Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Evrópusambands-
sinnar, eins og t.d.
Bryndís Hlöðversdótt-
ir alþingismaður eru
iðnir við að saka menn
og stofnanir um ófag-
leg og ótrúverðug
vinnubrögð ef niður-
stöður þeirra eru ekki í
samræmi við þeirra
eigin skoðanir. Ekki er
langt síðan tekin var
saman skýrzla um Ís-
land og Evrópusam-
bandið fyrir ríkis-
stjórnina sem hneig að
því að aðild Íslands að
Evrópusambandinu
væri síður en svo fýsi-
leg. Þessu vildu Evrópusambands-
sinnar engan veginn una og höfðu
uppi sama söng þá og nú um skort á
hlutleysi, fagmennsku, trúverðug-
leika o.s.frv.
Í framhaldi af því lét Samfylk-
ingin semja sína eigin skýrzlu um
Ísland og Evrópusambandið sem
fékk niðurstöðu sem var í samræmi
við fyrirfram ákveðnar skoðnir
hennar. Auðvitað átti þessi skýrzla
síðan að heita hlutlaus þó að ritstjóri
hennar sé einn helzti Evrópusam-
bandssinni á Íslandi, Eiríkur Berg-
mann Einarsson, sem í þokkabót
mun sennilega vera á launum frá
Evrópusambandinu við
það að reka áróður hér
á landi í þágu sam-
bandsins. Þetta eru
sem sagt þær hug-
myndir sem Evrópu-
sambandssinnar hafa
um hlutleysi og trú-
verðugleika.
Í Morgunblaðinu 8.
júní sl. ritar Bryndís
Hlöðversdóttir grein
þar sem hún gagnrýnir
grein Illuga Gunnars-
sonar hagfræðings
gegn aðild Íslands að
Evrópusambandinu í
Morgunblaðinu frá
deginum áður. Illugi
óskaði í grein sinni eftir rökum
Bryndísar fyrir árásum sínum á
hagfræðistofnun Háskóla Íslands
vegna skýrzlu stofnunarinnar um
Ísland og Evrópusambandið sem
kynnt var á dögunum sem kunnugt
er. Sú skýrzla var þó víst ómarktækt
plagg, að sögn Bryndísar, og þá
sennilega vegna þess að niðurstöður
hennar voru ekki í samræmi við
hennar eigin skoðanir. Í grein sinni
verður annars ekki betur séð en að
Bryndís viðurkenni að hún hafi ekki
áður fært rök fyrir árásum sínum á
stofnunina og að úr því verði bætt í
greininni. Gallinn er þó sá að það
sem fram kemur í grein hennar
hrekur engan veginn rök Illuga svo
séð verði.
Að lokum má síðan nefna að í
grein sinni talar Bryndís um að Dav-
íð Oddsson sé húsbóndi Illuga og á
því væntanlega við að skrif Illuga
séu í hans þágu. Fyrst Bryndís
gengur út frá því að menn eigi sér
húsbónda er ekki úr vegi að spyrja
hver sé hennar húsbóndi? Evrópu-
sambandið?
Hugmyndir ESB-
sinna um hlutleysi
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er sagnfræðinemi og með-
limur í Flokki framfarasinna.
Evrópumál
Evrópusambands-
sinnar, segir Hjörtur J.
Guðmundsson, eru iðnir
við að saka menn og
stofnanir um ófagleg
vinnubrögð.
„ORÐHÁKURINN“
frá Dalvík, Kristján
Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri,
heldur áfram að
senda mér tóninn á
síðum Moggans og
enn er það falskur
tónn.
„Sumum finnst gott
að berja hausnum við
steininn. Ekki mér,“
segir Kristján í upp-
hafi síðustu greinar.
Þetta kalla ég
ánægjuleg tíðindi og
vita þau væntanlega á
það, að Kristján hætti
þessari sjálfpíningu
og taki rökum. Þá þarf hann ekki
lengur að berja hausnum við stein-
inn, eins og hann hefur gert í
Moggagreinum að undanförnu.
Hann gæti byrjað á því að svara
þeirri einföldu spurningu hvers
vegna hann gekk framhjá Oddi
Helga Halldórssyni og hans fólki á
L-listanum við myndun meirihuta.
Hvers vegna kaus hann fremur að
stökkva upp í bólið með Fram-
sókn? Var það skipun „að ofan“, ef
til vill frá einhverjum ráðherra í
núverandi ríkisstjórn? Hvað sem
Kristján segir, þá er það ískaldur
raunveruleiki, að það var Oddur
Helgi sem stóð uppi sem sigurveg-
ari þegar talið hafði verið upp úr
kjörkössunum. Hann fékk nær
fimmtung atkvæða bæjarbúa. Ég
veit ósköp vel að það
er ekki meirihluti, en
skýlaus vilji kjósenda
um ferska vinda inn í
stjórnkerfi bæjarins.
Ég veit líka ósköp vel,
að sjálfstæðismenn og
Framsókn hafa meiri-
hluta kjósenda á bak
við sig, þótt báðir
flokkar hafi tapað
fylgi í síðustu kosn-
ingum. En ég er líka
viss um, að meirihluti
þeirra kjósenda er
ekki sáttur við vinnu-
brögð Kristjáns og
Jakobs Björnssonar
við myndun meiri-
hluta að kosningum loknum. Raun-
ar var tæpast á óánægjuna með
Jakob bætandi, þar sem hátt á
annað hundrað kjósendur Fram-
sóknar strikuðu hann út af listan-
um. Það er því alls ekki sjálfgefið,
að meirihluti kjósenda standi á
bak við þann nýja meirihluta, sem
tekur við völdum í dag (þriðjudag).
Ég kaus Kristján og hans menn
þegar kosið var í bæjarstjórn Ak-
ureyrar á dögunum, enda tel ég
hann hafa staðið sig um margt vel
sem bæjarstjóri. Hins vegar þýðir
það ekki, að ég sitji þegjandi undir
öllu því sem hann og þjónalið hans
hjá Sjálfstæðisflokknum bera á
borð fyrir bæjarbúa milli kosn-
inga. Slík þögn er þó slæmur siður
margra „trúmanna“ í Sjálfstæðis-
flokknum, þótt þeir hugsi sitt.
Ég tel það hins vegar sjálfsagða
kurteisi að slíkum aðfinnslum,
settum fram á málefnalegan hátt,
sé svarað með rökum og kurteisi, í
það minnsta þegar bæjarstjórinn
okkar á í hlut. Ég var ekki að biðja
Kristján um kennslustund í dýra-
fræði, eins og hann bauð upp á í
síðustu Moggagrein, ég vil einung-
is fá skiljanleg svör við einföldum
spurningum. Kristján Þór ber
saman héra og skjaldböku og telur
næsta víst, að hérinn hefði betur í
kapphlaupi, jafnvel þótt skjaldbak-
an bætti sig! Kristján sér sjálfan
sig ef til vill í ham hérans og mig
eða Odd Helga sem skjaldböku.
Ég veit að hérinn fer hratt yfir,
tekur jafnvel „hérastökk“, þannig
að tilviljun ein ræður stefnu og
áfangastað. Þar að auki er hann
ekki sagður kjarkmikill þegar á
reynir; er sagður með „hér-
ahjarta“ blessaður. Skjaldbakan
kemst hins vegar þangað sem hún
ætlar sér; kemst þótt hægt fari.
Hún hefur fjögur ár til ferðarinn-
ar; fram að næstu kosningum. Þá
er ekki víst, að Oddur Helgi þurfi
á Sjálfstæðisflokknum að halda til
að mynda meirihluta. Famsókn
reynist þér því ef til vill skamm-
góður vermir Kristján minn. Ég
bið þig þó vel að lifa, en verði þér
„maddaman“ að góðu.
Hérinn og skjaldbakan
Sverrir
Leósson
Akureyri
Ég var ekki að biðja
bæjarstjórann um
kennslustund í dýra-
fræði, segir Sverrir
Leósson. Ég vil fá
skiljanleg svör við ein-
földum spurningum.
Höfundur er útgerðarmaður.
Í ÁRATUGA starfi
fyrir þjóðina hefur Páll
Pétursson, félagsmála-
ráðherra, oftlega sýnt
að hann er góðviljaður
maður. Það kemur því
ekki á óvart að hann
skuli láta sér annt um
fólkið, sem býr á Sól-
heimum, í Grímsnesi.
Ummæli hans vegna
skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, byggja hins-
vegar á misskilningi og
vekja óróleika og ótta
hjá þeim sem unna
þessum stað. Ég verð
að segja eins og er, að
ég furða mig á því hvað Páll er hvass-
yrtur og stórorður í yfirlýsingum sín-
um.
Ég hef verið reglulegur gestur á
Sólheimum, undanfarin þrjátíu ár, til
þess að heimsækja mág minn og vin,
Gísla Halldórsson, og kærustuna
hans, hana Sirrý. Sigurlín Sigurgeirs-
dóttur. Ég hef því getað fylgst nokk-
uð vel með þeirri stórkostlegu upp-
byggingu sem þar hefur orðið. Og ég
hef séð hvaða hlut Pétur Sveinbjarn-
arson hefur átt í þeirri uppbyggingu.
Mér rennur kalt vatn milli skinns og
hörunds, við tilhugsunina um að þetta
upphlaup verði notað til þess að bola
honum burt frá heimilinu.
Meðan Ríkisendurskoðun var að
gera úttekt á starfsemi Sólheima ósk-
uðum við eiginkona mín, Vilborg
Halldórsdóttir, eftir því að fá að koma
á fund með þeim sem úttektinni
stýrðu. Okkur var ljúflega tekið og á
þeim fundi var öllum okkar spurning-
um greiðlega svarað.
Við komum af þeim fundi ánægð
með að þetta væri fólk sem ynni af
heilindum, með velferð íbúanna að
leiðarljósi. Skýrslan sem nú liggur
fyrir, staðfestir þá skoðun. Ég fæ
ekki betur séð en að hún sé unnin af
hlutleysi og fagmennsku. Það sem
kemur mér verulega á óvart er hvern-
ig hún er túlkuð.
Mér finnst mikilvægast í skýrsl-
unni að það vantar enga peninga. Öll
framlög hafa skilað sér
og það er hægt að gera
grein fyrir hverri
krónu. Ágreiningurinn
er um hvernig þessum
peningum hefur verið
varið. Að kalla skýrsl-
una áfellisdóm yfir
stjórn Sólheima er ansi
langt seilst. Í skýrsl-
unni segir að fjármun-
um hafi til dæmis verið
varið til mun umfangs-
meiri atvinnurekstrar
og uppbyggingar á Sól-
heimum, en ríkið hafi
fallist á að greiða, sam-
kvæmt þjónustusamn-
ingi. Sem dæmi er nefnt að tíu millj-
ónum króna hafi verið varið til þess að
innrétta samveru og félagsmiðstöð,
sem jafnframt sé kaffihús fyrir gesti
staðarins.
Það er alveg rétt að í stað þess að
rífa gamalt gróðurhús, með gler-
veggjum og þaki, var því breytt í sam-
veru og félagsmiðstöð og kaffihús.
Ég veit ekkert hvaðan þeir pening-
ar voru teknir. Ég veit hinsvegar að
þetta er afskaplega sjarmerandi
kaffihús. Er það of mikið?
Það er örugglega rétt að á Sólheim-
um hefur verið hrundið af stað marg-
víslegri starfsemi sem ríkið hefur
ekki reiknað með að þar yrði rekin.
Heimilisfólkið vinnur til dæmis við
verslun, lífræna ræktun, búskap, leik-
list, listhönnun, tónlist, og ferðaþjón-
ustu. Og er þá fátt eitt talið.
Stefna stjórnar Sólheima er að þar
sé rekið lítið þorp, þar sem sé að finna
sem flest af því sem finnst í öðrum
litlum þorpum, á landinu. Hvort sem
það er kirkja eða íþróttahús, kaffihús
eða leikhús. Og að íbúarnir taki þátt í
þessu öllu. Umgangist gesti og gang-
andi. Er það slæmt?
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
tekið fram að íbúar Sólheima hafi nóg
að bíta og brenna og séu ánægðir. Er
það ekki það sem skiptir máli? Einsog
ég sagði áðan efast ég ekki um að
bæði Ríkisendurskoðun og félags-
málaráðherra miði við og hugsi, fyrst
og fremst, um velferð íbúanna.
Ég er kannski ekki sammála í öll-
um atriðum, en ég efast ekki um vel-
vildina. Hinsvegar fannst mér afskap-
lega dapurlegt, föstudaginn 31.
maí, að heyra formann Landssam-
taka Þroskahjálpar fagna skýrslu
Ríkisendurskoðunar og fagna við-
brögðum félagsmálaráðuneytisins.
Hverju í ósköpunum var maðurinn að
fagna?
Fyrir nokkrum árum skrifaði Jón-
ína Michaelsdóttir frábæra bók um
baráttu Sesselju Sigmundsdóttur,
sem stofnaði Sólheima. Bókin heitir
„Mér leggst eitthvað til“ og ég ráð-
legg öllum, sem hafa áhuga á þessum
málum, að lesa hana. Sesselja mátti
þola ótrúlegar árásir, svívirðingar og
fordóma. Enda langt á undan sinni
samtíð. Þó smátt sé, í þeim árásum
sem hún varð fyrir, situr í mér að
henni var legið á hálsi fyrir að gefa
börnunum of mikið grænmeti! Garð-
urinn hennar Sesselju er ennþá rækt-
aður, á Sólheimum. Í margvíslegum
skilningi. Hann er kannski ekki rækt-
aður alveg samkvæmt opinberum
stöðlum, en hann þrífst vel. Það hef
ég séð í þrjátíu ára samskiptum mín-
um við hina glöðu garðyrkjumenn.
Við okkar ágæta félagsmálaráð-
herra vil ég segja; „Kæri Páll, ekki
fara að reka Sesselju núna.“
Grænmetið á Sólheimum
Óli Tynes
Sólheimar
Ég fæ ekki betur séð,
segir Óli Tynes, en að
skýrsla Ríkisendurskoð-
unar sé unnin af hlut-
leysi og fagmennsku.
Það sem kemur mér
verulega á óvart, er
hvernig hún er túlkuð.
Höfundur er fréttamaður.
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga
MEIRIHLUTI
þvert á flokkslínur varð
til í bæjarstjórnarkosn-
ingum á Seltjarnar-
nesi. Ásgerður Hall-
dórsdóttir, sem skipaði
annað sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins,
var kjörin bæjar-
fulltrúi ásamt þrem
fulltrúum Neslistans í
sjö manna bæjarstjórn.
Saman mynda fjór-
menningarnir meiri-
hluta í stærstu deilu-
málum kosninga-
baráttunnar, bygging-
aráformum á Hrólf-
skálamel og friðun vestursvæðanna.
Í prófkjörsbaráttunni í Sjálfstæð-
isflokknum, þar sem kosið var um
bæjarstjóraefni, var Ásgerður
fulltrúi þeirra sem vilja hóflegt
byggingamagn á Hrólfskálamel og
friðun vestursvæðanna. Ásgerður
fékk á áttunda hundrað atkvæða Sel-
tirninga í prófkjörinu en nokkru
fleiri tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins en greiddu flokknum at-
kvæði í kosningum. Er það í takt við
þá þróun að flokkslínur verða æ
ógreinilegri í sveitarstjórnamálum.
Í kosningabaráttunni sjálfri hélt
Ásgerður á lofti sömu sjónarmiðum
sem fyrr. Hart var tekist á um þá yf-
irlýstu stefnu fyrrverandi meirihluta
að byggja þétt og hátt á Hrólfskála-
mel og hjúkrunaheimili við Nesstofu
sem mun höggva skarð í vestursvæð-
in.
Frambjóðendur Neslistans beittu
sér heilir og óskiptir gegn bygging-
aráformum gamla meirihlutans á
Hrólfskálamel og höfnuðu því að
setja hjúkrunarheimili við Nesstofu.
Í kosningabaráttunni
lagði Árni Einarsson,
þriðji maður á Neslist-
anum, fram tillögur um
byggingu hjúkrunar-
heimilis á Hrólfskála-
mel sem myndi í senn
styrkja búsetu fólks í
íbúðum aldraðra í
næsta nágrenni og
bjóða upp á samnýt-
ingu á heilsugæslu og
íþróttaaðstöðu. Fram-
bjóðendur Neslistans
féllust á tillögu Árna og
gerðu að sameiginlegri
tillögu listans. Tillagan
er í góðu samræmi við áherslur Ás-
gerðar.
Ný bæjarstjórn á það fyrir hönd-
um að ráða bæjarstjóra. Í ljósi við-
urkenndra sjónarmiða um lýðræði
og virðingu fyrir meirihlutavilja Sel-
tirninga er einboðið að Ásgerður
Halldórsdóttir verði næsti bæjar-
stjóri á Nesinu og nýr meirihluti
þannig staðfestur.
Ásgerður verði
bæjarstjóri
Páll Vilhjálmsson
Höfundur er blaðamaður.
Seltjarnarnes
Einboðið er, segir Páll
Vilhjálmsson, að Ás-
gerður Halldórsdóttir
verði næsti bæjarstjóri
á Nesinu og nýr meiri-
hluti þannig staðfestur.