Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 6

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTI sjálfstæðismanna í Reykja- vík efndi til fjölskylduhátíðar í Grafarvogi annan í hvítasunnu. Meðal annars var farið í vett- vangsferð um Geldinganes undir leiðsögn Björns Bjarnasonar, borgarstjóraefnis D-listans, þar sem grjótnámur voru skoðaðar en stóru framboðin hafa tekist á um Geldinganesið í kosningabarátt- unni í borginni síðustu vikur. Morgunblaðið/RAX Gengið um Geld- inganesið ÞEIR sem áttu leið um Laugaveg- inn síðastliðinn föstudagseft- irmiðdag áttu þess kost að ræða við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra um borgarmálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna sem fram fara á laug- ardag. Gátu vegfarendur gætt sér á pönnukökum, sérbökuðum af frambjóðendum R-listans á meðan stór mál og smá bar á góma. Morgunblaðið/Einar Falur Spjallað yfir pönnu- kökum ♦ ♦ ♦ LANDSVIRKJUN hyggst leggja nýja 400 kV háspennulínu, Sultar- tangalínu 3, frá tengivirki við Sult- artangastöð að aðveitustöð Lands- virkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Landsvirkjun hefur skýrt frá því að út sé komin matsskýrsla um framkvæmdina sem kynnt hefur verið Skipulagsstofnun til athugun- ar. Áhugasamir geta einnig kynnt sér skýrsluna á heimasíðu Lands- virkjunar www.lv.is Hér má sjá hvar fyrirhugað er að Sultartangalína 3 liggi, en hún mun liggja nánast samsíða Hrauneyjar- fosslínu 1.                                 ! " #     ! !      ! "! $    $                !" #      %   & #  " # " #  " # #  $   % &$      '  Landsvirkjun leggur nýja háspennulínu – Sultartangalínu 3 NIÐURSTAÐNA hagkvæmniat- hugunar bandaríska álfyrirtækis- ins Alcoa á þátttöku í byggingu ál- vers í Reyðarfirði er að vænta á næstu dögum, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Aðgerða- áætlun, sem fulltrúar íslenskra stjórnvalda og Alcoa undirrituðu í apríl sl., átti að gilda til föstudags- ins 24. maí nk. og þá átti að verða ljóst hvort fyrirtækið væri reiðubúið í formlegar viðræður við stjórnvöld. Fulltrúar Alcoa hafa verið hér á landi að undanförnu til að afla sér upplýsinga um ýmsa þætti álvers- framkvæmdarinnar, s.s. umhverf- is- og tæknimál og orkuverð. Hafa þeir átt viðræður við stjórnvöld, skoðað aðstæður á Austfjörðum og rætt þar við heimamenn, líkt og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi hjá Alcoa, sagði við Morgunblaðið að tíðinda gæti verið að vænta frá þeim um næstu helgi. Enn væri verið að vinna að nokkrum atrið- um sem samið hefði verið um í að- gerðaáætluninni. Komið á lista Fortune yfir 50 virtustu fyrirtæki heims Fram hefur komið að Alcoa sé stærsta álfyrirtæki heims um þessar mundir en á nýjum lista tímaritsins Fortune er það einnig metið stærst meðal allra fyrir- tækja í málmiðnaði í heiminum. Fær fyrirtækið meðaleinkunnina 7,62 og til samanburðar fær næst- stærsta málmfyrirtækið, Usinor, einkunnina 5,53. Þá kemst Alcoa í fyrsta sinn á lista Fortune yfir 50 virtustu fyr- irtæki heims (World’s Most Admired Companies), fer þar úr 58. sæti fyrir árið 2000 í það 44. fyrir síðasta ár. Fram kemur á fréttavef Alcoa að Fortune byggi þetta mat sitt á samtölum við tíu þúsund stjórnendur þar sem þeir eru beðnir að gefa stórfyrirtækj- um einkunnir frá 1–10 út frá fyr- irfram gefnum níu atriðum, m.a. gæðum stjórnunar, framleiðslu, þjónustustigi, hæfni til nýsköpun- ar og þróunar, gildi langtímafjár- festingar og fjárhagsstöðu. Einnig kemur fram að álfyrir- tækið er í 77. sæti yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna og er í 197. sæti á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki heims, miðað við ársveltu. Velta Alcoa á síðasta ári nam 23 milljörðum Bandaríkjadala eða um 2.300 milljörðum íslenskra króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 129 þúsund manns í 350 verksmiðjum í 38 löndum, m.a. á nokkrum stöðum í Evrópu. Fulltrúar Alcoa kynntu sér umhverfis- og tæknimál og orkuverð Hagkvæmniathugun fyrirtækisins að ljúka EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN fer fram á laugardaginn kemur sama dag og sveitarstjórnar- kosningarnar hér á landi og lýkur beinni útsendingu frá keppninni í Sjónvarpinu ekki fyrr en á klukkan er langt gengin í tíu um kvöldið, skömmu áður en kjörstöðum verður lokað og getur kosn- ingavaka Sjónvarpsins ekki hafist fyrr en að lokinni söngva- keppninni. Pétur Matthíasson frétta- maður segist engar áhyggjur hafa af því að áhorfið færist yfir á Stöð 2, enda geti fréttastofan engu breytt með Eurovision. „Ég held að áhorfið á kosninga- vökurnar sé fyrst og fremst þegar að tölurnar fara að ber- ast, það er það mikilvægasta í þessu og þær koma ekki fyrr en eftir tíu. Ég held líka að fólk horfi á Eurovision, kosninga- vakan kemur síðan í framhald- ið,“ segir hann. Vökulok óákveðin Að sögn Péturs verður áhorf- endum kosningavökunnar boð- ið upp á Eurovisionlög, bæði gömul og ný. „Það verður þessi sami andi yfir öllu kvöldinu, það verða tölur og aftur tölur.“ Hann bendir á að venjulega byrji kosningavakan um hálf- tíu, þannig að það muni nú ekki nema tuttugu mínútum. Bæði fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar síðustu og fyrir átta árum hófst kosningavakan um klukkan hálftíu en stundum hefur hún hafist fyrr í alþing- iskosningum. Lok vökunnar eru óákveðin og segir Pétur þau velta á taln- ingunni, stöðunni og spenn- unni, en fyrir fjórum árum var útsendingu hætt um þrjúleytið um nóttina. Kosninga- vakan og söngva- keppnin skarast JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 3,0 á Richterskvarðanum, varð um 14 kílómetra norðaustur af Grímsey laust fyrir klukkan ellefu í gærmorg- un. Þetta var skömmu eftir að jarð- skjálfti, sem mældist 2,9 á Richter, varð á sama stað. Skjálftar við Grímsey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.