Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 26

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 26
Reuters Boeing 747-þota South African Airlines á Heathrow-flugvelli í mars sl., er tveir menn dulbúnir sem örygg- isverðir rændu peningasendingu er komið hafði með tveim vélum félagsins. BRESKIR rannsóknarlögreglu- menn sem rannsaka stórþjófnað er framinn var á Heathrow-flugvelli í mars gerðu í gær leit í húsum á fimm stöðum í London, handtóku 12 manns og endurheimtu „umtals- verða peningaupphæð“, að sögn Scotland Yard. „Þetta rán var eitt það stærsta sem framið hefur verið á undanförnum árum,“ sagði John Coles, aðstoðarrannsóknarlögreglu- stjóri. Að baki handtökunum lægi tveggja mánaða vinna sérstaks rann- sóknarhóps lögreglumanna. Þjófnaðurinn var framinn 19. mars og höfðu þjófarnir upp úr krafsinu sem svarar rúmum 300 milljónum króna. Tóku þeir féð úr brynvörðum bíl. Nokkrum vikum áð- ur hafði svipað rán verið framið á Heathrow og einnig höfðu öryggis- ráðstafanir allar verið hertar mjög í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum 11. september. Þjófarnir fóru inn á afgirt svæði þar sem flugvélum er lagt og ógnuðu bílstjóra peningaflutningabílsins með hnífi rétt eftir að peningarnir Tólf handteknir og „um- talsvert fé“ endurheimt London. AP. Rannsókn á stórþjófnaði á Heathrow-flugvelli í mars höfðu verið fluttir í bílinn úr flugvél South African Airways. Tveir menn neyddu bílstjórann til að aka sér til Cranford, um þrjá km frá flugvell- inum, þar sem þeir tóku peningana með sér yfir í annan bíl og óku á brott. Bílstjórann sakaði ekki og hringdi hann á lögreglu. Í febrúar fyrirskipuðu bresk stjórnvöld rannsókn á öryggisgæslu á Heathrow eftir að tveir menn rændu sem svarar um 650 milljónum króna úr peningaflutningabíl með svipuðum hætti. BÚLGARSKUR verkamaður setur upp veggmynd af Jóhannesi Páli páfa fyrir utan kaþólsku kirkjuna í miðborg Sófíu í gær. Páfi mun koma í fjögurra daga heimsókn til Búlgaríu á morgun. Fyrst heldur páfi í dag til Azerbaídsjan þar sem hann mun dvelja í sólarhring. Það verður 96. erlenda heimsókn páfa, en vangaveltur hafa verið um að vegna heilsuleysis kunni hann að láta af embætti. Páfi er 82 ára og haldinn parkinsonsveiki og gikt. Heimsókn hans til Búlgaríu markar tímamót fyrir búlgörsku rétttrúnaðarkirkjuna, sem loksins hefur veitt skilyrt samþykki fyrir páfaheimsókn til landsins. „Við buðum honum ekki, við einfald- lega svöruðum óskum hans um að koma í heimsókn,“ sagði Maxim patríarki. Samband kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkj- unnar í Austur-Evrópu hefur ver- ið stirt, en þar hefur mönnum þótt Páfagarður vera að reyna að seil- ast til aukinna áhrifa á svæðum rétttrúnaðarkirkjunnar. Reuters Undirbúa heimsókn páfa ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐRÆÐUR um myndun stjórnar í Hollandi munu miða að samstarfi íhaldsmanna og hægriflokks Pims Fortuyns, sem myrtur var 6. maí sl., að sögn Piets Heins Donners, embættismanns sem Beatrix Hol- landsdrottning hefur falið það verkefni að greiða fyrir viðræðun- um. Kristilegir demókratar (CDA), undir forystu háskólaprófessorsins Jans-Peters Balkenendes, sigruðu í þingkosningunum er fram fóru 15. maí sl. og fengu 43 sæti af 150. Í öðru sæti varð flokkur Fortuyns með 26 sæti. Myndun samsteypustjórnar er flókið mál í Hollandi og er þessi ekki vænst að endanleg niðurstaða liggi fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur, eða jafnvel mánuði. Úrslit kosninganna voru sigur fyrir hægriflokka og bundu endi á átta ára stjórnartíð Verkamannaflokks- ins. Verði flokkur Fortuyns aðili að nýrri stjórn verður Holland fimmta landið í Evrópusamband- inu þar sem hægriöfgaflokkur sit- ur í stjórn. Hin löndin eru Dan- mörk, Ítalía, Austurríki og Portúgal. Holland Stjórn- arvið- ræður hefjast Haag. AFP. MOHSEN Mirdamadi, formað- ur utanríkismála- og þjóðarör- yggisnefndar íranska þingsins, staðfesti í gær, að leynilegar við- ræður við Bandaríkjamenn hefðu átt sér stað. Kvaðst hann jafnframt undrandi á ráðherra leyniþjónustumála, sem neitaði því á sunnudag, að um nokkurt samband hefði verið að ræða milli Teheran og Washington. Viðræður við erkifjendurna Bandaríkjamenn eru mjög við- kvæmt mál í Íran en íranskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að undanförnu, að viðræður hafi átt sér stað, annaðhvort á Kýpur eða í Tyrklandi. Umbótasinnuð blöðin segja raunar, að einn helsti fulltrúi harðlínumanna, Rafsanjani, fyrrverandi forseti, hafi tekið þátt í þeim en íhalds- blöð neita því. Þúsundir milljarða í mútur MÚTUR tröllríða rússnesku samfélagi og áætlaður kostnað- ur þeirra vegna hleypur á nokkrum þúsundum milljarða íslenskra króna. Kemur það fram í nýrri skýrslu, sem Georgí Satarov, ráðgjafi Rússlands- stjórnar og forstöðumaður óháðrar rannsóknastofnunar, hefur kynnt. Obbinn af mútu- greiðslunum tengist viðskiptum, um 3.300 milljarðar kr., en næststærsti liðurinn er læknis- þjónusta með hátt í 60 milljarða kr. Hátt í 50 milljarðar fara í að tryggja ungu fólki háskólavist og ekki langt undan eru greiðslur til umferðarlögregl- unnar og dómara. Segir Sat- arov, að þessar upphæðir séu mjög varlega áætlaðar. Danir hlynntir líknarmorði MIKILL meirihluti Dana er hlynntur líknarmorði að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Jyllands- Posten. 68% styðja það almennt en 93% þegar um er að ræða að binda enda á líf dauðvona fólks. 82% eru hlynnt því þegar um er að ræða fólk með ólæknandi sjúkdóm. Lars Løkke Rasmus- sen, heilbrigðisráðherra Dan- merkur, lýsti í gær hneykslan sinni á þessari afstöðu og sér- staklega á því hve margir voru hlynntir því að binda enda á líf gamals fólks, geðsjúkra og fatl- aðra. Þá sagði Jesper Poulsen, formaður dönsku læknasamtak- anna, að líknarmorð gæti aldrei orðið hlutverk læknis. Njósnarar gegn próf- svindli STJÓRNVÖLD í Litháen hafa skipað leyniþjónustunni í land- inu að koma í veg fyrir og grípa þá, sem reyna að stuðla að svindli á vorprófunum, en þau hefjast á morgun í flestum skól- um. Ástæðan er sú, að á und- anförnum árum hafa „væntan- leg“ próf oft verið boðin til sölu á Netinu. Oftast hefur bara verið um svik að ræða en þau hafa samt orðið til að veikja traust al- mennings á skólakerfinu. STUTT Staðfestir viðræður við Banda- ríkjamenn BRJÓSTAGJÖF virðist draga úr hættunni á að ungbörn deyi vöggudauða, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar rannsóknar er birtar voru í gær. Vísindamenn á Barna- sjúkrahúsi Silvíu drottningar í Gautaborg í Svíþjóð ræddu við for- eldra 244 sænskra og danskra barna sem létust svonefndum skyndidauða ungbarna (sudden in- fant death syndrome, eða SIDS), eins og vöggudauði kallast, og for- eldra 869 heilbrigðra barna. Kom- ust vísindamennirnir að því, að því lengur sem börn voru höfð á brjósti því meiri voru líkurnar á að þau slyppu við vöggudauða. Til dæmis var barni, sem ein- ungis var gefið brjóst í viku eftir að það fæddist, og síðan gefinn peli, fjórum sinnum hættara við skyndidauða innan fjögurra mán- uða en barni sem nærðist á brjóstamjólk allan tímann. Vís- indamennirnir tók með í reikning- inn aðra þætti sem gætu haft áhrif á niðurstöðurnar, t.d. heildar- tekjur fjölskyldu og reykingar móður á meðgöngu. Þeir geta sér þess til, að brjóstamjólk dragi úr hættu á sýkingu, en leggja einnig áherslu á að svefnstaða barns hafi hingað til verið mikilvægasti þátt- urinn varðandi hættu á skyndi- dauða. Greint er frá niðurstöðum rannsóknanna í breska læknaritinu Archives of Disease in Childhood. Vöggudauði verður með þeim hætti að ungbörn kafna í rúminu vegna þess að þau velta sér í þann- ig svefnstöðu að þau geta ekki and- að. Áhættutíminn er frá þriggja til fimm mánaða aldri þegar börnin eru farin að geta hreyft sig nokk- uð. Talið hefur verið að þau skorti „fælingarviðbragð“ sem fær þau til að grípa andann á lofti eða gráta til þess að koma öndun aftur í eðlilegt horf þegar hún hefur verið heft. En óljóst er hvað veldur því að börn hafa ekki þetta viðbragð. Reykingar móður á meðgöngu eru vel þekktur áhættuþáttur, en rann- sóknir í Danmörku, Skotlandi, Englandi og Nýja Sjálandi hafa leitt til misvísandi niðurstaðna um það, hvort skortur á brjóstagjöf kunni einnig að hafa áhrif. Brjóstagjöf talin draga úr hættu á vöggudauða París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.