Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 43
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 43
ÞEGAR vorar vaknar náttúran til
lífsins eftir hressingarblund vetr-
arins. Tré, runnar og jurtir lifna,
laukarnir blómstra og sólin skríð-
ur fram úr skýjaþykkninu. Sum-
arið er framundan,
vonandi hlýtt, sólríkt
og notalegt. Mann-
fólkið verður líka
sprækara með vorinu
og tekur til við að
hirða garðana sína.
Vorhreingerningin í
garðinum er tekin í
beinu framhaldi af
vorhreingerningu
íbúðarhússins. Ís-
lendingar eru upp til
hópa kattþrifnir og
vilja hafa umhverfi
sitt tandurhreint og
snyrtilegt. Reyndar
vilja sumir meina að
þetta hreingerninga-
ræði sé ekki ein-
göngu af hinu góða því aukna tíðni
ofnæmis hjá íslenskum börnum
megi meðal annars rekja til ofur-
þrifinna mæðra barnanna. Börnin
komist ekki í tæri við ýmiss konar
bakteríur þannig að ónæmiskerfi
þeirra nái ekki að þroskast sem
skyldi.
Svo virðist sem hreingerninga-
æðið sé komið út í garðana líka og
að vissu leyti er það ágætt. Vel
hirtir garðar þar sem tré og runn-
ar eru klippt og snyrt og fjölærar
plöntur bústnar og heilbrigðar og
ekki vottar fyrir arfaklóm eru
vissulega augnakonfekt. Slíkir
garðar fylla þá, sem skoða þá, virð-
ingu fyrir garðeigendunum því að
grunnurinn að góðum garði er
botnlaus vinna garðeigendanna.
Góður garður krefst mikillar og
stöðugrar umhirðu allt sumarið og
talsverðrar umhyggju
yfir veturinn. Það er
því ekki undarlegt að
fólk leiti allra leiða til
að draga sem mest úr
þessari vinnu. Fyrir
nokkrum árum kom á
markaðinn illgres-
iseitur sem er sáldrað
yfir jarðveginn í trjá-
og runnabeðum og
hefur þau áhrif að ill-
gresisfræ nær alls
ekki að spíra. Efnið
má alls ekki nota á
beð sem inniheldur
fjölærar plöntur og
heldur ekki með öll-
um runnum. Eitur-
efni þetta á að brotna
niður á tveimur til þremur árum og
á að virka á illgresið allan tímann.
Að niðurbrotstímanum liðnum
þarf að sáldra aftur yfir beðin til að
viðhalda vinnusparnaðinum. Þetta
hefur svo sannarlega fallið í kram-
ið hjá íslenskum garðeigendum og
jafnvel um of því nokkuð hefur
borið á því að eitrið sé notað árlega
í trjá- og runnabeð. Nú er það svo
að engar innlendar rannsóknir
hafa verið gerðar á því hver raun-
verulegur niðurbrotstími þessa
efnis er í íslenskum jarðvegi og
sjálfsagt er niðurbrotstíminn háð-
ur hitastigi í jarðveginum. Hitastig
í íslenskum jarðvegi er sennilega
eitthvað lægra en jarðvegshitastig
í nágrannalöndum okkar og því lík-
legt að niðurbrotstíminn sé eitt-
hvað lengri hérlendis. Garðeigend-
ur ættu því að fara varlega í
notkun efna af þessu tagi því ef
þau ná ekki að brotna alveg niður,
milli þess sem þau eru notuð, getur
átt sér stað uppsöfnun á þessum
efnum í jarðveginum með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum fyrir
gróðurinn.
Íslendingar eru svo lánsamir að
skordýrafána landsins er fremur
fábreytt. Það er mjög heppilegt
því pödduhræddara fólk en Íslend-
ingar er örugglega vandfundið.
Pöddur sem gera sig heimakomn-
ar í mannabústöðum á Íslandi eru
umsvifalaust gerðar brottrækar
með öllum tiltækum ráðum. Þá er
ekki öll sagan sögð. Utandyra eiga
þær helst ekki að láta á sér kræla
heldur og getur það reynst við-
komandi pöddum dýrt spaug ef
þær slysast inn í girnilegan garð.
Fyrr en varir sprettur fram vígbú-
ið fólk og úðar einhverri óáran yfir
pöddurnar með þeim afleiðingum
að þær deyja drottni sínum. Eitur-
efnin, sem eru notuð gegn hinum
ýmsu kvikindum í görðum, eru yf-
irleitt þeirrar náttúru að þau gera
ekkert gagn nema þau lendi á húð
kvikindanna sem þeim er ætlað að
deyða. Garðeigendur ættu því alls
ekki að láta úða garða sína með eit-
urefnum nema þeir virkilega komi
auga á óboðnu gestina eða að
minnsta kosti sjái greinileg um-
merki um tilvist þeirra, svo sem ét-
in laufblöð. Eins er rétt að hafa
það í huga að úðun gegn trjámaðki
á að fara fram í júní, meðan lirf-
urnar eru enn á trjánum. Blaðlús
getur látið á sér kræla meira og
minna allt sumarið en hún veldur
yfirleitt ekki alvarlegum skaða á
plöntum, nema kannski helst jurt-
kenndum plöntum eins og t.d.
sumarblómum.
Niðurstaða mín er því þessi:
Förum varlega í notkun á eitur-
efnum. Taumlaus notkun á eitur-
efnum gegn illgresi og pöddum í
görðum okkar getur haft ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar fyrir lífríkið.
Það er hægt að nota aðrar og um-
hverfisvænni leiðir til að fækka
pöddum í görðum ef þær eru óvel-
komnar, það má tína þær af trján-
um eða nota vistvænar aðferðir til
að losna við þær, t.d. úða daufri
blöndu af grænsápu yfir plöntur
sem hafa fengið fullmargar boð-
flennur í heimsókn.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
EITUREFNA-
NOTKUN Í GÖRÐUM
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
471. þáttur
Íþróttamót Sörla
Opinn flokkur
Tölt
1. Atli Guðmundsson á Þór frá Litlu-Sandvík,
6,60/7,13
2. Adolf Snæbjörnsson á Glóa frá Hóli, 6,37/
6,80
3. Daníel I. Smárason á Tyson frá Búlandi,
6,37/6,75
4. Anna B. Ólafsdóttir á Glæsi frá Efri-Gegn-
ishólum, 6,40/6,73
5. Haraldur Haraldsson á Víkingi, 6,33/6,36
Slaktaumatölt
1. Snorri Dal á Greifa frá Ármóti, 6,23/6,00
2. Adolf Snæbjörnsson á Vímu frá Vind-
heimam., 5,77/5,99
3. Guðrún Guðmundsson á Blossa frá Ár-
gerði, 5,00/5,10
4. Rósa B. Þorvaldsdóttir á Árvakri frá Sand-
hóli, 4,17/4,86
5. Sveinn Jónsson á Þresti frá Hóli, 3,60/4,62
Fjórgangur
1. Atli Guðmundsson á Væntingu frá Hafn-
arfirði, 6,63/7,0
2. Daníel I. Smárason á Tyson frá Búlandi,
6,53/6,70
3. Adolf Snæbjörnsson á Glóa frá Hóli, 6,20/
6,60
4. Anna B. Ólafsdóttir á Glæsi frá Efri-Gegn-
ishólum, 6,03/6,50
5. Hinrik Þ. Sigurðsson á Ómi frá Hrólfs-
stöðum, 6,13/6,30
Fimmgangur
1. Daníel I. Smárason á Vestfjörð frá Fremri-
Hvestu, 6,00/6,50
2. Snorri Dal á Sólkötlu frá Langholtsparti,
5,63/6,49
3. Adolf Snæbjörnsson á Vímu frá Neðri-
Vindheimam., 5,97/6,10
4. Ragnar E. Ágústsson á Leisti frá Leirum,
5,73/5,40
5. Atli Guðmundsson á Spretti frá Skarði,
5,93/0
Gæðingaskeið
1. Atli Guðmunds. á Spretti frá Skarði, 7,70
2. Eyjólfur Þorsteinsson á Brúnblesa frá
Bjarnanesi, 7,70
3. Adolf Snæbjörnsson á Dyn frá Litlu-
Tungu, 7,58
4. Snorri Dal á Sólkötlu frá Langholtsparti,
5,62
5. Ragnar E. Ágústsson á Leisti frá Leirum,
4,62
150 metra skeið
1. Atli Guðmundsson á Spretti frá Skarði,
16.0 sek.
2. Adolf Snæbjörnsson á Dyn frá Litlu-
Tungu, 16,40 sek.
Íslensk tvíkeppni: Daníel I. Smárason
Stigahæsti keppandi: Atli Guð-
mundsson
Áhugamenn
Tölt
1. Þórný Birgisdóttir á Móra frá Kúludalsá,
5,57/5,97
2. Theódór Ómarsson á Kasper frá Hólakoti,
5,50/5,92
3. Sigurður Friðfinnsson á Sindra frá Mið-
skógi, 5,47/5,71
4. Sigurður A. Sigurðsson á Reisn frá Engi-
mýri, 5,20/5,43
5. Sigurbjörn Geirsson á Flugu frá Ártúnum,
4,37/5,36
Fjórgangur
1. Þórný Birgisdóttir á Móra frá Kúludalsá,
5,57/5,96
2. Sigurður Friðfinnsson á Sindra frá Mið-
skógi, 5,63/5,86
3. Theódór Ómarsson á Kasper frá Hólakoti,
5,53/5,71
4. Kristín Ingólfsdóttir á Berki frá Grund,
5,23/5,64
5. Elísabet E. Garðarsdóttir á Skyggni frá
Holtsmúla, 5,30/5,42
6. Sigurður A. Sigurðsson á Reisn frá Engi-
mýri, 5,23/5,36
Fimmgangur
1. Eyjólfur Þorsteinsson á Brúnblesa frá
Bjarnanesi, 5,73
2. Unnur O. Ingvarsdóttir á Gosa frá Ási, 4,30
3. Svandís Magnúsdóttir á Þey frá Akranesi,
3,37
4. Inga C. Campos á Sunnu frá Egilsstöðum,
2,43
Stigahæsti keppandi og íslensk
tvíkeppni: Þórný Birgisdóttir
Ungmenni
Tölt
1. Eyjólfur Þorsteinsson á Óríon frá Litla-
Bergi, 6,63/6,78
2. Perla D. Þórðardóttir á Síak frá Þúfum,
5,50/6,05
3. Helga M. Hafþórsdóttir á Bessa frá Hof-
staðaseli, 5,07/5,92
4. Margrét Guðrúnardóttir á Fífu frá Stein-
um, 5,07/5,31
Fjórgangur
1. Perla D. Þórðardóttir á Síak frá Þúfum,
5,37/6,00
2. Eyjólfur Þorsteinsson á Skjóna, 5,23/5,50
3. Helga M. Hafþórsdóttir á Bessa frá Hof-
staðaseli, 5,23/5,20
4. Bryndís Snorradóttir á Skugga frá Skolla-
gróf, 4,60/4,90
5. Margrét Guðrúnardóttir á Fífu frá Stein-
um, 4,93/4,30
Íslensk tvíkeppni: Perla D. Þórðar-
dóttir
Stigahæsti keppandi og skeiðtví-
keppni: Eyjólfur Þorsteinsson
Unglingar
Tölt
1. Sandra L. Þórðardóttir á Hróki frá Enni,
5,57/5,99
2. Rósa B. Þorvaldsdóttir á Byl frá Kleifum,
5,53/6,21
3. Margrét F. Sigurðardóttir á Fjólu frá
Hrólfsstöðum, 4,90/5,75
4. Ólöf Guðmundsdóttir á Hrönn frá Dúfu,
4,53/4,31
5. Viggó Sigurðsson á Fantasíu frá Miðfelli,
4,50/5,79
Fjórgangur
1. Rósa B. Þorvaldsdóttir á Byl frá Kleifum,
5,97/6,20
2. Sandra L. Þórðardóttir á Hróki frá Enni,
5,57/5,80
3. Margrét F. Sigurðardóttir á Fjólu frá
Hrólfsstöðum, 5,20/5,50
4. Ólöf Guðmundsdóttir á Dögg frá Reykja-
koti, 5,13/5,30
5. Einar Ásgeirsson á Þyt frá Hólum, 2,87/0
Fimmgangur
1. Viggó Sigurðsson á Natani frá Kópavogi,
4,80/5,60
2. Sandra L. Þórðardóttir á Adrian frá Staf-
holtsveggjum 4,00/5,30
3. Jón B. Smárason á Fiðlu frá Ketu, 3,90/
4,40
Íslensk tvíkeppni: Sandra L. Þórðar-
dóttir
Stigahæsti keppandi: Rósa B. Þor-
valdsdóttir
Börn
Tölt
1. Jón B. Smárason á Vin frá Ólafsfirði, 5,23/
5,78
2. Skúli Þ. Jóhannsson á Fjöður, 4,83/5,52
3. Ásta K. Sveinsdóttir á Sófusi frá Þverá,
3,13/4,11
4. Linda Pálsdóttir á Nótt frá Miðkoti, 2,67/
3,54
Fjórgangur
1. Jón B. Smárason á Vin frá Ólafsfirði, 5,47/
5,60
2. Skúli Þ. Jóhannsson á Tinnu frá Viðvík,
4,47/5,40
3. Ásta K. Sveinsdóttir á Sófusi frá Þverá,
3,03/4,30
4. Linda Pálsdóttir á Nótt frá Miðkoti, 2,87/
3,90
Stigahæsti keppandi og íslensk
tvíkeppni: Jón B. Smárason
Íþróttamót Faxa
haldið á Hvanneyri
Opinn flokkur
Tölt
1. Jakob Sigurðsson, Dreyra, Þorri frá Eyri,
6,9
2. Sigursteinn Sigursteinsson, Faxa, Dagrún
frá Skjólbrekku, 6,2
3. Róbert L. Jóhannesson, Faxa, Furða frá
Nýja-Bæ, 6,1
4. Sölvi Sigurðarsson, Herði, Ísak frá Ytri-
Bægisá, 6,0
5. Sigurður Halldórsson, Faxa, Raggi frá
Gullberastöðum, 5,9
Fimmgangur
1. Sölvi Sigurðarson, Herði, Fannar frá
Keldudal, 6,5
2. Sigurður Halldórsson, Faxa, Eir frá Gull-
berastöðum, 5,6
3. Viggó Sigursteinsson, Faxa, Brennir frá
Flugumýri, 5,3
4. Ólafur Sigurðsson, Faxa, Loftur frá Ketils-
stöðum, 5,2
5. Oddur B. Jóhannsson, Faxa, Eyfjörð frá
Hæringsstöðum, 5,1
Fjórgangur
1. Sölvi Sigurðarson, Herði, Ísak frá Ytri-
Bægisá, 6,2
2. Heiða D. Fjelsted, Faxa, Háfeti frá Múla-
koti, 5,8
3. Þórdís Sigurðardóttir, Faxa, Einir frá
Gullberastöðum, 5,7
4. Viggó Sigursteinsson, Faxa, Þula frá
Skjólbrekku, 5,3
5. Sigurður Halldórsson, Faxa, Raggi frá
Gullberastöðum, 5,1
Gæðingaskeið
1. Jakob Sigurðsson, Dreyra, Stjáni Blái frá
Eyri, 9,85
2. Sölvi Sigurðarsson, Herði, Fannar frá
Keldudal, 9,22
5. Oddur B. Jóhannsson, Faxa, Eyfjörð frá
Hæringsstöðum, 8,71
4. Sigurður Halldórsson, Faxa, Eir frá Gull-
berastöðum, 5,88
5. Viggó Sigursteinsson, Faxa, Brennir frá
Flugumýri, 5,17
Íslensk tvíkeppni: Sölvi Sigurðarson,
Ísak frá Ytri-Bægisá
Skeiðtvíkeppni: Sölvi Sigurðarson,
Fannar frá Keldudal
Stigahæsti keppandi: Sölvi Sigurðar-
son, Herði.
Ungmenni
Tölt
1. Elísabet Fjeldsted, Faxa, Bliki frá Skáney,
5,4
2. Sigríður H. Sigurðardóttir, Dreyra, Íris
frá V-Leirárgörðum, 5,3
3. Steinunn Bjarnadóttir, Faxa, Bergur frá
Víðivöllum-Fremri, 4,0
4. Brynjólfur Snorrason, Faxa, Vinur frá
Torfastöðum, 1,8
Fjórgangur
1. Sigríður H. Sigurðardóttir, Dreyra, Íris
frá V-Leirárgörðum, 5,2
2. Elísabet Fjeldsted, Faxa, Bliki frá Skáney,
5,0
3. Steinunn Bjarnadóttir, Faxa, Bergur frá
Víðivöllum-Fremri, 3,8
4. Brynjólfur Snorrason, Faxa, Vinur frá
Torfastöðum, 2,3
Stigahæsti keppandi: Sigríður H.
Sigurðardóttir, Dreyra
Börn
Tölt
1. Sigurborg H. Sigurðardóttir, Faxa, Odda
frá Oddstöðum, 4,1
2. Anna H. Baldursdóttir, Faxa, Kveðja frá
Múlakoti, 4,0
3. Flosi Ólafsson, Faxa, Lyfting frá Reyk-
holti, 3,2
4. Logi Sigurðsson, Faxa, Gáski frá Geld-
ingalæk, 2,8
5. Lára M. Karlsdóttir, Faxa, Hrefna frá
Hrafnkelsstöðum, 2,6
Fjórgangur
1. Flosi Ólafsson, Faxa, Lyfting frá Reyk-
holti, 4,5
2. Anna H. Baldursdóttir, Faxa, Kveðja frá
Múlakoti, 4,3
3. Guðlaug R. Þórsdóttir, Gusti, Katla frá
Hesti, 4,1
4. Sigurborg H. Sigurðardóttir, Faxa, Odda
frá Oddstöðum, 6,5
5. Lára M. Karlsdóttir, Faxa, Hrefna frá
Hrafnkelsstöðum, 2,7
Íslensk tvíkeppni: Anna H. Baldurs-
dóttir, Kveðja frá Múlakoti
Stigahæsti keppandi: Anna H. Bald-
ursdóttir, Faxa
Glæsilegasta par mótsins: Jakob
Sigurðsson og Þorri frá Eyri.
Úrslit