Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ REGLUR verða settar um hvaða skilyrði tónlistarskóli þarf að uppfylla, til þess að geta sótt um styrk til Reykja- víkurborgar samkvæmt drög- um að tillögum nefndar um fyrirkomulag tónlistarnáms. Drögin voru kynnt í fræðslu- ráði á dögunum, en þriggja manna nefnd um fyrirkomu- lag tónlistarnáms var skipuð í byrjun ársins í kjölfar um- ræðna og gagnrýni sem komið hafði fram á úthlutun styrkja til tónlistarskóla í borginni. Í drögunum segir að í út- hlutunarreglunum verði gerð- ar kröfur til skólanna í sam- ræmi við gildandi lög og Aðalnámskrá tónlistarskóla. Allir tónlistarskólar, líka þeir sem nú njóta styrkja, þurfi að sækja um viðurkenningu á sinni starfsemi að nýju til þess að vera styrkhæfir. Reglurnar eiga samkvæmt drögunum að verða tilbúnar 1. október 2002. Síðan fá skólarnir frest til 1. febrúar 2003 til að upp- fylla skilyrðin og sækja um styrk. Þá segir í drögunum að nemendur með lögheimili í öðrum sveitarfélögum verði áfram teknir inn í tónlistar- skóla í Reykjavík, ef heima- sveitarfélagið ábyrgist greiðslu þess kostnaðar, sem hlýst af veru nemandans í skólanum umfram skólagjöld. Í dag eru nemendur með lög- heimili í öðrum sveitarfélög- um 409, en aðeins 60 Reykvík- ingar eru í námi í tónlistarskólum nágranna- sveitarfélaganna. Nauðsyn- legt er að fá kostnaðinn af kennslu þeirra til baka frá heimasveitarfélaginu. Bendir nefndir á fordæmi frá Akur- eyri, þar sem slíkt hefur tíðk- ast undanfarin fimm ár. Þá segir í drögum að tillög- um nefndarinnar að ríkið eigi að kosta nemendur á fram- halds- og háskólastigi. Mikill meirihluti tónlistarkennslu á framhalds- og háskólastigi fer fram í tónlistarskólum í Reykjavík, segir í greinargerð nefndarinnar. „Á það jafnt við um kennslu nemenda með lög- heimili í Reykjavík og kennslu nemenda með lögheimili í öðr- um sveitarfélögum landsins og jafnvel í öðrum löndum. Í dag eru nemendur á fram- halds- og háskólastigi tónlist- arnáms 293. Aftur á móti eru 777 nemendur 17 ára og eldri, þar af 539 með lögheimili í Reykjavík. Óeðlilegt er að Reykjavíkurborg beri kostn- að af menntun þessara nem- enda.“ Þá mun nefndin samkvæmt drögunum leggja til að nem- endaskrá tónlistarskóla og upplýsingar um biðlista verði á Fræðslumiðstöð. Í greinar- gerð segir: „ Komið hefur í ljós að margir nemendur eru skráðir á biðlista í fleiri en ein- um skóla. Með því að safna öll- um skráningum á einn stað, þ.e. skólarnir sendu reglulega frá sér umsóknir í stöðluðu formi, skapast yfirsýn um að- sókn og unnt að beina nem- endum þangað sem pláss losn- ar, þó reynt verði að virða óskir þeirra um val á skóla og/ eða kennara.“ Að lokum segir í drögum að tillögum nefndarinnar að komið verði á skipulögðu sam- starfi tónlistarskóla og grunn- skóla með hagi viðkomandi hverfis að leiðarljósi. „Sam- starfið felst m.a. í skipulagn- ingu vetrarstarfsins í öllum skólum í sama skólahverfi,“ segir í greinargerð. „Gert er ráð fyrir að allir skólastjórn- endur grunnskóla og tónlist- arskóla í sama hverfi hittist reglulega og beri saman bæk- ur sínar. Með því að auka samstarfið, gæti tónlistar- fræðslan þróast í hverju hverfi fyrir sig, miðað við þarfir hverfisins og aðstæður á hverjum stað. T.d. gæti grunnskóli samið við tónlist- arskóla um ákveðna þjónustu, eða tónlistarskóli samið um ákveðna aðstöðu innan veggja grunnskólans.“ Tillögunefndina skipa Helgi Hjörvar, Sigrún Magnúsdótt- ir og Júlíus Vífill Ingvarsson. Nefnd um fyrirkomulag tónlistarnáms leggur fram drög að tillögum Morgunblaðið/Golli Margir nemendur eru á biðlista í fleiri en einum tónlistarskóla, segir í drögum að tillögum nefndar um fyrirkomulag tónlist- arnáms í Reykjavík. Á myndinni leikur Kristín Friðsemd Sveinsdóttir á fiðlu undir handleiðslu Maríu Weiss. Reykjavík Skipulagt samstarf tón- listar- og grunnskóla BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi hafa ákveðið að stefna að vatnsöflun í Vatns- endakrikum fyrir Vatns- veitu Kópavogs. Samningur um kaup á vatnsréttindum í Vatnsendakrikum, sem eru í landi Vatnsenda suðaustur af Heiðmörk, var samþykkt- ur samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs í gær. Um er að ræða kaup á einkahluta- félaginu Vatna, sem hefur rétt til vatnstöku á svæðinu til allt að 50 ára með for- leigurétti að leigutíma liðn- um. Samningurinn verður undirritaður kl. 14.00 í dag í Félagsheimili Kópavogs. Verkfræðistofan Hönnun hefur kannað hagkvæmni vatnsveitu í Vatnsendakrik- um. Heildarkostnaður veit- unnar er áætlaður 455 millj- ónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. Áætlað verð fyrir vatnið komið inn á dreifikerfi bæjarins er um 11 krónur pr. tonn, miðað við spá um vatnsnotkun árið 2012. Greiðsla fyrir vatns- réttindi er þá meðtalin. Kópavogsbær greiðir nú rúmar 14 krónur pr. tonn fyrir vatn frá Orkuveitu- veitu Reykjavíkur. „Ljóst má vera að frá almanna- varnarsjónarmiði mun sjálf- stæð vatnsveita fyrir Kópa- vog auka mjög á öryggi í vatnsöflun á höfuðborgar- svæðinu,“ segir í fréttatil- kynningunni. Reiknað er með að vatns- veitan verði tekin í ársbyrj- un 2005. Áætlað er að bora þrjár holur um 100 m djúp- ar. Byggður verður rúmlega 400 m3 miðlunargeymir á virkjanasvæðinu. Frá miðl- unargeymi verður lögð 500 mm vatnslögn úr plasti að dreifikerfi bæjarins. Sjálfstæð vatnsveita eykur öryggi í vatnsöflun Kópavogur FORELDRAR fatlaðra barna í Mosfellsbæ munu starfa með íþróttafélögum og félagsmálasviði bæjarins að því að bjóða fötluðum börnum upp á frístunda- starf allan ársins hring en fundur vegna málsins var haldinn á fimmtudag. Nýlega fóru fram við- ræður milli félagsmálasviðs bæjarins, íþrótta- og tóm- stundasviðs og íþrótta- sambands fatlaðra þar sem niðurstaðan varð að bjóða upp á frístundastarf fyrir þennan hóp yfir vetrarmán- uðina. Hingað til hefur ver- ið lögð áhersla á gott frí- stundastarf fyrir fötluð börn yfir sumartímann en með þessu eiga þau að hafa aðgang að íþróttum og tómstundastarfi allan árs- ins hring. Segir í frétt frá bænum að til þess að koma þessu í framkvæmd þurfi sterkan hóp foreldra þess- ara barna og unglinga sem væri tengiliður milli þeirra og íþrótta- og tómstunda- félaganna og íþrótta- sambands fatlaðra. Að sögn Lilju Bjarkar Þorsteinsdóttur, fé- lagsráðgjafa hjá Mos- fellsbæ, gerðu foreldrar góðan róm að þessum hug- myndum og var niðurstaða fundarins sú að stofnaður var hópur foreldra þriggja barna sem ásamt Hlyni Guðmundssyni íþróttaþjálf- ara mun starfa að málinu. Segir Lilja stefnt að því að frístundastarf fyrir fötluð börn verði komið á koppinn í haust. Íþrótta- og tómstunda- félögin sem taka þátt í verkefninu eru Ungmenna- félagið Afturelding, Hesta- mannafélagið Hörður, Golf- klúbburinn Kjölur, Skátafélagið Mosverjar og Björgunarsveitin Kyndill. Íþróttir fyrir fatlaða allan ársins hring Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægja var með hugmyndir um að auka framboð íþrótta- og tómstundastarfs fyrir fötluð börn. Mosfellsbær ÁRSSKÝRSLA Seltjarnar- neskaupstaðar hefur verið dregin til baka og verður ekki lögð fram í bæjarstjórn fyrr en búið er að bæta við köflum um byggingu hjúkrunarheim- ilis og byggingar á Hrólfs- skálamel. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síð- ustu viku. Á fundinum gagn- rýndu fulltrúar Neslistans það að ekki væri birt grein- argerð um störf skipulags- nefndar í ársskýrslunni. „Það er sláandi, og í raun ótrúleg bíræfni af hálfu bæjarstjóra, sem er ábyrgur fyrir útgáfu ritsins, að ekki skuli vera minnst einu orði á þau tvö mál, sem hvað mest hafa verið í umræðu meðal bæjarbúa á árinu,“ segir í bókun þeirra. Þá segir í bókun Neslistans: „Það er ekki sæmandi fyrir meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn að sýna bæjarbú- um öllum það virðingarleysi að láta sem þessi mál hafi aldrei verið til. Því krefjast fulltrúar Neslistans þess að ársskýrslan verði dregin til baka og lögð fram aftur þegar bætt hefur verið inn í hana köflum um ofangreind mál.“ Var tillaga Neslistans sam- þykkt samhljóða. Ársskýrsla dregin til baka Seltjarnarnes ELLEFU aðilar, íbúar í Grjótaþorpi auk Fornleifa- verndar ríkisins, skiluðu inn athugasemdum vegna breytts deiliskipulags Grjótaþorpsins sem var í auglýsingu frá 8. mars til 19. apríl sl. Í athuga- semdum, sem kynntar voru í skipulags- og byggingarnefnd í síðustu viku, koma m.a. fram hörð mótmæli við tillögur um hótel í Aðalstræti. Byggingin sé of há, ekki í samræmi við fyrri deiliskipulagshugmynd- ir svæðisins og í misræmi við byggingarlag og stærð húsa í Grjótaþorpi. Þá segjast a.m.k. tveir þeirra sem skiluðu at- hugasemdum við deiliskipu- lagið áskilja sér rétt til skaða- bóta verði af byggingu hótelsins og skipulagið sam- þykkt óbreytt. Helga Braga- dóttir, skipulagsfulltrúi, segir að unnið sé að umsögn um at- hugasemdirnar og gert er ráð fyrir að leggja hana fyrir skipulags- og bygginganefnd 29. maí nk. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun um hvort skipulaginu verði breytt með tilliti til athugasemda. Íbúar mót- mæla hótel- byggingu Miðborg ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.