Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ tók sig vel út á Hellu, gamla skátaheimilið úr Hafnarfirði, sem núna hefur reyndar verið sett nið- ur á sinn stað á bænum Lambafelli undir Eyjafjöllum. Öflugir trukk- ar, stórvirkir kranar og samstilltur hópur vanra manna flutti húsið með töluverði fyrirhöfn og tilfær- ingum frá Hafnarfirði austur í Rangárþing, en vegna breiddar hússins þurfti að fara um Óseyr- arbrú og alla leið upp fyrir Búrfell yfir Þjórsá við Sultartangavirkjun, alls um 260 kílómetra leið. Þorsteinn Njálsson læknir í Hafnarfirði stendur fyrir húsa- flutningnum, en hann hyggst nýta húsið undir ferðaþjónustu á Lambafelli, auk þess sem þar mun skapast aðstaða til námskeiðahalds í tengslum við aðaláhugamál hans, samspil hefðbundinna og óhefð- bundinna lækninga. Að sögn Þor- steins var húsið byggt undir versl- un árið 1903 af Ágústi Flygenring og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar nýtti það síðar fram til 1960 þegar skátunum var gefið húsið, en til hafði staðið að rífa það. Þá var það flutt að Hrauntungu og notað sem skátaheimili þar til fyrir 8 árum að skátarnir byggðu sér nýtt sam- komuhús. Aftur stóð til að rífa húsið og segja má að það hafi ver- ið á hálfgerðum hrakhólum í nokk- ur ár, þangað til Þorsteinn festi sér húsið og ákvað að flytja það undir Eyjafjöllin. Húsið er nokkuð stórt eða um 115 fermetrar á tveimur hæðum, 7½ metri á breidd og 15 metra langt og þurfti RARIK víða að lyfta rafmagnslínum á leiðinni. Við Þverá þurfti að skrúfa brúarhand- rið af og rjúfa þurfti straum til Vestmannaeyja í um klukkustund þegar flutningurinn fór undir raf- magnslínuna til Eyja. En allt gekk þetta snurðulaust fyrir sig og nú er húsið, sem nokkrum sinnum átti að rífa í Hafnarfirði, komið með nýtt hlutverk í sveitinni. Morgunblaðið/Aðalheiður Hús Þorsteins Njálssonar á ferðinni. Gárungarnir á Hellu sögðu þetta myndarlega hús, sem hafði helgarviðdvöl við Suðurlandsveginn, alveg tilvalið ráðhús fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag. Það sómdi sér vel og sumum fannst það alltaf hafa verið þarna, en á mánudagsmorguninn var það á bak og burt. Gamalt hús með framtíð- arhlutverk Hella góðar undirtektir hjá áhorf- endum. Baldur Baldvinsson söng ein- söng með kórnum, stjórnandi kórsins er Judit György og undir- leikari Aladár Rácz. þessu vori. Áður hafði kórinn sungið við ágæta aðsókn og und- irtektir á Kópaskeri og Þórshöfn. Efnisskráin var fjölbreytt að þessu sinni, íslensk og erlend verk 16 að tölu og fékk kórinn Á DÖGUNUM hélt Kirkjukór Húsavíkur tónleika í Húsavík- urkirkju, þeir voru þeir þriðju og síðustu í vortónleikaröð kórsins á Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kirkjukór Húsavíkur á vortónleikum í Húsavíkurkirkju. Vortónleikaröð lauk í Húsavíkurkirkju Húsavík NÚ nýverið lauk reiðnámskeiði hjá Hesteigendafélagi Grund- arfjarðar. Þátttakendum sem voru 30 talsins var skipt í fjóra hópa barna, unglinga og fullorð- inna. Kennari var Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi. Mjög gott veður var meðan á námskeið- inu stóð en því lauk síðan með út- reiðartúr og grillveislu hjá þeim yngstu en skeiðlagningu með til- þrifum hjá þeim eldri. Mikið líf er í starfinu hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar sem á síðasta ári tók í notkun nýtt félagsheimili sem hlaut nafnið Fákasel. Til- koma félagsheimilisins hefur ver- ið starfi félagsins eins og góð vítamínsprauta að sögn formanns- ins, Kristján M. Oddssonar. Um þessar mundir undirbúa fé- lagarnir hesta sína til þátttöku í úrtökumóti Snæfellings fyrir Landsmót hestamanna. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Unglingarnir bíða eftir fyrirmælum reiðkennarans Lárusar sem sést hér á miðri mynd. Í baksýn spegilsléttur fjörðurinn og upp úr honum rís Kirkjufellið. Góð þátt- taka í reið- námskeiði Grundarfjörður EINS og gengur og gerist á öðrum bæjum stendur yfir sauðburður á bænum Setbergi í Fellum. Þar er hið vænsta fé af sunnlenskum stofni. Kaðlín heitir hún, fjögurra vetra móðir lambanna fjögurra sem Helgi Hjálmar Bragason bóndi heldur svo umhyggjusamlega í faðmi sér. Hún hefur tvisvar verið þrílembd en eyk- ur nú við sig. Tvær stallsystur henn- ar voru einnig fjórlembdar þetta vor- ið og þykir bónda nóg um. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gimbillinn minn góði Egilsstaðir Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.