Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 25
Reykjavík
í fyrsta sæti
Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi›
um Geldinganes á www.reykjavik2002.is
DICK Cheney, varaforseti, Banda-
ríkjanna, sagði á sunnudag að gera
yrði ráð fyrir fleiri árásum hermd-
arverkamanna á landið en enginn
gæti séð fyrir hvar eða hvenær þeir
myndu láta til sín taka. Yfirmaður
alríkislögreglunnar FBI, Robert
Mueller, tók undir á mánudag. „Við
munum ekki geta stöðvað þá, við
verðum að læra að lifa með þessu,“
sagði Mueller og taldi einnig óhjá-
kvæmilegt að sjálfsmorðs-
sprengjumenn myndu einhvern
tíma láta til sín taka á götum
Bandaríkjamanna.
Ráðamenn landsins hafa eftir
hryðjuverkin 11. september oft tjáð
sig með þessum hætti og reynt eftir
mætti að feta vandrataðan stíg milli
þess annars vegar að efla kjark
þjóðarinnar og hins vegar benda á
hættuna. En hart hefur verið deilt
að undanförnu í Bandaríkjunum um
störf þeirra stofnana sem eiga að
annast öryggi ríkisins gagnvart
hryðjuverkamönnum og bent á
slæm mistök sem þær hafa gert,
bæði fyrir árásirnar 11. september
og eftir þær.
Dick Gephardt, leiðtogi demó-
krata í fulltrúadeild þingsins, segist
ætla að leggja fram tillögu um op-
inbera rannsókn á árásunum. Hann
vill m.a. að kannað verði hvort bæta
megi úrvinnslu upplýsinga, og jafn-
framt hvort samstarf milli opin-
berra öryggismálastofnana hafi
brugðist. Dæmi eru um að upplýs-
ingastreymi milli þeirra sé afar lé-
legt og stundum talið að samkeppni
sé orsökin.
Vitað hefur verið lengi um ýmis
mistök alríkislögreglunnar FBI,
leyniþjónustunnar CIA, þjóðarör-
yggisstofnunarinnar, NSS og fleiri
stofnana er gerðu al-Qaeda kleift að
undirbúa hryðjuverkin og hrinda
þeim í framkvæmd. Einnig hefur
stjórn George W. Bush forseta ver-
ið sökuð um leyndarhyggju en í ljós
hefur komið að nokkrir af æðstu
ráðamönnum fengu, skömmu eftir
árásirnar, í hendur gamla skýrslu
leyniþjónustumanns frá júlímánuði
þar sem varað var við því að liðs-
menn al-Qaeda og annarra hópa
myndu ef til vill ræna flugvélum og
fljúga þeim á stór mannvirki. Einn-
ig mun Bush hafa fengið skýrslu frá
CIA í ágúst sl. þar sem svipaðar við-
varanir komu fram.
Áfallið vegna árásanna á New
York og Washington var svo mikið
að í fyrstu var lögð ofuráhersla á að
sameina þjóðina og ekki leitað að
sökudólgum. En kosningabaráttan
vegna þingkosninga í haust er þeg-
ar hafin og sjá má merki hennar í
mörgum málum. Stjórnmálamenn
úr röðum andstæðinga Bush hafa
forðast að gagnrýna stefnu hans í
baráttunni gegn hryðjuverkum af
ótta við að vera sakaðir um að grafa
undan samheldni þjóðarinnar. Nú
virðist sem þau grið séu að ein-
hverju leyti rofin og menn ræða op-
inskátt hvort stjórnvöld hafi ekki
lagt sig nægilega fram við að hindra
árásir á Bandaríkin. Harkaleg við-
brögð helstu leiðtoga demókrata
virðast þó ekki hafa haft umtalsverð
áhrif á traust almennings á Bush.
Staða Bush öflug
Ný skoðanakönnun fyrir dagblað-
ið Washington Post og ABC-sjón-
varpsstöðina, sem birt var í gær,
bendir til þess að 76% séu ánægð
með störf Bush en 22% ósátt. Í
könnun frá mars voru samsvarandi
tölur 78% og 20%. Hins vegar sögðu
aðeins 46% aðspurðra að þau hefðu
trú á því að stjórnvöldum myndi
takast að stöðva frekari árásir á
Bandaríkin. Hefur hlutfallið lækkað
úr 55% í könnuninni sem gerð var í
mars. Svörin í könnuninni eru sögð
endurspegla í ríkum mæli hvaða
flokk fólk styður; vantrú á stefnu og
frammistöðu Bush er mun meiri
meðal demókrata en repúblikana.
Liðlega 800 manns voru í úrtakinu
og var könnunin gerð á laugardag.
John Ashcroft dómsmálaráð-
herra og Mueller, yfirmaður FBI,
fengu nokkrum dögum eftir árás-
irnar í hendur viðvörun frá Kenneth
Williams, starfsmanni FBI í Phoen-
ix í Arizona, um að nokkrir nemar
við bandarískan flugskóla gætu ver-
ið al-Qaeda menn. Ashcroft og
Mueller létu að sögn The New York
Times leiðtogum á þingi ekki í té
upplýsingar um skýrsluna frá Will-
iams. Embættismenn bera því við
að stöðugt flóð af skýrslum um
hugsanlegar hættur berist á borð
ráðamanna og því óhjákvæmilegt að
margar ábendingar drukkni eða
gleymist.
En hve mikið vissi Bush forseti
sjálfur? Condoleezza Rice, þjóðar-
öryggisráðgjafi Bush, segir forset-
ann ekki hafa heyrt um skýrslu
Williams fyrr en eftir árásirnar og
virðist sem andstæðingar Bush beri
ekki brigður á þá fullyrðingu. Rice
segir einnig að Bush hafi ekki heyrt
um skýrsluna þar til fyrir fáeinum
vikum. „Stutt er síðan ég fékk sjálf
vitneskju um hana,“ segir Rice og
minnir á að einvörðungu hafi verið
um almenn viðvörunarorð í skýrslu
Williams að ræða en ekki upplýs-
ingar um samsæri. Hún segist hafa
beðið Mueller og George Tenet, yf-
irmann CIA, um að fara vandlega
yfir málið.
Hugboð gamalreynds
leyniþjónustumanns
Skeyti Williams barst aðalstöðv-
um FBI um tveim mánuðum fyrir
fyrir árásirnar eða 10. júlí en ekki
var brugðist við því með aðgerðum
af nokkru tagi. Tiltölulega lágt sett-
ir sérfræðingar kynntu sér viðvörun
Williams sem sagt er að hafi ekki í
sjálfu sér byggst á leynilegum upp-
lýsingum heldur hafi hann reynt að
geta sér til um hvaða hætta gæti
stafað af því að fjöldi manna frá
Mið-Austurlöndum væri að læra
flug í landinu. Hann hafi eingöngu
stuðst við „hugboð“ gamalreynds
leyniþjónustumanns og bent á að
bin Laden eða aðrir hryðjuverka-
menn gætu hafa fengið nemana til
að þjálfa sig fyrir árásir úr lofti.
Margt undarlegt hefur komið í
ljós sem bendir til þess að varnar-
leysið gagnvart hermdarverka-
mönnum sé enn mikið vestra, þrátt
fyrir hertar ráðstafanir og stóreflt
eftirlit á flugvöllum og víðar. Starfs-
menn innflytjendaeftirlitsins gáfu
út heimild handa Mohammad Atta,
leiðtoga árásarmannanna 11. sept-
ember, og félaga hans, Marwan al-
Shehhi, til að búa í Bandaríkjunum í
sex mánuði meðan hann stundaði
flugnám. Heimildin var samþykkt í
mars hjá stofnuninni, nokkrum
mánuðum eftir sjálfa árásina og olli
málið miklu fjaðrafoki og harðri
gagnrýni á eftirlitið.
Ljóst er að umfangsmikil rann-
sókn á atburðunum í september
myndi ná nokkuð aftur í tímann.
Yrði þá rifjað upp að hryðjuverka-
menn ollu usla í embættistíð demó-
kratans Bill Clintons, reyndu m.a.
að sprengja World Trade Center
árið 1993 og tilræði í tveim banda-
rískum sendiráðum í Afríku ollu
dauða mörg hundruð manna árið
1998. Báðir flokkar bera því ábyrgð
á því að varnirnar brugðust.
Bush nýtur áfram stuðn-
ings meirihluta kjósenda
Gagnrýni á stefnu Bush Bandaríkjaforseta
virðist ekki hafa mikil áhrif á vinsældir hans
vestra. Demókratar á Bandaríkjaþingi
hyggjast beita sér fyrir rannsókn á aðdrag-
anda atburðanna 11. september.
Reuters
George W. Bush gengur inn í
Rósagarðinn við Hvíta húsið.
NORSKA ríkisstjórnin telur,
að samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið, EES, hafi
skilað því, sem til var ætlast.
Kemur þetta fram í nýrri
skýrslu, sem stjórnin hefur lagt
fyrir Stórþingið.
Norska sjávarútvegsblaðið
Fiskaren gerði þessa skýrslu
að umfjöllunarefni í leiðara ný-
lega og rifjar þar upp, að af-
staða norsku stjórnarflokkanna
til Evrópuaðildar sé ólík.
Kristilegi þjóðarflokkurinn sé
andvígur henni en Hægriflokk-
urinn hlynntur. Stjórnarsátt-
málinn gangi hins vegar út á, að
ekkert verði aðhafst í Evrópu-
málunum á kjörtímabilinu.
Fiskaren segir, að þótt Norð-
menn séu ekki með í öllu
ákvörðunarferlinu innan Evr-
ópusambandsins, ESB, þá geti
þeir haft áhrif á það áður en
endanlegar ákvarðanir séu
teknar. Það hafi þeir líka gert í
orkumálunum en vanrækt það
á mörgum öðrum sviðum eins
og bent sé á skýrslunni. Í henni
segir, að nauðsynlegt sé að
auka áhrif Norðmanna á fyrri
stigum ákvörðunarferlisins, en
hins vegar standi ónóg þekking
margra norskra stjórnmála-
manna á EES og ESB því fyrir
þrifum. Það valdi því, að þótt
EES-samningurinn hafi virkað
vel, þá gæti hann virkað enn
betur.
Segja
EES-samn-
inginn
virka vel