Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í VIÐTALI við forsvarsmenn sölu- skrifstofu Allianz á Íslandi í Morgun- blaðinu um síðustu helgi kom fram að þýska tryggingafélagið Allianz er far- ið að bjóða viðbótarlífeyrissparnað hér á landi, fyrst erlendra trygginga- félaga. Í viðtalinu sögðust forsvars- mennirnir telja að Allianz bjóði upp á ákveðin atriði sem ekki hafi verið í boði hér á landi. Meðal annars sé um að ræða að Allianz lofi 6% nafnvöxt- um og þýska ríkið tryggi 3,25% nafn- ávöxtun, hvort tveggja í evrum, en annað atriði sem forsvarsmenn Alli- anz leggja áherslu á er einmitt að sparnaðurinn sé í evrum og í því felist hagstæð áhættudreifing. Þá kom fram í máli forsvarsmannanna að þeir telja kostnað launþegans skýrari sé viðbótarlífeyririnn lagður inn hjá Alli- anz en almennt hafi tíðkast hafi hér á landi. Loks segja þeir að meira val sé um útborgun en boðið hafi verið upp á hér og leggja í því sambandi sérstaka áherslu á ævilangan lífeyri, en hér sé viðbótarlífeyririnn yfirleitt greiddur út á tilteknum árafjölda. Kostnaður við viðbótarlífeyri ekki óskýr hér á landi Ólafur Haukur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða líftrygg- ingafélagsins, Samlífs, segist ekki sjá að með innkomu Allianz á markað fyrir viðbótarlífeyrissparnað sé að bætast við vara sem íslenskir neyt- endur hafi farið á mis við hingað til. „Við hjá Samlífi höfum boðið upp á ævilífeyri, sambærilegan því sem Alli- anz er nú að markaðssetja, en höfum fallið frá þeirri leið,“ segir Ólafur Haukur. „Ástæðan er aðallega sú að með viðbótarlífeyrissparnaði vill fólk fyrst og fremst tryggja sér svigrúm á fyrstu árum eftir starfslok og jafnvel stefna á starfslok fyrr en grunnrétt- indi lífeyrissjóðanna bjóða upp á.“ Ólafur Haukur segir, aðspurður um það að bjóða tryggða lágmarks- ávöxtun, að Samlíf hafi frá árinu 1993 boðið upp á verðtryggðan sparnað með loforði um 2% raunávöxtun, að viðbættum mögulegum bónus- greiðslum. „Reynslan er hins vegar sú,“ segir hann, „að fólk hefur frekar valið leiðir sem eru samsettar af skuldabréfum og hlutabréfum með von um hærri langtímaávöxtun. Slíkir sjóðir Samlífs hafa til að mynda allir sýnt yfir 10% árlega nafnávöxtun frá því lífeyrissparnaður hóf göngu sína fyrir rúmum þremur árum. Lífeyrissparnaður með föstum vöxtum er hins vegar vissulega val- kostur fyrir þá sem vilja gæta mestu varúðar en þá hlýtur það fólk einnig að íhuga hvort rétt sé að taka geng- isáhættu.“ Spurður út í kostnað og þá stað- hæfingu Allianz að hjá því fyrirtæki sé kostnaðurinn skýrari en gerist og gengur hér á landi segist Ólafur Haukur ekki geta fallist á það. Kostn- aður Samlífs sé tekinn áður en ávöxt- un sjóðanna sé birt. Eigin gjaldtaka Samlífs sé einungis 0,5% af eignum sjóða á ári. Hann sagðist jafnframt efast um að aðrir gætu keypt og selt bréf án kostnaðar, þar hljóti að vera um einhverja einföldun að ræða. Ekki skynsamlegt að hafa allan viðbótarlífeyrissparnaðinn í evrum Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Séreignalífeyrissjóðsins hjá Búnaðarbankanum, segist ekki telja skynsamlegt að launþegar ávaxti all- an viðbótarlífeyrissparnað sinn í evr- um eins og Allianz bjóði upp á, því meirihluti af eyðslu fólks sé í íslensk- um krónum. Þessu ósamræmi fylgi nokkur áhætta því ef íslenska krónan styrkist gagnvart evru fái fólk færri íslenskar krónur þegar það selji evr- ur. Æskilegt sé samt að hluti af sparnaðinum sé ávaxtaður í erlendri mynt til að nýta fjölmörg fjárfesting- artækifæri erlendis til að dreifa áhættu. Búnaðarbankinn bjóði upp á fjölmargar fjárfestingarleiðir í viðbót- arlífeyrissparnaði sem henti hverjum og einum. Til dæmis sé hægt að velja um fjárfestingaleiðir þar sem hluti af sparnaðinum sé ávaxtaður í erlendri mynt. Varðandi loforð Allianz um 6% nafnávöxtun í evrum segir Arnaldur að Búnaðarbankinn bjóði nú þegar upp á Lífeyrisbók í viðbótarlífeyris- sparnaði fyrir fólk sem vill taka lág- marksáhættu eða á stutt í eftirlauna- aldur. Vextir séu nú 6,5% auk verðtryggingar. Auk þess hafi verð- bréfasöfn með meira vægi hlutabréfa skilað almennt hærri ávöxtun til lengri tíma litið en verðbréfasöfn með meira vægi skuldabréfa. Mismunandi sé eftir aldri fólks hvaða eignasam- setning henti hverjum og einum og því bjóði Séreignalífeyrissjóðurinn upp á aldurstengdar leiðir þar sem áhættan minnki eftir því sem fólk eld- ist. Arnaldur segir að erfitt geti verið að bera saman 3% kostnað af ávöxtun og 4% söluþóknun Allianz af hverri greiðslu við 0,5% umsýsluþóknun í Séreignalífeyrissjóðnum, því mis- munandi forsendur, eins og ávöxtun og sparnaðartími, geti skilað ólíkum niðurstöðum. Sjóðfélagar í Séreigna- lífeyrissjóðnum greiða enga sölu- þóknun og því fari allt iðgjaldið í ávöxtun. Arnaldur segir að viðbótar- lífeyrissparnaður sé í eðli sínu lang- tímasparnaður og á löngum tíma verði vextir stór hluti af uppsafnaðri inneign launþega. Hann segir að fjár- festingum fylgi viðskiptakostnaður en hann sé mismunandi eftir eðli þeirra, og hann segist gera ráð fyrir að Alli- anz greiði einhvern viðskiptakostnað við fjárfestingar sínar eins og aðrir sjóðir. Ævilangur lífeyrir engin nýlunda Varðandi þá möguleika sem Allianz býður upp á við útborgun, þ.e. að rétt- hafar geti fengið sparnaðinn greiddan út til æviloka eða í eingreiðslu, segir Arnaldur að það sé í raun engin ný- lunda. Í samningi sem rétthafar geri við Búnaðarbankann um viðbótarlíf- eyrissparnað komi fram að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Enginn hafi þó enn óskað eftir ævilöngum ellilíf- eyri. Arnaldur segist ekki búast við að fólk muni nýta sér þennan útborgun- armöguleika í miklum mæli. Laun- þegar tryggi sér ævilangan ellilífeyri með greiðslu 10% iðgjalds í lífeyris- sjóð. Einnig vilji fólk almennt hafa hærri tekjur fyrstu árin eftir starfs- lok og þá sé hagstæðara að taka viðbótarlífeyrissparnaðinn út á ákveðnum árafjölda. Einnig minnki tekjuþörfin á seinni hluta ellilífeyris- áranna. Varðandi flutning inneignar til maka segir Arnaldur að um hann gildi lög hér á landi og Búnaðarbankinn bjóði upp á skiptingu á inneign á milli sjóðfélaga og maka samkvæmt lögun- um. Ekki megi skipta meira en 50% af inneign og skiptingin þurfi að vera gagnkvæm og jöfn. Nafnávöxtun verðtryggðrar lífeyr- isbókar verið 10–16% síðustu ár „Ég hef ekki mikið um þessa frétt af söluskrifstofu Allianz að segja,“ segir Björn Líndal, framkvæmda- stjóri hjá Landsbankanum, í samtali við Morgunblaðið. „Landsbankinn hefur samkvæmt könnunum náð for- ystu í sölu viðbótarlífeyrissparnaðar og býður viðskiptavinum fjölbreyttar leiðir til að ávaxta slíkan sparnað. Þegar sagt er að 6% nafnávöxtun sé tryggð, þá bendi ég til dæmis á verð- tryggða lífeyrisbók Landsbankans, sem verðtryggir fjármuni sparenda, auk þess sem greiddir eru 6,4% vextir ofan á verðtrygginguna. Nafnávöxtun bókarinnar var þannig til dæmis 15,56% á síðasta ári, 11,4% árið 1999 og árið 2000 10,4%. Þannig tryggir samkeppnin mjög góða ávöxtun eins og þessar tölur sýna og ég held að þetta nýja útspil breyti þar litlu um. Varðandi kostnaðinn þá sýnist mér söluskrifstofan beina spjótum sínum að öðrum aðilum á markaðnum en Landsbankanum, og ég hef í sjálfu sér ekkert um það að segja. Varðandi útgreiðslumöguleikana þá fylgjum við vitaskuld reglum íslenskra laga, en skoðum sífellt nýja kosti í því efni.“ Skiptar skoðanir um nýjungar í viðbótarlífeyri Morgunblaðið/Arnaldur HEILDARVELTA á millibanka- markaði með gjaldeyri í maímánuði nam tæpum 81 milljarði króna sam- kvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands og er þetta veltumesti mánuður á gjaldeyrismarkaði það sem af er árinu. Þetta er þó rúmlega þrisvar sinnum minni velta en í maímánuði fyrir ári en þá nam heildarvelta mán- aðarins rúmum 254 milljörðum króna, sem er mesta mánaðarvelta frá upphafi, að því að fram kom í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans í gær. Jafnframt segir að þá hafi skýr- ingar aukningarinnar verið raktar til afnáms gengisvikmarka og upptöku verðbólgumarkmiða. Það sem af er júnímánuði hefur veltan á gjaldeyrismarkaði verið til- tölulega lítil eða að meðaltali í kring- um 2 milljarðar króna en til saman- burðar var meðalveltan á dag í maímánuði í kringum 4 milljarðar. Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast það sem af er mánuðinum, á mánudag styrktist krónan um 0,4% en sú styrking gekk til baka í gær og endaði krónan í rétt tæplega 129 vísitölustigum. Líklegt er að birting neysluverðsvísitölu fyrir júní í dag muni hreyfa eitthvað við krónunni en næstu vísitölumælingar munu hafa mikil áhrif á vaxtaákvörðun Seðla- bankans, segir í hálf fimm fréttum. Mikil velta á gjaldeyr- ismarkaði VERÐI af sameiningu Kaupþings banka og sænska fjárfestingarbank- ans JP Nordiska AB verður hinn sameinaði banki svipaður að stærð og Búnaðarbankinn. Eigið fé hins sameinaða banka yrði svipað og eigið fé Landsbankans. Markaðsverð bankans yrði einnig svipað og mark- aðsverð Landsbankans, miðað við núverandi aðstæður. Kaupþing banki eignaðist sænska verðbréfafyrirtækið Aragon í byrjun þessa árs. Eftir samruna JP Nord- iska við Aragon, sem tilkynnt var um í síðustu viku, eignaðist Kaupþing 28% hlut í JP Nordiska og varð þar með langstærsti einstaki hluthafinn í bankanum. Frá því var greint síðastliðinn mánudag að Kaupþing hefði gert samning um kauprétt og sölurétt á allt að 7,8 milljón hlutum í JP Nord- iska, sem Kaupþing getur nýtt á tímabilinu frá 15. ágúst 2002 til 15. janúar 2003 en á sama tíma er einnig hægt að nýta söluréttinn gagnvart Kaupþingi í þessum viðskiptum. Verði kaup- eða sölurétturinn nýttur innan samningstímans mun Kaup- þing eiga rúmlega 40% eignarhlut í JP Nordiska, sem myndi þá skapa Kaupþingi yfirtökuskyldu sam- kvæmt sænskum lögum. Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings, segir að end- anleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort stefnt sé að sameiningu Kaupþings banka og JP Nordiska. Markaðsverðið álíka og verð Landsbankans Heildareignir sameinaðs banka Kaupþings banka og JP Nordiska, ef af sameiningu verður, yrðu um 194 milljarðar íslenskra króna, miðað við uppgjör eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Heildareignir Búnaðar- bankans í lok mars síðastliðins voru um 202 milljarðar króna. Heildar- eignir Landsbankans á þessum tíma voru hins vegar um 277 milljarðar og Íslandsbanka um 339 milljarðar. Eigið fé sameinaðs banka Kaup- þings banka og JP Nordiska yrði um 15,6 milljarðar króna, eins og Lands- bankans. Eigið fé Búnaðarbankans í lok mars var um 13,5 milljarðar en Íslandsbanka um 20 milljarðar. Markaðsverð Íslandsbanka er um 47,8 milljarðar króna miðað við loka- verð hlutabréfa bankans á Verð- bréfaþingi Íslands í gær. Markaðs- verð Landsbankans er um 25,3 milljarðar og Búnaðarbankans um 23,8 milljarðar. Markaðsverð Kaupþings banka er um 20,8 milljarðar króna. Þegar til- kynnt var um samruna JP Nordiska og Aragon í síðustu viku var greint frá því að 28% eignarhlutur Kaup- þings í hinu sameinaða félagi væri metinn á um 132 milljónir sænskra króna, jafnvirði um 1.200 milljóna ís- lenskra króna. Miðað við það er markaðsverð JP Nordiska, eftir samruna Aragon við félagið, um 4,4 milljarðar íslenskra króna. Samanlagt markaðsverð Kaupþings banka og JP Nordiska er því um 25 milljarðar króna, nokkuð hærra en markaðsverð Búnaðar- bankans en svipað markaðsverði Landsbankans við núverandi að- stæður. Hugsanleg sameining Kaupþings banka og JP Nordiska AB Svipað stór og Búnaðar- bankinn                          !   " " #   $     %&'  ())(                                                !!" ## $"%    $"% *   $!&   $&' $&' !  !  $&' *  +  (   (   (   (  ""#   ""#   ""#    (   (   (   (   (  ""#   ""#   ""#    ( 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.