Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUNLEIF Rasmussen tónskáld frá Færeyjum hreppir tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs í ár fyrir verk sitt Sinfóníu nr. 1 – Oceanic Days. Þetta er í fyrsta sinn sem fær- eyskt tónskáld hreppir verðlaunin, og í fyrsta sinn sem tónskáld frá sjálfstjórnarsvæðum Norður- landanna fær þau. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur, eða um fjórar milljónir íslenskar, en verð- launin verða afhent við hátíðlega at- höfn á Norðurlandaþingi í Helsinki 29. október í haust um leið og 50 ára afmæli Norðurlandaráðs verður fagnað. Sinfónía Rasmussens er fyrsta sinfónían samin af Færeyingi og var verkið frumflutt af Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum 1. apríl árið 2000. Sinfóníuhljómsveit Íslands var þá í tónleikaferð í Færeyjum og léku færeyskir tónlistarmenn með hljóm- sveitinni. Það er í fyrsta og eina skiptið sem sinfónía Sunleifs Rasm- ussens hefur verið leikin á tón- leikum. Í umsögn dómnefndar sagði meðal annars um verkið: „Sunleif Rasmussen hefur nú sett Færeyjar á tónlistarkortið á sama hátt og Willi- am Heinesen gerði áður í bókmennt- unum. Verk hans, Sinfónía nr. 1 – Oceanic Days, sem er fyrsta fær- eyska sinfónían, sækir innblástur sinn í færeyska náttúru en jafn- framt í forn færeysk sálmalög. Úr þessu hefur Sunleif Rasmussen skapað verk sem spannar vítt svið, þar sem listrænn heiðarleiki er sjálf- sagður og augljós, og sem er hnit- miðað og vel uppbyggt, en inniheld- ur um leið ljóðræna tilfinningu.“ Hlustendurnir eins og eyjar í hafi tónlistarinnar Sunleif Rasmussen sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sig hefði lengi langað til að semja stórt hljóm- sveitarverk á borð við sinfóníu. „Forstöðumaður Norðurlanda- hússins í Þórshöfn spurði mig hvort ég vildi ekki semja stórt hljómsveitarverk fyrir fimmtán ára af- mæli hússins. Þá hugs- aði ég með mér að nú væri kominn tími til að semja sinfóníu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég lagði í að semja svona stórt verk. Það krefst níutíu manna hljómsveitar, ég er með tvo slagverksleik- ara baksviðs og tvo hljóðgervla, annan magnaðan upp með há- talara. Ég vildi ekki beinlínis hafa þetta prógrammúsík, en hún átti að tengj- ast á einhvern hátt upplifun fólks hér í Færeyjum. Við búum hér á þessum litlu eyjum umlukt hafinu og mér fannst eins og þeir sem hlusta á verkið ættu að vera eins konar eyjur umluktar tónlistinni. Þetta var hug- myndin sem ég vann út frá.“ Sunleif segist mjög ánægður með að það hafi verið Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutti verkið. „Það var Helga Hjörvar forstöðumaður Norðurlandahússins sem kom því til leiðar að hljómsveitin kom hingað og flutti verkið, og það gladdi mig mjög. Samvinna okkar þjóðanna hér í Norður-Atlantshafinu er mjög mikilvæg. Reyndar hef ég átt af- skaplega góða samvinnu við ís- lenska tónlistarmenn og hef unnið mikið með Caput, sem er að hljóð- rita kammerverk mín til útgáfu. Annars eigum við litla sinfón- íuhljómsveit hér í Færeyjum að stórum hluta skipaða atvinnufólki, og eigum líka góðan kammerhóp, Aldubáruna, sem hefur spilað á Ís- landi. Þetta kemur smám saman hjá okkur, en við erum svolítið á eftir ykkur á Íslandi. Ég hef oft sagt að ég sé Færeyjum það sem Jón Leifs var Íslandi. Ég er fyrsta færeyska tónskáldið sem sækir framhalds- menntun í tónsmíðum til útlanda, og þess vegna er ég sér- staklega ánæður með þessa viðurkenningu í dag. Ég var að skoða norræna tónlistar- tímaritið Nordic Sounds, og þar er um- fjöllun um þau tón- skáld sem hafa hreppt þessi verðlaun á undan mér. Þar eru mörg stór nöfn og ég er mjög stoltur af því að vera í þeirra hópi. Ég er viss um að með verðlaununum á nafn mitt eftir að verða þekktara með tím- anum.“ Sunleif Rasmussen sinnir nær ein- göngu tónsmíðum, en stundar þó enn lítillega kennslustörf. Hann er eftirsótt tónskáld, og hefur tón- smíðaverkefni langt fram í tímann. „Ég er að semja fyrir Kammerkór Danska útvarpsins og það er búið að panta hjá mér verk fyrir annan danskan kammerhóp. Ég hef líka verið beðinn um að semja kamm- eróperu fyrir Norðurlandahúsið í Færeyjum. Ég held að þetta verði jafnframt fyrsta óperan sem sett verður upp í nýju Þjóðleikhúsi sem Landstjórnin hefur ákveðið að byggja. Ég verð upptekin af þessari vinnu næstu tvö árin. Ég hef nóg að gera, það er öruggt.“ Tveir geisladiskar með verkum Sunleifs Rasmussens koma á mark- að á árinu. Á öðrum þeirra leikur Caput kammerverk eftir hann, en á hinum leikur Konunglega danska óperuhljómsveitin, Den Kongelige Kapel, meðal annars verðlauna- verkið, Sinfóníu nr. 1 – Oceanic Days. „Þetta með sinfóníuna er nokkuð sem er verið að ákveða þessa dagana, og það á eftir að hljóðrita verkin. Ég vona þó að disk- urinn verði tilbúinn fyrir verðlauna- athöfnina í haust eins og Caputdisk- urinn.“ Sunleif Rasmussen fær Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Ég er Færeyjum það sem Jón Leifs var Íslandi“ Sunleif Rasmussen SÍÐARI frumsýning óperunnar Cosi fan tutte eftir Mozart var gjör- ólík þeirri fyrri, sem hafði yfir sér æskublæ, en hin síðari bar þess glöggt vitni að hér voru reyndari söngvarar á ferð. Ég hefði getað ver- ið stödd í hvaða óperuhúsi í Evrópu sem var. Það var einungis kunnug- legt umhverfið sem gaf mér til kynna hvar ég var stödd. Jafnvel hljóm- sveitin virtist ekki vera sú sama og kvöldið áður því nú mátti heyra hið eina sanna „Mozart-swing“. Hvílíkur munur! Það er oft talið auðveldara fyrir gagnrýnendur að fjalla um flutning þar sem allt gengur eins og best verður á kosið. En það er ekki síður erfitt að velja lýsingarorð sem lýsa einhverju stórkostlegu án þess þó að missa trúverðugleika. Það á við í þetta sinn! Þegar ég gekk út af sýn- ingunni var mér efst í huga þakklæti til Keiths Reeds fyrir að gefa mér og öðrum sveitungum okkar tækifæri til þess að hlýða á allan þennan hóp söngvara sem eru jafnhæfileikaríkir og þeir sem hér voru á ferð. Hvaðan kemur allt þetta góða fólk? Hver er þessi Árni sem var í hlutverki Giug- lielmos? Hvílík rödd! Hvílík raddfeg- urð! Rödd hans er svo vel lögð að hún myndi berast á aftasta bekk á efstu svalir stærsta óperuhúss. Þessi ungi maður kom svo sannarlega á óvart. Það væri hreinn unaður að hlýða á hann syngja ljóð. Það eina sem hugsanlega er hægt að finna að hjá honum er reynsluleysið á sviði. En vonandi fær hann tækifæri til þess að bæta úr því, því þetta er maður sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Þorbjörn Rúnarsson (Ferrando) hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með tenórstrákunum okkar og stóð hann fyllilega fyrir sínu. Hann er einn af þeim sem eiga bara að syngja meira! Kristín Ragn- hildur Sigurðardóttir var glæsileg Fiordiligi og söng þetta þakkláta hlutverk af mikilli smekkvísi. Ildiko Varga er hörkumezzósópransöng- kona og túlkaði hlutverk Dorabellu með viðeigandi húmor. Manfred Lemke stóð sig feikivel í hlutverki hins slæga Dons Alfonsos og má heyra að hér er vaxandi söngvari á ferð. Túlkun Xu Wen í hlutverki grallarans Despinu einkenndist af fágun og öryggi. Þá má ekki gleyma börnunum, sem túlka innra sjálf per- sónanna og gegna nokkuð veiga- miklu hlutverki í sýningunni, og stóðu sig eins og hetjur. Það mátti sjá að þau voru töluvert öruggari með sig á þessari sýningu en þeirri fyrri. Börnin hefja skákina strax í forleiknum þannig að við finnum smjörþefinn af því sem koma skal, refskák Dons Alfonsos og Despinu. Margir velta fyrir sér boðskap óp- erunnar og spyrja jafnvel hvort hún fjalli um ístöðuleysi kvenna, sé jafn- vel fjandsamleg í garð kvenna. Ég tel svo ekki vera heldur er hér verið að gera góðlátlegt grín að „ástsjúku“ ungu fólki og hádramatískum tilfinn- ingum þess. Ungu mennirnir tveir eru ekki síður „afhjúpaðir“ en kon- urnar. Höfundur óperutextans, Lo- renzo da Ponte, sem ku hafa verið mikill kvennamaður og átt sér marg- ar ástkonur, sýnir svo ekki verður um villst að hann er vel heima í þessu efni og hefur húmor fyrir því. Það er vert að minnast á þýðingu Óskars Ingimarssonar og Önnu Hinriks- dóttur á óperutextanum, sem birtur er fyrir ofan sviðið. Hún er snilld- arlega vel gerð, lipur og nær að fanga glettnina í upprunalega text- anum. Þá má einnig benda á oft góð- ar lausnir leikstjórans Keiths Reeds, sem þarf að glíma við lítið svið sem er ekki alltaf auðvelt, – hvað hann leysir sviðsskipti skemmtilega af hendi. Það gerir hann með kórnum, sem færir hluti til og frá eftir þörf- um. Í heild var þetta jöfn og glæsileg sýning frá fyrstu nótu til hinnar síð- ustu. Þessa sýningu ætti enginn að láta framhjá sér fara. Til hamingju Óperustúdíó Austurlands! Fagmennska í fyrirrúmi TÓNLIST Bjartar nætur á Eiðum Cosi fan tutte – síðari frumsýning – ópera í tveimur þáttum eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Óperutextinn eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Óperustúdíó Austurlands ásamt kammersveit og kór. Í aðal- hlutverkum: Fiordiligi – Kristín Ragnhild- ur Sigurðardóttir, Dorabella – Ildiko Varga, Despina – Xu Wen, Ferrando – Þorbjörn Rúnarsson, Giuglielmo – Árni Björnsson og Don Alfonso – Manfred Lemke. Leikmynd: Keith Reed og Björn Kristleifsson. Búningar: Kristrún Jóns- dóttir. Lýsing: Þorsteinn Sigurbergsson. Konsertmeistari: Ari Þór Vilhjálmsson. Hljómsveitar- og leikstjóri: Keith Reed. COSI FAN TUTTE Ingveldur G. Ólafsdóttir UNDUR fyrir augað er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 12, í tilefni af þrjátíu ára afmæli Linsunnar. Níu listamenn eiga verk á sýning- unni en þeir eru Eiríkur Smith, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kogga, Kristján Davíðs- son, Óli G. Jóhannsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Vignir Jóhannsson og Þóra Sigurþórsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn. Undur fyrir augað SÍÐUSTU tónleikarnir í Saln- um fyrir sumarfrí voru samsöngs- tónleikar Randi og Magnúsar Gíslasonar, er þau héldu sl. sunnudagskvöld. Þau starfa bæði í Danmörku sem óperusöngvarar og hafa sungið í ýmsum upp- færslum á vegum „Konunglega“ í Kaupmannahöfn, við norður- jósku óperuna og óperuna í Ham- borg. Tónleikarnir hófust á þremur íslenskum lögum, Í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson, Heimi og Hamraborginni eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Magnús söng með heldur litlausum hætti. Randi Gíslason söng þrjú lög eftir Sibe- lius og eins og í lögunum sem Magnús söng eru Den första kys- sen, Säv, säv, susa og Flickan kom ifrån sin älsklings möte lög sem ótal söngsnillingar hafa sungið, svo að þar búa þau við ójafnan samanburð. Þrátt fyrir þetta var margt fallega gert hjá Randi, sem hefur góða og hljómmikla rödd. Í næstu fimm verkefnum skiptu þau með sér sérlega fallegum lög- um eftir Carl Nielsen, en þrátt fyrir að lögin séu elskuleg og fal- leg eru þau nátengd dönskum al- þýðusönglögum og sem slík ekki mikilhæf viðfangsefni raddlega. Það var nokkur þokki yfir söng þeirra en fallegasta lagið var Un- derlige aftenlufte, sem Randi söng mjög fallega. Saman sungu þau dúett úr óperunni Saul og David eftir Nielsen. Í þessum dú- ett syngur Davið til Mikal, sem er dóttir Saul. Þarna kveður við ann- an tón, þ.e. nútímalegra tónmál, en auk þess að gera nokkrar kröf- ur til söngvaranna var píanóleik- urinn á köflum nokkuð snúinn, sem Anna Guðný leysti vel af hendi, þótt flutningurinn í heild væri nokkuð órólegur. Í þessum dúett sýndu söngvar- arnir á sér nýja hlið, sem svo kom enn betur fram í viðfangsefnunum eftir hlé, að þeirra svið er auð- heyrilega óperur. Magnús söng Kuda, kuda, aríu Lenskýs úr Ev- gení Ónegin, er hann syngur fyrir einvígið við Ónegin. Þessa aríu söng Magnús ágætlega og píanó- leikur Önnu Guðnýjar var ein- staklega fallega mótaður. Hin ástríðufulla bréfaaría, úr sömu óp- eru, var prýðilega flutt, en í söng Randi vantaði þau tilfinningatil- þrif, sem þessi sérstæða aría býð- ur upp á. Síðustu viðfangsefnin voru arí- ur eftir Verdi, fyrst O figli, o figli, hin örvæntingarfulla aría Mac- duffs, sem Magnús söng með tölu- verðum tilþrifum, og Vieni t’aff- retta, aría Lafði Macbeth, er Randi söng vel, þótt nokkuð vant- aði á grimmd konunnar, sem man- aði mann sinn til illverka. Magnús söng síðan aríu Ótellós, Dio mi po- tevi, og saman sungu þau dúettinn Gia nella notte úr 1. þætti Ótelló og gerðu það að mörgu leyti vel. Magnús hefur fallega tenór- rödd en hættir til að missa „stuðn- inginn“ þegar hann syngur veikt og fyrir bragðið verður söngur hans á köflum litlaus, eins og t.d. í íslensku lögunum og söngvunum eftir Carl Nielsen. Randi Gíslason hefur töluverða rödd, sem þó fylgir henni ekki til sterkrar túlk- unar, svo að söngur hennar í heild var til meðalhófsins. Anna Guðný átti nokkur mjög fallega mótuð augnablik, eins og t.d. í aríunni Kuda, kuda eftir Tsjajkovskí. Í heild sýndu þessir tónleikar að óperan er viðfangsefni Magnúsar og Randi en það vantaði nokkuð á söng þeirra í léttari viðfangsefn- unum, er gerði tónleikana í heild nokkuð mislita og ójafna að gæð- um. Mislitur söngur TÓNLIST Salurinn Randi og Magnús Gíslason, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, fluttu norræn söngverk, aríur og dúetta úr óperum eftir Tsjajkovskí og Verdi. Sunnudaginn 9. júní. SAMSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.