Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á ANNAÐ hundrað manns safn-
aðist saman til friðsamlegra mót-
mæla fyrir utan Njarðvíkurskóla í
gærkvöldi. Vildi fólkið sýna stuðn-
ing þeim 26 iðkendum Falung Gong
sem gist höfðu skólann frá hádegi í
vörslu lögreglu. Þorri mótmælenda
hafði safnast saman við Perluna í
Reykjavík og ekið þaðan í bílalest
til Reykjanesbæjar, en boðað hafði
verið til fararinnar í gegnum tölvu-
póst og Netið. Fólkið ræddi við lög-
reglu, sem vaktaði dyr skólans, og
bað um leyfi til inngöngu. Var eng-
um hleypt inn, en einum fulltrúa
Falun Gong-hópsins, Shean Lin, var
hins vegar heimilað að koma út og
hitta fólkið á hlaði skólans. Hann
þakkaði stuðninginn og leiddi fólk-
ið í gegnum æfingaröð kennda við
Falun Gong, auk friðarþagnar. Að
loknum kínverskum söng dreifði
hann kynningarefni um Falun Gong
og kvaddi. Mótmælendur lýstu
furðu sinni og vanþóknun á innilok-
un fólksins við Óskar Þórmundsson,
varðstjóra. Varðstjóri sagði að fólk-
inu liði vel og hafnaði fullyrðingum
um að það væri í fangelsi; tækni-
lega séð væri það ekki komið inn í
landið og væri því „í takmarki“ þar
til fyrirmæli bærust frá íslenskum
stjórnvöldum um annað.
Morgunblaðið/Arnaldur
Leiðbeiningum Falun Gong-iðkandans Shean Lin fylgt á hlaði Njarðvíkurskóla í gærkvöldi.
Mótmælt við Njarðvíkurskóla
GYLFI Guðmundsson, skólastjóri
Njarðvíkurskóla, segir að embættis-
menn sýslumanns hafi haft samband
og óskað eftir að fá afnot af skólanum
vegna gæslu Falun Gong-félaganna,
sem ekki var veitt landvistarleyfi á Ís-
landi í gær.
Gylfi segist hafa velt þessu talsvert
fyrir sér áður en hann gaf leyfi fyrir
að skólinn yrði notaður með þessum
hætti. ,,Ég hafði einnig samband við
Ellert Eiríksson bæjarstjóra og við
vorum sammála um að það væri í lagi
að leyfa þetta. Þessi skóli var kannski
valinn vegna þess að hér er góð að-
staða, m.a. til að gefa fólki að borða og
það er þægilegt að koma upp svefn-
aðstöðu ef því er að skipta,“ sagði
hann.
Starfsmenn í mötuneyti skólans
voru komnir til starfa í gær til að gefa
fólkinu að borða. Síðdegis voru svo
fluttar svefndýnur inn í skólann.
Aðspurður hvernig það mæltist
fyrir að taka skólahúsnæðið undir
þessar lögregluaðgerðir sagðist Gylfi
ekki hafa orðið var við mikila óánægju
vegna þessa þótt eflaust væru ein-
hverjir ekki ánægðir með þetta.
,,Ég sagði að ég liti ekki á þetta
sem fangelsun heldur væri ég að leyfa
fólki að gista hérna,“ sagði hann.
Morgunblaðið/Júlíus
Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, við skólann í gær.
Skólastjóri Njarðvíkurskóla
Valinn vegna
góðrar aðstöðu
RAGNAR Aðalsteinsson hrl. fer með
mál tveggja hópa af Falun Gong-iðk-
endunum sem komu til landsins í
gær, annars vegar með áætlunar-
flugvél frá Bandaríkjunum í gær-
morgun og hins vegar með vél frá
Kaupmannahöfn í hádeginu.
Ragnar hitti fólkið að máli í gær,
bæði hópinn sem er í haldi í Njarð-
víkurskóla og tæplega 50 manns sem
haldið er í Leifsstöð. Hann átti einnig
fund með lögreglustjóranum í Kefla-
vík síðdegis.
Ekki verið sýnt fram á sérstaka
ástæðu fyrir synjun um landvist
Ragnar hefur farið fram á að fólkið
verði leitt fyrir dómara sem taki
ákvörðun um hvort það fái að fara inn
í landið eða ekki. Ragnar segir að í
þeim lögum sem dómsmálaráðuneyt-
ið hafi vitnað í séu ekki nægar heim-
ildir til að meina Falun Gong-iðkend-
um landgöngu. Ekki sé um að ræða
að Falun Gong muni stofna allsherj-
arfriði í hættu eða neitt slíkt. Lög-
regla hljóti að hafa gögn um fólkið
sem sýni að fólkið sé algjörlega frið-
samlegt. Samkvæmt 10. grein út-
lendingalaga verði að vera einhver
sérstök ástæða fyrir landgöngusynj-
un og hana skorti. Ákvörðunin sé því
ólögleg, refsiverð og skaðabótaskyld.
Ragnar segir nánast óskiljanlegt
að þetta skuli vera að gerast. Ekki sé
um að ræða eiginlega herferð Falun
Gong hér á landi, ekki sé um ræða
mikið fleiri en 200 manns sem margir
séu komnir hingað í fríi en noti heim-
sókn Jiang Zemins sem tilefni til að
koma hingað. Fólkið sé þekkt af frið-
semd og hafi aldrei gert flugu mein
svo vitað sé. Það hafi á hinn bóginn
skoðanir sem það vilji gjarnan koma
á framfæri með sínum hætti, sem
hafi ekkert hættuástand í för með sér
á nokkurn hátt. Með aðgerðum
stjórnvalda sé verið að koma í veg
fyrir að fólkið njóti þessa réttar. Önn-
ur ríki hafi ekki tekið þessa afstöðu
og hleypt öllum Falun Gong-iðkend-
um inn í landið. Fyrir fulltrúa Íslands
á erlendum vettvangi hljóti þetta að
vera slæmt, það verði erfitt fyrir Ís-
lendinga að tala um lýðræði og mann-
réttindi á erlendum vettvangi næstu
árin.
Ólöglega handtekið
og svipt frelsi sínu
,,Hugsanlega munu stjórnvöld átta
sig á því að það er engin hætta. Það
er algjört skilyrði fyrir því að hægt sé
að gera það sem þau eru að gera að
fyrir liggi eitthvað sem segir okkur
að það sé verið að stefna íslensku
þjóðaröryggi í hættu eða öryggi
Kínaveldis, eða eitthvert sambæri-
legt hættuástand. Það hefur ekkert
slíkt komið fram. Það er hlutverk
fréttamiðlanna að krefja stjórnvöld
sagna um í hverju hættan er fólgin.
Það hefur ekkert komið fram um það
ennþá,“ sagði Ragnar í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær.
Að hans mati hefur þetta fólk verið
ólöglega handtekið og svipt frelsi
sínu þar sem ekki hefur verið sýnt
fram á að hætta stafi af því. Farið
hafi verið með fólkið eins og hverja
aðra gæsluvarðhaldsfanga. ,,Ég tel
að stjórnvöld beri ábyrgð á því og
verði að sæta þeirri ábyrgð þegar þar
að kemur,“ segir Ragnar.
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður
Vill að fólkið verði
leitt fyrir dómara
Morgunblaðið/Þorkell
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Steingrímur Þorbjarn-
arson túlkur ræða við meðlimi Falun Gong í Leifsstöð, þar sem þeim var
haldið eftir komu frá Kaupmannahöfn í gær.
PAN CHIN MIN, Falun Gong--
iðkandi frá Taívan, er ein þeirra sem
voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli í
gær. Hún var í Moskvu þegar Jiang
Zemin, forseti Kína, var þar og flaug
síðan um Kaupmannahöfn til Ís-
lands.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
hana eftir hádegi í gær sagðist hún
hafa verið stöðvuð ásamt 46 öðrum
og þeim verið sagt að þau mættu
ekki fara út úr flugstöðinni. Lög-
regla hefði engar skýringar gefið á
þessu. Síðar hafi lögregla sagt þeim
að „æðra stjórnvald“ hefði ákveðið
að þeim yrði snúið við innan klukku-
stundar og voru þau beðin um að af-
henda farseðla sína. Þessu hafi lang-
flestir hafnað og beðið um að fá að
hitta lögfræðing en lögregla þá tjáð
þeim að þau hefðu ekki rétt til þess.
Pan Chin Min segir að þegar þau
hafi spurt lögreglu um ástæður fyrir
því að þeim væri meinað um land-
göngu hafi þeim verið sagt að þau
fengju upplýsingar um það um leið
og þau féllust á að fara til baka.
Aðspurð um ástæður fyrir komu
þeirra hingað segir hún að ætlunin
hafi einfaldlega verið sú að sýna Ji-
ang Zemin fram á hversu friðsam-
legir Falun Gong-iðkendur eru. Þeir
séu ofsóttir í Kína og fjölmargir hafi
verið pyntaðir og myrtir af kínversk-
um stjórnvöldum. Hún þvertekur
fyrir að einhver vandræði gætu orðið
af dvöl þeirra hér og þau myndu fara
eftir tilmælum lögreglu.
Pan Chin Min segir að sér hafi
komið á óvart að vera hafnað um
landgönguleyfi enda hafi hún fengið
vegabréfsáritun hingað. Ætlunin
hafi verið að dvelja hér til 17. júní en
nú sé framhaldið algjörlega óvíst.
Morgunblaðið/Þorkell
Pan Chin Min, Falun Gong-iðkandi frá Taívan.
Neituðu að af-
henda farmiðana