Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 19 Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast. Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem fólk á ferð á milli Blönduóss og Skagastrandar rekst á rúmlega 40 manna hóp á göngu milli staðanna. Þetta gerðist þó laugardaginn 11. maí þegar þrír karlmenn og um 40 konur gengu frá Blönduósi til Skagastrandar að gamni sínu. Vegalengdin á milli staðanna er 23 kílómetrar og tók gangan fjóra og hálfan tíma með nokkrum stopp- um til að hvíla sig og borða nesti. Bíll fylgdi hópnum ef einhverjir þyrftu á að halda en aðallega flutti hann þó bakpoka og annað haf- urtask sem göngufólkinu fylgdi. Þegar göngunni lauk á Skaga- strönd var boðið þar upp á drykki og hressingu í íþróttahúsinu. Aldursforsetinn í ferðinni var Sigurjón Guðmundsson 67 ára gam- all en á leiðinni setti hann saman eftirfarandi stöku: Kræft er þetta kvennalið er komnar eru á ganginn, arka þær með ægiskrið á þær ég horfi fanginn. Hópganga milli Blönduóss og Skaga- strandar Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Takmarkinu náð á hlaðinu framan við íþróttahúsið á Skagaströnd. Á FUNDI um umhverfismál í Borg- arnesi nýverið afhjúpaði Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri vegg- spjald sem Borgarbyggð er að láta hanna um Staðardagskrá 21. Borg- arbyggð er 34. íslenska sveitarfélag- ið sem gerist aðili að verkefninu en hið eina sem ráðist hefur í kynningu af þessu tagi. Staðardagskrá 21 felur í sér heildaráætlun um þróun sam- félagsins í umhverfismálum og er veggspjaldinu sem er sértækt fyrir Borgarbyggð ætlað að upplýsa og fræða um verkefnið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Hólmfríður Sveinsdóttir með veggspjaldið. Veggspjald um Staðar- dagskrá 21 Borgarnes LÍF og fjör var í leikskólanum Barnaborg í Aðaldal nýlega þegar haldinn var foreldradagur, en hefð er fyrir því á vordögum að bjóða heim í lok vetrarstarfsins. Nemendur sungu og spiluðu undir stjórn tónlistarkennarans Roberts Faulkners og Bergljót Hallgríms- dóttir leikskólakennari aðstoðaði yngri nemendur við sýningu á leik- verki. Þá fengu þau börn sem fara í grunnskólann á Hafralæk á komandi hausti útskriftarskjal frá Barnaborg þar sem þeim eru þakkaðar allar samverustundir á liðnum árum. Eft- ir dagskrána bökuðu elstu börnin vöfflur fyrir gestina en auk þess voru tertur og snúðar á borðum. Allir skemmtu sér vel og í lokin fékk leik- skólastjórinn Guðfinna Guðnadóttir blóm frá þeim nemendum sem voru að kveðja eftir langa og ánægjulega dvöl. Leikskólinn í Aðaldal með foreldradag Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Elstu börnin fengu útskriftarskjal frá leikskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.