Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 1
Reuters
VONBRIGÐI, sorg og reiði eru við-
brögð Frakka við háðulegri útreið
franska landsliðsins og sjálfra
heimsmeistaranna á HM í knatt-
spyrnu. Tapaði það í gær fyrir Dön-
um 2-0 og var þar með úr leik.
„Þeir eru of gamlir, of ríkir og of-
dekraðir,“ sagði franskur kráar-
gestur í París og annar sagði, að
litla þorpsliðinu sínu hefði örugg-
lega tekist að skora eitt mark í
keppninni, sem franska landsliðinu
tókst ekki. Í Danmörku var að sjálf-
sögðu annað upp á teningnum. Þar
Frönsk vonbrigði
ætlaði allt um koll að keyra og var
mikil hátíð á Ráðhústorginu, sem
lögreglan varð þó að rýma vegna
sprengjuhótunar. Reyndist vera um
gabb að ræða.
Öllum lokið/B3
136. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 12. JÚNÍ 2002
ÍSRAELSKI herinn herti í gær tök-
in á Ramallah og hefur handtekið
þar meira en 60 manns síðustu tvo
daga. Virðast Ísraelar telja, að
Bandaríkjastjórn hafi gefið þeim
frjálsar hendur með aðgerðir gegn
Palestínumönnum. Níu manns slös-
uðust og ung stúlka lést er Palest-
ínumaður sprengdi sig upp rétt við
Tel Aviv í gær.
Palestínumaðurinn sprengdi sig
upp fyrir utan veitingastað í Herz-
liya, litlum bæ við Tel Aviv, og varð
um leið 14 ára ísraelskri stúlku að
bana og slasaði níu. Lýsti Hamas-
hreyfingin yfir ábyrgð á hryðjuverk-
inu og sagði það „eðlileg viðbrögð við
glæpum Ísraela“.
Ísraelar telja sig hafa fengið sam-
þykki Bandaríkjastjórnar fyrir að-
gerðum sínum á Vesturbakkanum
en að loknum fundi með Ariel Shar-
on, forsætisráðherra Ísraels, í Wash-
ington í fyrradag lýsti George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, yfir
stuðningi við þær og vísaði um leið á
bug stjórnarfarslegum umbótum
Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna, sem alls ónógum. Þá dró
hann einnig í land með fyrirhugaða
friðarráðstefnu.
Hvatt til skyndifundar
Yasser Abed Rabbo, upplýsinga-
ráðherra palestínsku heimastjórnar-
innar, hvatti í gær leiðtoga araba-
ríkjanna til að koma saman til
skyndifundar til að ræða „skilyrðis-
lausan stuðning Bandaríkjastjórn-
ar“ við Ísraela. Kvað hann Banda-
ríkjamenn hafa svikið araba á öllum
sviðum.
Talsmaður ísraelska varnarmála-
ráðuneytisins sagði í gær, að á næstu
dögum yrði hafist handa við að reisa
varnarmúr eða girðingu á landa-
mærum Ísraels og Vesturbakkans til
að koma í veg fyrir ferðir hryðju-
verkamanna. Verður hann 350 km
langur og áætlaður kostnaður við
hann tæpir 20 milljarðar ísl. kr. Á að
ljúka verkinu á hálfu ári.
Ísraelar herða
tökin á Ramallah
Stúlka lést í
sjálfsmorðs-
árás í Ísrael
Ramallah. AFP.
LÖGREGLAN í Lettlandi kom í
gær í veg fyrir, að áhangendur Fal-
un Gong-hreyfingarinnar gætu efnt
til mótmæla í tilefni af opinberri
heimsókn Jiang Zemins, forseta
Kína.
Um 20 manns eru í lettneskri
deild Falun Gong-hreyfingarinnar
en auk þess komu sjö erlendir fé-
lagar þeirra til landsins og var
hleypt inn athugasemdalaust. Ætl-
aði fólkið að mótmæla komu Zem-
ins er hann skoðaði dómkirkjuna í
Riga en lögreglan kom í veg fyrir
það. Girti hún af allt torgið fyrir
framan kirkjuna og einnig ýmsa
staði í miðborginni. Guntars Ku-
kals, talsmaður borgaryfirvalda,
sagði, að lettneska öryggislögreglan
hefði lagt til, að mótmælin færu
fram í annan tíma.
Anatolij Polishchuk, talsmaður
Falun Gong í Lettlandi, sakaði í
gær lettnesk yfirvöld um að láta í
öllu að vilja kínversku stjórnarinn-
ar.
Ræddu ekki um
mannréttindi
Andris Berzins, forsætisráðherra
Lettlands, kvaðst ekki hafa rætt
stjórnmál eða mannréttindamál við
Zemin, aðeins viðskipti. Sagði hann,
að kínversk stjórnvöld vissu vel um
afstöðu Letta í mannréttindamál-
um, sem væri sú sama og annarra
Evrópuríkja.
Jiang Zemin og fylgdarlið hans,
rúmlega 150 manns, fara til Eist-
lands í dag en opinber heimsókn
forseta Kína á Íslandi hefst á morg-
un.
Forseti Kína í Eystrasaltslöndum
Komið í veg
fyrir mótmæli
í Lettlandi
Riga. AFP.
TVEIR framhaldsskólakennarar í
Sevilla á Spáni, Marcial Castro og
Sergio Algarrada, vilja nota nýj-
ustu tækni erfðafræðinnar til að
útkljá gamla deilu um legstað
Kristófers Kólumbusar sem sigldi
með föruneyti sínu frá Spáni til
Karíbahafs árið 1492, fyrstur Evr-
ópumanna. Vilja þeir gera DNA-
rannsóknir á beinum sem talið er
að séu úr landkönnuðinum.
Jarðneskar leifar Kólumbusar
er að finna á fleiri en einum stað,
ef marka má íbúa Sevilla og Santo
Domingo í Dómíníska lýðveldinu á
eynni Hispaníólu á Karíbahafi.
Ítalski sæfarinn Kólumbus hélt í
ferð sína vestur um haf með
stuðningi spænsku konungs-
hjónanna Ferdinands og Ísabellu
og hugðist finna siglingaleið til
Asíu. Hann lést í Valladolid á
Spáni 20. maí 1506. 1537 voru
jarðneskar leifar hans fluttar til
Santo Domingo, en Kólumbus
hafði fyrir andlátið óskað þess að
verða jarðsettur í Ameríku. Er
Frakkar náðu völdum á Hispan-
íólu 1795 voru beinin flutt til Kúbu
en 1898 aftur til Spánar. Voru þau
jarðsett í Sevilla.
En Dóminíkar hafa aðra sögu
að segja og fullyrða, að í Santo
Domingo sé legstaður afreks-
mannsins. Árið 1877 fannst í dóm-
kirkju borgarinnar blýkista með
stórum og smáum beinabrotum
og á henni stendur: Duglegur
hefðarmaður, herra Cristobal Co-
lon. Á spænsku heitir Kólumbus
því nafni.
Kennararnir vilja bera DNA-
sýni úr beinum óskilgetins sonar
Kólumbusar, Hernando Colons,
saman við sýni úr umdeildu beina-
leifunum. Ekki er þó ljóst hvort
hægt sé að finna nothæf sýni í 500
ára gömlum leifunum.
Hvar er Kólum-
bus grafinn?
Madrid. AP.
KANADÍSK þingnefnd hefur lagt
til, að Kanadamenn segi sig úr
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráð-
inu, NAFO, og taki sjálfir að sér
stjórn á veiðum úr flökkustofnum við
austur- eða Atlantshafsströnd lands-
ins.
Þingnefndin segir, að NAFO, sem
er alþjóðlegt ráð og stýrir veiðum 17
ríkja utan 200 mílna lögsögunnar við
Kanada, hafi mistekist að vernda
stofna, sem standa illa. Enn sé um að
ræða rányrkju á þorski og rækju ut-
an lögsögunnar þvert ofan í alþjóð-
lega samninga. Segja nefndarmenn,
að NAFO sé orðið hluti af þessum
vanda því að það komi í veg fyrir
raunhæfar aðgerðir.
Nefndin leggur til, að Kanada
dragi sig út úr NAFO í september á
næsta ári og komi um leið í veg fyrir
þá rányrkju, sem nú eigi sér stað.
Vilja segja Kan-
ada úr NAFO
Ottawa. AP.