Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 27
t upplýs-
telur lög-
un Gong-
gegnum
n í landið
taka upp
gagnvart
frá lönd-
æðisins í
Gong-fé-
gvélar af-
i og vélar
an svæð-
abréfaeft-
jósmynd-
omu að
hádegi í
þar lok-
inu undir
ölmiðlum
og sömu
nt var að
élögunum
Leifsstöð.
af einum
aða hurð.
anada og
erju hann
kið hefði
engar skýringar fengið á því af
hverju því væri meinað að koma
til landsins. ,,Ég bið um að ein-
hver veiti okkur hjálp. Ég skil
ekki af hverju mér er haldið hér.
Við erum hér í einangrun og höf-
um ekki fengið aðstoð lögfræð-
ings enn,“ hrópaði hann í gegnum
dyrnar. Hann sagðist ekki hafa
komið til Íslands til að mótmæla
komu Kínaforseta hingað, heldur
í þeim tilgangi einum að færa Ís-
lendingum friðsamlegan boðskap
Falun Gong. Síðar um daginn
komu tveir fulltrúar frá kanad-
íska sendiráðinu til fundar við
fólkið og síðdegis átti svo Ragnar
Aðalsteinsson hrl., sem hefur tek-
ið að sér að vera lögmaður fólks-
ins, fund með hópnum.
Síðdegis bárust þau skilaboð
frá yfirvöldum að fjölmiðlum væri
heimilt að ræða við fólkið í
íþróttahúsinu og í Leifsstöð.
4 til 5 lögreglumenn voru við
gæslu í Njarðvíkurskóla í gær-
dag. Þá voru um 30 lögreglumenn
að störfum í Leifsstöð vegna
komu félaga Falun Gong til lands-
ins.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
fékk síðdegis í gær tímabundinn
liðsauka frá lögreglunni í Reykja-
vík. Karl Steinar Valsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, segir að 10
manns hafi verið sendir að ósk
lögreglustjórans á Keflavíkurflug-
velli.
t, frið-
t fólk“
mu til
ær var
eglu í
í nótt.
m landvist í gær og
Keflavíkurflugvelli
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi tilkynning frá
kínverska sendiráðinu:
„Fyrst af öllu: Falun Gong er
illskeyttur sértrúarhópur. Þetta
er ekki einföld heilsuræktar-
stefna. Upphafsmaður hreyfing-
arinnar telur sig geta bjargað
heiminum frá „dómsdegi“.
Hann telur sig vera meiri
mann en Lao Zi, Búdda og Jesú.
Kenning Falun Gong segir að sá
sem veikist sé ekki kominn á
nægilega hátt stig í tilverunni.
Afskipti lækna muni koma í veg
fyrir að þeir komist til himna.
Fjölmargir hafa látist vegna
þess að þeir leita ekki læknis
þegar nauðsyn ber til. Þeir telja
að eftir æfingar sínar sé engin
þörf á nokkurri læknisaðstoð.
Vitað er að 1.660 Falun Gong-
áhangendur hafa látist vegna
þess að þeir neituðu að þiggja
læknisaðstoð.
Í öðru lagi: Það sem sagt hef-
ur verið um Falun Gong und-
anfarið er ekki rétt. Æfingar
þeirra eru einungis 10 ára gaml-
ar. Þær fylgja ekki gamalli hefð.
Enginn kínverskur bardaga-
listamaður Qi Gong myndi sam-
þykkja að Falun Gong sé Tai Ji
eða Qi Gong. Æfingar þeirra
eru fengnar úr ýmsum áttum.
Þessar æfingar hafa valdið
þeim, sem stunda þær, ýmsum
vandræðum. Vitað er að það
fólk sem hefur verið kristinnar
trúar áður en það kynntist Fal-
un Gong-hreyfingunni, brenndi
biblíuna til að sýna fram á að
það væri félagar í Falun Gong.
Í þriðja lagi: Margir áhang-
endur Falun Gong hafa svipt sig
lífi, orðið geðveikir og hafa orðið
fjölskyldu sinni, vinum og öðr-
um að meini. Ástæða þess er sú
að þeim er ógnað af dómsdags-
kenningu og eyðileggingu jarð-
arinnar.
Í fjórða lagi: Falun Gong-
áhangendur fylgja flestir kenn-
ingum samtakanna af ofstæki.
Þeir dýrka stofnandann, hlýða í
einu og öllu orðum hans og
myndu fylgja honum í dauðann.
Ef leiðtoginn segir þeim að
„fara út og fullkomnast“ þá hafa
sumir þeirra kveikt í sér á op-
inberum stöðum og látist af sár-
um sínum. Þeir telja sig með
þessu komast á æðra tilverustig.
Og þegar hann segir þeim að
senda frá sér strauma um kenn-
inguna til þeirra sem nærstadd-
ir eru þá reyna áhangendurnir
að komast nærri hátt settum
þjóðarleiðtogum Kínverja og
kalla til þeirra ókvæðisorð.
Í fimmta lagi: Þegar Falun
Gong var bannað í Kína hættu
þær rúmlega tvær milljónir
manna, sem fylgdu hreyfing-
unni, æfingum og tóku upp aðr-
ar æfingar sem teljast heilbrigð-
ar. Einungis örfáir harðir
áhangendur voru færðir til dóm-
stóla með löglegum hætti. Tek-
ist hefur að hjálpa mörgum
þeirra til að snúa frá villu vegar
til heilbrigðs lífs.“
Tilkynning frá kínverska
sendiráðinu
Hvað er
Falun Gong?
SÓLVEIG Pétursdóttirdómsmálaráðherra ítrekarað ákvörðun íslenskrastjórnvalda um að meina
Falun Gong-félögum um land-
göngu hér á landi sé tekin til að
tryggja öryggi en ekki til að koma
í veg fyrir friðsamleg mótmæli.
Aðspurð hvort það komi til greina
að ákvörðunin verði dregin til
baka, m.a. í ljósi þess að þeir hafa
heitið því að hlíta fyrirmælum lög-
reglu, segir Sólveig að þessi
ákvörðun hafi verið tekin af rík-
isstjórninni en vafalaust verði farið
yfir stöðu mála á ríkisstjórnar-
fundi í dag.
Sólveig segir að stjórnvöld hafi
verið mjög undrandi þegar upplýs-
ingar bárust um að Falun Gong-
félagar myndu fjölmenna hingað.
„Mér skilst að Falun Gong hafi
gefið út þá yfirlýsingu til fylg-
ismanna sinna að fjölmenna til Ís-
lands í þeim tilgangi að mótmæla.
Ástæðurnar hafi í megindráttum
verið tvær. Annarsvegar að Ísland
væri lýðræðisríki þar sem tjáning-
arfrelsi og önnur mannréttindi
væru í hávegum höfð en hinsvegar
að íslenska lögreglan væri fámenn
og gæti því illa stjórnað stórum
hópum mótmælenda.
Þarna væri því gullið tækifæri
til að koma skilaboðum til kín-
verska forsetans beint og milliliða-
laust,“ segir Sólveig. „Með þessari
aðferð er hreyfingin að spila inn á
veikleika íslensku lögreglunnar
sem er fámenn, en um leið að
spilla opinberri heimsókn erlends
þjóðhöfðingja til
landsins.
Það er ljóst að
íslenska lögregl-
an, eins góð og
vel þjálfuð og hún
er, getur ekki
tekist á við
fjöldamótmæli og
um leið tryggt ör-
yggi forsetans og
fylgdarliðs hans.
Þess vegna var
nauðsynlegt fyrir
íslensk yfirvöld
að bregðast við
þeim straumi
mótmælenda til
landsins sem var
fyrirsjáanlegur,“ segir Sólveig.
Friðsamlegar aðgerðir í
langflestum tilfellum
Því hafi hún ásamt forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra tekið
þessa ákvörðun og það sé skylda
hennar sem yfirmaður lögreglu-
mála að sjá til þess að henni sé
framfylgt. Hefði ekki verið gripið
til þessara aðgerða hefði lögregla
staðið frammi fyrir langstærstu
lögregluaðgerð fyrr og síðar, að
öllum líkindum enn umfangsmeiri
en vegna utanríkisráðherrafund-
ar Atlantshafsbandalagsins en
alls hafi 350 lögreglumenn komið
að því verkefni. Embættismenn í
dómsmálaráðuneytinu hafa lýst
áhyggjum sínum af hugsanlegum
viðbrögðum 29 vopnaðra örygg-
isvarða sem fylgja forsetanum.
Aðspurð hvort stjórn-
völd hafi áhyggjur af
öryggi Kínaforseta eða
almennings segir Sól-
veig að fari mótmælend-
ur inn fyrir öryggis-
svæði geti ákveðin
hætta skapast vegna ör-
yggisvarðanna.
Fram hefur komið að
aðgerðir Falun Gong
hafa aldrei verið ofbeld-
isfullar og aldrei hefur
komið til þess að þeim
hafi verið vísað frá
Vesturlöndum eða mein-
uð þar landganga. Sól-
veig segir rétt að að-
gerðir Falun Gong séu í
langflestum tilfellum friðsamleg-
ar. Samkvæmt upplýsingum frá
þýskum lögregluyfirvöldum hafi
meðlimir Falun Gong brotið ýmis
fyrirmæli lögreglu þegar forseti
Kína var þar í opinberri heim-
sókn í apríl sl. „Þýska lögreglan
átti að vísu ekki í teljandi erf-
iðleikum með þessi mótmæli enda
er þar fjölmennt lið sem sinnir
öryggisgæslu vegna slíkra heim-
sókna. Jafnframt hafði íslenska
lögreglan samband við talsmenn
þessarar hreyfingar hér á Íslandi
fyrir nokkrum dögum og þá kom
það fram að þeir myndu ekki
hlíta fyrirmælum lögreglu.
Þannig að lögregla hafði veru-
legar áhyggjur af því að hún
myndi ekki ráða við allan þann
fjölda mótmælenda sem hafði í
hyggju að koma hingað til lands,“
segir Sólveig. Aðspurð hvort það
hafi komið til greina að aflýsa
heimsókn Jiang Zemins, segir
Sólveig að það sé ekki hennar að
svara því. Ríkisstjórnin hafi sam-
þykkt að taka á móti forsetanum
sem kemur í boði forseta Íslands
og sú ákvörðun standi óhögguð.
Hnekkir fyrir stjórnvöld
að hætta við
Hún bendir á að Íslendingar
hafi á undanförnum árum verið
að efla samskipti við kínversk
stjórnvöld á ýmsum sviðum.
„Hluti af því að byggja upp og
treysta samskipti ríkja er opin-
berar heimsóknir.
Íslenskir ráðamenn, forseti og
ráðamenn hafa á undanförnum
árum haldið í opinberar heim-
sóknir til Kína. Það er eðlilegt að
endurgjalda slíkar heimsóknir og
sýna kínversku þjóðinni að við
tökum af sömu gestrisni á móti
þeirra fulltrúum.
Ef lögreglunni tekst ekki að
tryggja öryggi erlendra þjóðhöfð-
ingja hér á landi í tengslum við
opinberar heimsóknir þá er ljóst
að það verður ekkert af slíkum
heimsóknum.
Þannig að við stöndum frammi
fyrir þeirri spurningu hvort eðli-
legt sé að friðsöm hreyfing geti
með skipulögðum aðgerðum og
flutningi á fjölda mótmælenda
hingað til lands haft þannig áhrif
á ákvarðanir íslenskra stjórn-
valda hverjir koma hingað í heim-
sókn,“ segir Sólveig.
Farið yfir málið á rík-
isstjórnarfundi í dag
Sólveig
Pétursdóttir
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
á Íslandi
í svona
máli fyrr og ég
hef komið til
flestra Evrópu-
landa. Við vorum í
Moskvu í fyrra og
vorum áður í
Sankti Pétursborg
þegar Jiang for-
seti var þar en
engin vandamál
komu upp. Við
fórum í gegnum
æfingarnar og lás-
um saman og allt
var í stakasta lagi,
skiptumst á
reynslusögum við
iðkendur frá öðr-
um löndum. En við vorum ekki
með neina borða eða spjöld!“
– Gerir þú ráð fyrir að koma
nokkurn tíma aftur til Íslands?
„Við vonum að við getum kom-
ið hingað aftur vegna þess að
vinir okkar eru allir jarðarbúar
en við viljum ekki lenda í svona
vanda aftur,“ segir Lin Shu Hui.
Einn af félögum hennar er Lin
Chung Chi, sem er sölustjóri hjá
plastverksmiðju á Taívan. Hann
hefur einnig verið Falun Gong-
iðkandi í fimm ár. Hann segist
hafa komið til margra Evrópu-
landa. En hvenær ákvað hann að
fara til Íslands og bjóst hann við
að verða stöðvaður í flugstöð-
inni?
„Það var í byrjun maí. Nei, ég
gerði ekki ráð fyrir því að vera
stöðvaður. Það hefur aldrei fyrr
komið fyrir mig.“
– Hvað heldurðu að hafi valdið
þessum móttökum, við hvað eru
menn hræddir hér?
„Ef til vill varð íslenska ríkis-
stjórnin fyrir miklum þrýstingi
af hálfu þeirrar kínversku og við
skiljum vel að það geti hafa
gerst.“
– Hefurðu tekið þátt í mót-
mælum gegn Kínastjórn?
„Stundum hefur mig langað til
þess að taka þátt í friðsamlegum
aðgerðum af því tagi. Í hvert
sinn sem ég heyri um Falun
Gong-iðkanda sem hefur verið
pyntaður í Kína langar mig til
þess að hitta herra Jiang og
segja honum sannleikann í von
um að hann hætti að láta of-
sækja fólkið. En ég myndi þá
mótmæla á friðsamlegan hátt,
ekki með ofbeldi.“
Morgunblaðið/Þorkell
r sem kyrrsettir voru í Leifsstöð gerðu æfingar sínar á staðnum meðan beðið var eftir því að niðurstaða fengist í málum
einsson lögmaður heimsótti fólkið um fimmleytið og sagði því frá því hvað verið væri að gera til að tryggja réttindi þess.
Lin Chung Chi