Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 37
NÝLEGA var þess
minnst, að Samband ís-
lenskra samvinnu-
félaga átti 100 ára af-
mæli. Þessi tímamót
fengu nokkra umfjöll-
un í fjölmiðlun, sem þó
er nokkuð einhliða að
mínu mati. Ekki er að
furða að meðal þeirra,
sem muna velmektar-
tíma Sambandsins,
gæti nokkurrar fortíð-
arþrár (nostalgíu).
Menn hafa í almennum
orðum minnt á, að
Sambandið og kaup-
félögin hafi skipt afar
miklu fyrir uppbygg-
ingu margra byggðarlaga. Fráleitt
væri að neita því að margt gott hafi
leitt af miklum umsvifum Sambands-
ins á síðustu öld, en það er líka hægt
að minna á þá staðreynd í almennum
orðum að lengi var þetta fyrirtæki
sakað um tilburði til einokunar og
jafnvel um að hafa staðið atvinnu-
uppbyggingu annarra aðila fyrir
þrifum í mörgum byggðarlögum.
Samband íslenskra samvinnu-
félaga varð einhver áhrifamesta ein-
ing efnahagslífsins og teygði starf-
semi sína inn í alla meginatvinnuvegi
þjóðarinnar, svo sem verslun, land-
búnað, iðnað og sjávarútveg. Sam-
vinnuhreyfingin starfaði á grundvelli
sérstakra laga frá Alþingi og stjórn-
málaleg tengsl samvinnumanna
ruddu þeim braut til beinna og
óbeinna ítaka í sumum af fjármála-
stofnunum þjóðarinnar. Þannig fór,
að Samband íslenskra samvinnu-
félaga var óumdeildur risi í efna-
hagskerfi þjóðarinnar, með pólitísk
ítök bæði á sviði lands- og sveitar-
stjórnarmála.
Þegar líða tók á öldina fór að síga á
ógæfuhliðina um margt hjá kaup-
félögunum og þá Sambandinu um
leið. Um nýliðin aldamót var svo
komið að starfsemi Sambandsins var
að mestu liðin undir lok. Fyrir tutt-
ugu árum fannst flestum Íslending-
um eflaust útilokað að svona gæti
farið. Einnig var tilhugsunin um það
mörgum óttaleg vegna umfangs
Sambandsins í efnahagslífinu og
meints mikilvægis þess fyrir mörg
byggðarlög.
Þróunin sem varð á 9. og 10. ára-
tugnum hefur verið nefnd ýmsum
nöfnum. Sumir tala um hrun Sam-
bandsins þegar aðrir tala um upp-
skiptingu Sambandsins eða upp-
lausn, enda eru fyrrverandi deildir
og fyrirtæki þess enn við lýði með
breyttu rekstrarformi. Þrátt fyrir
það að kaupfélögum hafi fækkað
verulega og starfsemi þeirra flestra
breyst í grundvallaratriðum eru um-
merki Sambandsins í efnahagslífinu
víða sjáanleg enn og
verða lengi. Ég kýs því
að tala um endalok
Sambands íslenskra
samvinnufélaga fremur
en hrun og er þá engu
að spá um framtíð sam-
vinnurekstrar í landinu
á komandi tíð.
Ástæður
endalokanna
Ástæðurnar fyrir
þessum endalokum eru
afar flóknar, enda voru
tengsl Sambandsins út
í þjóðfélagið flókin og
umfangsmikil. Eftir
nýlega athugun mína á
sögu Sambandsins virðist mér að
fjórir höfuðþættir skipti mestu máli
um endalok þess:
Í fyrsta lagi nefni ég þar tilkomu
raunvaxta og verðtryggingar á
grundvelli svonefndra „Ólafslaga“
frá 1979. Sú breyting hafði augljós-
lega mikil áhrif á rekstrargrundvöll
allra skuldsettra fyrirtækja.
Í öðru lagi nefni ég erfiðleika í
sjávarútvegi, sem bæði stöfuðu af
óhagstæðri gengisþróun og breyt-
ingum á lagaumhverfi eftir að til
komu lögin um stjórn fiskveiða frá
1984 en í lok 9. áratugarins var hlut-
fall sjávarafurðadeildar í rekstri SÍS
orðið um 50% af veltu Sambandsins.
Í þriðja lagi nefni ég breytingar á
afurðalögum frá 1985, sem gerðu
rekstur sláturleyfishafa að meiri
áhætturekstri en fyrr og leiddu til
samdráttar í landbúnaðarfram-
leiðslu.
Í fjórða lagi nefni ég almennar
breytingar á eðli verslunar og þjón-
ustu. Þær breytingar komu í kjölfar
ört harðnandi samkeppni á neyt-
endamarkaði og bættra samgangna.
Hin fyrri svæðaskipting varðandi
þjónustu og verslun, sem samvinnu-
menn áttu sinn þátt í að móta fyrr á
öldinni, varð óhagkvæm og ónauð-
synleg í mörgum tilfellum.
Öll þessi atriði hlutu að reyna
mjög á sveigjanleika í rekstri og
stjórnun, en frammi fyrir þeim öllum
gætti tregðu til að bregðast við í
tæka tíð. Sú tregða tel ég að hafi
stafað af þunglamalegu stjórnkerfi
fyrirtækis, sem jafnframt var að
nokkru leyti félagsmálahreyfing
byggð á hugmyndafræðilegum
grundvelli. Sá grundvöllur fólst í
svonefndum Rochdale-reglum, en
það voru vefararnir í Rochdale sem
löguðu kenningar nokkurra rót-
tækra sósíalista að lýðræðislegum
veruleika Bretlands á 19. öld. Ákveð-
ið lýðræði og um leið jafnaðar-
mennska fólst í því grundvallaratriði
að hver einstaklingur félagsins hefði
eitt atkvæði, óháð framlagi hans til
félagsins eða þeirri fjárhagslegu
ábyrgð sem hann tók með þátttöku
sinni. Þessi regla átti svo við um að-
ildarfélög Sambandsins á aðalfundi.
Liggur ekki í augum uppi að slíkt
fyrirkomulag gat valdið því að fleiri
sjónarmið en hin viðskiptalegu gátu
haft áhrif á afstöðu einstaklinga á að-
alfundi, þegar í ofanálag komu til
pólitísk tengsl og óhjákvæmileg
byggðaátök á síðari hluta aldarinnar
sem leið? Á sama tíma þróaðist hag-
kerfið svo í þá átt, að mikilvægara
varð en áður að bregðast skjótt við
breyttum aðstæðum í viðskiptalífinu
og sú tilhneiging varð sterkari en áð-
ur bæði í umræðu og afstöðu stjórn-
valda, að stjórnvöld skyldu hafa
minni afskipti af atvinnulífinu en
fyrr tíðkaðist. Það sem menn höfðu
af dugnaði byggt ofan á fyrrnefnda
hugmyndafræði stóðst einfaldlega
ekki tímans tönn í nýju samkeppn-
isumhverfi.
Að lokum vil ég taka undir orð nú-
verandi stjórnarformanns Sam-
bandsins í Morgunblaðsviðtali 20.
febrúar síðastliðinn á þá lund að ein-
hvers konar samvinnurekstur eigi
eftir að gera sitt gagn á ákveðnum
sviðum. Því sama hefur Jón Sigurðs-
son hagfræðingur haldið fram. Hins
vegar vil ég draga í efa að það eigi
eftir að verða slíkum rekstri til fram-
dráttar, að reynt verði að sameina
hann í eins konar regnhlífarsamtök-
um, sem spretti upp af rekstri Sam-
bandsins. Bendi ég því til áréttingar
á, að ef einhverjum dytti í hug að
stofna regnhlífarsamtök sem hétu
Samband íslenskra hlutafélaga yrði
það hiklaust dæmt sem varasamt
uppátæki í opnu og frjálsu hagkerfi.
Endalok Sam-
bandsins, SÍS
Jón Magnús
Sigurðarson
SÍS
SÍS var óumdeildur risi
í efnahagskerfi þjóð-
arinnar, segir Jón
Magnús Sigurðarson,
með pólitísk ítök bæði á
sviði lands- og sveit-
arstjórnarmála.
Höfundur er hagfræðingur.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
flugfelag.is
flugfelag.is
AKUREYRI
4.815kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Tryggðu þér sæti - bókaðu strax á
22. til 28. maí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
EH
F.
/S
IA
.I
S
-
FL
U
17
76
6
05
/2
00
2
EGILSSTAÐIR
5.615kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
ÍSAFJÖRÐUR
4.715kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
kr.
HÖFN
5.515
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
VOPNAFJÖRÐUR
7.415kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
ÞÓRSHÖFN
7.415kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
GRÍMSEY
6.415kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Opið hús verður í stjórnstöð Landsvirkjunar við
Bústaðaveg kl. 16-19.
Þar verður hægt að kynna sér helstu niðurstöður
matsskýrslunnar og framhald matsferlisins. Einnig gefst
tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa
um matið á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu.
Norðlingaölduveita - opið hús
Landsvirkjun kynnir
skýrslu um mat á
umhverfisáhrifum
Norðlingaölduveitu
í Reykjavík í dag,
miðvikudaginn 22. maí.
Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu verkefnisins:
www.nordlingaalda.is
A
T
H
Y
G
L
I