Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTI sjálfstæðismanna í Reykja- vík efndi til fjölskylduhátíðar í Grafarvogi annan í hvítasunnu. Meðal annars var farið í vett- vangsferð um Geldinganes undir leiðsögn Björns Bjarnasonar, borgarstjóraefnis D-listans, þar sem grjótnámur voru skoðaðar en stóru framboðin hafa tekist á um Geldinganesið í kosningabarátt- unni í borginni síðustu vikur. Morgunblaðið/RAX Gengið um Geld- inganesið ÞEIR sem áttu leið um Laugaveg- inn síðastliðinn föstudagseft- irmiðdag áttu þess kost að ræða við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra um borgarmálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna sem fram fara á laug- ardag. Gátu vegfarendur gætt sér á pönnukökum, sérbökuðum af frambjóðendum R-listans á meðan stór mál og smá bar á góma. Morgunblaðið/Einar Falur Spjallað yfir pönnu- kökum ♦ ♦ ♦ LANDSVIRKJUN hyggst leggja nýja 400 kV háspennulínu, Sultar- tangalínu 3, frá tengivirki við Sult- artangastöð að aðveitustöð Lands- virkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Landsvirkjun hefur skýrt frá því að út sé komin matsskýrsla um framkvæmdina sem kynnt hefur verið Skipulagsstofnun til athugun- ar. Áhugasamir geta einnig kynnt sér skýrsluna á heimasíðu Lands- virkjunar www.lv.is Hér má sjá hvar fyrirhugað er að Sultartangalína 3 liggi, en hún mun liggja nánast samsíða Hrauneyjar- fosslínu 1.                                 ! " #     ! !      ! "! $    $                !" #      %   & #  " # " #  " # #  $   % &$      '  Landsvirkjun leggur nýja háspennulínu – Sultartangalínu 3 NIÐURSTAÐNA hagkvæmniat- hugunar bandaríska álfyrirtækis- ins Alcoa á þátttöku í byggingu ál- vers í Reyðarfirði er að vænta á næstu dögum, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Aðgerða- áætlun, sem fulltrúar íslenskra stjórnvalda og Alcoa undirrituðu í apríl sl., átti að gilda til föstudags- ins 24. maí nk. og þá átti að verða ljóst hvort fyrirtækið væri reiðubúið í formlegar viðræður við stjórnvöld. Fulltrúar Alcoa hafa verið hér á landi að undanförnu til að afla sér upplýsinga um ýmsa þætti álvers- framkvæmdarinnar, s.s. umhverf- is- og tæknimál og orkuverð. Hafa þeir átt viðræður við stjórnvöld, skoðað aðstæður á Austfjörðum og rætt þar við heimamenn, líkt og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi hjá Alcoa, sagði við Morgunblaðið að tíðinda gæti verið að vænta frá þeim um næstu helgi. Enn væri verið að vinna að nokkrum atrið- um sem samið hefði verið um í að- gerðaáætluninni. Komið á lista Fortune yfir 50 virtustu fyrirtæki heims Fram hefur komið að Alcoa sé stærsta álfyrirtæki heims um þessar mundir en á nýjum lista tímaritsins Fortune er það einnig metið stærst meðal allra fyrir- tækja í málmiðnaði í heiminum. Fær fyrirtækið meðaleinkunnina 7,62 og til samanburðar fær næst- stærsta málmfyrirtækið, Usinor, einkunnina 5,53. Þá kemst Alcoa í fyrsta sinn á lista Fortune yfir 50 virtustu fyr- irtæki heims (World’s Most Admired Companies), fer þar úr 58. sæti fyrir árið 2000 í það 44. fyrir síðasta ár. Fram kemur á fréttavef Alcoa að Fortune byggi þetta mat sitt á samtölum við tíu þúsund stjórnendur þar sem þeir eru beðnir að gefa stórfyrirtækj- um einkunnir frá 1–10 út frá fyr- irfram gefnum níu atriðum, m.a. gæðum stjórnunar, framleiðslu, þjónustustigi, hæfni til nýsköpun- ar og þróunar, gildi langtímafjár- festingar og fjárhagsstöðu. Einnig kemur fram að álfyrir- tækið er í 77. sæti yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna og er í 197. sæti á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki heims, miðað við ársveltu. Velta Alcoa á síðasta ári nam 23 milljörðum Bandaríkjadala eða um 2.300 milljörðum íslenskra króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 129 þúsund manns í 350 verksmiðjum í 38 löndum, m.a. á nokkrum stöðum í Evrópu. Fulltrúar Alcoa kynntu sér umhverfis- og tæknimál og orkuverð Hagkvæmniathugun fyrirtækisins að ljúka EVRÓPUSÖNGVAKEPPNIN fer fram á laugardaginn kemur sama dag og sveitarstjórnar- kosningarnar hér á landi og lýkur beinni útsendingu frá keppninni í Sjónvarpinu ekki fyrr en á klukkan er langt gengin í tíu um kvöldið, skömmu áður en kjörstöðum verður lokað og getur kosn- ingavaka Sjónvarpsins ekki hafist fyrr en að lokinni söngva- keppninni. Pétur Matthíasson frétta- maður segist engar áhyggjur hafa af því að áhorfið færist yfir á Stöð 2, enda geti fréttastofan engu breytt með Eurovision. „Ég held að áhorfið á kosninga- vökurnar sé fyrst og fremst þegar að tölurnar fara að ber- ast, það er það mikilvægasta í þessu og þær koma ekki fyrr en eftir tíu. Ég held líka að fólk horfi á Eurovision, kosninga- vakan kemur síðan í framhald- ið,“ segir hann. Vökulok óákveðin Að sögn Péturs verður áhorf- endum kosningavökunnar boð- ið upp á Eurovisionlög, bæði gömul og ný. „Það verður þessi sami andi yfir öllu kvöldinu, það verða tölur og aftur tölur.“ Hann bendir á að venjulega byrji kosningavakan um hálf- tíu, þannig að það muni nú ekki nema tuttugu mínútum. Bæði fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar síðustu og fyrir átta árum hófst kosningavakan um klukkan hálftíu en stundum hefur hún hafist fyrr í alþing- iskosningum. Lok vökunnar eru óákveðin og segir Pétur þau velta á taln- ingunni, stöðunni og spenn- unni, en fyrir fjórum árum var útsendingu hætt um þrjúleytið um nóttina. Kosninga- vakan og söngva- keppnin skarast JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 3,0 á Richterskvarðanum, varð um 14 kílómetra norðaustur af Grímsey laust fyrir klukkan ellefu í gærmorg- un. Þetta var skömmu eftir að jarð- skjálfti, sem mældist 2,9 á Richter, varð á sama stað. Skjálftar við Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.