Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 22

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Teleglobe er meirihlutaeigandi og rekstraraðili sæstrengsins Cantat-3 sem Ísland er tengt við. Teleglobe á í rekstrarerfiðleikum og er í greiðslustöðvun. Óvissa um hvað verður hefur ýtt undir áform um lagningu nýs sæstrengs, Farice, í eigu Landssíma Íslands og Föroya Tele. Íslensku fjarskiptafyrirtækin hafa fengið staðfestingu á því að ekkert rof verði á sambandi við Cantat-3, að sögn Ara Jóhannsson- ar, verkefnisstjóra hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hann segir að mál Teleglobe séu í ákveðinni bið- stöðu, þ.e. verið er að endurskipu- leggja reksturinn og á næstu mán- uðum kemur í ljós hvað verður um fyrirtækið. Samkvæmt áætlunum Teleglobe á að einfalda reksturinn en halda úti grunnþjónustu og ef þær ganga eftir mun engin breyt- ing verða á sambandi Íslands við Cantat-3 sæstrenginn. Samband við Cantat-3 hefur rofnað á undanförnum árum í nokkrum tilvikum og hefur fjar- skiptasambandi þá verið beint um gervitungl á meðan viðgerð stendur yfir. Að sögn Ara er sú leið ekki varanleg en hann bendir á að Landssíminn hafi haft í skoðun að leggja annan sæstreng frá Íslandi um Færeyjar og til Skotlands. „Það má segja að ástandið hjá Teleglobe undirstriki mikilvægi þess að sá möguleiki verði athugaður,“ segir Ari. Farice í notkun árið 2004 Páll Jónsson, forstöðumaður fjar- skiptasamstarfs hjá Landssíma Ís- lands, segir að vonast sé til að nýr sæstrengur í eigu Landssíma Ís- lands og Föroya Tele, Farice, verði kominn í notkun um áramótin 2003- 2004. Páll segir aðstæður hjá Teleglobe og óvissu um Cantat-3 hafa ýtt und- ir áformin um Farice. „Það er óljóst hvað verður og það gerir að verk- um að þörfin fyrir nýjan streng er miklu meiri,“ segir Páll. Hann segir að lagning Farice sé fyrst og fremst hugsuð í örygg- isskyni en nú sé búist við að nýi strengurinn taki við af Cantat-3, jafnvel árið 2005. Páll segir fram- boð á samböndum um gervitungl takmarkað í sjálfu sér og einnig hafi verð á aðgangi að gervitungl- um farið hækkandi. Endanleg ákvörðun um lagningu Farice liggur ekki fyrir hjá Lands- símanum en málið hefur verið kynnt fyrir samgönguráðherra. Hagkvæmnisathugun á strengnum hefur leitt í ljós að fjárfestingin getur verið hagstæð að gefnum ákveðnum forsendum. Heildar- kostnaður er um 41-42 milljónir evra, miðað við kostnaðaráætlun nú að sögn Páls, en það samsvarar um 3,5 milljörðum íslenskra króna. Óvissa vegna Teleglobe ýtir undir áform um nýjan sæstreng Morgunblaðið/Ásdís Netnotkun Íslendinga fer um Cantat-3 sæstrenginn sem er rekinn af Teleglobe, en fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun. ● ÁLVERÐ hefur lækkað á málm- markaðinum í Lundúnum, LME, að undanförnu. Í frétt í Wall Street Journal í síðustu viku segir að selj- endur geri ráð fyrir að verðið á hverju tonni af áli muni ná jafnvægi í kring- um 1.350 dali. Verðið var 1.346 dal- ir í gær. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi ÍSAL, segir að álverðið hafi verið nokkuð stöðugt það sem af er þessu ári, rétt undir 1.400 dölum. Ekki sé ástæða til að ætla að verðið sé á niðurleið nú þótt það hafi lækk- að nokkuð í síðustu viku. Hann segir að þótt erfitt sé að spá fyrir um þró- un á álverði sé almennt gert ráð fyrir að það muni hækka á seinni hluta þessa árs og að næsta ár verði hag- stæðara en þetta ár. Meðalverð á tonni af áli á LME á síðasta ári var 1.456 dalir, 1.567 dalir á árinu 2000, 1.388 dalir 1999 og 1.381 dalur árið 1998. Álverð lækkar í Lundúnum SÆNSKA verðbréfafyrirtækið Aragon, sem er í eigu Kaup- þings, hefur áhuga á taka þátt í samruna á sænskum verð- bréfamarkaði, að því er segir í sænska netblaðinu Ekonomi24. Blaðið hefur eftir Sigurði Ein- arssyni, forstjóra Kaupþings, að viðræður séu m.a. í gangi um samruna á milli Aragon og sænska bankans JP Nordiska en ekki sé ljóst hve niðurstaða þeirra viðræðna verði. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sænski fjölmiðillinn hefði tekið full- djúpt í árina. „Við höfum áhuga á að mynda öflugri og sterkari einingu á Norðurlöndunum. Nordiska er að sjálfsögðu áhugaverður aðili í því efni,“ sagði Sigurður en gat ekki stað- fest að beinar viðræður væru í gangi við Nordiska. Allir tala við alla Aragon er meðalstórt verð- bréfafyrirtæki á sænska vísu en JP Nordiska er talsvert stærra fyrirtæki. Um er að ræða banka með áherslu á fjár- festingabankastarfsemi og við- skipti við efnaða einstaklinga. Forstjórinn, Lage Jonason, vildi ekki tjá sig um sameining- arviðræður við Ekonomi24 að öðru leyti en að „allir tali við alla“ en haft er eftir forstjóra Aragon, Christer Villard, að fyrirtækin hafi áður talað sam- an og enn séu þreifingar en ekkert fast í hendi. Þess má geta að Kaupþing tilkynnti í gær að Jóhann G. Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Stokkhólmi, hefði ákveðið að láta af störfum 1. júní nk. Meginverkefni hans sneri að samruna Kaupþings og Aragon, sem mun vera vel á veg kominn. Aragon hyggur á samruna ● MEÐALLAUN hækkuðu um 0,2% á milli mars og apríl síðastliðins sam- kvæmt launavísitölu Hagstofu Ís- lands sem birt var í gær. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,0%. Þá hefur Hagstofan reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar og var breyt- ingin sú sama milli mars og apríl og á launavísitölunni, eða 0,2%. Hækkun byggingarvísitölunnar síð- astliðna 12 mánuði er hins vegar 7,4%. Frá janúar 2000 til apríl 2002 hækkaði launavísitalan um 20,6% en byggingarvísitalan um 16,9%. Launa- og bygging- arvísitala hækka um 0,2% SAMTÖK verzlunar og þjónustu hafna alfarið drögum Samkeppnis- stofnunar að leiðbeinandi reglum um viðskipti birgja og matvöruverzlana. SVÞ segja í yfirlýsingu í fréttapósti sínum að Samkeppnisstofnun sé þar með að leggja til að samninga- og viðskiptafrelsi verði skert hjá mat- vöruverzlunum. Í drögum sé beinlín- is kveðið á um að matvöruverzlunum beri að skipta við hérlenda birgja og sé ekki heimilt að stunda eigin inn- flutning nema þær geti sannað að með því fáist hagstæðari kjör. „Tilgangur reglnanna er að efla samkeppni og stuðla að góðum við- skiptaháttum í samskiptum birgja og matvöruverslana. SVÞ eru fylgj- andi almennum siðareglum, en telja að aðilar eigi sjálfir að setja þær. Drögin sem Samkeppnisstofnun hef- ur sent frá sér ganga mun lengra en eðlilegt getur talist um siðareglur á milli aðila í viðskiptalífinu. Þær eru íþyngjandi og beinast allar að því að skerða frjálsa viðskiptahætti mat- vöruverslana. Matvöruverslunum er ekki aðeins bannað að stunda eigin innflutning heldur er kveðið á um kostnaðarreglur við markaðsstarf og hilluuppsetningu, svo dæmi séu tek- in. Óljóst er hver lagaleg staða hinna leiðbeinandi reglna muni verða því þær samræmast ekki reglum sam- keppnislaga og stangast á við við- skiptahætti sem hingað til hafa við- gengist. Reglurnar sem Samkeppnistofnun hefur kynnt minna óneitanlega um margt frekar á einokun en frjálsa samkeppni, sem stofnunin ætti að standa vörð um, neytendum til hagsbóta. Ef fram fer sem horfir má gera ráð fyrir aðsam- bærilegar reglur verði settar um aðrar atvinnugreinar. Má t.d. gera ráð fyrir að þeir sem selja nýja bíla megi einungis kaupa bíla af innlend- um heildsölum? Evrópsk samkeppn- islöggjöf sem Íslendingar hafa und- irgengist með þátttöku í EES beinist að því að rýmka heimildir fyrirtækja til að gera viðskipti sín á milli frekar en að hamla þeim. Ekki verður séð hvernig drög Samkeppnisstofnunar samræmist þeim,“ segir í fréttapósti samtakanna. Fráleitt að tala um lagabrot Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar segir fráleitt að tala um lagabrot í tengslum við drög stofn- unarinnar eins og Samtök verslunar og þjónustu hafi gert, þar sem um drög að leiðbeiningum sé að ræða en ekki bindandi reglur. Þá segir hann óskiljanlegt og næstum torkennilegt að ræða málið á þessum nótum á þessu stigi. Guðmundur hafnar ekki athugasemdum Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann segist ekki hafa fengið tækifæri til að kynna sér þær. Hann segir hugsan- legt að Samkeppnisstofnun hafi sést yfir ákveðna þætti við samningu draganna en að stofnunin hafi sent þau til hagsmunaaðila til umsóknar þar sem hún hafi vonast til þess að fá rökstuddar athugasemdir við þau sem síðan yrðu teknar til athugunar. Þá segist hann telja það bráðræði af samtökunum að birta athugasemdir sínar opinberlega án þess að gefa Samkeppnisstofnun tækifæri til að kynna sér þær en athugasemdir samtakanna bárust fyrst til stofnun- arinnar í dag. Guðmundur segir drög að leiðbeinandi reglum um viðskipti birgja og matvöruverslana hafi verið samin eftir að kvartanir bárust um það að fyrirtæki á matvörumarkaði nýttu sér kaupstyrk sinn til að fá fram betri viðskipti við birgja en um- fang viðskiptanna geri eðlileg. Þá hafi kaupmenn nýtt sér kaupstyrk sinn til að fá birgja til að taka þátt í auglýsingakostnaði auk þess sem samningar hafi verið gerðir um gott hillupláss í verslunum gegn afslætti á verði frá birgjum. „Minna á margt um einokun“ SVÞ hafna drögum Samkeppnis- stofnunar að reglum um viðskipti HAGNAÐUR Delta hf. á fyrsta fjórðungi ársins nam 617 milljónum króna. Hagnaður alls ársins í fyrra var 813 milljónir króna, en með upp- gjörinu eru ekki birtar samanburð- artölur fyrir fyrstu þrjá mánuði síð- asta árs. Þá hefur sú breyting orðið milli ára að uppgjörið nú er ekki verðleiðrétt og er það í samræmi við breytingar á lögum um ársreikn- inga. Hagnaður síðasta árs hefði verið 77 milljónum króna lægri með núverandi uppgjörsaðferð. Rekstrartekjur voru rúmir 3 milljarðar króna en voru 5,4 millj- arðar króna allt árið í fyrra. Hagn- aður fyrir afskriftir nam 897 millj- ónum króna, sem þýðir að framlegðarhlutfall var tæplega 30%. Sama hlutfall var tæplega 31% allt árið í fyrra. Vegna gengismunar af erlendum lánum voru fjármagnsliðir nú já- kvæðir um 29 milljónir króna, en þeir voru neikvæðir um 313 milljónir króna í fyrra. Skattar námu 130 milljónum króna. Heildareignir voru 11,6 milljarðar króna í lok uppgjörs- tímabilsins og eiginfjárhlutfall var 25,6%. Í lok síðasta árs var eigin- fjárhlutfallið 31,4% og 41,6% ári fyrr. Veltufé frá rekstri nam 680 millj- ónum króna en var 1.408 milljónir króna allt árið í fyrra. Gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði á árinu Þrjú ný félög bættust við sam- stæðu Delta á tímabilinu, Omega Farma og systrafélögin United Nor- dic Pharma og Dansk Lægemiddel Forsyning. Um 91% tekna Delta er vegna sölu á lyfjum erlendis. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði á árinu og að hagnaður fyrir afskriftir verði 3,4 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá félaginu er varað við að geng- issveiflur krónunnar geti haft áhrif á þessar niðurstöður. Þriggja mánaða uppgjör Delta hf. Hagnaður 617 milljónir króna TAP af rekstri Hlutabréfamark- aðarins hf. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 12 milljónum króna fyrir skatta. Að teknu til- liti til breytinga á óinnleystu tapi af hlutabréfaeign var heild- arafkoman neikvæð um 33 millj- ónir. Heildarafkoma Hlutabréfa- markaðarins á árinu 2001 var neikvæð um 11 milljónir og um 44 milljónir árið áður. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir að neikvæða afkomu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs megi rekja til lækkunar á verðmæti hlutabréfaeignar félagsins í Bandaríkjunum og styrkingar á gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Íslandsbanki-eignastýring sér um daglegan rekstur Hluta- bréfamarkaðarins hf. Heildar- eignir Hlutabréfamarkaðarins í lok ársfjórðungsins námu 461 milljón króna. Þar af voru eignir í erlendum hlutabréfum 408 milljónir og handbært fé 51 milljón. Eigið fé nam 459 millj- ónum. Félagið átti hlut í 33 félögum í lok ársfjórðungsins og voru stærstu eignarhlutarnir í Micro- soft, Pfizer og American Ex- press. Innra virði félagsins (eigið fé/ hlutafé) lækkaði um 6,5% á árs- fjórðungnum. Í tilkynningu félagsins segir að rekstur þess sé mjög háður þróun á erlendum hlutabréfa- mörkuðum. Því sé erfitt að segja til um væntanlega rekstr- arafkomu á árinu. Afkoma Hluta- bréfamarkaðar- ins neikvæð um 33 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.