Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ fer ekki milli mála að Sjálf- stæðisflokknum finnist hann í raun og veru eiga völdin í Reykjavík. Alla vega þeir sem mestu ráða í þeim flokki. Reykjavíkurlist- inn hafi tekið þessa eign ófrjálsri hendi fyrir átta árum og tími sé kom- inn að þessum lánstíma sé lokið. Hinn réttmæti eigandi Reykjavíkurvaldsins krefst á nýjan leik fullra yfirráða yfir þeirri eign sem hefð 20. aldar hefur veitt honum. Stundum er auðvelt að fá þá til- finningu að eiginlega sé það mik- ilvægara fyrir einstaka sanntrúaða sjálfstæðismenn að ráða Reykjavík- urborg en ríkisstjórninni. Stjórnmálaflokkar eru ekki að- eins félagsskapur fólks með ákveðnar sameiginlegar skoðanir heldur einnig ákveðið valdatæki og menningarfyrirbæri. Einn styður annan, helst mann fram af manni og hefðin er hér öllu öðru mikilvægari. Þessi skilgreining er nauðsynleg til að skilja núverandi baráttu Sjálf- stæðisflokksins fyrir að endur- heimta völdin í Reykjavík. Skoðana- lega verður þessi flokkur æ marg- breytilegri hópur en sem valdatæki og sem hluti pólitískrar menningar, ættartengsla og hefðar verður hann harðskeyttari og samstæðari. Sé þessi skilgreining rétt sannast hið fornkveðna að vald spillir. Fólk skipar sér ekki lengur í hóp eftir sannfæringu heldur til að ná völd- um og síðan hygla hvort öðru. Þeg- ar þessi sami hópur tengist gjarnan sterkasta fjármálavaldi landsins, hvort sem við ræðum um „kol- krabbann“ eða kvótakónga er spill- ingarhættan ennþá ljósari. Sjálfstæðisflokkurinn er tví- mælalaust voldugasti ríkisstjórnar- flokkurinn. Ef hann nær aftur öll- um fyrri völdum sínum í Reykjavík erum við farin að búa við aðstæður þar sem of mikil völd eins aðila eru óheppileg fyrir gott lýðræði. Við skulum óska þess að hver stjórnmálaflokkur eigi tilveru sína fyrst og fremst að þakka sameig- inlegum hugmyndum. En ekki valdi. Ekki valdi til að ráðskast með fólk. Því þarf að hindra að valda- flokkurinn, sem kenndur er við sjálfstæði, nái aftur fyrri fótfestu í Reykjavík. Því að vald spillir. KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ, skipar 11. sæti Reykjavíkurlistans. Eiga flokkar fólk? Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé: Kolbeinn Óttarsson Proppé EFNISHYGGJAN lætur ekki að sér hæða en vélar og hæðir mannfólkið. Hún lætur vesælar sálir halda að allt sé fengið með að verða ríkur, en að hugsun, undir- staða atgervis, skipti minna máli. Sumir ráðamenn eru svo uppteknir af eigin velferð að þeir gleyma til hvers þeir voru kosnir. Þá vantar þann þroska skilnings og samkenndar sem góð manneskja skartar. Upp á stjörnu- himin stjórnmála hefur skotist kona, öryggið uppmálað, hugrökk og mál- vís, en ekki að sama skapi hógvær og góðviljuð. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir var kosin borgarstjóri og lof- aði hún góðu í fyrstu, en breytti fljótt um stíl. Áhugaleysi þessarar sterku konu fyrir afkomu og velferð þeirra sem fatlast hafa, hvort sem er af slysförum eða öðru, skín víða í gegn. Hún hefur sýnt ferðaþjónustu fatl- aðra og húsnæðismálum fátækra lygilegt tómlæti. Sjálfstæðisflokkur- inn hafði látið ferðaþjónustuna fá nýjan bíl árlega, en Ingibjörg dró þar úr sem fleiru og kórónaði áhuga- leysi sitt á velferðarmálum fatlaðra með því að ráða ósamvinnuþýða og skilningslitla konu sem forstjóra fyr- irtækis sem varðaði þá. Ferðaþjón- usta fatlaðra er þeim geysilega mik- ilvæg, en nú liggur við að Ingibjörg leggi í rúst mikilvægasta þáttinn og er nú svo komið að sendibílar flytja stóran hluta hjólastólafólks í farang- ursrými þar sem hver misfella í veg- um veldur óþægindum fyrir utan þrengslin og virðingarleysið. Hún hefur kosið að taka hag verktaka framar þeim sem fyrir er unnið. Sér- hannaðir bílar fyrir hjólastóla eru í auknum mæli notaðir fyrir gangandi fólk sem vel getur notað nær hvaða bíl sem er. Fyrir liggur að starfsem- in verði boðin út nái hún kosningu og væri það ljót aðför að fötluðu fólki. Í borgarstjóratíð Ingibjargar hefur húsaleiga orðið yfirgengilega há og fólki með lágar og meðaltekjur of- viða. Aldrei hefur slík holskefla ok- urs dunið yfir landsmenn í húsa- leigumálum. Við úthlutun lóða er sá sigurvegari sem hæst býður og er nú svo komið að almenningur hefur þar enga möguleika og segir sig sjálft að húsnæði verður þeim ókaupandi. Þrælafjötrar húsaleigu er þeim boð- ið sem vilja stofna fjölskyldu. Við liggur að 9-10 fermetra herbergi leigist nú á sama verði og eðlilegt er að 60-70 fermetra íbúð sé. Með lóða- skorti og okri á þeim fáu sem bjóðast hefur fjöldi húsameistara verið úti- lokaður og þar með samkeppni og fjölbreytni. Milljarða kostnaður í til- færslu á landi, borgarenda á milli, eykur skuldasöfnun og vandræði. Ekki átti ég von á að það yrði hag- stætt fötluðum og öðrum sem eiga fárra kosta völ að koma R-listanum frá eins og nú er komið og sorglegt að sýndarmennskan skuli þar vera mannúðinni yfirsterkari. Pólitík kemur ótrúlega mörgum í stað trúar og er það í meira lagi hallærislegt og líkist skjóli fyrir huglausa. Fólk á að kynna sér málin og þora að gera það sem því finnst rétt. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Til fátækra kjósenda Frá Alberti Jensen: Albert Jensen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.