Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lilja SigríðurGuðlaugsdóttir fæddist á Siglufirði 17. júlí 1923. Hún lést 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árnína Sigurð- ardóttir, f. á Hálsi í Kinn 30. júlí 1890, og Guðlaugur Sigurðs- son, f. á Hamri í Stíflu 19. feb. 1891, þau eru bæði látin. Lilja átti þrjú systkini og var þeirra elst, Georg, Sigurbjörn, látinn, Arnfríður, látin. Eig- inmaður Lilju var Magnús Sig- urðsson frá Akurhúsum í Garði, f. 9. ágúst 1912, d. 2. jan. 1982. Þau eiga átta börn: 1) Valur Arnar, f. 21. jan. 1944, d. 9. mars 2002, börn hans eru: María Kolbrún, Herbert, Arnar Valur og Kolbrún Rósa og barnabörnin eru þrjú. 2) Árnína Gréta, f. 11. júní 1945, maki Bald- ur A. Hlöðversson, börn þeirra eru Þuríður Sigurrós, Hlöðver Magn- ús og Íris Ólöf og barnabörnin eru átta. 3) Eyrún, f. 15. júní 1948, maki Guðlaugur L. Pálsson, börn þeirra eru Eiður Ottó, Lilja Sigríð- ur, Bjarklind Aldís og Ásthildur Björk og barnabörn- in eru níu. 4) Áslaug, f. 29. des. 1950, dótt- ir Magný Ósk og barnabörnin eru fjögur. 5) Sóley Magnea, f. 23. feb. 1956, maki Eiríkur Ottó Bragason, börn hans eru Einar Guð- mundur og Sigrún Rósa og barnabörnin eru tvö. 6) Hreinn, f. 15. maí 1957. 7) Hrönn, f. 17. feb. 1959, maki Gunnar Vagn Aðalsteinsson, fósturbarn Kolbrún Rósa. 8) Birna, f. 4. okt. 1962, synir hennar eru Sævar Valur og Hafþór Helgi. Lilja ólst upp á Siglufirði og kynntist Magnúsi þar, fluttist til Reykjavíkur þar sem þau hófu bú- skap. Lilja vann hin ýmsu störf um ævina, t.d. þjónustustörf, þrif, umönnun og fleira, jafnhliða því að hún sinnti barnmörgu heimili sínu. Síðustu stafsárin vann hún á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður gerð frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans mamma mín, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona snögglega. Ég sem ætlaði að hringja í þig á sunnudagskvöldið og heyra í þér hljóðið. Þið Hreinn bróð- ir voruð hjá Sollu systur á laugar- deginum að hjálpa til við vorverkin og þú gafst ekkert eftir við það. Enn og aftur er ég að reka mig á hvað dauðinn kemur snögglega og er mis- kunnarlaus. Fyrir nákvæmlega tveimur mánuðum steigst þú þín erfiðustu spor sem þú hefur stigið um ævina, það var þegar þú kvaddir frumburð þinn og fylgdir honum til grafar. Við vorum stolt af þér þá, þú varst kletturinn sem stóð upp úr öllu og æðruleysið var ótrúlegt sem þú sýndir, ég get bara vonað að ég eld- ist svona fallega og viturlega. Ég á sem betur fer svo ótalmarg- ar minningar um ást þína, fórnfýsi og dugnað í minn garð að ég veit varla hvar á að byrja. Þegar ég kom úr sveitinni á sumrin fékk ég alltaf mjög slæman höfuðverk, þá bjóstu um rúmið mitt, hitaðir vatn fyrir mig til að drekka, settir kaldan bakstur á ennið á mér og settist síð- an á rúmið, hélst um ennið á mér þar til ég sofnaði. Þegar við Gunnar komum að vestan var gjarnan spiluð fjögurra manna vist og við spiluðum stundum langt fram á nótt, fátt fannst þér skemmtilegra en að vera innanum fólk til að spjalla og hafa það notalegt. Þegar Hreinn bróðir slasaðist og honum vart hugað líf þá hættir þú að vinna og helgaðir þig honum, ekki var spáð í hvort þú hefðir efni á því, þetta varð bara að gera og með ást og gleði gerðir þú það. Að missa Val var hræðilegt áfall fyrir ykkur bæði og nú ert þú líka farin. Við höfum misst mikið á skömmum tíma en missir Hreins er þó mestur. Við lofum þér að við munum hlúa vel að honum, hann er búinn að standa sig eins og hetja. Þegar við systkinin vorum yngri þá var oft fjölmennt á heimilinu og vinir okkar voru alltaf og ekki síður vinir þínir. Oft vorum við inni í her- bergi að spila á gítar og syngja, jafnt að degi sem að kvöldi, ég minnist þess ekki að þú hafir kvartað yfir því, þú kíktir inn í herbergi og heils- aðir upp á okkur. Þú varst sjálf svo söngelsk að þú hafðir gaman af þessu. Ég sé þig í anda þegar þú varst að syngja og dansa eftir út- varpinu um stofugólfið með eitt- hvert barnabarnið í fanginu. Oftar en ekki varstu raulandi við húsverk- in og ég sé fyrir mér litlu ömmuang- ana þína með tusku að hjálpa til við þrifin. Þú vandir okkur á að nota tusku mjög ung og varst ekki að setja fyrir þig þó að við þvældumst kannski meira fyrir en að gera eitt- hvert gagn. Eitt sinn þegar þú varst að þrífa þá vildi Magný frænka, þá bara tveggja eða þriggja ára, fá að hjálpa til og bað um tusku til að þurrka af, þú varst búin að þurrka af öllu og bera húsgagnabónið á, en þú vildir leyfa barninu að hjálpa til og sagðir henni að fara fram á bað og sækja tusku, ekki vildi betur til en svo að Magný tók blauta og skítuga skúringartuskuna og fór að hjálpa ömmu að þurrka af, það kom ekki styggðaryrði frá þér, þú bara brost- ir og lést hana fá aðra og meiri við- eigandi tusku og hrósaðir henni fyr- ir dugnaðinn. Ekki óðum við í veraldlegum gæð- um en þú lagðir allan þinn metnað í að hafa heimilið þrifalegt og okkur börnin hrein. Gestagangurinn var mikill og minnti stundum á umferð- armiðstöð. Það var svo gott að fá tíu dropa hjá henni Lilju minni, þetta heyrði maður iðulega sagt. Þú varst mikil barnagæla og ömmubörnunum þótti þú vera langflottust af öllum, ég þekki engan sem hefur komist með tærnar þar sem þú varst með hælana í þessu eins og svo mörgu öðru, en ekki bara gagnvart börnum því aðþú laðaðir að þér fólk á öllum aldri. Þú varst alltaf mjög lagin í höndunum og hafðir alla tíð gaman af hannyrðum. Þú varst búin að standast hjartaáfall og blóðtappa og mér fannst að þú myndir sigrast á nánast hverju sem væri, en það er víst ekki hægt til lengdar. Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að kveðja þig, þó svo að sá tími hafi verið mjög naumur. Elsku mamma mín, ég gæti haldið endalaust áfram því að þínir góðu kostir verða seint tæmandi. Ég veit að pabbi, Valur og þau öll hin hafa tekið vel á móti þér er þú kvaddir okkur hér. Ég ætla að láta staðar numið hér og leyfa hon- um pabba þínum, Lauga afa, að hafa síðasta orðið hér í þessari kveðju minni til þín. Hafðu mínar kærustu þakkir um aldur og ævi, elsku mamma. Móðir; þín minning mæta, mér geymist ætíð hjá, hryggðin vill hug minn græta, er hugsa, um burt fór þá. Margs því má ég sakna, meira en ég fæ séð, sorgin, hún við það vaknar, varla fæst huggun lið. Því var nú dauðinn dapri, að draga þig burtu frá mér? í nákuldans, nepju napri, nú má ég standa hér. Einmani, undin rúinn, eins og lostin af stein, gjörvöll er gleði flúinn, gefst við því bót ei mein. Ég kveð þig með klökkum anda, komna í grafar hvarf, þýðar skal þakkir vanda, þér fyrir unnið starf, Síðar við finnast fáum, friðarins landi á, sælunnar samvistum náum, sólkonungi hjá. (Guðlaugur Sigurðsson.) Blessuð sé minning þín. Þín dóttir, Hrönn og fjölskylda. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér og fjölskyldu minni í gegnum öll ár- in. Það rifjast upp ótal atvik, þar á meðal þegar þú varst að passa mig, ég hef verið 11 eða 12 ára, og mér varð svo illt í maganum. Þú kunnir gott ráð við því og eldaðir fyrir mig hafragraut og það var segin saga, mér batnaði strax. Þú kunnir alltaf góð ráð við öllu og enn í dag nota ég þetta ráð fyrir mig og mína. Það er svo skrítið að þú skulir vera farin frá okkur og þú skilur eftir svo mikið tómarúm hjá okkur öllum. Engin amma bjó til jafngott kókó, eins og við kölluðum kakóið þitt, og allar góðu pönnsurnar þínar sem allstað- ar voru ómissandi þegar tilefni þótti til. Ég er svo innilega þakklát Sollu frænku að hafa komið með þig í heimsókn til okkar, það er ekki nema vika síðan það var. Fáa þekki ég sem eru jafnlétt- lyndir og þú varst og þú hafðir svo gaman af dægurlögum og tónlistar- smekkurinn var breiður, allt frá Hauki Morthens til Siggu Beinteins. Þú áttir ráð fyrir alla og máttir ekk- ert aumt sjá. Okkur stelpunum fannst svo gaman þegar þú kíktir í bolla fyrir okkur og sást alltaf eitt- hvað sniðugt og fallegt. Við viljum votta börnum hennar og öðrum að- stendum, okkar dýpstu samúð. Okkur langar að kveðja þig með orðunum hans pabba þíns, hans Lauga langafa. Á kveðjustundu hef ég margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð. Heilsu og lífi fjarar stundum fljótt, fyrr en varir komin dauðans nótt. Þannig endi ævileiðin þín, áður en varði, látna vina mín. Saknaðar funheitu falla nú tár, er flyt ég þér kveðjuna mína. Vertu svo blessuð um eilífðar ár, annist Guð sálu þína. (Guðlaugur Sigurðsson.) Blessuð sé minning þín, amma mín. Þín Ásthildur og fjölskylda. Oft eru orð á blaði aðeins það sem hugurinn geymir, mörg ósögð orð koma upp í bland við minningarnar. Hvað skal segja, hvernig skal kveðja á slíkum stundum? Nú er amma dáin og við sem eftir lifum eigum minningarnar og minn- ingarbrot til að hugga okkur við í framtíðinni. Amma var kona af þeirri kynslóð sem þekkti ekki nútímaþægindi eða að gera kröfur um slíkt sér til handa. Þrátt fyrir það var hún alltaf glöð, kát og ánægð og stutt í brosið, glettnina og hláturinn og ekki var lengi verið í návist hennar án þess að farið væri að glettast og hafa gaman af lífinu og tilverunni. Amma var alin upp á þeim árum sem fólk þakkaði fyrir hvern dag sem það hafði nóg fyrir sig og sína. Amma var ung þegar hún fór að búa með Magnúsi afa, sem örugglega bíður hennar og tekur á móti henni brosandi þar sem hún mun dveljast á næstunni. Þar voru ekki mikil ver- aldleg efni, en börnin urðu mörg, alls átta á fáum árum. Þótt engin nú- tímaþægindi væru og efnin lítil hef ég alltaf heyrt að hún hafi aldrei kvartað og kynntist því síðan sjálf að amma gekk að hverjum degi með léttri lund þótt áhyggjur fyrir kvöld- inu og hvernig hægt væri að annast barnahópinn daginn eftir vofði oft yfir. Þrátt fyrir lítil efni kom hún barnahópnum upp og þau flugu úr hreiðrinu og stofnuðu sínar fjöl- skyldur eitt af öðru. Þótt lítil efni væru var aldrei svo LILJA SIGRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR                   ! "#          $ % & '(#&  '(#$        ) &  $  & *        !      %+',-.  /001  & #   2      " #!      " $ "     %  &    !     " $ "       () *++ (3       !   4 #   &   4&  4&     5 56 5 5 56 * ,                 "         7 18 101   %!  (   9 ! "#  "!     %  -   .!    " /! .      () )++   1 !   ' :0(!& &    *  1 56  &  . ;  &   4& %!  #  &    #   . +2 &  <2   =  1  & )   &!& *        !   .-3 +1+ ,+/001 + &>  4() !  2%6 5 !#'? &    " !0       "   (+  ,       '     !    & (/4  $ !     #&  = &# &   4! &  %6  /"#  1 !  &   4& @* !      !         %1-.$-/001  &  !   "$1 12 !   (+  ,    .  4 # &  $ !   '  A$  &  '  A &   ' !  <! !1 56  &     4& 5 56  64456    64456 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.