Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 11
við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
þann 25. maí 2002 verða þessir:
KJÖRSTAÐIR
• Ráðhús
• Hagaskóli
• Kjarvalsstaðir
• Laugardalshöll
• Breiðagerðisskóli
• Ölduselsskóli
• Íþróttamiðstöðin við Austurberg
• Árbæjarskóli
• Íþróttamiðstöð Grafarvogs
• Borgaskóli
• Fólkvangur Kjalarnesi
Kjörfundur hefst laugardaginn 25. maí
kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00.
Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi,
sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt
von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur
í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar hefst talning atkvæða
þegar að loknum kjörfundi.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 563 2205.
Yfirkjörstjórnin í Reykjavík,
Eiríkur Tómasson,
Ástráður Haraldsson, Gísli Baldur Garðarsson.
SENDINEFND Íslands á
ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins gekk út af fundi
ráðsins í gær eftir að hafa
mótmælt vinnubrögðum
sem viðhöfð voru á fyrsta
fundardegi. Þjóðir sem
stutt hafa sjónarmið Ís-
lands á fundinum sýndu
stuðning sinn í verki með
því að klappa þegar Ís-
lendingarnir gengu úr
fundarsalnum. Sendi-
nefndin er núna á heimleið,
en fundi hvalveiðiráðsins
lýkur á föstudag.
Stefán Ásmundsson, for-
maður íslensku sendi-
nefndarinnar, sagði að við
upphaf fundar hvalveiði-
ráðsins í fyrradag hefði
stofnsamningur ráðsins,
reglur ráðsins og almennar
reglur þjóðarréttar verið
brotnar. „Eftir þá fram-
komu sem okkur var sýnd
og eftir að það hefði verið
brotið harkalega á okkur
töldum við okkur ekki fært
að sitja lengur í þessum
sal. Við upphaf fundarins í
morgun [í gærmorgun] las
ég upp yfirlýsing frá íslensku sendi-
nefndinni þar sem ég lýsti ásökun-
um nefndarinnar á Bandaríkin, sem
vörsluaðila samningsins, Bo Fern-
holm frá Svíþjóð, formann ráðsins
og þau ríki sem staðið hafa að þessu.
Eftir að hafa gert grein fyrir afstöðu
okkar yfirgáfum við fundarsalinn.“
Klappað þegar
nefndin gekk út
Stefán sagði að allmargar sendi-
nefndir hefðu klappað þegar sendi-
nefndin gekk úr salnum og sýnt
þannig samstöðu með sjónarmiðum
Íslendinga.
Stefán sagði að þessi ákvörðun Ís-
lendinga hefði vakið talsverða at-
hygli og margir blaðamenn hefðu
óskað eftir viðtali til að fá skýringar
sendinefndar Íslands á útgöngunni.
Hann sagði að erlendir fjölmiðlar
hefðu m.a. spurt hvort Íslendingar
áformuðu að hefja hvalveiðar að
nýju. Stefán sagði að það lægi ekk-
ert fyrir um það.
„Það var okkar stefna að ganga í
hvalveiðiráðið og vinna innan ráðs-
ins að því að ná samstöðu um stjórn-
unarreglur. Það hefur ekki gengið
vel að starfa innan hvalveiðiráðsins
og við munum þurfa að setjast niður
eftir þennan fund og meta ástand-
ið,“ sagði Stefán.
Gagnrýni á Bandaríkin
og formann ráðsins
Í yfirlýsingu Íslands sem lesin var
í upphafi fundar í gær segir: „Í gær
urðum við vitni að fjölda ólögmætra
aðgerða. Þegar fjallað var um aðild
Íslands að stofnsamningi Alþjóða
hvalveiðiráðsins voru framin brot á
almennum reglum þjóðarréttar,
stofnsamningi og fundarsköpum
þess.
1. Bandaríkin brugðust skyldu
sinni sem vörsluaðili samningsins.
Ísland afhenti nýtt aðildarskjal 14.
maí 2002. Samkvæmt 10. gr. samn-
ingsins hafa Bandaríkin sem vörslu-
aðili þá skyldu eina að tilkynna öðr-
um aðildarríkjum um aðildarskjöl
sem tekið hefur verið við. Sam-
kvæmt sömu grein verður ríki sjálf-
krafa aðili að samningnum á afhend-
ingardegi aðildarskjals þess.
Bandaríkin fóru ekki með aðildar-
skjal Íslands á sama hátt og önnur
ný aðildarskjöl og tilkynntu Ísland
ekki sem aðildarríki að samningn-
um. Þar með misnotuðu Bandaríkin
stöðu sína sem vörsluaðili og brutu
gegn samningnum.
2. Formaður Alþjóða hvalveiði-
ráðsins, Bo Fernholm frá Svíþjóð,
braut gegn stofnsamningnum með
því að viðurkenna ekki aðild Íslands
í samræmi við stofnskjal þess.
3. Formaður Alþjóða hvalveiði-
ráðsins braut einnig fundarsköp
ráðsins. Fulltrúi Noregs kvaddi sér
hljóðs varðandi fundarsköp og vé-
fengdi vald ráðsins til að samþykkja
eða hafna aðild Íslands að ráðinu.
Samkvæmt ákvæði F. 2(b) í fund-
arsköpum ráðsins hefur formað-
urinn þá skyldu að úrskurða um öll
álitamál varðandi fundarsköp sem
koma á fundum ráðsins. Formað-
urinn ákvað að virða þessa skyldu
að vettugi, að taka þetta mál ekki
fyrir og að loka umræðum um við-
komandi dagskrárlið. Ákvörðun
þessi kann að tengjast þeirri stað-
reynd að meirihluti aðildarríkja
stofnsamningsins lítur nú svo á að
Alþjóða hvalveiðiráðið hafi ekki vald
til þess að samþykkja eða hafna að-
ild Íslands að ráðinu.
4. Með því að neita að viðurkenna
Ísland sem aðila að Alþjóða hval-
veiðiráðinu braut meirihluti ráðsins
gegn almennum reglum þjóðarrétt-
ar og stofnsamningi ráðsins.
Allar tilraunir til að viðurkenna
Ísland ekki sem aðila að Alþjóða
hvalveiðiráðinu eru ólögmætar og
hafa ekki áhrif á stöðu Íslands sem
aðila. Nærri helmingur aðila ráðsins
lítur á Ísland sem aðila að því. Ís-
land telur atburði gærdagsins al-
gjörlega óásættanlega og hefur því
ákveðið að taka ekki frekari þátt í
þessum fundi Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins.“
Gengu út af fundi
hvalveiðiráðsins
Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, útskýrir útgöngu Ís-
lendinga af ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrir fréttamönnum í gærmorgun.
AP
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir það hafa verið rétta
ákvörðun íslensku sendinefnd-
arinnar að taka ekki frekari þátt í
ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
og ganga af fundinum í Japan í
gær, enda hefði ekki verið um neitt
annað að ræða í stöðunni.
Rætt á ríkisstjórnar-
fundi í gær
Málið var rætt á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun
en engar ákvarðanir
um framhaldið voru þó
teknar. Árni segir
ýmsa kosti í stöðunni
sem farið verði gaum-
gæfilega yfir á næst-
unni en tekur fram að
íslensk stjórnvöld séu
ekki undir neinni tíma-
pressu í málinu.
,,Við þurfum að fara
vel yfir stöðuna og sjá
hvaða kostir eru í spil-
unum. Markmiðið er
áfram að hefja hval-
veiðar sem fyrst og
það er ekkert búið að
loka fyrir það með
þessu. Við vorum að
reyna að ná svipaðri stöðu og Norð-
menn hafa, sem mótmæltu 1983 og
geta þess vegna í dag stundað lög-
legar veiðar í atvinnuskyni, sem
ekki er mætt með viðskiptaþving-
unum.
Við hefðum þó aldrei getað náð
nákvæmlega sömu stöðu og Norð-
menn vegna þess að einstaka þjóðir
hefðu eftir sem áður getað mót-
mælt okkar fyrirvara [ mótmæli við
banni á hvalveiðum í atvinnuskyni]
og þá verið óbundin í tvíhliða sam-
skiptum af fyrirvaranum. Þannig
hefðu Bandaríkjamenn t.d. getað
beitt okkur þvingunum samkvæmt
eigin lögum ef við hefðum farið út í
veiðar í atvinnuskyni. Það hefði því
alltaf verið fyrsti leikur af okkar
hálfu að hefja vísindaveiðar, sem
eru að verða afar nauðsynlegar fyr-
ir okkur eftir 12 ára hlé,“ segir
Árni.
Sjávarútvegsráðherra segir að í
öðru lagi eigi Íslendingar þann
möguleika að ganga í Alþjóðahval-
veiðiráðið án fyrirvara. ,,Þá hefðum
við sama rétt og sömu möguleika
og Japanir á að stunda vís-
indaveiðar en þeir hafa ekki verið
beittir neinum þvingunum vegna
þeirra. Við getum hins vegar ekki
gengið inn án fyrirvara nema með
samþykki Alþingis því þar er um að
ræða afsal á fullveldi yfir landhelg-
inni. Það myndi einnig þýða að við
þyrftum að leggja okkar vís-
indaáætlun fyrir vísindanefndina
og hvalveiðiráðið til umfjöllunar,“
segir hann.
Hægt að fá niðurstöðu hnekkt
fyrir alþjóðadómstóli
Þá er einnig sá möguleiki fyrir
hendi, að sögn Árna, að Íslendingar
reyni að hnekkja þessari niðurstöðu
ársfundarins hjá alþjóðadómstóli,
en það væri hins vegar tímafrekt og
flókið mál og kannski erfitt um vik
að gera og hefja vísindaveiðar á
meðan á því stæði.
,,Svo getum við líka bara litið svo
á að við séum eftir sem áður með-
limir í ráðinu og hafið hvalveiðar á
þeirri forsendu að þetta sé allt sam-
an ólöglegt. Það er hins vegar hætt
við því að það myndi kalla á mikil
viðbrögð,“ segir Árni. ,,Loks er sá
möguleiki fyrir hendi að við gerum
ekkert og höldum áfram að reyna
að fá viðurkenndan fyrirvarann og
treystum á að samsetning ráðsins
breytist okkur í vil,“ segir hann
ennfremur.
Árni bendir á að þegar Ísland
gekk úr Alþjóðahvalveiðiráðinu var
það gert í þeim tilgangi að stofna
NAMMCO [Norður-
Atlantshafs sjáv-
arspendýraráðið].
NAMMCO hafi hins
vegar ekki fengið al-
þjóðlega viðurkenn-
ingu sem bær stjórn-
unarstofnun á
hvalveiðum. ,,En við
erum skuldbundin til
þess samkvæmt Haf-
réttarsáttmálanum, að
vera aðilar að slíkri
stofnun ef við veiðum
hval. Alþjóðahval-
veiðiráðið er eina
stofnunin í dag sem er
viðurkennd bær stofn-
un til stjórnunar hval-
veiða. Það má því
segja að það sé ekki annað en fræði-
legur kostur.“
Hægt að hefja veiðar með
inngöngu í ráðið án fyrirvara
Sjávarútvegsráðherra segir að sá
kostur sem gæti orðið til þess að Ís-
lendingar gætu sem fyrst hafið
hvalveiðar væri sá að fara inn í
hvalveiðiráðið án fyrirvara. ,,Hins
vegar verðum við að meta mik-
ilvægi fyrirvarans, bæði til
skemmri og lengri tíma og hvort
það sé þess virði að bíða og aðhaf-
ast ekkert á meðan. Þetta verðum
við allt að meta,“ segir Árni. ,,Við
munum fara yfir stöðuna en erum
ekki undir neinni tímapressu. Það
hefur aldrei staðið til að hefja hval-
veiðar á þessu ári og ef við færum
t.d. þá leið að ganga inn án fyr-
irvara gætu þær hafist á næsta ári,
Það liggur alveg fyrir að enginn
myndi mótmæla eða gera at-
hugasemdir við það ef við komum
inn án fyrirvara,“ segir Árni en
segir þó aðspurður ekki tímabært
að kveða upp úr um hvaða kost
hann telji vænlegastan.
Ekkert á Svía að treysta en
Finnar ylja um hjartarætur
Sjávarútsvegsráðherra segir at-
hylgisvert að skoða afstöðu ein-
stakra þjóða á ársfundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Frændþjóð okkar
Svíar, hafi lýst því yfir við Íslend-
inga að þeir væru sammála sjón-
armiðum Íslands hvað þjóðrétt-
armálin varðar en vegna pólitískra
hagsmuna vilji þeir samt sem áður
ekki að styðja okkur. ,,Þeir láta lög-
in víkja þegar einhverjir pólitískir
hagsmunir heimafyrir eru taldir
meiri. Þetta sýnir manni að það er
ekki neitt á þá treystandi á al-
þjóðavettvangi en svo yljar það um
hjartaræturnar þegar þjóð eins og
Finnar, sem eru ósammála okkur
um hvalveiðarnar, komast að þeirri
niðurstöðu eftir að hafa skoðað
málið frá því í fyrra að við höfum
þjóðréttarlega rétt fyrir okkur og
ætla að styðja okkur og standa
virkilega við það,“ segir Árni.
Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra
Áfram mark-
mið að hefja
hvalveiðar
sem fyrst
Árni M.
Mathiesen