Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 51 Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl- íulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11-12. Spjallað yfir kaffibolla, heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrð- ar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur og sálmasöngur. Stundina annast sóknarprestur, djákni og organisti. Fyrirbænaefnum má koma til sóknar- prests og djákna í Langholtskirkju. Kær- leiksmáltíð; matarmikil súpa, salat og brauð til reiðu kl. 12.20. Verð veitinga er 500 krónur. Samvera eldri borgara kl. 13- 16. Tekið í spil, upplestur, málað á dúka og keramik. Kaffi og smákökur. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Gospelkvöld Laugarneskirkju og ÖBÍ kl. 20 í Hátúni 10. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stýrir samverunni. Þorvaldur Hall- dórsson og Margrét Scheving sálgæslu- þjónn syngja og spjalla, en heimafólk kem- ur fram með fjölbreytt efni í gríni og alvöru. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börn- um í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15-14.30. Foreldramorgnar í safnaðar- heimili frá kl. 10-12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3-12 ára, unglingafræðsla fyrir 13-15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartan- lega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. TTT-starf kl. 17. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan í Reykjavík. Ryðfríar Blómagrindur y fríar Blómagrindur með hengi Tilboðsverð kr. 2.995 áður kr. 3,595 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum á eftir- töldum svæðum í Reykjavík: Grafarholt svæði 3, Grænlandsleið 29-49 og 22-40 og stígakerfi við Græn- landsleið. Tillagan tekur einkum til húsanna nr. 29-49 og 22-40 við Grænlandsleið í Grafarholti auk þess sem gert er ráð fyrir nokkrum breytingu á stígakerfi við og í kringum húsin við Grænlandsleið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nokkrum lagfæringum á stígakerfi eins og áður greinir. Megin breyt- ingin felst þó í því að húsunum nr. 22-32 og 29-39, sem eru raðhús skv. núgildandi skipulagi, breytt í tvíbýlishús og verður fjöldi húsa 16 í stað 12. Þá er húsunum nr. 34-40 og 41-49, sem eru einbýlishús skv. núgildandi skipulagi, breytt í tvíbýlishús. Krafa er gerð um bílgeymslur neðanjarðar fyrir hluta húsanna auk þess sem settar eru kvaðir um eignarhald þeirra. Óverulegar breytingar eru og gerðar á lóðarmörkum þyrpinganna. Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði (nágrenni rafstöðvarinnar í Elliðaárdal). Tillagan tekur til svokallaðs rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal eða svæðisins í kringum Ártún u.þ.b. 16 ha að stærð. Svæðið afmarkast af hitaveitustokk til norðurs, lóðum við Silungakvísl, Sveinbjarnarlundi, götu vestan við íbúðarhúsið nr. 33 við Rafveituveg og útivistarsvæðinu á lóð OR við rafstöðina til austurs og austari kvísl Elliðaánna til suðurs og vesturs. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Markmið hennar er að heimilt verði að byggja á hentugum stað í dalnum byggingar fyrir þjónustu og fræðslu fyrir notendur útivistarsvæðisins og tryggja ráðstöfun lands fyrir ýmiskonar útivistariðkun. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir byggingum sem ætlaðar eru fyrir orkuminjasafn, fornbílasafn, fræðslustofu fyrir Elliða- ársvæðið og aðstöðu fyrir stangaveiðifélag og veiðimenn. Þá gerir tillagan ráð fyrir núverandi skíðasvæði ásamt tilheyrandi mannvirkjum, púttvelli og aðstöðu fyrir kastæfingar stanga- veiðimanna svo eitthvað sé nefnt. Um stærðir bygginga, lóðir, bílastæði, götu- og stígakerfi o.fl. vísast til tillögunnar sjálfrar. Elliðaárdalur, settjarnir við Árbæjarsafn og ofan við Árbæjarstíflu og tengdar framkv. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að gera settjörn við Árbæjarsafn næst Höfðabakka, syðst á athafnasvæði safnsins, og 4 settjarnir ofan við Árbæjarstíflu. Fyrsta tjörnin ofan stíflu er staðsett suður af Fella og Hólakirkju í svokallaðri Grænugróf. Önnur tjörnin er austan við syðstu húsin í Hólabergi, við Lágaberg, rétt ofan við "Efri-Sporðhyl". Þriðja tjörnin er staðsett við ána austan Trönuhóla við svokölluð "Þrengsli". Fjórða tjörnin ofan stíflu er staðsett í Víðidal norðan við dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur, austan árinnar. Markmið tillögunnar er m.a. að minnka mengunarálag frá ofanvatnskerfum í árnar. Mesta dýpi í tjörnunum miðað við stöðugt vatnsborð verður 1,2 m en næst bakka verður 1m breitt svæði þar sem dýpt verður ekki meiri en 0,20 m. Tjarnirnar verða afmarkaðar og eftir atvikum girtar þar sem ástæða þykir til. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 22. maí 2002 - til 3. júlí 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 3. júlí 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 22. maí 2002. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Samkoma í Kristniboðssaln- um í kvöld kl. 20.30. Ragnar Gunnarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is Auglýsing um tillögu að deiliskipu- lagi ferðaþjónustusvæðis að Völlum, Mýrdalshreppi Hreppsnefnd Mýrdalshrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu- svæði að Völlum í Mýrdalshreppi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan tekur til uþb. 1,6 ha svæðis við veg nr. 219 suðaustan Péturseyjar. Tilllagan verður til sýnis á skrifstofu Mýrdals- hrepps á Mýrarbraut 13 í Vík frá og með föstu- deginum 24. maí nk til 21. júní 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 5. júlí 2002. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Mýrdals- hrepps, Mýrarbraut 13. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps R A Ð A U G L Ý S I N G A R Vandaðir stjórnarhættir? Vísað er til fréttar í ríkissjónvörpum Svíþjóðar og Íslands 17.05.2002. Er árangursríkt og bygg- ir forsætisráðherra, D. O., á þingmeirihluta þegar hann beitir forsætisráðherra Svía þrýst- ingi og tengir hvalamálið seinni afstöðu og aðgerðum Íslendinga í öðrum málum? Tómas Gunnarsson, áhugamaður um stjórnarhætti. ÝMISLEGT ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.