Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 31 ÞEIR félagar Guðmundur og Hávarður hófu þessa tónleika á sónötu fyrir víólu og kontrabassa eftir Karl Ditters von Dittersdorf (1739–1799). Dittersdorf var mjög afkastamikið tónskáld og samdi t.d. rúmlega 30 óperur og óper- ettur (singspiel), vel á annað hundrað sinfóníur, fjórar órator- íur, messur og fjöldann allan af kammertónlist svo eitthvað sé nefnt. Hann mun hafa leikið á 1. fiðlu í kvartett með Haydn, Moz- art og Van Hall. Sónatan sem hér var flutt er í fimm köflum og feng- um við að heyra þrjá kafla. Men- úett, Adagio og Andante (tilbrigði við stef). Seinna verkið á efnisskránni voru þrír kaflar úr sónötu fyrir víólu og kontrabassa eftir Johann Matthias Sperger (1750–1812). Sperger var sjálfur kontrabassa- leikari og mun hafa þótt eitthvað lítið til af tónlist þar sem kontra- bassinn fengi að njóta sín og samdi sjálfur átján konserta fyrir kontra- bassa og hljómsveit og auk þess töluvert af kammertónlist þar sem bassinn fær að njóta sín meir en venja var og er. Einnig samdi hann nokkra dúetta fyrir víólu og kontrabassa. Kaflarnir sem við heyrðum voru Allegro moderato, Romansa (poco adagio) og Rondo Finale (Presto, Allegro). Sperger notar hér kontrabassann sem sjálfstætt hljóðfæri og nýtir næst- um allan þann tónskala sem hljóð- færið hefur. Hann notar bæði hljóðfærin sem jafnvíg ein- leikshljóðfæri og þá leikur hitt hljóðfærið einskonar undirleik. Í þessum dúett fær maður á til- finninguna að Sperger hafi verið næmur á fallegar syngjandi laglín- ur eða strófur, því mjög margar slíkar heyrðust í báðum hljóðfær- um. Áheyrendur fengu að heyra tvö aukalög eftir Bela Bartok (1881– 1945). Þetta voru tveir dúettar sem samdir voru fyrir tvær fiðlur en voru hér fluttir í útsetningu þeirra félaga fyrir víólu og kontrabassa. Fyrst léku þeir Koddadans og síð- an Dans frá Rutén. Þetta eru gáskafull verk þar sem bæði hljóð- færin fara á kostum. Samleikur þeirra Guðmundar og Hávarðar var mjög vel samstilltur og þeir virtust þekkja mjög vel inn á hvorn annan. Það er hreint ekki létt verk að leika á strengjahljóð- færi í 40 mínútur án hvíldar á þann hátt sem hér var gert og og þeir félagar sýndu að þeir eru báð- ir mjög góðir og öruggir hljóð- færaleikarar. Undirritaður sat ekki alveg fyrir miðjum sal heldur aðeins til hægri og þar hljómaði víólan aðeins of veik á móti bassanum, sennilega má kenna hljómburði hússins og staðsetningu undirritaðs um. Kynningar á verkunum voru góðar og skýrar en mikill hávaði og suð var í þessum opna sal, bæði frá loftræstingu og fólki sem átti leið framhjá, sem varð til þess að kynningin náði ekki nógu vel fram og má hér benda umsjónarmanni Ráðhússins á betri míkrafón og/ eða slökkva á loftræstingunni með- an tónleikar fara fram, því hún verkar mjög truflandi þegar um flutning á tónlist af þessu tagi er að ræða. Samleikur á víólu og kontra- bassa TÓNLIST Ráðhús Reykjavíkur Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassa- leikari. Mánudagur 13. maí kl. 12.30. HÁDEGISTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson EFNISSKRÁ tónleika er meira en leiðsögn, ætluð hlustendum til lestrar og oftast nær eina heim- ildin um viðkomandi tónleika, sér- staklega ef þeir hafa ekki verið „teknir upp“, eins og sagt er, eða hljóðritaðir. Það er því ekki lítils- vert að vandað sé til prentunar efnisskrár. Þessar hugleiðingar komu upp við lestur þeirrar efnis- skrár sem fylgdi tónleikum Karla- kórsins Fóstbræðra, sem undirrit- aður sótti á dögunum í Langholtskirkju. Vel er vandað til alls frágangs. Þó er rétt að til- greina eitt og annað varðandi ritun textans í efnisskrá og er þar fyrst að nefna, að í handritum Eddu- kvæða er ekki ritað vas eða vasa. Að þessari hugmynd eiga Þjóð- verjar heiðurinn og ekki myndi það breyta miklu í söng að syngja Ár var alda. Í Fjölni 1836 og einni af elstu safnútgáfu á ljóðum Jónasar Hall- grímssonar er eitt kvæðið nefnt Heylóar-kvæði en í bókinni Fuglar Íslands og Evrópu er slíkt fugls- nafn ekki til, heldur „heiðlóa“ og þannig er nafn kvæðisins ritað í yngri ljóðasöfnum og sérútgáfum. Í efnisskrá tónleikanna er fylgt nafngiftinni, eins og hún birtist í Fjölni, með þeirri breytingu þó, að kvæðið er nefnt Heylóarvísa í efn- isskrá Fóstbræðra. Þá er ein önn- ur breyting, sem „stakk í eyru“, en það er í kvæðinu Eggert, úr Hulduljóðum Jónasar, að „bless- aðu þau í hverri sveit“ verður í efnisskrá tónleikanna „blessaðu þau í hvurri sveit“. Að þessu slepptu voru tónleikar Karlakórsins Fóstbræðra sérlega vandaðir og efnisskráin skemmti- lega saman sett, fyrst íslensk söngverk, þá nútímalegri ensk og bandarísk verk og tónleikunum lauk með lögum úr söngleikjum. Lögin Ár var alda og Lákakvæði eftir Þórarin Jónsson voru sérlega vel flutt, með einni undantekningu, er varðar áherslu á síðasta at- kvæði í þeim ljóðlínum er enda á tveggja eða þriggja atkvæða orð- um. Þrjú lög eftir Árna Thor- steinsson, í útsetningu Jóns Þór- arinssonar, voru glæsilega flutt, en með kórnum lék Steinunn Birna Ragnarsdóttir og hún lék einnig með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, er söng af glæsibrag þrjú lög eftir Jón Þórarinsson, Fuglinn í fjör- unni, Íslenskt vögguljóð á hörpu og Jeg elsker dig við fallega mót- aðan samleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Við flutning á tveimur af Jónasarlögunum eftir Atla Heimi Sveinsson hafði tón- skáldið aukið við hljómum fyrir kórinn, en hinum íslenska þætti efnisskrár lauk með Alþingisrappi eftir Atla, sniðuglega samansettu og gamansömu tónverki, sem var hressilega sungið, ásamt vel út- færðum samleik Steinunnar Birnu og Steef van Oosterhout er lék á slagverkið með miklum tilþrifum. Eftir hlé voru þrjú lög eftir Vaughan-Williams, Linden Lea, sem var fallega sungið og drykkju- vísan Down among the dead men, sem var hressilega sungin, en þetta skondna kvæði er til í af- burða góðri þýðingu Jónasar Árnasonar (Djúpt á meðal dauðra liggja skal). Þriðja lagið, The Turtle Dove, var sungið mjög fal- lega af Þorsteini Guðnasyni, ásamt kór og við undirleik Steinunnar Birnu, sem einnig lék með kórnum í ballöðunni um Little Musgrave and Lady Barnard, sérkennilegu verki eftir Britten, áhrifamikið verk er var afar vel flutt. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng síðan við und- irleik Steinunnar Birnu þrjú ensk lög eftir Howells, Warlock og Bridge og „brilleraði“ ásamt Stein- unni í stór-aríunni Glitter and be Gay, úr óperunni Candide eftir Bernstein. Stopwatch and the ordnance map eftir Barber er sér- kennilegt stríðsljóð og var afar vel flutt í samleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og Steef van Oost- erhout. Tónleikunum lauk með tónlist úr bandarískum söngleikjum, sem er góð til skemmtunar og var vel flutt og þar með lauk þessum efnisríku vortónleikum, undir stjórn Árna Harðarsonar, er stýrði sínum mönnum af kunnáttu og músík- ölsku innsæi. Efnisríkir vortónleikar TÓNLIST Langholtskirkja Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar hélt vortónleika sína dag- ana 8. til 11. maí, í Langholtskirkju. Ein- söngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorsteinn Guðnason. Píanóleikari var Steinunn Birna Ragnarsdóttir og á slag- verk lék Steef van Oosterhout. Föstudag- urinn 10. maí 2002. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim rúma áratug sem hún hefur starfað; verkefnin verða fjölbreyttari og hljómsveitin betri. Á tónleikum í Neskirkju lék hljóm- sveitin fyrst Concertino fyrir þrjá saxófóna og strengjasveit op. 13 eftir Victor Urbancic, með fulltingi saxófónleikaranna Sigurðar Flosa- sonar og Jóels Pálssonar á alt- saxófóna og Ólafs Jónssonar á ten- orsaxófón. Það var afskaplega vel til fundið hjá Ingvari Jónassyni hljómsveitarstjóra að draga fram úr glatkistunni þetta ágæta verk Victors Urbancic. Þótt Victor hafi verið einn af mestu áhrifamönnum í íslensku tónlistarlífi á sínum tíma, hefur tónlist hans ekki heyrst jafn oft og hún ætti skilið. Þetta litla konsertverk er til marks um það að í sjóðum Victors leynast perlur sem vert er að gefa gaum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna lék verk Victors Urbancic prýði- lega, andante þátturinn var sér- staklega fallega mótaður í blæ- brigðum og í lokaþættinum, náði hljómsveitin að laða vel fram fjör og glettni í líflegum leik. Kristín R. Sigurðardóttir söng einsöng með hljómsveitinni í þremur lögum eftir Sigfús Ein- arsson, Gígjunni, Sofnar lóa og Draumalandinu. Kristín skilaði sínu vel og söngur hennar hlýr og innilegur. Hljómsveitin var þó ekki alveg nógu góð; til að byrja með voru klarinetturnar of lágar og rytminn í Sofnar lóa var heldur laus í böndunum. Draumalandið var það besta þessara þriggja laga, skínandi vel flutt. Í þremur lögum eftir Gershwin var Kristín augljóslega ekki á sama heimavelli og í lögum Sigfús- ar Einarssonar. Lögin voru The Man I Love, Someone To Watch Over Me og Summertime. Í fyrri lögunum tveimur var textinn á reiki og innkomur ekki öruggar. Þetta gerðist þrátt fyrir það að söngkonan væri með nótur fyrir framan sig; – tæplega afsakanlegt á opinberum tónleikum, ekki síst í ljósi þess hvað blásarar sem léku með henni í fyrsta laginu og hljómsveitin öll í tveimur seinni lögunum léku vel. Púðrið sem kraftur var í var flutningur hljómsveitarinnar og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur á Rhapsody in Blue eftir Gershwin. Strax í upphafi stafaði hita og krafti af dramatískri og marg- frægri innkomu klarinettunnar í leik Rúnars Óskarssonar. Helga Bryndís er kraftmikill píanóleikari og lék einleikshlutann (utanað) mjög dýnamískt og afar músík- alskt. Hljómsveitin efldist öll og spilaði af lífi og sál; strengirnir voru sérstaklega góðir, jafnir og hreinir. Flutningur þessa verks var talsverður sigur fyrir Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna, þar sem hún sýndi að hún er meir en fær um að leika af fullkominni fag- mennsku á við hvaða hljómsveit sem er. Ingvar hefur haft lag á að fá til liðs við hljómsveitina dug- mikið fólk með áhuga; – þ.e. fólk sem ekki hefur hljóðfæraleik að aðalstarfi, en stundar ef til vill kennslu, eða hefur lært á hljóð- færi, en sinnir jafnan öðru, en um leið að fá til liðs við þennan ötula hóp kraftmikla fagmenn sem gefa leik hljómsveitarinnar svipmeira yfirbragð. Í heild voru þetta fínir tónleikar, þar sem músíserað var af einlægni og hjartans lyst. Bergþóra Jónsdóttir Fagmannleg hljómsveit TÓNLIST Neskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti verk eftir Victor Urbancic, Sigfús Ein- arsson og George Gershwin. Einleikarar á saxófóna voru Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson. Einsöngvari var Kristín R. Sigurðardóttir og einleikari á píanó Helga Bryndís Magnúsdóttir. Stjórnandi var Ingvar Jónasson. Laugardag 11. maí kl. 17.00. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Á SÍÐUSTU tónleikum Kammer- hóps Salarins í vetur var amerísk kammertónlist á dagskrá, fjögur verk eftir þrjú tónskáld; tvö dúó fyr- ir flautu og píanó og tvö verk fyrir tvö píanó. Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir léku fyrst verk Footes, Þrjú verk op. 31. Þrátt fyrir amerískan uppruna tón- skáldsins ber verkið sterkan keim af franskri flautumúsík frá fyrri hluta 20. aldar; ekki bara frönsk nafngift og kaflaheiti á frönsku, heldur er tónmálið sjálft í anda þess sem frönsku tónskáldin voru þá að gera. Í Frakklandi var líka mikil gróska í smíði flautuverka og mörg bestu flautuverk þess tíma þaðan komin. Áshildur Haraldsdóttir hefur þenn- an stíl fullkomlega á valdi sínu og lék þetta snotra og hugljúfa verk ákaflega fallega. Samleikur þeirra Nínu Margrétar var elegant og fág- aður; samspilið músíkalskt og blæ- brigðaríkt. Lýríkin í milliþættinum var sérdeilis hrífandi og fallega mót- uð andstæða við fjörið í upphafs- þættinum. Hjarðljóðið var syngj- andi mjúkt og þokkafullt. Aaron Copland slær á allt aðra strengi, og er sannarlega amerískt tónskáld með sinn persónulega og skemmtilega stíl. Þær Áshildur og Nína Margrét áttu ekki í nokkrum vandræðum með að finna verki hans karakter við hæfi og túlkun þeirra á Dúóinu heilsteypt og góð. Í heild var leikur þeirra Áshildar og Nínu Mar- grétar andríkur og sérstaklega gleðjandi. Danzón Cubano er meðal þekkt- ari verka Coplands. Glíma þeirra Miklósar Dalmay og Péturs Máté við þennan píaníska rammaslag var fislétt, rytmísk og dansandi. Amer- íkumaður í París er annað tíma- mótaverk amerískra tónbókmennta, og þar fóru þeir Miklós og Pétur á kostum. Leikur þeirra var hárná- kvæmur í rytmík og dýnamískur. Tilfinningin fyrir því að á sviðinu sætu ekki tveir píanóleikarar heldur eitt dúó var sterk – þeir gáfu hvor öðrum sitt rými en samleikurinn var hnökralaus og virkilega músíkalsk- ur. Þannig lauk fyrsta starfsári Kammerhóps Salarins, sem hefur sýnt það í vetur að hann er góð við- bót í tónlistarflóruna á höfuðborg- arsvæðinu. Tónleikar hópsins eru öðru vísi en aðrir; fyrir það fyrsta eru þeir svo mátulega langir; um klukkutími að lengd; þemavinnan skilar skemmtilegri og svipmeiri tónleikum og úrval afbragðs tónlist- armanna sem hefur spilað með hópnum er gott. Það er mikilvægt að þessi hópur fái tækifæri til að æfa og þróa samspil sitt áfram. Með stöðugri áhöfn og stöðugri samæf- ingu skapast möguleikinn á því að hin músíkölsku ævintýri gerist. Fyrsti starfsvetur Kammerhóps Salarins lofar einmitt góðu um það. Morgunblaðið/Golli Píanóleikararnir Pétur Máté og Miklós Dalmay. Kammerhópur slítur barnsskóm TÓNLIST Salurinn Kammerhópur Salarins lék ameríska kammertónlist; Dúó fyrir flautu og píanó eftir Aaron Copland, Trois pieces op. 31 fyrir flautu og píanó eftir Arthur Foote, og Danzon Cubano fyrir tvö píanó eftir Cop- land og Ameríkumann í París fyrir tvö pí- anó eftir George Gershwin. Hljóðfæra- leikarar voru Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir og Miklós Dalmay og Pétur Máté. Sunnudag 12. maí kl. 17.00. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.