Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 19

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 19 Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast. Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem fólk á ferð á milli Blönduóss og Skagastrandar rekst á rúmlega 40 manna hóp á göngu milli staðanna. Þetta gerðist þó laugardaginn 11. maí þegar þrír karlmenn og um 40 konur gengu frá Blönduósi til Skagastrandar að gamni sínu. Vegalengdin á milli staðanna er 23 kílómetrar og tók gangan fjóra og hálfan tíma með nokkrum stopp- um til að hvíla sig og borða nesti. Bíll fylgdi hópnum ef einhverjir þyrftu á að halda en aðallega flutti hann þó bakpoka og annað haf- urtask sem göngufólkinu fylgdi. Þegar göngunni lauk á Skaga- strönd var boðið þar upp á drykki og hressingu í íþróttahúsinu. Aldursforsetinn í ferðinni var Sigurjón Guðmundsson 67 ára gam- all en á leiðinni setti hann saman eftirfarandi stöku: Kræft er þetta kvennalið er komnar eru á ganginn, arka þær með ægiskrið á þær ég horfi fanginn. Hópganga milli Blönduóss og Skaga- strandar Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Takmarkinu náð á hlaðinu framan við íþróttahúsið á Skagaströnd. Á FUNDI um umhverfismál í Borg- arnesi nýverið afhjúpaði Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri vegg- spjald sem Borgarbyggð er að láta hanna um Staðardagskrá 21. Borg- arbyggð er 34. íslenska sveitarfélag- ið sem gerist aðili að verkefninu en hið eina sem ráðist hefur í kynningu af þessu tagi. Staðardagskrá 21 felur í sér heildaráætlun um þróun sam- félagsins í umhverfismálum og er veggspjaldinu sem er sértækt fyrir Borgarbyggð ætlað að upplýsa og fræða um verkefnið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Hólmfríður Sveinsdóttir með veggspjaldið. Veggspjald um Staðar- dagskrá 21 Borgarnes LÍF og fjör var í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal nýlega þegar haldinn var foreldradagur, en hefð er fyrir því á vordögum að bjóða heim í lok vetrarstarfsins. Nemendur sungu og spiluðu undir stjórn tónlistarkennarans Roberts Faulkners og Bergljót Hallgríms- dóttir leikskólakennari aðstoðaði yngri nemendur við sýningu á leik- verki. Þá fengu þau börn sem fara í grunnskólann á Hafralæk á komandi hausti útskriftarskjal frá Barnaborg þar sem þeim eru þakkaðar allar samverustundir á liðnum árum. Eft- ir dagskrána bökuðu elstu börnin vöfflur fyrir gestina en auk þess voru tertur og snúðar á borðum. Allir skemmtu sér vel og í lokin fékk leik- skólastjórinn Guðfinna Guðnadóttir blóm frá þeim nemendum sem voru að kveðja eftir langa og ánægjulega dvöl. Leikskólinn í Aðaldal með foreldradag Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Elstu börnin fengu útskriftarskjal frá leikskólanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.