Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Helga Mattína ÞAÐ lifnar ætíð yfir mönnum þegar nýr bát- ur kemur til Grímseyjar. Að þessu sinni má segja: Einn kemur þá annar fer, því eigendur útgerðarfélagsins Bratta voru að skipta út gamalli „Öldu“, sem var trébátur smíðaður 1951. Nýja Aldan er dagabátur með 23 veiði- daga á fiskveiðiárinu og mun verða á hand- færum í sumar. Skipstjóri Öldunnar verður Sigfús Jóhann- esson. Eigendur og skipstjóri eru bjartsýnir á góða sumarveiði. Hann er hér ásamt eig- endum Bratta, þeim Alfreð Garðarsyni, Svaf- ari og Bjarna Gylfasonum og Gylfa Gunn- arssyni. Ný Alda FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Sumarhúsið og garðurinn“ Ein stærsta sýning ársins Útgáfufyrirtækið Ritog rækt gengstfyrir „stórsýn- ingu“ í og við íþróttamið- stöðina að Varmá á næst- unni. Yfirskriftin er „Sum- arhúsið og garðurinn“. Sýningarstjórnina skipa Auður Ottesen og Páll Pét- ursson eigendur Rits og ræktar, Ágúst Pétursson markaðsráðgjafi, Birna Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri og Þorbjörn Árnason lögfræðingur. Páll svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins í tilefni af sýningunni. „Sumarhúsið og garður- inn“, hvað á að sýna, hvar, hvenær og af hvaða tilefni? „Stórsýningin Sumar- húsið og garðurinn verður haldin í íþróttamiðstöðinni í Mos- fellsbæ dagana 31. maí til 2. júní nk. og þar verður til sýnis á einum stað allt það nýjasta í vörum og þjónustu fyrir sumarhúsaeigend- ur og garðeigendur. Tilefni þess- arar sýningar er að „Sumarhúsið“ er tíu ára á þessu ári og þess vegna ákváðum við að gefa fyr- irtækjum í þessum geira kost á að kynna sig fyrir garðeigendum í landinu og þeim stóra hópi fólks sem á sumarhús, eða langar til að eignast sumarhús.“ Verður þetta alvöru „stórsýn- ing“, þ.e.a.s. eru margir bókaðir með sýningarsvæði? „Já, við erum mjög ánægð með viðtökur fyrirtækja og þetta virð- ist ætla að verða ein af stærstu sýningum á þessu ári hér á landi. Yfir 70 fyrirtæki og stofnanir hafa skráð sig, bæði stórir og smáir, og erum við þá að tala um mörg stærstu fyrirtækin hér á landi. Þessi sýning spannar mjög vítt svið eins og nafnið bendir til.“ Á hvað verður einkum lögð áhersla? „Við munum leggja áherslu á að gera þessa sýningu skemmtilega fyrir gesti og sýnendur. Meðal annars verður boðið upp á kennslu í gömlu góðu íslensku leikjunum sem henta svo vel í sumarbústaðinn, svo sem fallin spýta, hlaupið í skarðið og fleiri leiki sem allir geta tekið þátt í. Fyrir þetta höfum við heilan íþróttavöll, Varmárvöll, og nokkra eldhressa íþróttakennara sem sjá um að engum leiðist. Við vitum líka að sumarhúsaeigendur og garðeigendur þyrstir í fróðleik og það verður bæði sýnt verklag í steinhöggi, skrúðgarðyrkju og blómaskreytingum og boðið upp á stutta fyrirlestra þar sem gestir geta komið og sest niður í 10-15 mínútur og hlustað á það sem vek- ur áhuga þeirra. Fyrirlesarar koma m.a. úr græna geiranum, byggingariðnaðinum, frá Fugla- verndarfélagi Íslands og Rauða krossi Íslands.“ Nefndu okkur einhver dæmi um skemmtilegar uppákomur á sýningunni? „Já, það er eitt sem mér dettur strax í hug. Einn sýningaraðili verður með heila sund- laug inni í sýningar- salnum. Þetta er laug sem er sex metra löng og er hún með búnaði sem gerir fólki kleift að synda án þess að hreyfast úr stað. Ég býst fastlega við því að þau bregði sér í laugina og sýni gestum á sýningunni hvernig hún virkar. Nú, svo er fyrirtæki sem ætlar að sýna hvernig jarðbor vinnur, og bora holu á sýningarsvæðinu. Það er að færast í vöxt að sumarhúsa- eigendur eða einstök félög sum- arhúsaeigenda láti bora eftir heitu eða köldu vatni þar sem ekki er auðvelt að nálgast það.“ Er búið að panta hjá veðurvætt- unum? „Aðstandendur sýningarinnar eru búnir að liggja á bæn að und- anförnu og við erum sannfærð um að það gengur eftir að við fáum sól og sumarveður þessa helgi. Nú, ef það bregst, þá erum við Íslend- ingar öllu vanir og kippum okkur ekki upp við smárigningu.“ Er vitað hvað margir Íslending- ar stunda sumarhús og garðrækt- ina? „Já, við vitum allavega með nokkurri nákvæmni hversu marg- ir sumarbústaðir eru í landinu því að við gerðum könnun á því síð- asta haust og kom þá í ljós að það eru rúmlega 15 þúsund bústaðir, þar af yfir 13 þúsund í eigu einka- aðila. Þetta er mikill fjöldi og hef- ur aukist hratt á undanförnum ár- um. Við höfum líka fundið að það eru margir að velta fyrir sér að byggja bústað eða eru að taka við bústað foreldra sinna og svo eru alltaf þeir sem láta sig dreyma. Svo er hitt með garðræktendur, það er erfiðara að áætla þann fjölda. Stór hluti þjóðarinnar hef- ur aðgang að görðum og áhugi á garðrækt er mikill og okkur hefur sýnst að upp úr fertugu kvikni almennur áhugi.“ Er þetta einhver sveifla eða tíska eða viðvarandi áhugi? „Ég tel að áhugi á sumarhúsum sé að aukast. Þeim fjölgar alltaf sem kjósa dvöl í sumarhúsum og úti í náttúrunni fjarri skarkala þéttbýlisins. Fólk fer í bústaðinn til þess að slaka á, hvíla sig frá amstri hvers- dagsins og hlaða batteríin áður en snúið er heim aftur og vinnan tek- ur við.“ Páll Pétursson  Páll Pétursson er fæddur 18. desember 1959 á Litlu-Heiði í Mýrdal. Stundaði nám við Sam- vinnuskólann á Bifröst árin 1977-1980 og starfaði að mestu við verslunar- og bankastörf til ársins 1987 er hann fór í sjálf- stæðan rekstur við bókhalds- þjónustu. Keypti útgáfuréttinn að Sumarhúsinu árið 1985. Páll og eiginkona hans, Auður I. Ottesen, stofnuðu síðan Rit og rækt ehf. árið 1998 og gefa þau út tímaritin Sumarhúsið og Við ræktum, ásamt ferðakortum og bæklingunum Veiðisumar og Sundsumar. Páll á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Áslaugu, Guðna Pál og Fríðu Brá, en Auð- ur á soninn Hálfdán Mörð Gunn- arsson. Upp úr fer- tugu kviknar almennur áhugi Nei, nei, strákar, það þýðir ekkert að bjóða upp á einhvern samning, og þið skuluð eiga mig á fæti ef bilið á milli okkar verður minna en 5%. GUÐMUNDUR Hallvarðsson, for- maður sjómannadagsráðs sem á og rekur Hrafnistu, segir að þeir vænti þess að þeir muni fá 70% af stofn- kostnaði sextíu rúma hjúkrunarálmu sem fyrirhugað er að byggja við Hrafnistu í Reykjavík. Til þessa hef- ur gilt að 40% komi úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra vegna bygg- ingar hjúkrunarheimila fyrir aldraðra, en í viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og heilbrigðis- ráðherra er gert ráð fyrir að ríkið greiði 70%. Guðmundur sagði að þeir væru að leggja upp með sextíu rýma hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Reykjavík og hann ætlaði að þetta myndi gagnast þeim líka og að þeir myndu geta fengið 70% frá ríkinu. Hann sagði að þeir hefðu verið búnir að bíða eftir því að fá að byggja þessa hjúkrunarálmu í mörg ár og hvorki fengið nein viðbrögð né nokkrir lýst því yfir að þeir vildu koma til aðstoðar í því máli. Borgin hefði ekki verið mjög hávær út af þessum áformum þeirra. Hann sagði að þeir hefðu sótt um lóð á Kirkjusandi þar sem strætis- vagnarnir væru, því rætt hefði verið um að flytja þá, og þeir hefðu sótt um lóð í Hamrahlíðarlöndum en hefðu ekki fengið nein afgerandi svör við þeirri umleitan. Guðmundur sagði aðspurður að þeir hefðu í mörg ár sótt um fram- kvæmda- og rekstrarleyfi fyrir níu- tíu rýma hjúkrunarálmu við Hrafn- istu í Hafnarfirði og sextíu rýma hjúkrunarálmu við Hrafnistu í Reykjavík. Í desember hefðu þeir fengið bréf frá heilbrigðisráðuneyt- inu þar sem þeim hefði verið heim- ilað að vinna að uppbyggingu á heim- ili í Reykjavík. Í bréfinu hefði komið fram að Framkvæmdasjóður aldr- aðra myndi leggja fram 40%. „Núna hafa allar forsendur breyst svoleiðis að við viljum bara fá viðræður um þetta mál að nýju,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að ef borgin ætlaði að leggja fram fjármagn væri það bara hið besta mál. Þeir fögnuðu því að borgin legði fram 30% og ríkið 70% og þeir rækju starfsemina. „Við ætl- um að orð skuli standa í þessu,“ sagði Guðmundur. Höfum þurft að berjast fyrir hverjum eyri Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar og Skjóls, sagði að þeir hefðu alltaf þurft að berjast fyr- ir hverjum eyri sem þeir hefðu feng- ið í þessum efnum. Þeir fögnuðu þessum yfirlýsingum um átak í þágu aldraðra. Í fyrsta lagi því sem komið hefði fram í stefnuyfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins, sem komið hefði fram strax í vetur og síðan þessari viljayfirlýsingu R-listans sem hefði ekkert gert í átta ár. Það væri út af fyrir sig mjög gleðilegt að það ætti nú allt í einu að bæta um betur. Hann sagði hins vegar að sér fynd- ist að heilbrigðisráðherra hefði á margan hátt tekið á þessum málum af röggsemi. Þeir hjá Eir hefðu sótt um stækkun heimilisins í janúar árið 2000 og hefðu endurnýjað þá um- sókn eftir að Jón Kristjánsson varð ráðherra og hefðu fengið svar í jan- úar síðastliðnum um að þeir mættu stækka. Ráðherra virtist þannig að allur af vilja gerður í þessum efnum. Formaður Sjómannadagsráðs vegna viljayfirlýsingarinnar Væntum þess að geta fengið 70% líka Sigurður Helgi Guðmundsson Guðmundur Hallvarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.