Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 36
UMRÆÐAN
36 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
L
istahátíð er nú um það
bil hálfnuð. Það sem
af er hefur hver stór-
viðburðurinn rekið
annan, og sjaldan
man ég eftir jafngóðri hátíð, með
jafnmörgum og fjölbreyttum úr-
valsviðburðum. Hollendingurinn
fljúgandi, Argentínskur tangó,
Vocal Sampling og June And-
erson; hér dugar ekki venjuleg
stigbeyging lýsingarorðsins góður;
góður, betri, bestur; nær tæpast að
lýsa því sem hér er á ferðinni. Hér
er eitthvað allt annað og meira á
ferðinni og hversdagslegar skil-
greiningar eiga ekki lengur við.
Eftir slíka viðburði situr maður
gagntekinn, með hugann í öðrum
heimi; eitthvað
hefur gerst,
eitthvað
óstjórnlega
gott hefur náð
á manni tök-
um, um stund-
arsakir í það minnsta. Lífið verður
svo miklu skemmtilegra og betra
eftir reynsluna og maður vonar að
upplifunin fylgi manni lengi, lengi
og maður hressist pínulítið á sál-
inni í hvert sinn sem maður minn-
ist þessara viðburða.
Þannig hefur jú reyndin verið.
Fyrstu kynni mín af Listahátíð
voru sem laumufarþegi á Led
Zeppelin tónleika fyrir guð má vita
hvað mörgum árum. Aldrei hafði
maður heyrt annað eins. Blöðin
full af fréttum um öll tonnin af
græjum sem fylgdu þessum eð-
alrokkurum; en þær mögnuðu lýs-
ingar komust ekki í hálfkvisti við
upplifunina af því ótrúlega sándi
sem hljómsveitin framkallaði.
Seinna komu Margaret Price,
Oscar Peterson, Pavarotti, Benny
Goodman, Grace Bumbry, Égveníj
Kissin, Þjóðarballett Ghana, Vict-
oria Chaplin, Galina Gorchakova
og fleiri og fleiri sem skildu eftir
sig yndislegar endurminningar og
upplifun sem enn býr í sálinni,
löngu seinna. Það er lítilli þjóð
ómetanlegt að eiga þess kost, þótt
ekki sé nema annað hvert ár að fá
tækifæri til að heyra og sjá svo
stórkostlega listamenn. Þetta
tækifæri hefur Listahátíð gefið
okkur. Auðvitað kemur heims-
menningin til okkar á öðrum tím-
um líka, og maður man líka eftir
vondum tónleikum á Listahátíð.
En það sem uppúr stendur er
þessi veisla, sem maður veit að
kemur með vorið annað hvert ár;
veisla þar sem maður veit að allra
ráða er freistað til að færa okkur
ekkert minna en það allra besta.
Ég man eftir því einhvern tíma
að hafa heyrt fólk tala um að það
væri peningasóun að halda
Listahátíð. Nær væri að eyða sjóð-
um samfélagsins í eitthvað „gagn-
legra“. Ég hef ekki heyrt þessar
raddir lengi. Sennilega hefur það
viðhorf orðið ofaná að það sé þjóð-
inni einmitt gagnlegt að eiga þetta
athvarf og þessa hlutdeild í heims-
menningunni; þar sem við getum
bæði notið og mælt okkar menn-
ingu í ljósi heimsins handan hafs-
ins. Íslenskir listamenn hafa alltaf
fengið tækifæri til að koma fram á
Listahátíð og það er nauðsynlegt
að svo verði áfram. Sú nýlunda að
efnt sé til samstarfs íslenskra og
erlendra listamanna í samstarfi
Listahátíðar í Reykjavík og ann-
arra listahátíða hlýtur að vera ís-
lenskum listamönnum og íslenskri
menningu yfirleitt, afar mikilvæg.
Þar hefur Listahátíð fundið sér
nýtt og verðugt viðfangsefni sem
miklar vonir hljóta að verða
bundnar við. Enn eitt sem gefur
Listahátíð ótvírætt gildi er við-
leitnin til að höfða til margra, og
bjóða upp á atriði sprottin úr al-
þýðumenningu og list götunnar,
allt frá Els Comediants á fyrstu
árum Listahátíðar til Mobile
Homme nú.
Eftir tónleika June Anderson í
fyrradag fannst mér ég knúin að
þakka henni fyrir stórkostlega
tónleika; við höfðum talað saman
áður, og ég vildi líka þakka henni
fyrir þann tíma sem hún gaf sér í
það. Það kom mér á óvart og þó
ekki að fyrstu athugasemdir henn-
ar um tónleikana skyldu vera þær
að hún hefði ekkert heyrt í sjálfri
sér. Söngur hennar hafði skilað sér
vel út í salinn, allt frá veikasta
veiku til þess mikla dramatíska
krafts sem í rödd hennar býr. „Í
guðanna bænum, byggið ykkur
tónlistarhús, maður heyrir ekkert í
sjálfum sér á sviðinu!“ sagði söng-
konan. Hmm, já, það er nú víst á
leiðinni, og svo kom æpandi þögn.
June Andersson var mjög ánægð
með móttökurnar sem hún fékk og
viðtökur tónleikagesta sem klöpp-
uðu hana upp með mikilli tilfinn-
ingu og bravóhrópum. En hún
heyrði illa í sjálfri sér og skal eng-
an undra í húsi sem er ekki hannað
með hljómburð í huga. Óneit-
anlega er það sárt að geta ekki
boðið miklum listamönnum upp á
það besta, og stundum undrast
maður það hreinlega hve þó marg-
ir þeirra hafa komið hingað þrátt
fyrir afleitan hljómburðinn í Há-
skólabíói. Erling Blöndal Bengts-
son sagði í heimsókn sinni hingað
um daginn, að það væru yndislegir
hlustendur á Íslandi sem bættu
þetta upp.
June Anderson var stórkostleg
þrátt fyrir Háskólabíó, og sú hefur
líka verið raunin með fjölmarga
aðra listamenn íslenska og erlenda
sem þar hafa komið fram. Þetta
ástand býr Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands enn við illu heilli.
Væntingarnar sem bundnar eru
nýju tónlistarhúsi eru miklar. Þar
verður ekkert til sparað að hljóm-
burður verði eins og hann bestur
getur orðið, eins og ráðamenn hafa
margítrekað, og aðstaða fyrir lista-
menn og gesti eins og best verður
á kosið. Það á þessi þjóð sem held-
ur úti jafn öflugu menningarlífi og
raun ber vitni sannarlega skilið.
Þetta er metnaðarmál sem farið er
að snúast um virðingu fyrir sjálf-
um okkur og öðrum. Meðan
Listahátíð í Reykjavík hefur marg-
eflst að kröftum, getur hún enn
ekki boðið betur þegar um stærri
listviðburði er að ræða. Ákvörðun
um tónlistarhús er í höfn, og kom-
inn tími til að bretta upp ermar.
Það er bjartsýni að reikna með því
að Listahátíð hafi aðgang að tón-
listarhúsi vorið 2006, en 2008 er
raunhæft ártal. Það er mikið til-
hökkunarefni að njóta afreka ís-
lenskra og útlendra listamanna við
þær aðstæður sem þar verða.
Listahátíð
í tónlistar-
húsi 2008?
„Í guðanna bænum, byggið ykkur tón-
listarhús, maður heyrir ekkert í sjálfum
sér á sviðinu!“ sagði söngkonan.
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
HINN 4. janúar sl.
var merkum áfanga í
mætri sögu Reykja-
lundar fagnað, þegar
vígt var þjálfunarhús
þar á bæ, gleðileg og
góð viðbót við þann
húsakost ágætan sem
fyrir hendi var. Mikið
fjölmenni samfagnaði
SÍBS-fólki og ekki
síður heimafólki á
þessum hátíðisdegi og
í raun ótrúlegt ævin-
týri, að þessi glæsi-
lega bygging skuli
risin fullbúin svo
skömmu eftir að for-
seti Íslands tók þar fyrstu skóflu-
stunguna. En betur að gáð er öll
saga SÍBS slíkum ævintýrum
vörðuð, allt frá frumbýlingsárun-
um þegar hugdirfð bjartsýninnar
réði ríkjum og hefur enda ekki
fölskvast í tímans rás.
Endurhæfing er eðlilega svo
stór þáttur í allri heilbrigðisþjón-
ustu okkar, að verðugt er að henni
sé sómi sýndur og þar hefur SÍBS
í fararbroddi fremst verið svo til
fyrirmyndar er. Vissulega er end-
urhæfingu víðar sinnt af alúð og
dugnaði, bæði á höfuðborgarsvæð-
inu og í gleðilega vaxandi mæli úti
á landi einnig, en umfangið ótví-
rætt mest á Reykjalundi og fjöl-
breytnin einstök.
Það er enda staðreynd að menn
koma víða að úr heiminum til að
skoða Reykjalund og fá þar fyr-
irmynd að fyrsta flokks endurhæf-
ingarstöð og eiga vart orð til að
lýsa hrifningu sinni á því sem þar
er afrekað.
Enn frekar er þó marktæk hin
góða reynsla þúsund-
anna sem þar hafa
verið til heilsuefling-
ar, það lofsorð sem
það fólk lýkur á dvöl-
ina, þar hafa mörg
þrekvirkin verið unn-
in, sem eru slík í raun
að við getum hiklaust
talað um hrein krafta-
verk.
Lán Reykjalundar
hefur verið það að
eiga afbragðsstarfs-
fólki á að skipa hvert
sem litið er, af því
þykist undirritaður
hafa allnokkra eigin
reynslu og enn frekar getur hann
vitnað til þeirra ótalmörgu sem
þar hafa dvalizt, samtímis eða í
annan tíma, þær reynslusögur
bera allar sama blæ mikils þakk-
lætis fyrir ágætan árangur, allt yf-
ir í frábæra framför.
Það er hverjum vinnustað dýr-
mætast alls að eiga samheldna
sveit starfsfólks sem vinnur störf
sín af alúð og áhuga og það er ein-
kennismerki Reykjalundar allra
bezt, ómetanlegt öllum þeim sem
þangað leggja leið sína, misilla á
vegi staddir, en öllum hjálpað svo
sem í mannlegu valdi stendur til
að öðlast aukið þrek og ekki síður
þor út í lífið á ný.
Ekki er annað unnt en að nefna
hinn einstaklega góða hlut yfir-
læknanna tveggja sem mótuðu
starfsemina og ruddu braut nýjum
hugmyndum, þeirra Odds Ólafs-
sonar og Hauks Þórðarsonar og
þeirra merki haldið hátt á lofti nú
af Hjördísi Jónsdóttur og hennar
liði svo víða á vettvangi og eins
hefur verið afar farsællega staðið
að allri framkvæmd nú og fyrr
undir forystu þeirra Björns Ást-
mundssonar og Jóns Benedikts-
sonar og bezt að hætta sér ekki
lengra í upptalningunni.
Það er sama til hvaða sviðs er
litið en þau eru ófá, til hvaða þátt-
ar í starfseminni er horft, hvar-
vetna er valinn maður í hverju
rúmi og það er því að vonum að
þessi samvizkusama og samheldna
sveit skili af sér hinu ágætasta
verki.
Þjóðin sýndi það líka þegar
söfnunin mikla fór fram um árið
og raunar bæði fyrr og síðar að
hún kann vel að meta allt það
mikla þjóðheillastarf sem þarna er
unnið.
Endurhæfing hvar sem að henni
er hlúð hefur hið ótvíræða þjóð-
hagslega gildi og skyldi þá í engu
gleymt hversu miklu hún fær svo
oft áorkað fyrir hvern og einn, allt
yfir í það að valda straumhvörfum
í lífinu.
Megi gæfan góð fylgja þessu
flaggskipi endurhæfingar og starf
allt þar blessast sem allra bezt. Til
þess eru öll efni.
Reykjalundur – höf-
uðból heilsueflingar
Helgi Seljan
Höfundur er fv. alþingismaður.
Heilsa
Lán Reykjalundar,
segir Helgi Seljan,
hefur verið það að
eiga afbragðsstarfs-
fólki á að skipa.
SIGURÐUR Thor-
oddsen, arkitekt, skrif-
ar grein í Morgunblað-
ið hinn 15. maí sl. þar
sem hann gerir at-
hugasemdir við íbúðar-
byggð á lóð Alaska í
Breiðholti og hvetur
um leið Breiðholtsbúa
til að mótmæla fyrir-
huguðum framkvæmd-
um. Í fyrirsögn grein-
ar Sigurðar kemur
fram að byggðin muni
rúma 150-200 íbúa.
Það er ekki rétt. Með-
alfjöldi íbúa í íbúð er í
Reykjavík 2,5 og fer
fækkandi. Viðmiðunar-
tölur aðalskipulags Reykjavíkur
gera ráð fyrir því að þróunin verði
2,3 íbúar í hverri íbúð. Íbúafjöldinn
verður því u.þ.b.115-125 í stað 150-
200 eins og Sigurður heldur fram.
Sigurður gerir einnig að umtalsefni
nýtingarhlutfall sem hann segir
vera 0,8 en sé 0,2-0,3 í húsunum í
kring. Svarið við því er
að í skipulagsvinnunni
var mikil áhersla lögð
á friðun fornleifa og
verndun gróðurs.
Byggðinni er því kom-
ið fyrir utan þess
svæðis sem merkileg-
ast er með tilliti til
fornleifa og gróðurs.
Þess vegna kann að
vera að nýtingarhlut-
fallið sé 0,8 á af-
mörkuðum byggingar-
lóðum en fyrir reitinn í
heild er nýtingar-
hlutfallið 0,5. Íbúa-
fjöldi á hektara er 26
og er það í samræmi
við aðalskipulag Reykjavíkur.
Spennandi
þéttingarsvæði
Sú stefnumörkun borgaryfirvalda
að þétta byggð í borginni leiðir af
sjálfu sér að óbyggð svæði eru tekin
fyrir og mat lagt á það hvort þau
séu heppileg til uppbyggingar eða
ekki. Lóð Alaska í Breiðholti er að
mínu mati eitt mest spennandi þétt-
ingarsvæði sem fram hefur komið
síðan byggð var þétt við Stigahlíð.
Svæðið er umlukið gróðri og mun
fyrirhuguð byggð að mestu leyti
hverfa milli trjánna. Á norðurhluta
svæðisins, næst einbýlishúsunum
við Bláskóga, verða raðhús og syðst
á lóðinni næst opnu útivistarsvæði
verða tvö fjölbýlishús sem verða
ekki áberandi vegna landhalla og
gróðurs. Svæðið næst heimili Sig-
urðar Thoroddsens er gamla bæj-
arstæðið og við því verður ekki
hróflað. Í skipulagsskilmálunum
kemur fram að leitast verður við að
byggingarnar falli vel að landi og
gróðri. Efnisval verður látlaust og
litaval í jarðlitum. Fjölbýlishúsin
eru 1-3 hæða. Vegna landhalla eru
þau ein hæð efst í lóð en þrjár hæð-
ir neðst í lóð. Ofan á þessar hæðir
eru svo inndregnar þakhæðir.
Helmingur bílastæða fjölbýlishús-
anna verður í bílageymslu undir
húsunum. Í raðhúsunum verða sam-
tals 18 íbúðir. 10 íbúðir eru á einni
hæð og 8 íbúðir eru á tveimur hæð-
um. Íbúðunum fylgir innbyggð bíla-
geymsla. Gert er ráð fyrir tveimur
bílastæðum á hverja íbúð ásamt
einu gestastæði.
Svæðið opnast
fyrir íbúana
Í grein sinni hvetur Sigurður
Thoroddsen Breiðholtsbúa til þess
að mótmæla þessari skipulagstil-
lögu. Ég vil hins vegar hvetja alla
þá sem áhuga hafa, að kynna sér
skipulagstillögurnar vel áður en
þeir taka afstöðu í málinu. Fyrir þá
sem þekkja til á þessu svæði þarf
ekki að taka fram, að sá gróðurreit-
ur sem um er að ræða hefur ekki
nýst íbúum hverfisins til útivistar.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir því
að opna svæðið og tengja það
göngustígakerfi borgarinnar. Íbúar
Seljahverfis munu því njóta nálægð-
arinnar við gamla bæjarstæðið og
gróðursins í mun ríkara mæli en
þeir hafa gert fram að þessu, um
leið og ný metnaðarfull byggð mun
rísa.
Ný byggð á besta
stað í bænum
Óskar
Bergsson
Skipulagsmál
Lóð Alaska í Breiðholti,
segir Óskar Bergsson,
er að mínu mati eitt
mest spennandi þétting-
arsvæði sem fram hefur
komið síðan byggð var
þétt við Stigahlíð.
Höfundur er varaborgarfulltrúi.