Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 57 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert óvenjulega ákveðinn í að ná fram markmiðum sem þú setur þér. Þú vinnur mikið og vel. Árið verður gott og uppbyggilegt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar einhverjum ein- hverju í dag. Um þessar mundir kannt þú að lofa upp í ermina þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Taktu þér góðan tíma til að vinna verkin í dag. Þurfir þú að setja einhverjum tímamörk skalt þú hafa vaðið fyrir neðan þig og gera ráð fyrir aukatíma vegna hugsanlegra tafa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Áætlanir um að skemmta þér ærlega gætu farið algerlega úr böndunum í dag. Vertu við öllu búinn og forðastu heimskulegt örlæti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Ekki ganga of langt þótt þú viljir gjarnan styðja einhvern. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kannt að finna fyrir mikl- um efasemdum í dag. Ekki láta hugfallast því þetta kem- ur fyrir alla. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki taka því of alvarlega þótt vinur þinn lofi þér gulli og grænum skógum. Þótt góður hugur hans veiti þér ánægju skalt þú hafa raunsæið í fyr- irrúmi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tunglið er í stjörnumerki þínu í dag og þú finnur því fyrir miklu sjálfstrausti og áræði. Ekki gefa loforð sem þú getur ekki staðið við, sértaklega ekki þeim sem hafa völd. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er alltaf niðurdrepandi þegar traust þitt á einhverjum minnkar. En þetta er gangur lífsins því það eina sem hægt er að ganga að sem vísu eru breytingar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir í fjármálum í dag, sér- staklega ekki ef þær snúast um að lána fé eða taka það að láni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vilji þinn til að gleðja aðra kann að hlaupa með þig í gön- ur í dag. Ekki gleyma að setja þitt eigið nafn á lista yfir þá sem þú vilt veita aðstoð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú skalt búast við töfum eða vonbrigðum í vinnunni í dag vegna einhvers sem gerist langt í burtu. Þú getur engu breytt þar um og skalt því sætta þig við þetta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú kannt að freistast til að ganga of langt í tilraunum til að ganga í augun á einhverj- um. Reyndu að halda aftur af þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í NÝJASTA hefti The Bridge World fjallar Larry Cohen um síðustu spilin í hin- um æsispennandi úrslitaleik Bandaríkjamanna og Norð- manna á HM síðastliðið haust. Eins og menn rekur kannski minni til unnu Bandaríkjamenn með litlum mun eftir að hafa verið langt undir lengi framan af. Spil- aður voru átta 16 spila lotur, samtals 128 spil, og stóðu leikar jafnir þegar tekið var til við síðustu 16 spilin. Grein Cohens afhjúpar mörg snilld- arverk og nokkra fingur- brjóta. Skoðum fyrst djúp- hugsað úrspil hins norska Helness: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 74 ♥ KG9742 ♦ K2 ♣Á52 Vestur Austur ♠ KG1095 ♠ 63 ♥ D6 ♥ Á1083 ♦ D43 ♦ ÁG86 ♣G97 ♣1063 Suður ♠ ÁD82 ♥ 5 ♦ 10975 ♣KD84 Vestur Norður Austur Suður Stansby Helgemo Martel Helness Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass Pass Pass Byrjum á hinu borðinu. Lokasögnin var sú sama og útspil vesturs spaðagosi. Pet- er Weischsel var sagnhafi og spilaði strax hjarta á kónginn í öðrum slag. Þá var öllu lokið og Weischsel varð að sætta sig við sex slagi – tvo á spaða og fjóra á lauf. Tor Helness fékk einnig út spaða og byrjaði líka á því að spila hjarta, en hitti á að láta gosann úr borði. Þar með var sjöundi slagurinn kominn á hjartakóng. Martel í austur tók með ás og spilaði spaða. Helness dúkkaði einu sinni, en tók næsta slag með spaða- ás og veitti því sérstaka at- hygli að austur henti LAUFI. Laufafkast austurs lítur út fyrir að vera skaðlaust fyrir vörnina, en Helness sýndi fram á annað. Hann lagðist reyndar undir feld í svo lang- an tíma að Norðmenn voru sektaðir um 2 IMPa fyrir hæga spilamennsku, en um- hugsunin bar árangur. Hel- ness tók á laufkóng, spilaði blindum inn á laufás, tók á hjartakóng og sendi austur inn á hjarta. Martel gat tekið tvo slagi á hjarta, en varð síð- an að spila frá tígulás og gefa Helness á kónginn í borði. Þriðja lauf blinds tryggði honum samgang heim til að taka laufslagina. Um hvað var Helness að hugsa svona lengi? Líklega þetta: Laufafkast austurs benti til að hann ætti ná- kvæmlega þrílit þar og þá sennilega 4-4 í rauðu litun- um. Hann var því upptalinn með 2-4-4-3. En hvar var tíg- ulásinn? Vestur hafði passað í upphafi, en átti þó góðan fimmlit í spaða og hjarta- drottningu. Með tígulás til viðbótar ætti hann 10 punkta og opnunarstyrk með líkleg- um laufgosa og/eða mann- spili í tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÍSLAND Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér nær hnýtir gullna linda og logagneistum stjörnur strá um strindi hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. Þú fósturjörðin fríð og kær, sem feðra hlúir beinum og lífið ungu frjóvi fær hjá fornum bautasteinum, ó, blessuð vertu, fagra fold og fjöldinn þinna barna, á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna! Jón Þ. Thoroddsen 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 22. maí, er fimmtugur Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnar- dranga, Skaftárhreppi. Eiginkona hans er Sigurdís Þorláksdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 25. maí kl. 20. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 22. maí, er sjötugur Kristján Halldórsson, Orrahólum 7, Reykjavík. Kona hans er Helga Friðsteinsdóttir. Af því tilefni taka þau hjónin á móti vinum og ættingjum í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 31. maí kl. 20– 23. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Be7 5. Bg5 O-O 6. e3 b6 7. Hc1 Bb7 8. Bxf6 Bxf6 9. cxd5 exd5 10. Bd3 c5 11. O-O Rd7 12. Da4 De7 13. Ba6 Rb8 14. Bxb7 Dxb7 15. dxc5 bxc5 16. Hfd1 d4 17. exd4 cxd4 18. Rb5 a6 19. Rc7 Ha7 20. Re8 Bd8 Staðan kom upp á Reykjavíkurskák- mótinu, sem lauk í mars. Sigurbjörn Björnsson (2.312) hafði hvítt gegn Viktoriu Johansson (2.199). 21. Dxd4! Hxe8 22. Dxd8 De4 23. Hc8 Kf8 24. Dd6+ Hae7 25. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hxe8+ og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. Sig- urbjörn stóð sig með mikilli prýði á Reykjavíkurmótinu og fékk 5½ vinning. Hann fylgdi eftir þessum góða ár- angri með því að tryggja sér sæti í landsliðsflokki.            Þú getur ekki ímynd- að þér hvernig dag- urinn var hjá mér! Ja, Pétur! Ef þú vilt halda starfinu sem eft- irlitsmaður hér í vöru- húsinu þá verðurðu að velja þér klæðnað sem á betur við. Með morgunkaffinu Lagersala á Fiskislóð 73 (úti á Granda), 101 Reykjavík. Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00 Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00 Föstudaga kl. 14:00 til 18:00 Laugardaga kl. 12:00 til 16:00 Outlet Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!! Opnunartími: Reykjavík í fyrsta sæti Inga Jóna fiór›ardóttir borgarfulltrúi fjallar um skipulagsmál á opnum fundi í kosningami›stö› sjálfstæ›ismanna í Skaftahlí› 24, í dag klukkan 17:30. Komdu og kynntu flér áætlanir sjálfstæ›is- manna um hvernig gera má Reykjavík a› valkosti númer eitt í hugum fólks og fyrirtækja. Byggjum til framtí›ar Setjum Reykjavík í fyrsta sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.