Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 41
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 41 ÞAÐ voru mikil gleðitíðindi sem gerð- ust fimmtudaginn 17. janúar þegar undirrit- aður var samningur á milli Ungmennafélags Íslands og fimm hérða- sambanda, um upp- byggingu þjónustumið- stöðva á landsbyggð- inni. Flest héraðssam- bönd eða aðildarfélög UMFÍ hafa rekið sínar eigin skrifstofur til að þjóna sínu starfssvæði en með misjöfnu ör- yggi. Starfshlutfallið er mismunandi eftir árs- tíðum og álagið eftir því, þannig að víða hefur verið erfitt að manna skrifstofurnar til lengri tíma. Ör starfsmannaskipti gera það að verk- um að erfitt getur reynst að taka á móti nýjum verkefnum eða setja sig almennilega inn í málefni æskulýðs- og íþóttamála og fylgja þeim eftir á héraðs- og landsvísu. Með uppbyggingu þjónustumið- stöðva í hverjum fjórðungi er verið að styrkja stoðir slíkrar þjónustu og efla tengsl milli UMFÍ og ung- mennafélaga þess. Það hefur verið eindreginn vilji félagsmanna að flytja ýmis verkefni í auknum mæli út á landsbyggðina, s.b. Ung- lingalandsmótin og Landsmót UMFÍ. Því gefst nú þessum miðstöðvum tækifæri á að bera ábyrgð á einstökum átaksverkefnum er falla að meginmarkmiðum UMFÍ, þ.e. „ræktun lýðs og lands“. Þar gefst almenningi jafn möguleiki á ræktun líkama og sálar með þátt- töku í félags-, menningar-, umhverf- is- og íþróttamálum. Þjónustumiðstöðv- arnar sem nú verða efldar eru á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar (UM- SB), Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE), Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands (ÚÍA) og Héraðssam- bands Skarphéðins (HSK). Þessi héraðs- sambönd munu því sinna stærra svæði en þau hafa gert fram að þessu, m.t.t. einstakra verkefna. Þannig mun t.d. UMSB þjónusta svæðið allt frá Hvalfjarð- arbotni og Akranesi til N-Barða- strandar og Vestur-Húnavatnssýslu. Innan þessa svæðis má finna eftir- farandi aðildarfélög UMFÍ, önnur en UMSB; UMF. Skipaskagi, HSH, UDN og USVH. Helstu verkefnin munu verða m.a. að fylgja eftir verkefnum landssam- takana, auka upplýsingaflæðið frá ungmennafélögum og aðildarfélög- um til skrifstofu UMFÍ og öfugt, efla samstarf og styrkja þau félög sem viðkomandi miðstöð sinnir. Á þessu ári fær hver skrifstofa 1 milljón króna til verkefnisins. Þó upphæðin sem slík sé ekki mjög há miðað við verkefnin, má líta á þetta sem góða byrjun til að undirbúa og skipu- leggja starfið. Það er óskandi að uppbygging og reynsla miðstöðv- anna verði ungmennafélagsmálum til framdráttar, og andlegrar og lík- amlegrar heilsu almennings til heilla. Það er ánægjulegt og þakkarvert þegar ríkisvaldið styrkir og styður við verkefni sem eru til þess fallin að efla málefni landsbyggðarinnar og það starf sem unnið hefur verið af ungmennafélögum landsins. Það er von mín að þetta verkefni verði unn- ið á markvissan hátt og í sátt við þá aðila er koma að íþrótta- og æsku- lýðsmálum á landinu. Þjónustumið- stöðvar UMFÍ Ásdís Helga Bjarnadóttir Íþróttir Með uppbyggingu þjón- ustumiðstöðva í hverj- um fjórðungi, segir Ásdís Helga Bjarna- dóttir, er verið að styrkja stoðir slíkrar þjónustu og efla tengsl milli UMFÍ og ung- mennafélaga þess. Höfundur er í stjórn UMFÍ. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur nýverið lýst því yfir að Nautgripafélag Íslands fái ekki leyfi landbúnaðarráðuneyt- isins til að flytja inn norska fósturvísa af NRF-stofni. Bið verði því á að kynbæta megi íslenskar mjólkurkýr með þessu erfðaefni og ná með því fram auk- inni hagkvæmni og af- urðahærri gripum í fjósum þeirra bænda sem þess óska. Aftur á móti hafa Norðmenn nýlega látið taka hátt í 200 fósturvísa úr íslenskum ám til kynbóta á gamla norska fjárstofnin- um og er sem enginn sjái neitt at- hugavert við það. Engum virðist heldur hafa dottið í hug að vara frændur vora Norðmenn við hættum sem hugsanlega gætu verið þessu samfara, vegna landlægrar riðu í sauðfé, hvorki vísindamenn né vel- unnarar íslensku kýrinnar innar fornu sem kenna sig við Búkollu. Deilt um keisarans skegg Kúabændur þeir sem mestan áhuga hafa á nautgriparækt og kyn- bótum íslensku mjólkurkýrinnar hafa lýst því yfir að stríðið sé fráleitt tapað þótt einni orrustu hafi lokið með ósigri. Þeir hafa fullan hug á að láta reyna enn á málið hjá landbún- aðarráðuneytinu. Hafa þeir haft við orð að sækja aftur um leyfi til inn- flutnings á norskum fósturvísum að breyttum forsendum. Þá hafa þær raddir gerst æ háværari sem segja að Guðni Ágústsson sé í raun óhæfur til að úrskurða í málinu sem ráðherra landbúnaðarmála, vegna fyrri yfir- lýsinga og tengsla við hagsmuna- aðila. Því er jafnvel haldið fram að hann hefði í rauninni átt að víkja sæti áður en endanleg ákvörðun var tekin varðandi umsókn Nautgriparæktar- félags Íslands. Það hlálegasta í þessu máli er þó ef til vill að eftir allt saman er hér verið að deila um keisarans skegg. Í land- inu eru nefnilega í raun ekki eitt held- ur fjögur kúakyn. Frá því á sjöunda áratugnum hafa menn verið að rækta hér holdanaut til manneldis og eru nú í landinu til viðbótar frændgarði Bú- kollu og sænautanna gráu, tvenns konar skoskt kúakyn, Aberdeen Ang- us og Galloway og eitt franskt að upp- runa, Limousin, sem jafnvel er talið svo fornt að það sé jafnaldra evr- ópska meginlandinu og hefur því enda verið dreift til kynbóta vítt um jarðarkringluna. Búkolla mín, bu, bu, bu! Hvað ætli yrði sagt ef bændur færu að reyna að mjólka kvígur af einhverju þessara innfluttu kynja? Ekki veit maður neitt hvernig nytin er úr slíku holdneyti, en væri hægt að segja eitthvað við því, fremur en að íslenskum neytendum sé boðið upp á kjöt af „erlendum“ gripum þótt fram- leitt sé innanlands? Væri þá ekki á sama hátt hægt að flytja inn NRF- fósturvísa til framleiðslu á NRF- „holdanautum“ sem síðan yrðu óvart mjólkuð til manneldis? „Ég geri ekki lítið úr ótta fólks gagnvart kúariðu en fósturvísar eru að mati færustu vísindamanna taldir áhættulausir,“ sagði landbúnaðar- ráðherra um fyrirhugaðar kynbætur með norskum fósturvísum, í blaðavið- tali snemma árs 2001. Í sama streng er tekið í skýrslu sérfræðinga sem hann lét taka saman vegna hættu af kúariðu í nálægum löndum. Ráð- herrann segir nokkrum vikum síðar að miðað við breyttar aðstæður þyrftu íslenskir kúabændur að end- urskoða þau áform sín að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm. Fé- lagsskapurinn Búkolla var þá kominn á fullan skrið og Guðni sá í hendi sér að atkvæði gátu verið í hættu á Suð- urlandi við næstu alþingiskosningar ef ekki yrði brugðist við skjótt. Og nú hefur hann sumsé kveð- ið upp úr með að hann ætli alls ekki að leyfa kynblöndun íslensku kýrinnar. Kýrin eina sanna Landbúnaðarráð- herra hélt blaðamanna- fund þar sem hann til- kynnti þessa ákvörðun sína og lét þess m.a. getið að þá fyrst þegar íslenskir kúabændur töluðu einum rómi í þessu máli væri þess að vænta að hann kynni að endurskoða afstöðu sína. Bar hann fyrir sig hæpnar lagaforsendur og vitnaði í lög frá árinu 1990 sem kveða á um var- kárni við að blanda saman ólíkum kynjum (t.d. árásargjörnu og gæfu kyni) sem ekki hefur verið beitt fyrr þegar komið hefur til tals að kynbæta aðrar tegundir húsdýra. Árið 1994 fengu svínabændur til að mynda leyfi án fyrirliggjandi rannsókna til að flytja inn lifandi svín til kynbóta, og eru nú þátttakendur í sameiginlegu norrænu ræktunarstarfi og flytja reglulega inn erfðaefni. Guðni Ágústsson lá heldur ekki á því að hann tæki ákvörðun sína ekki síður af tilfinningasemi og notaði tækifærið á áðurnefndum blaðamannafundi til að ítreka ást sína á íslensku kúnni, þótt ekki væri stórgripur innan seilingar svo smellt yrði kossi á granir, líkt og áður þegar kveðið var: Kyssir hann enn á kalda grön kýrinnar einu sönnu, þótt efnið fari ögn á skjön í andans mjólkurkönnu. Hvergi grænna gras Gamall kunningi, reyndur kúa- bóndi og djúpvitur, sagði við undir- itaðan um daginn, að sér virtist helst sem þetta stjórnvald landbúnaðar- mála á Íslandi talaði niður til þegn- anna, með líkum hætti og tíðkaðist í Albaníu á dögum einræðisherrans Enver Hoxha. Fólki var þar sagt að hvergi í heimi væri betra að búa en einmitt í Albaníu, – sem þá var lok- aðasta land í heimi, – hvergi á jarðríki væri grasið grænna, himinninn blárri, kýr fegurri né tíðar troðjúgra, loftið tærara eða fólk hjartahreinna og betur siðað. Því væri mikilvægt að vernda landið og íbúa þess með því að hleypa ekki að erlendum hroða, hvorki af vestrænum toga né sovésk- um. Landamæri Albaníu opnuðust fljótlega eftir að Hoxha karlinn geispaði golunni, – og fólkið sá að það hafði setið eftir á þróunarbrautinni, við armæðu og kröm, á meðan aðrar þjóðir bjuggu við ólíkt betri hag. Þessi innantóma mærð og þjóðern- isrómantík hafði ekki verið annað en aumlegt yfirklór til að reyna að breiða yfir kúgun og örbirgð. Minn gamli kunningi sagðist telja að menn eins og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ættu að láta sér víti Albana til varðnaðar verða, fremur en ástunda sjálfir innantómt hjal um íslenskan landbúnað og fjör- egg íslenskrar menningar. Aldrei er heldur að vita hvað í ljós kæmi ef svipt væri burt pótemkín- tjöldum þeim sem íslensk stjórnvöld hafa reist um þessa atvinnugrein. Þangað til getur Guðni Ágústsson vísast haldið áfram að lyfta ásjónu sinni til himins, hleypa brúnum og lofa allt sem íslenskt er, – umhugs- unarlaust. Eðalkýr eða erlendar Rúnar Ármann Arthúrsson Höfundur er blaðamaður. Kúakyn Í landinu, segir Rúnar Ármann Arthúrsson, eru ekki eitt heldur fjögur kúakyn. Pressukanna verð kr. 1.995 2 bollar í stíl kr. 995 Stálútlit (matt) Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.