Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fyrirspurn
SIGRÍÐUR biður um að
eftirfarandi spurningum
sé komið á framfæri:
Hvenær dó Georg VI.
Bretakonungur? Var það
6. febrúar 1952? Varð
ekki Elísabet drottning
um leið og hann féll frá?
Var hún krýnd þetta
sama ár 1952? eða var
hún krýnd 2. júní 1953?
Með kærri kveðju og
von um skjót svör.
Sigríður Johnsen.
Tapað/fundið
Hver á þessa mynd?
ÞESSI mynd var á filmu
í myndavél sem fannst á
Vesturlandsvegi árið
2000. Upplýsingar í síma
553 1555 eða 553 0076.
Poki með filmum í
óskilum
POKI með filmum fannst
nýlega fyrir utan Lyf og
heilsu í Domus Medica.
Upplýsingar í síma 563-
1000.
Armbandsúr í óskilum
ARMBANDSÚR fannst
7. júní á horni Sólheima
og Goðheima. Upplýsing-
ar í síma 553 7112.
Bleikur barna-
jakki í óskilum
BLEIKUR barnajakki
fannst á leikvellinum við
Grímshaga. Upplýsingar
í síma 898-4982.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND týnd-
ist 2. júní líklega á
Laugavegi eða Ingólfs-
torgi. Upplýsingar í síma
8447-1451.
Dýrahald
Þrílit læða í óskilum
LÍTIL þrílit læða (kett-
lingur), sem virðist hafa
villst að heiman, hefur
verið á sveimi í vesturbæ
Kópavogs. Ef einhver
kannast við þetta og
saknar kisunnar sinnar
getur viðkomandi haft
samband í s: 860 4158.
Lotta er týnd
LOTTA týndist frá heim-
ili sínu, Jakaseli 33,
föstudaginn 31. maí. Hún
er grábrúnbröndótt og
hvít, 6 mánaða, frekar lít-
il, loðin læða með hvíta ól
með svörtum og gráum
flekkjum og gulu merki-
spjaldi. Þeir sem vita
hvar hún er niðurkomin
vinsamlegast hringi í
síma 567 0107 eða
869 9508 eða 869 9408.
Duna er týnd
DUNA er steingrá, mikið
loðin og er mannafæla.
Duna týndist 1. maí í
Mosfellsbæ en þangað
var hún nýflutt úr vest-
urbænum og ratar ekki á
nýja staðnum. Hún er ól-
arlaus. Þeir sem geta gef-
ið upplýsingar um Dunu
hafi samband í síma,
698 2846 eða 892 8495.
Daníel er týndur
DANÍEL er 6 ára fress,
svartur og ólarlaus.
Hann týndist miðviku-
daginn 5. júní sl. frá
Brattholti, Mosfellsbæ.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hafi samband i
síma 566 7323.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
MIG langar til að leggja
orð í belg út af svari
málfarsráðunauta Norð-
urljósa vegna at-
hugasemda Helgu Guð-
mundsdóttur við notkun
orðanna mexíkanskur
og Mexíkani. Það er al-
rangt hjá málfars-
ráðunautunum, að þetta
sé einhver enskusletta.
Þessar tvær orðmyndir
koma inn í málið úr
dönsku, líklega seint á
sextándu öld, og hafa
því verið notaðar í ís-
lenzku máli í yfir fjögur
hundruð ár. Þær hafa
ekkert með ensku að
gera, enda kunnu Ís-
lendingar lítið í því máli
á miðöldum. Hins vegar
eru þær í samræmi við
hina spænsku orðmynd,
sem notuð er í öllum
Norðurlandamálunum. Í
mínu ungdæmi voru
orðmyndirnar Mexíkói
og mexíkóskur óþekkt-
ar. Þær munu hafa
komið fram fyrir nokkr-
um árum, líklega fyrir
tilstilli Árna heitins
Böðvarssonar, sem var
málfarsráðunautur rík-
isútvarpsins. Orð, sem
hafa verið notuð í mál-
inu yfir fjórar aldir, eru
svo sannarlega góð ís-
lenzka, og mun ég
halda mig við hinar
upprunalegu orðmyndir
svo lengi, sem ég lifi.
Júlíus.
Mexíkani, mexíkanskur
Víkverji skrifar...
LENGING skólaársins í grunn-skólunum er eðlileg og sjálf-
sögð, finnst Víkverja. Íslenzk börn
og unglingar mættu gjarnan nota
tímann betur, bæði í grunnskóla og
framhaldsskóla, til þess að á Íslandi
sé hægt að útskrifa 18 ára stúdenta
eins og í flestum nágrannalöndum
okkar. Víkverji heyrði í útvarpinu
umfjöllun um lengingu skólaársins
og þar kom fram að óánægja væri
með breytinguna hjá öllum; foreldr-
um, nemendum og kennurum. Vík-
verja finnst út af fyrir sig ekkert
skrýtið að kennarar séu óhressir
með að sumarfríið þeirra hafi stytzt,
því að sennilega hafa þeir ekki fengið
þær kjarabætur á móti, sem eðlilegt
hefði verið. Honum finnst heldur
ekki óeðlilegt að nemendurnir kvarti
– þegar Víkverji var á grunnskóla-
aldri fannst honum oft skemmtilegra
að vera úti að leika sér en að vera í
skólanum. En eftir á sér hann, eins
og flestir sem komast til vits og ára,
að tímanum var vel og skynsamlega
varið í skólanum. En Víkverja finnst
stórundarlegt ef foreldrar eru
óánægðir með lengingu skólaársins.
Hann hefði haldið að foreldrum þætti
jákvætt að börnin nýttu árið betur til
náms og jafnframt þarf þá ekki að
finna þeim verkefni í jafnlangan tíma
á sumrin, því að það er staðreynd að
fæstir foreldrar geta núorðið tekið
sér frí með börnunum allt sumarið.
x x x
Í UMFJÖLLUN útvarpsins varrætt við skólastjóra, sem sagði
hálfafsakandi að skólinn hefði reynt
að hjálpa nemendum að aðlagast
breytingunni með því að auka mjög
útivist, þannig að það væri nú ekki
þannig að blessuð börnin héngju yfir
bókunum allan þann tíma, sem skóla-
árið hefði lengzt. Víkverja er spurn:
Var ekki meiningin að börnin
„héngju yfir bókunum“ eða væru
a.m.k. að læra eitthvað þessar vikur,
sem búið er að lengja skólatímann?
Til hvers var verið að lengja skóla-
árið ef niðurstaðan er bara sú að
krakkarnir eru í útilegu eða göngu-
túr, sem þau hefðu líklega farið í
hvort sem var? Víkverji vorkennir
æsku landsins ekkert að vera í skól-
anum fram í júní og minnir á að þetta
hafa börn annars staðar í Evrópu
mátt þola lengi. Menn segja sem svo
að sumrið á Íslandi sé svo stutt að
fólk eigi að fá að njóta þess, en er
ekki eins hægt að segja að það hljóti
að vera minni áþján fyrir íslenzk
börn að sitja innandyra í íslenzku
sumarveðri en fyrir t.d. spænsk börn
að missa af alvörusumrinu þar suð-
urfrá?
x x x
LAUGARDALSLAUGIN varlokuð í nokkra daga í síðustu
viku vegna málningarvinnu og ann-
ars viðhalds og veitti ekkert af. Ná-
granna Víkverja, honum Velvak-
anda, höfðu m.a. borizt bréf
undanfarnar vikur, þar sem haft var
á orði að viðhalds væri þörf í Laug-
ardalnum. Nú líta sundlaugarmann-
virkin betur út, en einn galli er þó á
gjöf Njarðar. Við laugarbakkana
hafa þrep verið máluð með málningu,
sem sandur virðist hafa verið settur í
til að gera þau stamari og hindra að
fólk renni til. Það hefur tekizt með
ágætum, en kornin í málningunni eru
svo hvöss, að Víkverji veit til að bæði
börn og fullorðnir hafi meitt sig á
þeim. Þarna hefði mátt fara hægar í
sakirnar.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 fugls, 8 grenji, 9 göf-
ugmennska, 10 spils, 11
flýtirinn, 13 fífl, 15 vinna,
18 missa fótanna, 21
rimlakassi, 22 lipurð, 23
öskrar, 24 hirðusamt.
LÓÐRÉTT:
2 þor, 3 eldstæði, 4 skyn-
færin, 5 hreysi, 6 kven-
fugl, 7 gljúfri, 12 ferskur,
14 leðja, 15 fiskur, 16
hrella, 17 ærslahlátur, 18
hestur, 19 götum, 20 siga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 snart, 4 fussa, 7 komma, 8 ártíð, 9 nár, 11 lært,
13 árar, 14 ýmist, 15 fjör, 17 tonn, 20 kná, 22 tegla, 23
tengi, 24 kímin, 25 lerki.
Lóðrétt: 1 sýkil, 2 aumur, 3 tían, 4 flár, 5 sútar, 6 arður,
10 ásinn, 12 Týr, 13 átt, 15 fátæk, 16 örgum, 18 opnar, 19
neiti, 20 kann, 21 átel.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Selfoss,
Dettifoss, Florinda og
Trinket og út fara
Dettifoss og Selfoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Florinda vænt-
anlegt og frá Straums-
vík fer Axios.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, opin mið. kl.
14–17. Flóamarkaður,
fataútlutun og fatamót-
taka s. 552 5277 opin 2.
og 4. mið. kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa.
Kirkjuferð í Seltjarnar-
neskirkju í dag kl.
13.30. Kaffiveitingar í
boði sóknarnefndar.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl.
13 spilað, kl. 13–16.30
opin smíðastofan. Bingó
er 2 og 4 hvern föstu-
dag. Púttvöllurinn er
opin alla daga. Allar
uppl. í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–10.30
banki, kl. 13–16.30 spil-
að. Farið verður á
Hólmavík fim. 20. júní
kl. 8. Sr. Sigríður Óla-
dóttur tekur á móti okk-
ur í Hólmavíkurkirkju.
Sýningin Galdrar á
Ströndum og Sauðfé í
sögu þjóðar skoðaðar.
Kaffi og meðlæti í Sæ-
vangi. Kvöldverður í
Hreðavatnsskála. Leið-
sögumaður: Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir.
Skráning í s. 568 5052.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslu- og handa-
vinnustofur opnar, kl.
10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félagsstarf aldraðra í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi
og Kjós. Jónsmessuferð
á Þingvöll, Selfoss og
Stokkseyri, mán. 24.
júní. Uppl. og skráning
hjá Svanhildi í síma
558 68014 e.h.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara
Kópavogi.
Farið verður til Vest-
mannaeyja mán. 24.
júní með Herjólfi og
komið til baka mið. 26.
júní. Vinsamlega skráið
ykkur sem fyrst. Þátt-
tökugjald greiðist til
Boga Þóris Guðjóns-
sonar fyrir 14. júni.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Línu-
dans kl. 11, pílukast kl.
13.30. Opið hús „Sum-
arfagnaður“ á morgun,
fim. 13. júní, kl. 14.
Fjölbreytt skemmti-
atriði og kaffisaga.
Dagsferð að Skógum
mið. 19. júní. Lagt af
stað frá Hraunseli kl.
10. Súpa og brauð á
Hvolsvelli, ekið að
Skógum og umhverfið
skoðað. Kaffi drukkið í
Fossbúanum. Ekið til
baka um Fljótshlíð og
merkisstaðir skoðaðir.
Allar uppl. í Hraunseli í
síma 555-0142. Vest-
mannaeyjaferð 2.-4.
júlí. Munið að greiða
farmiðana í ferðina kl.
13 í dag.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15.
Fimmtudagur: Brids
kl. 13.00.
Fundur með far-
arstjóra Vestfjarða-
ferðar verður í Ásgarði
Glæsibæ fim. 13. janúar
kl. 14. Nokkur sæti laus
í Vestfjarðaferð 18-23
júní vegna forfalla, þeir
sem ekki hafa sótt far-
seðlana eru beðnir að
vitja þeirra fyrir helgi.
Söguferð í Dali 25.júní
dagsferð, Eiríksstaðir-
Höskuldsstaðir-
Hjarðarholt-Búð-
ardalur-Laugar-
Hvammur. Skráning
hafin.
Þeir sem hafa skráð sig
í Hálendisferð 8. júlí
þurfa að staðfesta fyrir
15. júní.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10.00
til 12.00 fh. í síma 588-
2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar
á skrifstofu FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa m.a. postulín,
mósaik og gifsaf-
steypur, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9–16 böð-
un.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar. Kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug. Frá hádegi
spilasalur opinn. Kl.
13.30 „Mannrækt - trjá-
rækt“ Gróðursetning í
„Gæðareitinn“ með
börnum frá leikskól-
anum Hraunborg. Á
eftir bjóða börnin upp á
veitingar. Kaffi-
húsastemmning í
Hraunborg. Fim. 20.
júní er Jónsmessufagn-
aður í Skíðaskálanum í
Hveradölum. M.a.
kaffihlaðborð, söngur,
happdrætti og dans.
Umsjón Ólafur B.
Ólafsson. Skráning haf-
in.
Uppl. um starfsemina á
staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 10 boccia, kl. 13 fé-
lagsvist FEBK, kl. 15–
16 viðtalstími FEBK,
kl. 17 bobb. Tekið verð-
ur við staðfesting-
argjaldi í ferðalag
Sundhópsins og fé-
lagsstarfsins um Vest-
firði dagana 15.-19. júlí
þrið. 18. júní og mið. 19.
júní frá kl. 10.30-12 í
Gjábakka. Uppl. í síma
554 3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17 há-
degismatur alla virka
daga, heitt á könnunni
og heimabakað meðlæti.
Handavinnustofan er
opin kl. 9.15–16 á þri. og
mið. kl. 13-16 og
fim. kl. 9.15–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, kl. 9 og kl. 10
jóga. Fótaaðgerð, hár-
snyrting. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl.
9–12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun. Allir velkomn-
ir.
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður í
Húsafell fim. 13. júní.
Steinasafn Páls skoðað
og farið verður í gömlu
kirkjuna að Húsafelli.
Fólk taki með sér nesti.
Uppl. í Norðurbrún s.
568 6960 og í Furgerði
s. 553 6040.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 postulínsmálun
og mósaik, kl. 13–14
spurt og spjallað. Versl-
unarferð í Bónus kl.
13.30. Dagsferð 19. júní
kl. 9. Ekið að Skógum
með viðkomu í kaup-
félaginu á Selfossi.
Léttur hádegisverður
(súpa, brauð, kaffi) í
Fossbúanum við Skóg-
arfoss. Byggðarsafnið á
Skógum og rjómabúið á
Baugstöðum skoðað.
Ekið um Eyrarbakka,
Stokkseyri og Óseyr-
arbrú að Hótel Örk í
Hveragerði þar sem
snæddur verður kvöld-
verður. Heitir pottar og
sundlaug á staðnum fyr-
ir þá sem vilja. Dansað
undir stjórn Sigvalda.
Leiðsögumaður Nanna
Kaaber. Ath. takmark-
aður sætafjöldi. Uppl. í
síma 562 7077. Sækja
miða í síðasta lagi 14.
júní.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 bókband og
handmennt, kl. 10
morgunstund, kl. 12.30
verslunarferð Bónus.
Bankaþjónusta 2 fyrstu
miðvikudaga í mánuði.
Mið. 19. júní verður far-
ið í rútuferð og ekið um
Álftanes, Hafnarfjörð,
Heiðmörk, Hafravatn,
Mosfellsbæ og nýju
hverfin í Grafarvogi.
Kaffihlaðborð í Ásláki í
Mosfellsbæ. Allir vel-
komnir. Uppl. í síma
561-0300.
Í dag er miðvikudagur 12. júní,
163. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
En hann sagði við konuna: „Trú
þín hefur frelsað þig, far þú í friði.“
(Lúk. 7,50.)