Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 17 Tjöld Svefnpokar D‡nur Tjaldhúsgögn Prímusar hjá Umfer›armi›stö›inni Vorum a› opna Tjöld frá 6.990 kr. Tjaldaland ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 17 99 1 06 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is Bornholm fiægilegt og létt 3ja manna tjald í fer›alagi›, 5 kg. Gott fortjald me› tveimur inngöngum. Astoria Frábært fjölskyldutjald, létt og fyrirfer›arlíti›. Fæst bæ›i sem 4ra og 5 manna. Gott fortjald, 2 m hátt, sem hægt er a› opna á flrjá vegu. Au›velt í uppsetningu. Kíktu til okkar á túni› vi› BSÍ og sjá›u meira en 40 tjöld í öllum stær›um og ger›um. Opi› mánudaga - föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-16. Sirius Mjög vanda› 3ja manna göngutjald me› álsúlum. A›eins 4,1 kg. Traust tjald í öllum ve›rum. Frábært ver›: 13.990 4 manna, ver›: 24.990 5 manna, ver›: 29.990 Ver›: 26.990 SALA á fólksbílum dróst saman um fimmtung fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Sala á þremur bílategundum af fimmtán jókst, mest á Skoda eða um 39,3%. Einnig jókst sala á kóresku bílunum Hyundai um 20% og á Kia um 14,8%. Stefán Ásgrímsson hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda segir að gæði þessara bíla hafi farið mjög vaxandi, sérstaklega undanfarin fjögur ár, en þeir séu samt sem áður ódýrir. „Eftir að Skoda komst í eigu Volkswagen hefur hann batnað gríð- arlega mikið. Þetta sýna t.d. bilana- tíðnitölur frá Þýskalandi. Kóresku bílarnir hafa einnig batnað mjög mikið og þeir virðast vera komnir í flokk með japönskum bílum sem hafa verið hvað minnst hrjáðir af bil- unum,“ segir Stefán. Hekla hefur umboð fyrir Skoda á Íslandi. Sverrir Sigfússon, fram- kvæmdastjóri hjá Heklu, segir að sala á Skoda hafi farið stöðugt vax- andi undanfarin ár. Að hans mati er ástæðan bæði verð og gæði. „Þetta er mjög vel byggður bíll, á góðu verði og vel búinn. Skoda er vel samkeppn- ishæfur við hvaða evrópskan eða jap- anskan bíl sem er,“ segir Sverrir. Skoda Oktavia 1600 kostar nú nýr 1.620 þúsund krónur. Til samanburð- ar kostar nýr Volkswagen Golf 1600 1.850 þúsund krónur og ný Toyota Corolla 1600 1.759 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum á vefsíðum umboðanna. Bílar frá Kóreu verða vinsælli Samkvæmt könnun J.D. Power í Bandaríkjunum hafa gæði í bíla- framleiðslu aukist mjög og voru kór- esku framleiðendurnir Kia og Hy- undai nefndir sérstaklega. Sala á þessum bílum hefur einnig aukist og að sögn Guðmundar Gíslasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra B&L, jókst sala verulega í maímánuði á þessum tegundum í Bandaríkjunum á meðan sala dróst saman á öðrum tegundum. Jepplingurinn Santa Fe er söluhæsti Hyundai-bíllinn á Ís- landi að sögn Guðmundar. „Fleiri en ein könnun hefur sýnt fram á lága bilanatíðni Hyundai og vöruúrvalið hjá Hyundai er einnig mjög gott,“ segir hann. Hyundai Santa Fe kostar nýr 2.350 þúsund krónur. Til samanburð- ar kostar Suzuki Grand Vitara 2.438 þúsund krónur og Toyota Rav 4 2.489 þúsund krónur. Kia Sportage er söluhæsti bíll Kia á Íslandi og er í svipuðum flokki og Santa Fe, Grand Vitara og Rav 4. Sportage er svokallaður jepplingur en er þó byggður á grind. Nýr Sport- age með tveggja lítra bensínvél kost- ar 2.090 þúsund krónur. Stefán Tómasson, forstjóri Kia á Íslandi, segir að svo virðist sem ódýrari bílar verði vinsælli hjá al- menningi þegar harðnar á dalnum. Söluaukningin hjá Kia stafi fyrst og fremst af viðskiptum við bílaleigur og af sölu á smærri og ódýrari bílum sem standist fyllilega samanburð við aðrar tegundir. „Söluaukningin fyrstu fimm mánuðina er á Skoda, Hyundai og Kia en gæði allra þess- ara tegunda hafa aukist mjög mikið undanfarin ár,“ segir Stefán. Söluaukning á ódýrari bílum Morgunblaðið/Þorkell Aukin gæði en lægra verð HLUTHAFAR norska sjávarút- vegsfyrirtækisins Fjord Seafood ASA hafa hafnað sameiningu við norska fiskeldisfyrirtækið Cermaq. Bæði félögin eru á meðal stærstu fiskeldisfyrirtækja Noregs og sam- einað félag orðið næststærsta eldis- fyrirtæki heims. Á hluthafafundi Fjord Seafood í fyrradag höfnuðu 36,6% hluthafa sameiningunni en samþykki 67% hluthafa þurfti til að af sameining- unni yrði. Fyrr um daginn höfðu hluthafar Cermaq samþykkt sam- runann. Á netfréttavef Aftenposten kemur fram að stærstu hluthöfum Fjord Seafood hafi þótt verðlag nýrra hlutabréfa, sem gefa átti út til að fjármagna samrunann, allt of lágt og myndi leiða til rýrnunar á núverandi verðmati fyrirtækisins. Samkomu- lag tókst um samrunann í maí en hann stóð og féll með hlutafjáraukn- ingu. Helstu hluthafar Fjord Sea- food, bandarísku fyrirtækin Conti- Group og Seaboard Corporation, töldu verðlag þeirra óviðunandi. Bréfin átti að bjóða á genginu 4,50 norskar krónur hlutinn en þeir höfðu vonast eftir að fá nærri helmingi hærra verð. Því höfnuðu bandarísku hluthafarnir sameiningunni en þeir eiga um 22% hlutafjár í Fjord og er talið að þeim hafi tekist að fá til liðs við sig hóp smærri hluthafa til að ná tilskildum atkvæðafjölda til að fella sameininguna. Sameiningu fisk- eldisrisa hafnað HAGNAÐUR lággjaldaflug- félagsins Ryanair nam 172 milljónum evra, sem svarar til 14.620 milljóna íslenskra króna, á síðasta rekstrarári. Er þetta methagnaður hjá félaginu en eftirspurn eftir ódýrum ferðum hefur aukist mjög á undanförnum misserum. Í fréttavef BBC kemur fram að farþegum hafi fjölgað að sama skapi hjá Ryanair eða um 38% á rekstrarárinu. Í samtali við BBC sagði for- stjóri Ryanair, Michael O’Leary, að árangurinn væri stórkostlegur með tilliti til þess að árásirnar á Bandaríkin þann 11. september og gin- og klaufaveikitilvik hefðu komið upp á rekstrarárinu. O’Leary sagðist telja að á næstu tveimur árum mætti bú- ast við um 35% aukningu í flug- ferðum. Tæplega 15 milljarða hagnaður hjá Ryanair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.