Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 43 OD DI H F I4 79 9 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar              VIÐ, iðkendur Falun Gong, hvaðan- æva úr heiminum óskum áheyrnar íslensku þjóðarinnar með hliðsjón af ferðahömlum sem lagðar hafa verið á iðkendur hreyfingarinnar. Falun Gong er ævaforn kínversk aðferð til andlegs þroska. Henni til grundvallar liggja eftirfarandi meg- inreglur: Sannleiksiðkun, samkennd og umburðarlyndi. Iðkunin felst í fimm formföstum og slakandi æf- ingasamstæðum sem styrkja hug og líkama. Nú stunda milljónir manna í meira en 50 löndum þessar æfingar. Öll starfsemi Falun Gong fer fram fyrir opnum tjöldum. Góð áhrif iðk- unarinnar eru viðurkennd um allan heim. Árið 1999 fyrirskipaði forseti Kína að barist skyldi af fullum þunga gegn þessari ástundun, sem þá hafði náð áður óþekktum vinsældum. Síðastlið- in þrjú ár hafa mannréttindasamtök bent á þúsundir iðkenda sem hafa látið lífið vegna harkalegra aðgerða lögreglu og hundruð þúsunda sem hafa verið fangelsuð, send í vinnu- búðir og vistuð á geðveikrahælum í þeim tilgangi að fá fólkið til að láta af skoðunum sínum. Forseti Kína liggur á því lúabragði að rægja Falun Gong um allan heim til að réttlæta ofsóknir sínar. Þetta gerir hann til að blekkja leiðtoga annarra þjóða og beita þá þrýstingi til þess að aðstoða sig í ofsóknum hans. Við erum komin til Íslands til að afhjúpa grimmdarverkin sem kín- verski forsetinn ber ábyrgð á og eins til að upplýsa um ástandið svo að ís- lenska þjóðin láti ekki blekkjast af ósannindunum og fái ekki ranga mynd af velviljuðu fólki. Undanfarin þrjú ár hafa iðkendur Falun Gong haldið uppi merkjum meginreglnanna þriggja, „sannleiks- iðkun, samkennd og umburðarlyndi“, þrátt fyrir harkalegar aðgerðir kín- verskra stjórnvalda. Friðsamleg framganga hreyfingarinnar og sam- kennd hefur unnið hug og hjarta þjóða heims að lögregluyfirvöldum þeirra meðtöldum. Mannréttinda- samtök víðsvegar um heiminn hafa veitt iðkendum Falun Gong viður- kenningar fyrir þátt þeirra í að verja hugsana- og trúfrelsi í heiminum. Við erum djúpt snortin og mjög þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við höfum hlotið frá fjölda þjóða og lög- regluyfirvöldum þeirra. Þessi al- þjóðastuðningur hefur verið árang- ursríkur og bjargað mannslífum. Þá fáu daga sem við höfum dvalið á Íslandi höfum við hlotið afar hlýjar móttökur hjá Íslendingum. Í síðustu viku höfðum við samband við skrif- stofu forseta Íslands og skrifstofu forsætisráðherra. Einnig áttum við fund með starfsfólki utanríkisráðu- neytis, dómsmálaráðuneytis og hátt- settum embættismönnum innan lög- reglunnar til að skýra fyrir þeim hvers vegna við erum hér og eins til að fullvissa þá um að við séum ávallt reiðubúin til að hlýða lögum og reglum. Við munum halda áfram að upplýsa stjórnvöld og embættismenn um rétta stöðu mála til þess að þeim verði ljós velvild Falun Gong-hreyf- ingarinnar og einnig hitt, hversu al- varlegar ofsóknirnar í Kína eru. Íslendingar geta verið stoltir af því alþjóðlega orðspori sem af þeim fer, að vera þjóð sem bregst á virkan hátt til varnar mannréttindum í alþjóða- samfélaginu. Við biðjum ríkisstjórn Íslands af einlægni að leyfa iðkend- um Falun Gong, óski þeir þess, að koma til landsins og tala friðsamlega fyrir lífi og réttindum vina sinna og fjölskyldna í Kína. Við treystum því að íslensk stjórnvöld geri það sem rétt er og styrki stöðu sína í alþjóða- samfélaginu sem talsmenn frelsis og mannréttinda. Við endurtökum þakklæti okkar fyrir hlýhug og stuðning Íslendinga. Við bjóðum alla velkomna að vera með okkur í æfingum á almannafæri þar sem hvers kyns spurningum verður svarað og þar sem fólk getur fengið staðfestingu á því hve heillandi og kyrrlát Falun Gong-iðk- unin er. Með vinsemd, FALUN GONG-IÐKENDUR, (íslenskun: Þórdís B. Sigurþórsdóttir). Opið bréf til íslensku þjóðarinnar frá iðkendum Falun Gong Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frá iðkendum Falun Gong: FRÉTTIR Í MORGUNBLAÐINU laugardag- inn 8. júní er rætt við Þjóðgarðsvörð á Þingvöllum varðandi grein er ég rit- aði og birtist á heimasíðu Þjóðkirkj- unnar, kirkja.is., um aðstöðu kirkj- unnar á Þingvöllum. Tvennt í athugasemdum þjóðgarðsvarðar tel ég rétt að skoða nánar, því það gæti að öðrum kosti valdið misskilningi á stöðu og sögu Þingvallakirkju. Hið fyrra varðar þá athugasemd að aðstaða kirkjunnar sé hin sama nú og verið hafi um árabil. Eins og ég bendi á í grein minni á kirkjan.is þá hefur verið prestsetur á Þingvallastað í ein 1000 ár, eða allt fram yfir kristnitö- kuhátíðina árið 2000. Skrifstofa prests og móttaka var í einni burst Þingvallabæjarins hina síðari áratug- ina og þá aðstöðu gátu allir prestar og aðrir nýtt sér er komu til athafna í Þingvallakirkju um ársins hring. Á skrifstofu prests var geymdur messu- skrúði kirkjunnar allur, bækur, helgi- gripir, skjöl og aðrir munir. Eftir messur var iðulega boðið til kaffisam- sætis á prestsetrinu og fjöldi kirkju- gesta hefur notið þess í gegnum tíð- ina. Auk þessa nýttu kirkjugestir aðstöðu prestsetursins af margvís- legu tilefni. Þessi aðstaða er ekki lengur fyrir hendi. Í dag er öll aðstaða Þingvallakirkju eitt herbergi og í því herbergi er móttaka, geymsla kirkju- muna og skrifstofa starfandi prests. Stærstan hluta ársins er aukinheldur enginn búandi á prestsetrinu gamla. Hið síðara sem skoðunar þarfnast er hvort Þingvallakirkja sé í eðli sínu sambærileg við aðrar litlar sveita- kirkjur. Þingvallakirkja er vissulega sóknarkirkja Þingvallasveitar og helgistaður heimamanna. En þó að Þingvallakirkja sé lítil og hógvær, þá er hún sögulega séð einn stærsti helgidómur íslenskrar kristni, sam- bærileg við Skálholtsdómkirkju og Hóladómkirkju. Til hennar koma tug- ir þúsunda gesta á hverju ári, árið um kring. Ótölulegur fjöldi hjóna hefur þar þegið sína vígslu og barna verið borinn til skírnar. Við altari kirkjunn- ar hefur hans heilagleiki Jóhannes Páll páfi beðist fyrir, fyrir hönd kaþ- ólsku kirkunnar, og þar hafa fulltrúar allra kirkjudeilda lotið guði. Þing- vallakirkja stendur á þeim stað þar sem kirkja hefur staðið lengur í þessu landi en á nokkrum öðrum stað ef að líkum lætur. Allt umhverfi kirkjunnar er helgað sögu kristinnar trúar. Þeirri kirkju og þeim kirkjustað hæfir því reisn og aðstaða til að bjóða gesti velkomna frá öllum hornum heimsins, af öllum kirkjudeildum og frá öllum trúfélögum, um allan ársins hring. Formanni Þingvallanefndar og Þingvallanefnd ber að þakka alla að- stoð við umsýslu kirkju og staðar fyrr og síðar og það góða starf sem er unn- ið á vegum nefndarinnar og þjóð- garðsins. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON. Aðstaða kirkjunnar á Þingvöllum Frá sr. Þórhalli Heimissyni: FERÐAFÉLAG Íslands fer í skóg- ræktarferð í Heiðmörk í dag, mið- vikudaginn 12. júní, til að snyrta reit sem FÍ hefur þar. Fararstjóri er Ei- ríkur Þormóðsson. Brottför frá BSÍ kl 19.30 og komið við í Mörkinni 6. Allir velkomnir. Skógræktarferð í Heiðmörk SJÖTTA norræna þingið um hjarta- endurhæfingu verður haldið í Reykjavík á vegum félags fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu, FHLE, dagana 14.–16. júní. Á þinginu, sem haldið er á ensku, verður fjallað um endurhæfingu hjartasjúklinga frá ýmsum sjónar- hólum, enda um þverfaglega ráð- stefnu að ræða. Fjöldi erinda er á dagskránni og margir fræðimenn á sviði hjartaendurhæfingar bæði af Norðurlöndunum, frá öðrum Evr- ópulöndum og Bandaríkjunum flytja erindi á þinginu. Meðal umfjöllunar- efna er nýjungar í þjálfun hjarta- sjúklinga, en þvert á fyrri trú manna hefur gagnsemi þjálfunar hjá fólki með hjartabilun verið staðfest. For- varnir verða einnig til umræðu og þar á meðal nýjar rannsóknir um tengsl depurðar og félagslegrar ein- angrunar á hjartasjúkdóma. Ís- lenskar rannsóknir um áhrif hjarta- skurðaðgerða og þjálfunar hjarta- bilaðra verða kynntar á þinginu, segir í fréttatilkynningu. Þingið er ætlað öllum heilbrigðis- stéttum sem koma að meðferð, end- urhæfingu og forvarnarstarfi hjarta- sjúkdóma. Nánari upplýsingar og dagskrá þingsins er að finna á heimasíðunni: www.tv.is/mbe. Norrænt þing um hjarta- endurhæfingu HALDINN verður fundur í flokks- stjórn Samfylkingarinnar í nýja Haukaheimilinu Ásvöllum í Hafnar- firði, fimmtudaginn 13. júní kl. 17. Setning fundar og ræða Össurar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Ávarp frá bæjar- fulltrúum í Hafnarfirði og Árborg. Erindi halda: Ingvar Sverrisson, Einar Karl Haraldsson, Stefán Jón Hafstein og Hólmfríður Garðars- dóttir. Almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Allir nýkjörnir sveitarstjórnarmenn eiga sjálfkrafa sæti í flokksstjórn, segir í fréttatilkynningu. Flokksstjórnar- fundur Samfylk- ingarinnar REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 13. júní kl. 19 – 23 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar verða 13., 18. og 20. júní. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. M.a. verður kennd endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, meðferð sára og fleira. Að námskeiði loknu fá nem- endur skírteini sem hægt er að fá metið í vinnu eða skólum. Önnur námskeið sem haldin eru hjá Reykjavíkurdeildinni eru um sál- ræna skyndihjálp, slys á börnum og hvernig á að taka á móti þyrlu á slys- stað. Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir þá sem þess óska, segir í frétta- tilkynningu. Námskeið í skyndihjálp „NOKKRIR þekktir veikleikar í Int- ernet Explorer veikja til muna öryggi þeirra sem ferðast um á Netinu og gera utanaðkomandi aðilum kleift að ná sambandi við tölvuna. Meðal þess sem óviðkomandi aðilar geta gert er að stela upplýsingum af tölvunni. Mögulegt er t.d. að taka allt það sem liggur á klippiborði (clipboard), stela auðkenniskökum, bæta við, breyta eða stela skrám o.fl. Á vefsíðu Arcis www.arc.is er nú á einfaldan hátt hægt að gera prófun á því hvort tölv- an sé með einhverjum af þessum þekktu veikleikum og einnig koma fram leiðbeiningar um hvernig hægt er að lagfæra þá. Einfaldasta leiðin er þó oftast að vera með einkaeldvegg á tölvunni sem á að tryggja að óvið- komandi hafi ekki aðgang að henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Arcis. Veikleikar í Internet Explorer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.