Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 29
uppi á pallinum á þriðju hæð eru
fimm myndir öllu minni. Ástæðan fyr-
ir hinni skringilegu nafngift á sýning-
unni og verkunum felst í aðferðinni
sem Sigtryggur notar til að laða fram
mynstrið í myndunum. Myndir tekn-
ar að vorlagi af gróandinni þegar fer
að bruma og grassvörðurinn fyllist af
hvers kyns frjóleifum sigtar listamað-
urinn gegnum myndforrit og fær út
hin ákjósanlegustu snið til að vinna
með.
Það mætti kalla þetta tölvustýrðan
impressjónisma því útkoman eru
óreglulegar skellur líkastar flagnaðri
málningu. Tengslin við impressjón-
ista nítjándu aldar sýna sig í þessum
skellum, sem óneitanlega leiða hug-
ann að skellunum á kjólum, jökkum,
klútum og grasflötum fólksins sem
hópaðist saman í lautarferð í Boul-
ogne- og Saint-Cloud-görðunum.
ÞEIR sem muna eftir Jóni heitnum
Engilberts og sérstæðu húsi hans –
Englaborg, eins og hann kallaði það –
hljóta að kætast yfir því að það skuli
nú vera orðið eign annars listamanns.
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson setur
upp sýningu sína – Treemix – Remix
– til að prufukeyra hið frábæra rými
sem forðum var vinnustofa Jóns.
Hugsanlegt er að Sigtryggur taki á
komandi árum frá einhvern mánuð,
eða mánuði til að gefa kollegum tæki-
færi til að prófa sín verk í þessum
prýðilega sal.
Í aðalsalnum – vinnustofunni áður-
nefndu – eru átta verk til sýnis, en
Það merkilega við vel útfærð verk
Sigtryggs er hve ólík þau eru inn-
byrðis þótt gerð þeirra sé sjálfri sér
lík í flestum tilvikum. Með mjög
breiðum, djörfum og tilbreytingarík-
um litaskala, sem þó virðist í flestum
tilvikum talsvert fjarlægur náttúru-
legum samsetningi sendir Sigtryggur
fáeinum vinum sínum og kollegum
hlýjar kveðjur með tileinkun sem
birtist í heiti verka á borð við Mix fyr-
ir Ransu, eða Tré fyrir Birgi. Þessi
verk sem stundum minna á felulita-
mynstur öðlast þó íhugunarkenndari
svip á pallinum með dökkum sam-
setningum sem vísa beint til rökkurs
og næturkyrrðar. Þannig kemur vel
fram á sýningunni hve Sigtryggur
ræður yfir sannfærandi breidd í lit-
rænni tjáningu.
MYNDLIST
Englaborg, Flókagötu 17
Til 26. maí. Opið daglega frá kl. 14-18.
MÁLVERK
SIGTRYGGUR BJARNI BALDVINSSON
Tölvu-
keyrð
gróður-
blanda
Frá sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Englaborg, Flókagötu.
Halldór Björn Runólfsson
LEIKHÓPURINN Perlan er hér
á ferðinni enn og aftur, með fjöl-
breytta dagskrá, bráðnýjan kynni
og bros á vör. Sigríður Eyþórs-
dóttir hefur í tvo áratugi gert full-
orðnum, þroskaheftum einstakling-
um kleift að læra og taka
framförum í gegnum kynni sín af
leiklist. Sýningarnar gefa þeim svo
tækifæri á að sýna umheiminum
hvers þeir eru megnugir, að þeir
geti lifað lífi sínu með reisn og miðl-
að list til allra sem njóta vilja.
Kjarninn í hópnum er sá sami og
fyrir einu og hálfu ári, þegar und-
irritaður sá seinast sýningu með
honum.
Perlusumar samanstendur af sjö
þáttum. Lára Stefánsdóttir dans-
höfundur á heiðurinn af þremur
þáttum, Dansverkinu Romantica,
Handaspili og Glettum. Vinna Láru
með hópnum hefur gefið afar góða
raun og afraksturinn er draum-
kennd og afar falleg dansatriði sem
eru ógleymanleg. Kolbrún Björns-
dóttir aðstoðaði við dansinn í Rom-
anticu.
Kærleikurinn er sterkasta aflið
er gamalkunnugt atriði með fjölda
leikenda og stendur alltaf fyrir
sínu. Tvö atriði voru flutt við þekkt
barnalög, annars vegar hið alkunna
Siggi var úti, sem Eyþór Arnalds
syngur, og hins vegar Ég heyri svo
vel eftir Ólaf Hauk Símonarson í
flutningi Andreu Gylfadóttur. Þátt-
takendur fengu mikla útrás við að
túlka gagg og hvæs tófunnur sem
aumingja Siggi var svo hræddur við
en síðarnefnda atriðið einkenndist
af fallega útfærðu látbragði og
dansi.
Lokaatriðið var flutningur á ljóð-
inu Vor eftir Stein Steinarr sem
Sigríður Eyþórsdóttir las af bandi
við tónlist Mána Svavarssonar.
Flutningurinn var allur til fyrir-
myndar, búningarnir fallegir og
þetta fjölmenna atriði vel úthugsað
og skipulagt. Það var skemmtilegt
að enda leiksýninguna á þessum
nótum, enda var þessi sýning til-
einkuð sumrinu.
Í kjölfar sýningarinnar var haldin
sýning á myndum frá Listasmiðju
Lóu, Fullorðinsfræðslu fatlaðra og
frá Eistlandi og Finnlandi. Hún var
haldin í orðsins fyllstu merkingu,
Perluleikarar og leiðbeinendur
þeirra héldu á verkunum sem
áhorfendur gátu virt fyrir sér í
örmum þeirra.
Sigríður Eyþórsdóttir hefur hald-
ið þessari starfsemi gangandi í tutt-
ugu ár en starfsemin hefur ýmist
verið sáralítið styrkt af opinberum
aðilum eða ekkert. Það er kominn
tími til að yfirvöld geri sér grein
fyrir hve þetta starf skiptir þátttak-
endur miklu máli og hvernig leik-
listin auðveldar þeim að halda reisn
sinni í þjóðfélagi sem hefur til-
hneigingu til að gleyma sínum
minnstu bræðrum. Fullorðins-
fræðsla fatlaðra hefur ljáð hópnum
aðstöðu til æfinga og Leikfélag Ís-
lands hefur gengið á undan með
góðu fordæmi og skapað honum
sýningaraðstöðu í Iðnó og ber að
þakka það. Það er að vona að yf-
irvöld sjái sér fært að skjóta styrk-
ari stoðum undir þetta hugsjóna-
starf svo að það megi blómstra um
alla framtíð hópnum, aðstandendum
og áhorfendum framtíðarinnar til
mikillar gleði.
LEIKLIST
Leikhópurinn Perlan í Iðnó
Leikgerð, leikstjórn og lestur af seg-
ulbandi: Sigríður Eyþórsdóttir. Höfundar
ljóðs og söngtexta: Ólafur Haukur Sím-
onarson og Steinn Steinarr. Höfundar
tónlistar: Máni Svavarsson, Ólafur Hauk-
ur Símonarson og Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson. Danshöfundur og -stjórnandi:
Lára Stefánsdóttir. Meðdansari: Kolbrún
Björnsdóttir. Söngur af segulbandi: Andr-
ea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds. Bún-
ingar: Bryndís Hilmarsdóttir og Nína
Njálsdóttir. Kynnir: Stefán Karl Stef-
ánsson. Leikendur og dansarar: Ásdís
Gísladóttir, Birgitta Harðardóttir, Eva
Peters, Gerður Jónsdóttir, Guðrún Ósk
Ingvarsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Hall-
dóra Jónsdóttir, Hildur Davíðsdóttir,
Hreinn Hafliðason, Ingibjörg Árnadóttir,
Lilja Valgerður Jónsdóttir, Ragnar Ragn-
arsson, Sigfús Svanbergsson og Sigrún
Árnadóttir. Sunnudagur 5. maí.
PERLUSUMAR
Að lifa lífinu
með reisn
Sveinn Haraldsson
VEGNA mikillar eftirspurnar á
tónleika sígaunasveitarinnar Tar-
af de Haïdouks hafa samningar nú
tekist um að hljómsveitin bæti
einum tónleikum við þá tvenna
sem fyrirhugað var að halda á
Listahátíð. Aukatónleikarnir
verða þriðjudagskvöldið 28. maí
kl. 21. Alls verða því tónleikar sí-
gaunasveitarinnar Taraf de
Haïdouks í Broadway þrennir
hinn 28., 29. og 30. maí. Löngu er
orðið uppselt á tónleikana 29. og
30. en miðasala á aukatónleikana
er hafin. Miðasalan í Bankastræti
er opin 11-20 alla daga og einnig
er hægt að kaupa miða á netinu.
Sjá www.listahatid.is
Aukatónleikar með
Taraf de Haïdouks
Leiklistarnám-
skeið í lok maí
FERÐALEIKHÚSIÐ stendur fyr-
ir leiklistarnámskeiði í Kaffileikhús-
inu dagana 25.–27. maí og er það
ætlað fólki eldra en 15 ára. Nem-
endur fá tilsögn í leikspuna, per-
sónusköpun, raddbeitingu, fram-
sögn, tjáningu og hreyfingu á
leiksviði. Þá gefst hæfileikafólki
jafnvel kostur á að koma fram í
sýningu Light Nights í sumar. Um-
sjón hefur Kristín G. Magnús.
GUÐMUNDUR Kristmundsson
víóluleikari og Hávarður Tryggvason
kontrabassaleikari halda Dúó-tón-
leika í Selfosskirkju í kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir eru
fyrstir í röð tónleika sem þeir flytja á
landsbyggðinni á næstu dögum.
Á efnisskránni, sem er um klukku-
stundar löng, eru verk eftir Bach,
Bartok, Dittersdorf, Gliere og Sper-
ger. Verkin og höfundarnir verða
kynnt á tónleikunum og einnig verða
leikin stutt verk á fiðlu og selló. Að-
gangur er ókeypis. Næstu tónleikar
verða á Dalvík á laugardag og Ak-
ureyri á sunnudag og í Grundarfirði
29. maí.
Guðmundur hefur verið fastráðinn
í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1990
og gegnir nú stöðu staðgengils leiðara
í víóludeild. Hann hlaut starfslaun
listamanna 2001-2002.
Hávarður er leiðandi kontrabassa-
leikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tónleikarnir á Selfossi eru haldnir í
samstarfi við Tónlistarskóla Árnes-
inga. Að auki styrkir FÍH og VESTA
sjóði Sinfóníuhljómsveitar Íslands
tónleika þeirra félaga. Hluti efnis-
skrárinnar var á dagskrá Listahátíð-
ar 2002.
Guðmundur Kristmundsson og Hávarður Tryggvason.
Dúó-tónleikar á Selfossi
Hollendingurinn
fljúgandi
Esa Ruutt-
unen syngur
á öllum
sýningum
TIL stóð að söngvararnir Esa Ru-
uttunen og Matthew Best skiptu
með sér titilhlutverkinu í Hollend-
ingnum fljúgandi sem sýndur er í
Þjóðleikhúsinu. Nú er ljóst að Esa
Ruuttunen mun syngja Hollend-
inginn á öllum sýningum á óp-
erunni vegna veikinda Matthew
Best. Lokasýningar á óperunni
verða á fimmtudag og sunnudag,
en uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar.
Magnea Tómasdóttir, sem söng
hlutverk Sentu á frumsýningu,
syngur Sentu á þeim sýningum
sem eftir eru, en Antje Jansen
söng Sentu á tveimur sýningum.
Með hlutverk Dalands fer Viðar
Gunnarsson, Erik er sunginn af
Kolbeini J. Ketilssyni, Anna Sig-
ríður Helgadóttir syngur Mary og
Snorri Wium fer með hlutverk
stýrimannsins. Þá tekur Kór Ís-
lensku óperunnar, undir stjórn
Garðars Cortes, þátt í sýningunni.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er
stjórnað af Gregor Bühl.