vandann mestan um helgar þeg- ar 70% sveppasölunnar fara fram. „Að þurfa svo í þokkabót að borga verndartolla af vörum, sem ekki eru til, er ferlega dapurt.“ Guðmundur segir að hollensku sveppirnir séu dýrari í innkaupum en þeir íslensku en útsöluverð þeirra sé það sama. „Manni finnst þetta skjóta skökku við þegar íslenska varan er ekki til. Það er algjör óþarfi að vera að leggja á þetta toll, það er ekki verið að vernda neitt.“ Guðmundur segir að ekki hafi þurft að grípa til þess ráðs með annað grænmeti að flytja það inn frá útlöndum til að anna eftirspurn. Magntollurinn í endurskoðun „Íslensku sveppirnir eru til en eru ekki til í nægilegu magni,“ segir Guð- mundur Sigþórsson, skrifstofustjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu. „Þá þarf að flytja inn viðbót. Gjöld hafa verið lækkuð af slíkum viðbótarinn- flutningi við þær tillögur grænmetis- nefndarinnar um að afnema verðtoll, sem var 7,5%. Þá stóðu eftir þessar hundrað krónur á kílóið, sem eru magntollur. Það er nú í endurskoðun hjá landbúnaðarráðuneytinu að lækka magntollinn, en ekki stendur til að afnema hann.“ Ástæðan er sú, að sögn Guðmund- ar, að ef 95% grænmetisins, sem er sveppir í þessu tilviki, eru fáanleg hér á landi og 5% fengin erlendis frá yrðu þessi 95%, sem framleidd eru í sam- keppni við erlenda hlutann, í uppnámi ef gjaldið yrði með öllu afnumið. „Það verða að vera hæfileg gjöld.“ Tollur á grænmeti anni innlendur markaður ekki eftirspurn Hæfileg gjöld eru talin nauðsynleg VEGAGERÐIN auglýsir eftir helgina eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra segir að þar með sé þessu mikla verkefni hrint af stað. Frestur til að skila inn forvals- gögnum rennur út 24. júní og verður þá ljóst hvaða fyrirtæki eru reiðubú- in til að taka verkið að sér. Nokkrum vikum seinna mun síðan liggja fyrir hvaða fyrirtæki fá að taka þátt í lok- uðu útboði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær útboðið fer fram né heldur hvenær framkvæmd- ir hefjast eða á hvorum göngunum verði byrjað en ákvörðun um það mun væntanlega liggja fyrir í sumar. Áætlaður heildarkostnaður við þess- ar framkvæmdir er 9 til 10 milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að forvalið færi fram í mars. Sturla segir að frestunin sé að nokkru leyti vegna tæknilegra ástæðna en aðal- lega sökum þess að með breytingum á vegáætlun í vetur hafi minna fé verið ætlað til jarðganga og fram- kvæmdum við þau seinki sem því nemur. Jarðgöng milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar yrðu 5,9 km löng, með vegskálum. Milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar er gert ráð fyrir að byggja tvenn jarðgöng, alls rúmlega 10 km löng. Reiknað er með að öll göngin verði tvíbreið. Forval vegna jarð- ganga BROTIST var inn í úraverslun við Skólavörðustíg um áttaleytið í gærmorgun og allmiklu stolið. Rúða í hurð verslunarinnar var brotin til þess að komast inn og þaðan stolið úrum, en lögreglan í Reykjavík sagði ekki að fullu ljóst hversu miklu var stolið. Þjófurinn eða þjófarnir voru ófundnir skömmu eftir hádegi í gær, að sögn lögreglu. Úrum stolið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.