Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ mun falla í hlut KofisAnnans, framkvæmda-stjóra Sameinuðu þjóð-anna, að lýsa Austur-Tím-
or sjálfstætt ríki en í kjölfarið mun
Xanana Gusmao, frelsishetja Aust-
ur-Tímora og réttkjörinn forseti
þeirra, taka við stjórn mála úr hönd-
um fulltrúa SÞ, sem farið hafa með
stjórn landsins til bráðabirgða und-
anfarna þrjátíu og tvo mánuði.
Gusmaos bíða erfið verkefni, enda
mikil fátækt á Austur-Tímor, en
augljóst er hins vegar að landsmenn
ætla ekki að láta vandamálin koma í
veg fyrir að þeir njóti þess út í æsar,
að gamall draumur þeirra er nú loks-
ins orðinn að veruleika.
Gusmao þakkaði umheiminum og
ýmsum alþjóðastofnunum á föstudag
fyrir þá aðstoð sem Austur-Tím-
orbúum hefur hlotnast á undanförn-
um árum en sjálfstæðisbarátta
þeirra naut þó ekki alltaf þeirrar at-
hygli umheimsins, sem hún verð-
skuldaði.
Sjálfur kvaðst Gusmao ekki telja
að sunnudagurinn myndi jafnast á
við þá stund er ljóst var að íbúar
Austur-Tímor höfðu kosið sjálfstæði
frá Indónesíu í þjóðaratkvæða-
greiðslu sem haldin var 30. ágúst
1999. Um tímamót væri engu að síð-
ur að ræða.
Blóðbað í kjölfar atkvæða-
greiðslu í ágúst 1999
Austur-Tímor var portúgölsk ný-
lenda um 450 ára skeið. Portúgalar
drógu sig frá eyjunni árið 1975 en
stjórnvöld í Indónesíu réðust þá inn í
landið og tóku öll völd. Ofbeldi og
hungursneyð fylgdi í kjölfarið og
raunar einkenndust yfirráð Indó-
nesa ætíð af tilraunum til að berja
niður andspyrnu Austur-Tímora.
Gusmao, sem fór fremstur í flokki
andspyrnumanna frá 1981, var m.a.
hnepptur í fangelsi árið 1992 og
margir aðrir helstu baráttumenn
fyrir auknu frelsi íbúanna hröktust í
útlegð.
Stjórnarkreppa reið yfir Indónes-
íu árið 1998 og upplausnarástand
ríkti. Ofbeldisverk voru tíð, ekki síst
á Austur-Tímor þar sem Indónesíu-
her og fylgismenn yfirráða Indónes-
íu beittu landsmenn hörðu. Vegna
þrýstings frá alþjóðasamfélaginu var
boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla um
sjálfstæði til handa Austur-Tím-
orum, og völdu 78,5% hinna 750 þús-
und íbúa landsins að segja skilið við
Indónesíu.
Algert stjórnleysi reið yfir í kjöl-
far atkvæðagreiðslunnar en ribbald-
ar, hlynntir yfirráðum Indónesíu,
gengu þá berserksgang, myrtu fólk
og brenndu heimili þeirra, rændu og
rupluðu hús og stofnanir.
Friðargæslulið á vegum Samein-
uðu þjóðanna var sent á vettvang til
að stilla til friðar og hafa fulltrúar SÞ
stýrt landinu til bráðabirgða frá því í
október 1999.
Talið er að um eitt þúsund manns
hafi fallið í átökum síðsumars og um
haustið 1999. Er Abilio Soares, fyrr-
verandi ríkisstjóri, meðal átján
manna sem ákærðir hafa verið fyrir
aðild að atlögum gegn fylgjendum
sjálfstæðis.
Gusmao sagði á föstudag að hann
myndi beita sér fyrir því að menn-
irnir átján yrðu náðaðir. Sagði hann
það lið í tilraunum til að græða sárin,
stuðla að sáttum. Fyrst yrðu menn-
irnir þó að hljóta sinn dóm. „Við
verðum að gera okkar besta til að út-
rýma öllu hatri og hefndarþorsta
[…] því annars höldum við lífi í
draugum fortíðar,“ sagði hann og fór
fram á að hinir ákærðu bæðu fórn-
arlömb ofsóknanna 1999 afsökunar.
„Þeir fara fyrir rétt, byrja að af-
plána dóm sinn og síðan munum við
rétta þeim vinarhönd,“ sagði
Gusmao. „Þegar ég ræði um náðun á
ég við að stytta megi refsingu þeirra
í samræmi við hegðun þeirra. Er
þeir síðan snúa aftur út í samfélagið
munu hjörtu þeirra vera orðin
hrein.“
Vel að verki staðið hjá
Sameinuðu þjóðunum
Sameinuðu þjóðirnar hafa að
mörgu leyti sinnt einstæðu hlutverki
undanfarin þrjú ár á Austur-Tímor.
Sergio Vieira de Mello, yfirmaður
SÞ á Austur-Tímor, hefur í raun far-
ið með stjórn mála á eyjunni, en
verkefni hans og samstarfsfólks
hans hefur verið að undirbúa landið
undir sjálfstæði, endurbyggja inn-
viði samfélagsins og koma hjólum
efnahagslífsins af stað aftur. Um
átta þúsund friðargæsluliðar hafa
verið á Austur-Tímor, í því skyni að
tryggja að ekki brytust út átök að
nýju, um fimmtán hundruð erlendir
lögreglumenn hafa sinnt löggæslu
og þá hafa um þrettán hundruð
borgaralegir starfsmenn alþjóða-
stofnana dvalist þar.
Er það mat manna að vel hafi tek-
ist til. Stræti og torg iða af lífi, stofn-
anir samfélagsins hafa verið endur-
reistar, börn geta sótt skóla á ný,
lágmarks heilsugæsla – sem áður
var í molum – er nú til staðar, og
unnið hefur verið að umbótum í land-
búnaði. „Þetta er allra best heppn-
aða sendiför Sameinuðu þjóðanna til
þessa. Hér hrósa allir fulltrúum SÞ í
hástert,“ segir Jose Ramos Horta,
sem nú gegnir embætti utanríkisráð-
herra Austur-Tímor en Horta hlaut
á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels
fyrir baráttu sína fyrir því að vekja
athygli umheimsins á málstað Aust-
ur-Tímora.
Miðað við þetta hrós er engin
furða þó að Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri SÞ, hafi sjálfur viljað
vera viðstaddur þau tímamót, sem
eiga munu sér stað nú í dag. En auk
Annans verða viðstaddir fulltrúar
ýmissa erlendra ríkja, s.s. Bill Clint-
on, fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
sem sækir athöfnina fyrir hönd
Bandaríkjastjórnar, og Jorge Samp-
aio, forseti Portúgals. Ingimundur
Sigfússon, sendiherra Íslands í Jap-
an, sækir hátíðahöldin fyrir Íslands
hönd.
Annan hrósar Sukarnoputri
Mesta athygli vekur hins vegar að
Megawati Sukarnoputri, forseti
Indónesíu, mun sækja athöfnina.
Greint var frá því fyrir helgi að tvær
herþotur myndu fylgja flugvél Suk-
arnoputris til Austur-Tímor á sunnu-
dag og þá mun herskip einnig verða í
mynni Dili-borgar, að sögn tals-
manna indónesíska hersins.
Þetta er í fyrsta skipti frá því að
Indónesíuher dró sig frá Austur-
Tímor í september 1999 sem indó-
nesískir hermenn verða á þessum
slóðum en Syafrie Syamsuddin, tals-
maður hersins, fullvissaði menn um
það á föstudag að hér væri ekki um
ögrun að ræða af hálfu Indónesa,
heldur einungis eðlilegar öryggis-
ráðstafanir.
Kofi Annan fagnaði ákvörðun Suk-
arnoputri á föstudag og sagði hana
bera vott um hugrekki. Hún væri lík-
leg til að stuðla að sáttum. „Ákvörð-
unin sendir skýr skilaboð um að
menn hafi ákveðið að horfa til fram-
tíðar, en ekki til fortíðar,“ sagði
hann.
Fulltrúar Austur-Tímora létu sér
viðbúnað Indónesíuhers í léttu rúmi
liggja. Sagði Carlos Belo biskup,
sem ásamt Jose Ramos Horta hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið 1996, að
Austur-Tímorbúar kipptu sér ekki
upp við þessar varúðarráðstafanir
Indónesa. „Við erum friðsamt fólk.
Þeir mega alveg koma hingað með
herþotur sínar, en aðeins ef þeir telja
það nauðsynlegt til að vernda forset-
ann,“ sagði hann. „Ég held hins veg-
ar ekki að Tímorar muni valda frú
Megawati neinum vandræðum.“
Gusmao tók í sama streng – þjóð
sín hefði um annað að hugsa. „Við er-
um öll með hugann við þá staðreynd
að senn nálgast sú stund er draumur
okkar verður uppfylltur.“
AP
Nokkrir fiskveiðimenn draga inn net sín en A-Tímorar hafa lífsviðurværi sitt af fiskveiðum og landbúnaðarstörfum. Fátækt er mikil á A-Tímor.
Fáni sjálfstæðs ríkis
dreginn að húni
Þegar klukkan slær
þrjú í dag að íslenskum
tíma er miðnætti á
Austur-Tímor, og mánu-
dagurinn 20. maí þar
með runninn upp.
Sjálfstæðisbaráttu
Austur-Tímora lýkur
formlega á þeirri
stundu en þá verður fáni
sjálfstæðs ríkis þeirra
dreginn að húni við há-
tíðlega athöfn í höfuð-
staðnum Dili.
#$ %$&%'(&)& *+ %),-
# %.
/ .01 /
2
.3
0
3
"
3 .
4 53
,+!
+!*
"!
%4 5
6789#
- .
' /%0
1%0 #2
'3
4560/708
3"
9:";''
"''<
9- -
69:8/%0 9
-
!
.
'
%=$
69:;#
/
0 =$ <==6 9
)) '
$"-!
<==<
>?
)!*@
'
-/
%0 6999,)! '
3
-
" $
"3 ' #2
";' !'$ "
- ''<"''!
- > ? > @ #
#%
'(&
'
*"
#%.
$ A
96A
<A
-3.
A
$ 77A
BA
Reuters
Xanana Gusmao nýtur
mikillar virðingar meðal
Austur-Tímora og
þrýstu þeir mjög á um
það við hann að hann
byði sig fram sem for-
seti. Sjálfur segir hann,
að hann hefði kosið að
dunda sér við það að
rækta grasker. „Það er
enn draumur minn,“
sagði hann á föstudag.
„Mig langaði aldrei til að
verða forseti. Mig lang-
ar það ekki enn. Ég vona
að eftir fimm ár geti ég
boðið ykkur [frétta-
mönnum] upp á glæsi-
legt grasker að borða.“
Dili, Jakarta. AFP.
Lítillát
frelsis-
hetja