Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN TÆKIST hryðjuverkamönnum að sprengja geislasprengju í miðborg Washington yrði manntjónið að öllum líkindum frekar lítið en geislameng- unin gæti valdið ofsahræðslu meðal almennings, sem myndi leiða til öng- þveitis á sjúkrahúsum og akbrautum og jafnvel langvarandi efnahags- vandamála. Líklegt er að fólk á mengaða svæð- inu freistaðist til að forða sér í burtu, annaðhvort á sjúkrahús eða til fjöl- skyldna sinna, í stað þess að vera um kyrrt og bíða eftir hjálp, og yki þann- ig hættuna á að geislamengunin breiddist út, að sögn bandarískra sér- fræðinga. „Við höfum aldrei þurft að taka á slíku vandamáli,“ sagði Phil Ander- son, fræðimaður við bandarísku rann- sóknarstofnunina Center for Strate- gic and International Studies, sem stóð fyrir æfingu í Washington í mars þar sem æfð voru viðbrögð við geisla- sprengingu í bandarísku höfuðborg- inni. Skýrt var frá því í fyrradag að bandarísk yfirvöld hefðu handtekið meintan liðsmann hryðjuverkasam- takanna al-Qaeda sem lagt hefði á ráðin um að smíða og sprengja geisla- virka sprengju. Anderson og fleiri sérfræðingar sögðu að þessi tíðindi sýndu ekki að- eins að bandarísk yfirvöld þyrftu að vera viðbúin slíkri árás, heldur þyrfti einnig að fræða almenning um afleið- ingarnar. Geislasprengjur eru tiltölulega ein- föld vopn. Tilræðismaðurinn vefur öflugu sprengiefni utan um einhvers konar geislavirkt efni og sprengir það. Við það breiðist geislavirka efnið út í næsta nágrenni við sprengingar- staðinn. Geislasprengjur eru ólíkar kjarna- vopnum sem leysa gífurlega orku úr læðingi í kjarnahvörfum. Viðbrögð almennings myndu skipta sköpum Michael Levi, eðlisfræðingur hjá Bandalagi bandarískra vísinda- manna, FAS, kvaðst efast um að bandarísk yfirvöld væru nógu vel undir það búin að leysa þau vandamál sem gætu komið upp eftir geisla- sprengjuárás, til að mynda við að flytja fólk á brott, eyða geislavirkum efnum á stóru svæði og sjá óttaslegnu fólki fyrir læknisaðstoð. „Við höfum ekki haft neina lokaæfingu í þessu og hún á aldrei eftir að fara fram,“ sagði hann. „Ef læknarnir okkar verða ekki þjálfaðir í því að greina veikindi vegna geislamengunar frá geðvefrænum einkennum er hætta á að opinbera heilbrigðiskerfið sligist undan álag- inu.“ Mohammed Akhter, framkvæmda- stjóri Bandaríska lýðheilsufélagsins, APHA, sagði að viðbrögð almennings myndu skipta sköpum. „Læknis- fræðilega erum við undir þetta búin. Óttinn er hins vegar sá þáttur sem við þurfum að búa okkur undir.“ Hreinsunin yrði mjög dýr Að sögn Andersons yrði það líklega óhemju dýrt að hreinsa mengaða svæðið. Henry Kelly, eðlisfræðingur sem fer fyrir Bandalagi bandarískra vísindamanna, sagði þegar hann kom fyrir utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings nýlega að ef geislasprengja spryngi í National Gallery of Art í Washington, safni sem er undir yfirstjórn Smithsonian- stofnunarinnar, kynni að þurfa að loka þinghúsinu, dómhúsi hæstarétt- ar Bandaríkjanna og bókasafni þings- ins í mörg ár, jafnvel áratugi. Geislasprenging gæti einnig valdið langvarandi efnahagsvandamálum flýðu margir íbúanna borgina og neit- uðu að mæta til vinnu. Sprengingin mannskæðari en geislavirknin Sérfræðingarnir vildu ekki gera of lítið úr hættunni sem stafar af geisla- sprengjum en nokkrir þeirra sögðu að hún væri tiltölulega lítil miðað við ógnina af efna- og sýklavopnum og ekki sambærileg við eyðilegginguna sem kjarnavopn geta valdið. „Menn geta skotið mörgu fólki skelk í bringu, án þess að skaða það, með því að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði,“ sagði Andrew Ka- ram, sérfræðingur í geislafræði við Rochester-háskóla. „Ég veit hins veg- ar ekki hvernig hægt er að skaða marga á stóru svæði með slíkri sprengju.“ Karam kvaðst telja að ef geisla- sprengjuárás yrði gerð myndu fleiri láta lífið af völdum sprengingarinnar en vegna geislavirku efnanna. „Van- þekkingin myndi þó valda mestu manntjóni, vegna þess að fólk myndi flykkjast á sjúkrahúsin að óþörfu, lenda í bílslysum eða fá hjartaáfall.“ Karam og fleiri sérfræðingar sögðu að hættan sem stafaði af ofanfalli geislavirkra efna eftir slíka spreng- ingu væri tiltölulega lítil, fólk myndi að öllum líkindum ekki veikjast nema það dveldi í mörg ár á menguðu svæði. 2.000 manns létu lífið af völd- um kjarnorkuslyssins í Tsjérnóbyl- verinu í Úkraínu árið 1985 en geisla- mengunin þar var miklu meiri en nokkur geislasprengja er talin geta valdið. „Þegar geislasprengja springur hafa langflestir nægan tíma til að bregðast við,“ sagði Norman Cole- man, sérfræðingur í rannsóknum á geislamengun við Bandarísku krabbameinsstofnunina, NCI. „Þetta snýst næstum eingöngu um heil- brigða skynsemi. Menn fara inn, þvo sér og losa sig við efnin.“ Talið er að lítið hlutfall þeirra, sem komast í snertingu við geislavirku efnin, geti fengið krabbamein síðar, en ekki nema þeir séu berskjaldaðir fyrir efnunum í mörg ár. Ólíklegt að al-Qaeda smygli efnunum Sérfræðingarnir telja að hryðju- verkamenn myndu nota geislavirkar kóbalt-, sesíum- eða strontíumsam- sætur – sem notaðar eru þegar mat- væli eru meðhöndluð með geislum til að drepa sýkla eða við sótthreinsun tækja á sjúkrahúsum – eða ameríkí- um, tilbúið geislavirkt frumefni sem notað er við olíuleit. Bandarísk yfirvöld telja að al- Qaeda eigi nógu mikið af slíkum efn- um til að geta gert geislasprengju- árás í Bandaríkjunum en bandaríska leyniþjónustan telur nánast öruggt að samtökin geymi þau enn í Suður- og Mið-Asíu. Bandarísku hermennirnir í Afganistan hafa ekki fundið nein merki um geislavirk efni og sérfræð- ingar telja ólíklegt að al-Qaeda reyni að smygla þeim til Bandaríkjanna og taki þá áhættu að þau finnist. Lík- legra sé að þeir reyni að kaupa geisla- virku efnin eða stela þeim í Banda- ríkjunum. Geislavirkir hlutir í reiðuleysi Birgðir Bandaríkjamanna af plú- toni og auðguðu úrani, sem notað er í kjarnorkusprengjur, eru í öruggri geymslu, en öðru máli gegnir um efn- in sem þarf í geislasprengjur. Þús- undir fyrirtækja, háskóla og sjúkra- húsa nota sesíum, strontíum, kóbalt og ameríkíum í Bandaríkjunum. Fá þessara fyrirtækja og sjúkrahúsa eru með nógu öfluga öryggisgæslu til að geta komið í veg fyrir að vopnaðir menn steli efnunum. Bandarísk yfirvöld birtu nýlega skýrslu þar sem fram kemur að frá árinu 1996 gátu bandarísk fyrirtæki ekki hent reiður á hvar 1.500 geisla- virkir hlutir í eigu þeirra voru nið- urkomnir og rúmur helmingur þeirra fannst aldrei. Talið er að allt að 30.000 geislavirkir hlutir hafi verið skildir eftir í reiðuleysi eða að þeim hafi verið fleygt, að sögn Umhverfisverndar- stofnunar Bandaríkjanna, EPA. Talið er að geislasprengjuárás í miðborg Washington myndi ekki valda mjög miklu manntjóni Geislamengunin gæti valdið ofsahræðslu                !"# ! $$%#$# $% #$ &%$'() * $%#$   $% + # ##$ , #                                  ,-./ 0*/123/..2. .*04 "##                  ! "         #$%"& 0*/145 0*/14 6/1 120 6782           !""# $   %   &  '  ()   $   %   &   '  () $   %  &   &                 *++      *,+++      *+,+++ , #  !   $     &%$'( #- (  ./.01    # #     3) 45665 -         !"    # $  .  '( The Washington Post, Los Angeles Times, Newsday. ’ Vanþekkinginmyndi valda mestu manntjóni ‘ JOSE Padilla, sem nú kallar sig Abdullah al Muhajir, er meðal- maður að hæð en þrekvaxinn, hann er Bandaríkjamaður og ættaður frá Puerto Rico sem er bandarísk eyja í Karíbahafi. Hann er nú í haldi, grunaður um að hafa ætlað að myrða fjölda óbreyttra borgara í Washington með sprengju er dreifa myndi geislavirkum efnum um stórt svæði. Geislasprengjur af þessu tagi eru stundum nefndar „skítugar sprengjur“. Muhajir mun hafa snúist til íslamstrúar í fang- elsi og var um hríð í Pakistan og Afganistan í búðum al-Qaeda sam- takanna þar sem hann lærði meðal annars að fara með sprengiefni. Að sögn dagblaðsins The Wash- ington Post er Muhajir 31 árs, fæddur í Brooklyn í New York en alinn upp af móður sinni í fátækra- hverfi í Chicago í Illinois og átti heima í grennd við Logan-torg. Föður sinn missti hann í æsku. Borgarhverfið var áður hverfi pólskra innflytjenda og afkomenda þeirra en er nú að mestu byggt fólki sem á ættir að rekja til Róm- önsku Ameríku. Mannlíf á staðnum er þjakað af hárri glæpatíðni og fá- ir unglingar þar ljúka prófi í fram- haldsskóla. Nelly Ojeda, 64 ára gömul kona í hverfinu, man vel eft- ir Jose, hún bjó í sama fjölbýlis- húsi. „Ég held að þessi strákur hafi ekki gert neitt af sér,“ segir hún og minnist þess að hann hafi haldið sig mikið heima við. „Hann var vanur að heilsa með „hæ“ og brosti oft.“ Aðrir nágrannar segja að Jose hafi verið stilltur drengur, hann hafi gengið undir gælunafn- inu „Pucho“. Dómur fyrir vopnað rán Í hverfum af þessu tagi er mikill þrýstingur á alla drengi að taka þátt í afbrotum unglingagengj- anna og erfitt að halda sig utan við þau. Er Jose var ung- lingur var hann hand- tekinn að minnsta kosti fimm sinnum og var þrisvar dæmdur, meðal annars fyrir vopnað rán. Eitt sinn mun hann hafa verið grun- aður um aðild að morði þegar hann var 13 ára en óljóst er hvort hann hlaut dóm og vegna ungs aldurs var málið ekki fært inn á saka- skrá hans. Hann var á stofnun fyrir vandræðaungl- inga í Illinois 1985– 1988 en upp úr 1990 flutti hann bú- ferlum til Flórída og starfaði með- al annars á Holiday Inn-hóteli í Fort Lauderdale þar sem hann bjó með unnustu sinni. En ekki liðu nema tvær vikur þar til hann komst enn í kast við lögin. Hann lenti í árekstri á svörtum Toyota Tercel-bíl sínum og veifaði þá silf- urlitaðri skammbyssu framan í hinn ökumanninn. Maðurinn elti hann til að reyna að ná bílnúm- erinu, Padilla skaut að honum en missti marks þótt færið væri innan við tíu metrar. Lögreglan handtók Padilla á heimili hans og reyndi hann þá að seilast til byssunnar en var yfir- bugaður eftir harðar stympingar. „Hann var fjári sterkur,“ segir Wilbur Kegler, lögreglumaður sem tók þátt í handtök- unni og segir hann að Padilla/Muhajir hafi verið mjög of- beldisfullur. Er sakborning- urinn kom fyrir rétt neitaði hann að tala við nokkurn mann, að sögn Keglers. Í réttarskýrslum kem- ur fram að hann kvartaði við dómara yfir slæmri meðferð á sér. Er dóm- arinn spurði Padilla hvað hann vildi svaraði hann: „Ég vil bara að fólk sé heiðarlegt við mig, segi mér hvað gangi á.“ Eftir árs fangelsisvist og með- ferð vegna fíkniefnaneyslu var hann margsinnis handtekinn fyrir umferðarlagabrot. Konan sem hann leigði hjá, Norma Leon, sagði móður hans hafa síðustu árin borið sig illa yfir því að sonurinn hefði farið úr landi og gengið í trúar- söfnuð. „Hún var hrædd um hann,“ segir Leon. Er móðirin var yfir- heyrð sagðist hún ekki hafa heyrt frá syni sínum eftir að honum var sleppt síðast úr fangelsi í Flórída. „Pucho“ komst fljótt í kast við lögin Geislasprengjumaðurinn Abdullah al Muhajir, öðru nafni Jose Padilla, ólst upp í fátækrahverfi í Chicago Abdullah al Muhajir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.