Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SIGRÚN Sveinbjörns- dóttir braut- skráðist frá La Trobe háskóla í Melbourne með doktorspróf í sálfræði 28. september sl. Aðalleiðbeinandi var dr. Ken Greenwood. Prófdómarar voru dr. L. Steed frá V-Ástralíu, dr. L. Fabrigar frá Kanada og dr. Jakob Smári frá Íslandi. Ritgerðin ber heitið „The Assessment of Adol- escent Coping: Development of a New Scale.“ Í ritgerðinni er lýst hönnun kvarða sem greinir bjargráð 12-16 ára unglinga (Measure of Adolesc- ent Coping Strategies; MACS) í frum- og yfirþætti. Sýnt þykir að einstaklingsbundin bjargráð hafi áhrif á líðan, félagslega aðlögun og heilsufar fólks. Finna má nokkrar kenningar varðandi meg- inþætti bjargráða unglinga en þær eru misvísandi og ágreiningur er um lykilhugtök. Við greiningu á áreiðanleika og réttmæti bjargrá- ðakvarða fyrir unglinga, sem til þessa hafa verið hannaðir víða um lönd, kom í ljós að enginn þeirra stóðst próffræðilegar kröfur og því var ályktað að fyrirliggjandi kenningar byggðust á hæpnum forsendum. Nýr kvarði (Measure of Adolescent Coping Strategies; MACS) var hannaður samkvæmt ýtrustu próffræðilegum kröfum. Atriði í kvarðann voru fengin frá fyrri rannsóknum við La Trobe háskóla. Þátttakendur voru 9942 nemendur 7. og 10. bekkja í Vict- oríufylki og á Íslandi, en leitandi þáttagreining með háðum snúningi greindi bjargráð þeirra í 5 frum- og tvo yfirþætti. Yfirþættirnir eru annars vegar hagstæð og hins vegar óhagstæð bjargráð. Kvarð- inn var sannprófaður á 534 ástr- ölskum unglingum. Áreiðanleiki kvarðans er ágætur, bæði hvað varðar innri stöðugleika þáttanna og stöðugleika við endurprófun, en kvarðinn í endanlegri mynd var lagður fyrir 118 íslenska unglinga tvisvar. Réttmæti kvarðans stenst einnig próffræðilegar kröfur. Á þeim grundvelli var ný kenning varðandi greinanleika bjargráða unglinga í frum- og yfirþætti kynnt. Gert er ráð fyrir að kenn- ingin hafi bæði fræðilegt og hag- nýtt gildi. Sigrún lauk kenn- araprófi frá K.Í 1966, stúdentsprófi frá sama skóla 1968, fil.kand. prófi, aðalgrein uppeld- isfræði, frá háskólanum í Gauta- borg 1972, viðbótar ársnámi (önn- ur aðalgrein) í hagnýtri sálfræði frá sama skóla 1973 og meist- araprófi í sálfræði (psykologex- amen) frá sama skóla 1975. Sigrún er fædd 19. júní 1946, dóttir Önnu Jónsdóttur húsmóður og Sveinbjarnar Markússonar kennara. Eiginmaður hennar er Brynjar Ingi Skaptason, skipa- verkfræðingur og kennari og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Doktor í sálfræði SAMFYLKINGIN í Kópavogi hef- ur kynnt stefnuskrá sína fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Í stefnuskránni kemur m.a. fram að Samfylkingin vilji að á næsta kjör- tímabili verði komið á fræðslu- skyldu fyrir öll 5 ára börn í fjórar klukkustundir á dag. Valgeir Skag- fjörð, kosningastjóri Samfylkingar- innar í Kópavogi, segir að í þessu felist í raun tillaga um að grunn- skólanám hefjist við fimm ára ald- ur. Samfylkingin vill einnig að komið verði á fót félagsmiðstöð fyrir ungt fólk á Hamraborgarsvæðinu þar sem verði listasmiðja og möguleiki til margvíslegrar listsköpunar. Þá kemur m.a. fram í stefnuskránni að Samfylkingin vilji stofna hverfa- nefndir sem verði stjórn bæjarins til ráðgjafar varðandi helstu verk- efni í hverju hverfi fyrir sig og að í þeim eigi sæti fulltrúar íbúa og at- vinnufyrirtækja eftir því sem við á. Aukinheldur kemur fram í stefnuskránni að Samfylkingin vilji að aðstaða til að losa flokkaðan úr- gang verði bætt og að heimili bæj- arins verði hvött til að jarðgera líf- rænan úrgang. Samfylkingin segir að með þessu megi fækka sorp- hirðudögum og minnka þörfina fyr- ir sorphirðu um 25 til 40%. Morgunblaðið/Kristinn Efstu menn á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi kynna stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Samfylkingin í Kópavogi kynnti sín helstu stefnumál Fræðsluskylda fyrir 5 ára börn 25.maí2002 Kópavogur ÞAU Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Björn Bjarnarson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins, eru sammála um mikilvægi lög- gæslumála en hafa talsvert ólíkar- hugmyndir um hvernig megi efla löggæslu í borginni. Á fundi hjá Lögreglufélagi Reykjavíkur í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að löggæslan væri gríðarlega mikil- vægur hluti af lífsgæðum borgarbúa. Borgaryfirvöld kepptu að því að tryggja góða menntun, góða leik- skóla, öfluga félagsþjónustu o.s.frv. en allt þetta væri til lítils ef borg- arbúar teldu sig ekki búa við nægi- legt öryggi. Þessi mál yrðu að vera í góðu lagi og Reykjavíkurlistinn vildi eiga góða samvinnu við lögregluna um þessi mál. Reykjavíkurborg hefði eftir fremsta megni reynt að veita lögreglunni lið. Borgin hefði t.a.m. lagt lögreglunni til eftirlits- myndavélar í miðborginni og rauð- ljósmyndavélar til að setja á gatna- mót. Hins vegar skorti talsvert á að ríkisvaldið veitti nægilegt fjármagn til lögreglunnar í Reykjavík sem væri fjársvelt og undirmönnuð. Betri skilningur hjá borginni Ingibjörg Sólrún minnti á að fyrir fjárlagagerðina fyrir árið 2000 hefði lögreglustjórinn í Reykjavík lýst því í bréfi til dómsmálaráðuneytisins að lágmarksfjöldi lögreglumanna í Reykjavík væri 303 en æskilegur fjöldi væri 340. Í árslok árið 2000 hefðu hins vegar verið 290 lögreglu- menn í Reykjavík. Lögreglan hefði sjálf talið að fjöldi lögreglumanna samsvaraði hvorki þörf fyrir lög- gæslu né þeim kröfum sem almenn- ingur gerði til lögreglunnar. Eftir að hafa margoft rætt við ríkisvaldið um að veita meira fjármagn til lögregl- unnar í Reykjavík hefðu borgaryf- irvöld markað sér þá stefnu að stað- bundin löggæsla í borginni færðist úr hendi ríkisvaldsins yfir til borg- arinnar. „Við teljum okkur hafa betri skynjun á því hverjar eru þarf- ir borgarinnar og viljum hafa eitt- hvað um það að segja hvernig lög- gæslunni er beitt,“ sagði Ingibjörg. Þetta væri ekki ný hugmynd, m.a. hefði Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagt þetta til árið 1994, en ekki hefði verið vilji fyrir þessu hjá ríkisvald- inu. Þjónustusamningur um löggæslu Björn Bjarnason sagði að öryggis- mál hefði alltaf borið á góma á þeim fjölmörgu fundum sem hann hefði átt með borgarbúum síðustu vikur. Greinilegt væri að borgarbúum væri umhugað um þessi mál og nauðsyn- legt að borgarstjórn Reykjavíkur hefði skýra stefnu í öryggismálum í góðri samvinnu við lögreglu. Hann tók skýrt fram að hann vildi ekki að löggæslan færðist frá ríki til sveitar- félaga. Það hefði sýnt sig að skyn- samlegast væri að stjórn lögregl- unnar í landinu væri hjá ríkisvaldinu. Á hinn bóginn gætu borgaryfirvöld haft áhrif á stefnu- mótun og starf lögreglunnar. Björn sagði það vera lykilatriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins að borg- in og lögreglan gerðu með sér þjón- ustusamning um löggæslumál sem síðan yrði fylgt eftir af báðum að- ilum. Slík samvinna gæti þróast án þess að raska grundvallarskipan lög- reglumála í landinu, eins og R-listinn legði til. Borgaryfirvöld gætu með ýmsum hætti aðstoðað lögregluna og létt henni störfin og Björn benti á að fyrirtæki og stofnanir leituðu í aukn- um mæli til einkarekinna öryggis- fyrirtækja til að sinna öryggisgæslu á ákveðnum stöðum. Viss eftirlits- og gæslustörf þyrftu ekki endilega að vera á hendi lögreglu heldur gætu aðrir aðilar sinnt þeim. Björn sagði það stefnu Sjálfstæð- isflokksins að efla löggæsluna í mið- borginni, m.a. með því að setja á laggirnar miðborgardeild í sam- vinnu lögreglu, borgar, félagasam- taka og hagsmunaaðila. Hugsanlega mætti setja upp fleiri eftirlitsmynda- vélar sem væri bæði árangursrík og sýnileg löggæsla. Slíkar myndavélar væru einfaldlega hluti af þeirri nú- tímatækni sem lögregla yrði að nota til að auðvelda störf sín. Það væri greinilegt að lögregla nyti virðingar og trausts en af máli borgarstjóra mætti helst skilja að allt væri í kaldakoli. Svo væri alls ekki en þessi mál yrði að taka öðrum tökum. „Löggæsla á að vera sam- vinnuverkefni ríkis og sveitarfé- lagsins en ekki draumur um að sveit- arfélagið geti tekið þetta yfir og þess vegna sé ástæðulaust að gera nokk- uð annað en að bíða eftir því að sá draumur rætist,“ sagði Björn. Borgin borgi húsaleigu fyrir lögreglu Gunnleifur Kjartansson, lögreglu- maður í Reykjavík, sagði í fyrispurn sinni til frambjóðendanna að sér lit- ist afar illa á hugmyndir um að færa löggæslu frá ríki til borgar. Slíkt væri vægast sagt afturhvarf til for- tíðar og engin rök hefðu komið fram fyrir þessu. Þá sagði hann hluta af vandamálinu felast í þeim „subbu- stöðum“ sem væru starfræktir í mið- borg Reykjavíkur, með því að leyfa slíka staði hefði þörfin fyrir löggæslu aukist. Ingibjörg minnti á að hug- myndin um að borgin tæki við lög- gæslunni hefði komið fram eftir ár- angurslausar viðræður við ríkið um að auka fjárframlög. Væru einhverj- ar aðrar leiðir færar til að efla lög- regluna væri hún tilbúin að kanna þær. Þá væru langflestir skemmti- staðir í borginni ekki subbustaðir og að það væru lögregluyfirvöld sem væru umsagnaraðili um hvort veita ætti leyfi fyrir starfsemi þeirra. Björn Bjarnason ítrekaði and- stöðu sína við hugmyndir um til- færslur á stjórn lögreglu og sagði þær úr takti við þróun í Schengen- löndunum sem íslenska lögreglan væri í mikilli samvinnu við. Þá yrðu borgaryfirvöld að gæta að því að sú starfsemi sem þau leyfðu gæti kallað á aukna löggæslu og yrðu að miða stefnu sína við það. Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagðist helst vilja hafa lögregluemb- ættin færri en nú væri og var ekki hrifinn af því að sveitarfélög tækju löggæsluna að sér. Hann varpaði fram þeirri hugmynd hvort borgar- yfirvöld gætu ekki tekið að sér að út- vega húsnæði fyrir hverfisstöðvar og sjá um rekstur þess. Ingibjörg Sól- rún sagði borgina tilbúna til við- ræðna en hins vegar væri ákveðin verkaskipting milli ríkis og borgar sem yrði að vera sem skýrust. Það væri nær að borgin tæki við löggæsl- unni. Björn tók vel í þessar hug- myndir og ítrekaði mikilvægi þess að borgaryfirvöld og yfirvöld löggæslu- mála í landinu ynnu saman til að auka öryggi íbúanna. Öflug lög- gæsla hluti af lífsgæðum borgarbúa Morgunblaðið/Einar Falur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna, á fundi Lög- reglufélags Reykjavíkur um stefnu stóru framboðanna í löggæslumálum í gær. Milli þeirra situr Sveinn Ingi- berg Magnússon, formaður félagsins, en hann var fundarstjóri og stýrði umræðum og fyrirspurnum. 25.maí2002 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.