Morgunblaðið - 22.05.2002, Page 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGHÓPUR sem syngur ... og
spilar ... á sjálfan sig! Skelfing ef illa
tekst til, hreint undur ef vel lukkast.
Ótal sönghópar hafa reynt að
spreyta sig á þeirri kúnst að herma
eftir hljóðfærum, en aðeins örfáum
tekist að gæða slíka tiltekt músík-
ölsku lífi. Ungu mennirnir í Vocal
Sampling frá Kúbu sem sungu sinn
fyrsta konsert hér á Broadway á
föstudagskvöld voru sannarlega það
mikla undur sem vonir voru bundnar
við. Eins og fullskipuð salsasveit
sungu þeir – og léku – lög frá heima-
landi sínu Kúbu, lög frá öðrum lönd-
um Suður-Ameríku og krydduðu með
klassík; hinum stórbrotna inngangi
að Alzo sprach Zarathustra eftir
Richard Strauss. Klassíkinni var þó
víðar laumað inn í „instrumental sóló“
– þar var vitnað bæði í Rossini, Ravel
og Mozart og fleiri klassíska snillinga.
Það var þó fyrst og fremst þeirra eig-
in tónlist sem var tónlist kvöldsins;
söngvar og dansar í ólíkustu rytmum
og stílbrigðum kúbanskrar tónlistar;
son hið seiðmagnaða sönglag eða
söguljóð; bolero, rómantíski söngur-
inn og rúmban, sem á sér sterkar
rætur í afrískri arfleifð eyjaskeggja á
Kúbu, þar sem einsöngvari syngur á
móti sönghópnum; mambo og mer-
engue, – allt eru þetta mismunandi
blæbrigði og taktar þess sem í dag er
kallað salsa, og í flutningi þeirrar
músíkur eru Vocal Sampling ekkert
annað en hreinræktaðir snillingar.
Það er rétt að allir félagar hópsins
eru hámenntaðir hljóðfæraleikarar.
Það eitt er þó ekki ávísun á hæfileik-
ann til að útfæra hljóðfæraleik án
hljóðfæris. Þar þarf almenna músík-
hæfileika, rytma, tilfinningu fyir lag-
línu, blæbrigðum hljóðfæra, hend-
ingamótun, áherslum og litrófi hvers
hljóðfæris fyrir sig, en fyrst og fremst
þarf söngrödd og músíkalskt innsæi.
Það er þar sem þessir ungu menn
brillera svo stórkostlega – músíkin í
þeim sjálfum er mikil, en útfærsla
söngsins og „hljóðfæraleiksins“ er í
höndum þeirra mikil og músíkölsk
list.
Strax í byrjun tónleikanna rifu þeir
upp stemmningu í laginu Un Son Pa’
Cantar, sem hefur heyrst nokkrum
sinnum að undanförnu í sjónvarpinu.
Það var ljóst í byrjun að áheyrendur
fengju ekki að sitja vetrarlúnir við
borð sín – þeir skyldu fá að vera með
og taka þátt í herlegheitunum.
Í fyrstu lögunum var maður rétt að
átta sig á því hvernig þeir færu að
þessu – hvernig sex menn færu að því
að hljóma eins og fullskipuð salsa-
sveit, með fjölbreytt slagverk; conga-
og bongótrommur, hljómstafi og
skröpur; brass eins og meðallúðra-
sveit og auk þess gítara, charangas og
hörpur og öll þau hljóðfæri sem nöfn-
um tjáir að nefna og eiga rætur í þess-
ari tónlist ... þau voru þarna öll. Þegar
maður var farinn að átta sig á því að
svona var þetta bara, var uppljómun-
in af músík þessara ungu meistara
stórkostleg.
Undirstaða hópsins er í höndum
Abels Sanabrias og Oscars Porro;
Abel er grunnur hrynsveitarinnar;
bongo og conga og claves allt í senn,
en Oscar bassalínan. Oscar er þó
einnig liðtækur í brassið eins og þeir
allir. Aðalsöngvarar hópsins eru Ren-
ato Mora og Reinaldo Sanler sem
einnig er liðtækur jafnt á gítara,
hörpur og brassið. Jorge Chaviano og
tónlistarstjórinn René Baños eru
altmuligmenn og bregða sér í hvaða
líki sem er þegar að söng og hljóð-
færaleik kemur.
Það er beinlínis erfitt að tína til eitt
lag öðrum fremur sem dæmi um
snilld Vocal Sampling. Þriðja lagið á
tónleikunum, Escaramujo, var þó
feiknaskemmtilegt – hófst í miklu sá-
pukúlubaði á sviðinu, músíkin fjörug
og sóló bassa og claves í lokin ótrú-
lega flott. Bóleróið um strútana var
skemmtilegt og útsetningin mögnuð,
þar sem brass og slagverk tókust á
undir söngnum. Salurinn fékk sinn
stjóra sjens í laginu sem allir kunna,
Guantanamera, um hana Rósu litlu
Cortez frá Guantanamo, þar sem við-
stöddum var skipað annars vegar í
básúnur og hins vegar í trompeta,
hvor hópur með sína línu að syngja
með. Stemmningin í salnum var í há-
marki. Í stað þess að sigla úr einu lagi
í annað eftir prógramminu brugðu
Vocal Sampling á leik nokkrum sinn-
um. Hljóðmynd af götulífi í Havana
var frumleg og frábærlega snjöll –
með vinnuvélum, loftpressum, þvarg-
andi mannhafi, hundum og köttum,
bílum og krökkum – hrein snilld í ein-
faldleika sínum. Magnaðasta senan
milli laga var þó vafalítið „rafmagns-
gítarsóló“ Jorges Chavianos. Jimi
Hendrix, Eric Clapton, Jeff Beck,
Jimmy Page – hvaða snillingur gít-
arsins sem er, hefði verið fullsæmdur
af þessum geggjaða gítarleik. Maður
hélt að þetta hefði verið tromp
kvöldsins er Abel Sanabria steig fram
með þvílíkt eins manns „slagverks-
sóló“ að varla hefur annað eins
heyrst. Stórkostlegt, er einasta orðið
yfir það.
Það má ljóst vera að tónleikar Voc-
al Sampling voru stórkostleg upplif-
un. Salurinn var vel með á nótunum
og þeir voru margir sem hreinlega
gátu ekki setið lengur á sér – fólk stóð
upp og dansaði í tröppum og á göng-
um og dillaði sér við borð sín undir
myljandi salsataktinum. En það voru
ekki bara kúnstir og raddfimleikar
sem heilluðu, heldur fyrst og fremst
hvernig þessum ungu og dansandi
mönnum tókst að gæða slíkt músík og
aftur músík.
Hrein snilld
Bergþóra Jónsdóttir
TÓNLIST
Hótel Ísland
Sönghópurinn Vocal Sampling frá Kúbu
föstudag kl. 21.00.
LISTAHÁTÍÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Tónleikar Vocal Sampling voru stórkostleg upplifun.“
Sturlungu, en þar njótum við að-
stoðar Arngeirs Heiðars Hauks-
sonar sem starfar í London og
hefur sérhæft sig í hljóðfæraslætti
miðalda,“ segir Sverrir Guð-
jónsson einn Voces Thules-manna.
„Sérstök ósk hefur borist frá
VOCES Thules hefur verið boðið
að halda tvenna tónleika á vegum
Alþjóðlegu listahátíðarinnar í
Bergen sem hefst í dag og stendur
til 2. júní.
„Fyrri tónleikarnir verða í hinni
tilkomumiklu Maríukirkju í dag
undir heitinu „Adest festum“, þar
sem lögð er áhersla á íslenska
trúarlega tónlist frá miðöldum.
Síðari tónleikarnir verða í Há-
konarsalnum á föstudag undir
heitinu „Ég sé eld yfir þér“. Þar
verður áhersla á veraldlega tónlist
frá miðöldum, sem finnast í ís-
lenskum handritum, m.a. kafli sem
fjallar um drauma og fyrirboða í
Bergen um að Voces Thules syngi
fyrir kónginn.“ Voces Thules held-
ur upp á 10 ára starfsafmæli sitt
árið 2002 og er um þessar mundir
að ljúka hljóðritun og eftirvinnslu
Þorlákstíða, sem koma til með að
fylla fjóra geisladiska.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Voces Thul-
es syngur
á listahátíð
í Bergen
Í GALLERÍI
Reykjavík sýna þrír
málarar frá Spáni. Þau
heita Carmelo Hi-
dalgo, Marijo Murillo
og Rocio Gallardo.
Carmelo og Rocio voru gestanemar í
Listaháskóla Íslands síðastliðinn vet-
ur, en Marijo Murillo er búsett í
Reykjavík og sýndi m.a. í Selinu, Gall-
erí Reykjavík, í fyrra sumar. Sýning-
in er einskonar skil þremenninganna
á dvöl sinni hérlendis.
Verk Marijo Murillo eru í anda
popplistar. Hún málar augnabliks
myndir líkt og ferðamaður notar
vasamyndavél til að minnast ein-
stakra atvika eða fyrirbæra sem
snerta hann á ferðalagi sínu. Margt
myndefni hennar er dæmigert minn-
isbrot fyrir túrista. Bláa lónið, Ráð-
húsið í Reykjavík, Sólfarið við Sæ-
brautina og fólk í röð fyrir utan
Kaffibarinn. Málverkin eru útfærð í
misjöfnum stílbrigðum og bera þau
keim af handbragði auglýsingateikn-
ara.
Verk Carmelo Hidalgo og Rocio
Gallardo eru af öðrum toga, en þau
leggja áherslu á myndbyggingu, sam-
spil lita og formfræði.
Myndefni Carmelo Hidalgo er
hestar í landslagi og bátar við höfn.
Verkin minna á fígúratíf málverk í
Evrópu um miðja síðustu öld sem
höfðu þróast frá kúbisma Braque,
Picasso og Gris. Líkt og í kúbisman-
um voru fyrirmyndir flattar út án
þess þó að velta upp ólíkum hliðum
þeirra eins og Braque, Picasso og
Gris gerðu. Af íslenskum listmálurum
má þar nefna Snorra Arinbjarnar, en
bátamyndum Carmelo svipar til
kreppumálverka Snorra og hesta-
myndir hans minna nokkuð á málverk
eftir Louisu Matthíasdóttur.
Verk Rocio Gallardo eru unnin með
olíulitum sem hún dregur gróflega
með málningarsköfu. Áhrifaríkast
finnst mér þegar hún brýtur upp hrá
ummerki sköfunnar og málar trjá-
greinar sem skera flötinn lóðrétt eða
fljúgandi hrafna sem eru eins og
mjúkar pensilstrokur á fletinum
miðjum.
Efnismeðferðir og áherslur í mál-
verkum Carmelo og Rocio eru sams-
konar og tíðkuðust fyrir um 40–50 ár-
um og standast verkin því illa
samanburð við strauma málaralistar í
dag.
Áhugaverðasti þáttur sýningarinn-
ar er að listamennirnir eru meðvitað
að vinna með sýningarstaðinn, þ.e.
áhrif sem landslag, borgarlíf eða þjóð-
líf hefur á þau sem gesti á Íslandi.
Listneytandi hefur því annarskonar
nálgun við málverkin hér á landi en ef
þau væru sýnd annarstaðar.
„Kaffibarinn,“ verk eftir Marijo Murillo.
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Gallerí Reykjavík
Opið á mánudaga til
föstudaga frá kl. 12–18,
laugardaga kl. 11–16.
Sýningin stendur til 23.
maí.
MÁLVERK
CARMELO HIDALGO,
MARIJO MURILLO OG
ROCIO GALLARDO
Uppgjör
við Ísland
VERKIÐ Apparition, sem George
Crumb samdi 1979 við kvæðið When
Lilacs Last in the Dooryard Bloom’d
eftir Walt Whitman (1819–1892), var
flutt sl. fimmtudag á Kjarvalsstöðum
í tónleikaröðinni Fyrir augu og eyru,
á vegum Listahátíðar 2002. Flytj-
endur verksins voru Marta Guðrún
Halldórsdóttir sópransöngkona og
Örn Magnússon píanóleikari.
Nafn tónverksins, Apparition, hef-
ur margræða merkingu; birting,
vitrun, svipur, sýn eða vofa, enda er
dauðinn þarna nærri. Ljóðinu er
skipt í sex hluta, sem eru tengdir
saman með millispilum og textalaus-
um söng.
Þetta er fallegt verk og er textinn
sérlega skýrt fram settur á einfaldan
hátt og milli hvers erindis er ýmist
textalaus söngur eða leikið á
„prepererað“ píanóið, þar sem leit-
ast er við að nýta tónmyndunar-
möguleika hljóðfærisins, með því
ýmist að gripla strengina eða tón-
breyta einstaka strengjum. Þessu
öllu er sérlega fallega blandað sam-
an og skapar píanóhljómurinn dul-
úðugan bakgrunn fyrir sönginn, sem
á köflum er í raun sérlega hefðbund-
inn og lagrænn.
Marta Guðrún Halldórsdóttir
söng þetta verk á sannfærandi máta,
en eins og hjá flestum íslenskum
söngvurum var framburður textans
ekki nægilega skarpur. Örn Magn-
ússon lék einstaklega vel og síðasta
millispilið, þar sem tónskáldið notar
þríhljóma sem grunn á móti nútíma-
legu tónferli, var í höndum Arnar
áhrifamikill blæbrigðaleikur.
Það er eftirtektarvert hversu
Mörtu Guðrúnu lætur vel að syngja
og túlka nútímatónmál og það var
ekki síður tilfinningaþrungin túlkun
hennar en frábær og öruggur söng-
ur, ásamt blæfallegum píanóleik
Arnar, sem gerði flutning þessa sér-
stæða og viðkvæma verks sérlega
eftirminnilegan.
Eftirminnilegur flutningur
á viðkvæmu verki
TÓNLIST
Kjarvalsstaðir
Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn
Magnússon fluttu söngverkið Apparition
eftir George Crumb. Fimmtudaginn 16.
maí.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
ÖRLEIKRIT dagsins er eftir
Árna Ibsen og nefnist Til að koma
í veg fyrir misskilning ákvað
mamma að best
væri að þegja.
Myndlistarkonan
Rósa Sigríður
Jónsdóttir er
meðhöfundur að
uppákomunni
sem fer fram í
einum af hita-
veitutönkum
Perlunnar í
Öskjuhlíð. Leikritið verður sent út
í beinni útsendingu á Rás 1 kl.
17.05 en sjón er sögu ríkari og
hægt að sjá og heyra verkið á
staðnum á þessum tíma.
„Þetta er að minnsta kosti „verk
fyrir karla og konur, slatta af leir-
taui, fortíð, nútíð, enduróm og Jim
Reeves,“ eins og segir í dagskrá
Listahátíðar, að viðbættum vænum
skammti af myrkri,“ segir Árni Ib-
sen. „Kona sem ekki er lengur á
léttasta skeiði lífs síns á óvænt von
á karlmanni í mat. Á meðan hún
undirbýr matarboðið á hún í
hrókasamræðum við minningarnar
um foreldra sína.“
Leikarar eru Steinunn Ólafs-
dóttir, Þrúður Vilhjálmsdóttir og
Víkingur Kristjánsson. Leikstjóri
er Harpa Arnardóttir. Hjörtur
Svavarsson annast útsendinguna.
Árni Ibsen
Örleikrit á Rás 1
á Listahátíð
Slatti af
leirtaui, nú-
tíð og end-
urómur