Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 35 enda var hún að hitta þær allar í fyrsta sinn. Þetta var hin besta ferð og var svo mikið hlegið að við stóðum hreinlega á öndinni. Þegar meinið uppgötvaðist hjá henni í janúar fyrir rúmu ári hringdi hún í mig og sagði mér frá því og að hún ætti að fara í aðgerð næsta dag. Auðvitað vorum við fullar bjartsýni. En meinið reyndist því miður ill- kynja og þegar ég heimsótti hana daginn eftir aðgerðina á sjúkrahúsið mætti hún mér brosandi og sagði að þetta væru nú bara smámunir. Hún ætlaði sér að sigrast á þessu. Áföllin urðu því miður fleiri en bjartsýnin brást henni aldrei né létta skapið. Í lok apríl varð hún fertug og hafði ákveðið fyrir löngu að halda upp á það en þegar á hólminn var komið treysti hún sér ekki til þess. Þess í stað tók Lára Guðrún þá ákvörðun að halda upp á afmælið fyrir mömmu sína og koma henni á óvart. Hún hringdi í ættingja og vini og bauð í veislu og komu vinkonur og frænd- fólk hennar færandi hendi með dýr- indis veitingar. Afmælisbarnið birt- ist svo þegar flestir gestirnir voru mættir og mikil var undrun hennar að sjá allt þetta fólk samankomið heima hjá sér. Þetta var yndisleg stund fyrir alla sem þarna voru mættir og sá maður glöggt hve vin- mörg hún var. Og að Lára Guðrún, aðeins 18 ára, skuli hafa staðið fyrir þessu er með ólíkindum. Hún er búin að standa þétt við hlið mömmu sinn- ar í veikindum hennar og þekki ég ekki neinn jafnaldra hennar sem hefði getað gert þetta betur. Hún Lára Guðrún er mikil hetja. Fyrir skömmu sagði Jóhanna mér að hún ætlaði með börnin til Portú- gals nú um miðjan júní í tvær vikur. Hún hafði þá daginn áður sagt börn- unum frá því og tilhlökkunin var mjög mikil hjá þeim öllum. Fannst mér mikið hugrekki hjá henni að treysta sér í burtu eins veik og hún var orðin. En því miður kom kallið áður. Erfiðir tímar eru framundan hjá fjölskyldunni og þá sérstaklega börnunum. Ég og fjölskylda mín öll sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Láru Guðrúnar, Vigdísar Hlífar, Jóns Sigmars, Möggu Öldu og fjöl- skyldunnar. Megi algóður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Anna Björg Þorláksdóttir. Kynni okkar hjóna við Jóhönnu Skaftadóttur hófust fyrir um tuttugu árum. Hún hafði til að bera styrk- leika æskunnar og jafnframt snemma þroska fullorðinnar mann- eskju sem hvað mest sýndi sig í tryggð við vini. Hún gat verið þétt fyrir og ákveð- in en alltaf streymdi hlýja frá henni, glöð yfir samneyti með vinum og vandamönnum. Á ferðalögum amaði fátt að – umburðarlyndi var henni í blóð borið. Lífsferð hennar reyndist stutt og margur hjallinn erfiður. Þar reyndist hún sterk, sem móðir, sem uppalandi og vinur. Hún kom miklu í verk, börnin urðu þrjú og voru henn- ar sólarbirta í tilverunni. Jóhanna var afar ábyrgðarfull og umhyggju- söm. Síðasta heimsókn til hennar var í maí. Ég óvænt kominn erlendis frá og það var eins og ekki væri liðin mínúta frá því að samskiptin voru sem innilegust, glaðværðin og æðru- leysið sýndi að hér fór manneskja sem ekki bara óx í erfiðleikunum heldur hafði sigrað þá og hafði allan heiminn að vinna með umlykjandi hlýju sinni. Maður gat ekki annað en stoltur hrifist. Þessi hrifning og virð- ing í garð hennar er sjálfsprottin. Jóhanna fer á nýjar slóðir ekki sem gestur heldur sem sjálfkjörin öðlingskona réttborin í hóp þeirra sem engu illu vilja valda. Hún skilur eftir sig hinn góða kjarna í afkom- endum – megi Guð blessa þá um leið og minningu hennar. Stefán F. Hjartarson. Í birtu vorsins er lagt af stað til fyrirheitna landsins. Jóhanna Rann- veig Skaftadóttir hefur lokið lífs- göngu sinni í blóma lífsins frá þrem- ur börnum á unga aldri. Ævi hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum, en hvernig hún leysti allt mótlæti með undraverðum jákvæðum hætti og nú síðast það mikla heilsuleysi, sem hún bar með ótrúlegri bjartsýni og hetjudáð. Ekki verður minnst á veikindi Jóhönnu án þess að geta barna hennar, þeirra Láru Guðrún- ar, Vigdísar Hlífar og Jóns Sigmars, sem öll hafa létt henni byrðina og umvafið móður sína kærleika og um- hyggju svo sem þau hafa aldur til. Lára Guðrún hefur verið stoð og stytta móður sinnar og annast heim- ilið með aðdáunarverðum hætti. Jóhanna var afar hlý í viðmóti og hugsunarsöm í okkar garð, afa og ömmu barna hennar. Um tíma bjó hún ásamt fjölskyldu sinni hjá okkur í Fornastekknum og bar aldrei neinn skugga á sambúðina. Í apríl sl. fögnuðum við með Jó- hönnu fertugsafmæli hennar, þar sem margir lögðust á eitt að sam- gleðjast henni og lengi bjó vonin um bata í hug og hjarta en nú er nið- urstaðan komin, og við mannanna börn treystum Guði að hann muni vel fyrir sjá. Margir hafa lagt hjálparhönd fram og því fólki er þakkað og beðið blessunar. Nú þegar leiðir skilur um sinn vil ég þakka Jóhönnu alla tryggð og vin- áttu frá fyrstu kynnum, henni bið ég blessunar á eilífðarbraut og að börn hennar fái að njóta náðar Guðs alla sína ævidaga. Öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Vigdís Einarsdóttir. Elsku Jóhanna mín. Það er erfitt að kveðja þig. Þetta hlýtur að vera bara draumur og ég vakna fljótlega og hringi í þig til að athuga hvernig þú hafir það en því miður verð ég að reyna að sætta mig við að þú sért farin. Það eru 12 ár síðan við kynnt- umst fyrst þegar ég fór að vinna með þér á rauðu deildinni á Arnarborg. Við unnum saman þar til þú eign- aðist Vigdísi. Þetta voru góðir tímar og höfum við oft hlegið að því hvað það séu breyttir tímar í dag, við vor- um bara tvær með 20 börn og gekk vel þó svo að deildin hafi oft verið erfið. Það varð góður vinskapur hjá okkur. Þú hélst að ég væri endanlega orð- in vitlaus þegar ég hringdi í þig fyrir nokkrum árum og spurði hvort þú vildir koma með mér til Manchester. Ég sagði að þú og Lára hefðuð gott að því að fá smátíma fyrir ykkur. Þetta var skemmtileg ferð. Það var erfið bið í fyrra þegar þú beiðst eftir greiningu og svo kom í ljós að þú þyrftir að fara í aðgerð. Þegar ég kom upp á spítala að hitta þig átti ég von á að þú værir hálfsof- andi í rúminu en nei þú sast inni á setustofu með gesti hjá þér, þvílík harka. Við ákváðum þá að þegar þú myndir hressast færum við í heim- sókn til Birnu á Kanarí. Síðan kom annað áfall í september og þurftir þú að fara í aðra aðgerð. Þrátt fyrir alla erfiðleikana kvartaðir þú aldrei. Enn eitt áfallið kom núna í maí. Það var þín heitasta ósk að komast í frí með börnin þín og átti sá draum- ur að verða að veruleika hinn 14. júní. Þú ætlaðir að fara til Portúgals. Þið voruð búin að skipuleggja hvað átti að gera en því miður rættist sá draumur þinn ekki en börnin þín ætla að láta draum ykkar rætast. Við áttum góða kvöldstund saman fyrir nokkrum dögum, við töluðum um alvarleg mál sem og skemmtileg mál og að sjálfsögðu um ferðina. Þú tókst af mér loforð um að ég myndi koma þakklæti til skila til alls þess frábæra fólks sem ætlaði að gera þennan draum þinn að veruleika, sérstaklega til forsvarsmanna og starfsfólks Flugfélagsins Atlanta og til forsvarsmanna Ferðaskrifstof- unnar Terra Nova Sól. Elsku Jóhanna mín, takk fyrir allt. Elsku Lára, Vigdís, Jón Sigmar og fjölskylda, ég bið góðan guð að vera með ykkur og veita ykkur styrk. Jóhanna Ósk Karlsdóttir og fjölskylda. Elsku Jóhanna er dáin. Minning- arnar streyma fram, tárin renna nið- ur kinnarnar. Ó, Guð, af hverju er lífið svona óréttlátt? Af hverju er hún tekin í burtu frá þremur ungum börnum? Við fórum til Dyflinnar fyrir nokkrum árum. Sú ferð er ógleym- anleg, við skemmtum okkur vel og keyptum og keyptum, hótelhebergið fylltist af innkaupapokum. Þetta er ein af mörgum minningum sem ég á um Jóhönnu. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa öll- um, hvað sem það var. Hún hélt upp á fertugsafmælið sitt fyrir stuttu þótt hún væri mikið veik. Það var góður dagur sem bætist við minn- inguna. Ég fór til Jóhönnu nokkrum dögum fyrir andlát hennar. Þá sagð- ist hún vera bjartsýn á lífið þótt hún vissi að allt gæti gerst. Bjartsýnin og brosið hjálpaði henni mikið í gegn um veikindi hennar. Þrátt fyrir mörg áföll í lífinu þá var hún sannkölluð hetja. Elsku Lára Guðrún, Vigdís Hlíf og Jón Sigmar, Jesús styrki ykkur og varðveiti í þessari miklu sorg. Kristín Þorgeirsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við þökkum Jóhönnu góðar sam- verustundir og sendum börnum hennar, Láru Guðrúnu, Vigdísi Hlíf og Jóni Sigmari og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur. Hanna, Margrét og Björg. Að sjá tilgang í örlögum okkar mannanna er verkefni sem flest okk- ar kannast við að hafa ráðist í við missi ástvinar eða þegar sjúkdómar herja á. Örlögin eru þó eitt það fyr- irbæra sem maðurinn fær aldrei skil- ið til fullnustu. Það er ekki á valdi hans. Hugmyndir um að læra af þessu og hinu í lífinu geta hins vegar hjálpað okkur í ákveðnum tilfellum. Reynsla hvers einstaklings af þeim hliðum sem lífið sýnir okkur er þó það sem þroskar hann mest. Oft virðist sem ákveðnum einstaklingum séu færðar fleiri dökkar hliðar á líf- inu en ljósar. Tilgangurinn er okkur ekki ljós. Í bókarkorni um persneska speki er lífinu líkt við söðul. Í hinum harða heimi ertu einn daginn hafinn upp í mjúkan söðul en hinn næsta dag er söðullinn lagður á herðar þér. Við þurfum að reikna með áföllum í líf- inu. Það er aldrei svo að söðullinn sé alltaf mjúkur undir okkur. Lífið er gætt þeim eiginleikum að það býr okkur ekki undir það sem koma skal nema að takmörkuðu leyti. Lífið spyr okkur heldur ekki hvort við séum tilbúin til eins eða annars, við einfaldlega verðum að vera það. Söð- ullinn sem lagður var á herðar Jó- hönnu vinkonu minnar var of þung- ur, hann sligaði hana að lokum. Hún neyddist til að láta undan í baráttu sinni við mein það er tók sér bólfestu í líkama hennar. Hún ætlaði að sigra, ætlaði að lifa, lifa til að vera með börnunum sínum og halda til vinnu sem hún naut sín í. Það er góð tilfinn- ing að vita og hafa séð hve vel henni tókst að halda áfram að lifa glöð þrátt fyrir erfið veikindi. Ég sendi Láru, Vigdísi og Jóni mínar innileg- ustu kveðjur og bið Guð að styrkja þau og vaka yfir þeim. Hulda María Mikaelsdóttir. Elsku besta vinkona okkar. Okkur setti hljóðar þegar við fréttum af andláti þínu. Við vissum að þú barð- ist við erfiðan sjúkdóm og þurftir að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan við kynntumst og unnum saman í sláturhúsinu á Blönduósi. Síðan fluttum við suður og höfum haft gott samband. Þegar Lára Guðrún fædd- ist komst þú oft með hana í heimsókn til okkar. Síðan fæddust Vigdís Hlíf og Jón Sigmar. Okkur langar til að kveðja þig með þessu sálmaversi: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund. (Hallgr. Pétursson.) Þínar vinkonur Alda og Bára.  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Rannveigu Skaftadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. +  ,  -  *    ,   .       . *       -      /% <5 +-    / "$= 01 +% "   ' (1.(" %$$ ;  %) %$$ 3  &) %$$ )$,' 0,) "9$ 1 $   %          +  -:* -33565   '   '&     0 )      1&      !  2## #$- "6& # $#$6& +%%" ' / 0$6& %$$ /  /0'/  /  /01 $             #5 356:   0> " $ 9 ? ), ,   3       &,&  "+'   %$$ +% "#$'  "! %$$   "#$ %$$ #$  #$ %$$ 7- ' ;@$"#$' # $ %$$ '/  /01 %       6.7.- -335     !$ &A8 ), ,   4 5     (  6&   &    ,' 6 0, %$$4 BB9 ' /  /0'/  /  /01 $       %    %   45! -335 C %"$""$(:  / ,  *"  A #%D ' 7 5  8/   # #%D" / 0' & !>#%D %$$ - " >&" ' !#%D' 6)9 ".% %$$ +%  #%D %$$  @7' '/  /01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.