Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 19 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík og afturköllun auglýsingar Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Ofanleiti 1 og 2 (Verslunarskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík), lokun Ofanleitis. Tillagan tekur til lóða Verslunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Ofanleitis nr. 1 og 2 og götunnar milli lóðanna. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem unnin var vegna óska íbúa um að lokun götunnar. Tillagan gerir ráð fyrir að loka Ofanleiti við gatnamót Neðstaleitis og stækka lóðirnar nr. 1 og 2 um götu- stæðið. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að stækka Verslunarskólann um 500 m2 auk þess gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun bílastæða. Háaleitisbraut 66-70, Austurver/ Háaleitis- kirkja og nánasta umhverfi. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Háaleitisbraut til austurs, lóðum aðliggjandi íbúðarbyggðar til suðurs, vesturs og norðurs auk Hvassaleitis. Markmið tillögunnar er að lagfæra aðkomu fyrir akandi og gangandi umferð, fjölga bílastæðum (m.a. er gert ráð fyrir byggingu bílapalls sunnan við Austurver) og auka samnýtingu þeirra, gera opnu grænu svæðin sýni- legri, lagfæra gönguleiðir innan svæðisins og skilgreina byggingarmöguleika á svæðinu til framtíðar. Gerir tillagan ráð fyrir ýmsum breytingum á svæðinu varðandi framangreinda þætti. Grundarhverfi Kjalarnes, Jörfagrund 25-39. Tillagan tekur til lóðanna nr. 25-39 við Jörfagrund í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Markmið tillögunnar er að fjölga íbúðum og íbúðar- gerðum á svæðinu en fáar litlar íbúðir eru í hverfinu. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þriggja raðhúsa með samtals 9 íbúðum verði heimilt að byggja þrjú fjöl- býlishús með 8 íbúðum í hverju húsi eða samtals 24 íbúðum. Bílastæðum er fjölgað í samræmi við fjölgun íbúða. Hámarks hæð húsanna breytist ekki. Sigtún 38, Grand hótel Reykjavík, stækkun. Tillagan tekur til lóðarinnar nr. 38 við Sigtún. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi. Gerir tillagan m.a. ráð fyrir að auk núverandi bygginga verði heimilt að byggja tvo samtengda hótelturna, allt að 12 hæðir auk inndreginnar 13. hæðar, syðst á lóðinni. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja eina hæða ofan á syðstu álmu hótelsins, viðbyggingu til suðurs við ráðstefnusal auk þess sem gert er ráð fyrir glerbygg- ingu milli núverandi bygginga og nýbygginganna. Bílastæðakrafa skv. tillögunni er 1 bílastæði á hverja 65m2 en hún gerir ráð fyrir að byggja skuli 2700m2 bílskýli neðanjarðar (fyrir 110 bíla). Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að lóð hótelsins stækki um 2000m2 og ný aðkoma verði að lóðinni um Engjateig. Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði (nágrenni rafstöðvarinnar í Elliðaárdal) afturköllun. Afturkölluð er auglýsing um kynningu tillögu að deili- skipulagi svokallaðs rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal sem birtist þann 22. maí sl. Tillagan tekur til þess svæðis sem afmarkast af hitaveitustokk til norðurs, lóðum við Silungakvísl, Sveinbjarnarlundi, götu vestan við íbúðar- húsið nr. 33 við Rafveituveg og útivistarsvæðinu á lóð OR við rafstöðina til austurs og austari kvísl Elliðaánna til suðurs og vesturs. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingar- sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 12. júní 2002 - til 24. júlí 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 24. júlí 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 12. júní 2002. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn Ru- pert Murdoch hefur lýst því yfir að hann muni nota aðstöðu sína sem áhrifamesti blaðaeigandi í Bretlandi til að berjast gegn öll- um tilraunum To- nys Blair for- sætisráðherra til að leiða Bretlandi inn í myntbanda- lag Evrópu. Í viðtali sem birtist í gær í Fin- ancial Times sagði Murdoch að hann myndi vilja að mest seldu bresku blöðin sem hann á, The Sun, The News of the World, The Times og The Sunday Times, segðu lesendum að greiða atkvæði gegn myntbanda- lagsaðild, verði hún borin undir þjóð- aratkvæði. Murdoch sagði ennfremur að hann myndi ekki verða ánægður með að ritstjórar blaðanna tækju aðra af- stöðu til málsins en hann sjálfur. „Ég hef það á tilfinningunni að það sé margt heimskulegt sagt um evruna. Það er pólitísk ákvörðun [um hvort gengið verður í bandalagið].“ Fregnir um orð Murdochs ollu því að breska pundið hækkaði á erlend- um peningamörkuðum og fór í 1,5544 evrur, úr 1,5468 á mánudag- inn. „Þetta snýst fyrst og fremst um sjálfstæði. Ef maður hættir að stjórna gjaldmiðli sínum mun maður hætta að geta stjórnað skattkerfi sínu, það er jafnvíst og að nótt fylgir degi,“ sagði Murdoch. Ólíkir menningarheimar Hann kveðst telja að í Evrópu séu svo margir og mismunandi menning- arheimar að ekki sé ráðlegt að skella þeim öllum saman „undir stjórn franskra skriffinna sem ekki þurfa að standa fyrir máli sínu gagnvart neinum. Sú hugmynd, að Evrópa hafi eina, sameiginlega utanríkis- stefnu, setji heri sína alla undir einn hatt, sýnist mér vera um 100 árum of snemma á ferðinni. Ég fæ ekki séð annað en að allt sé unnið með því að bíða.“ Blaðakóngurinn Murdoch andvígur evruaðild Bretlands Hyggst beita blöð- um sínum gegn aðild London. AFP. Rupert Murdoch BANDARÍSKI listamaðurinn Arn- old Skip undir glerplötu á listahá- tíðinni ART í Basel í Sviss í gær. Hann lá í nokkrar klukkustundir hreyfingarlaus undir plötunni. AP Listaverk Afganir hneykslaðir Kabúl. AFP. AFGANIR sögðu í gær að þeir væru hneykslaðir á meintum þrýstingi Bandaríkjamanna á að fyrrverandi konungur Afganistans, Mohammed Zahir Shah, hætti við að bjóðast til að verða þjóðhöfðingi á ný. Sögðu Afganirnir, að þótt þeir væru þakklátir Bandaríkjamönnum fyrir að hafa losað landið við taliban- ana og al-Qaeda, ættu bandarísk stjórnvöld að leyfa Afgönum að ákveða á fundi þjóðarráðs síns, Loya Jirga, sem kom saman í gær, hver yrði þjóðhöfðingi þeirra. Stríðsherrann Padsha Khan hefur varað við því að frekari bardagar séu yfirvofandi í Afganistan, fái Zahir ekki að verða þjóðhöfðingi. Khan sagði í gær að Zahir hefði verið neyddur til að hætta við að bjóða sig fram. Bandaríkjamenn vilji heldur að Hamid Karzai, sem nú fer fyrir bráðabirgðastjórninni í landinu, verði þjóðhöfðingi. Almennir borgarar í Afganistan andmæltu einnig meintum afskiptum Bandaríkjamanna af málinu. „Banda- ríkjamenn mega ekki ráðskast með Afgani. Þeir eiga að leyfa Afgönum að ráða sjálfir sínum málum,“ sagði Bas- hir Ahmad, starfsmaður vísindaaka- demíunnar í Kabúl. „Loya Jirga merkir að þjóðin eigi sjálf að fá að ráða örlögum sínum.“ Eiturlyfjahringur upprættur Kaupmannahöfn. AFP. DANSKA lögreglan skýrði frá því á mánudag, að hún hefði komið upp um eiturlyfjahring, sem samanstóð af sumum ofbeldisfyllstu andstæð- ingum Evrópusambandsaðildar Dana. Var búist við, að þetta fólk myndi láta til sín taka þegar Danir taka við formennsku í Evrópusam- bandinu, ESB, 1. júlí næstkomandi. Alls voru níu menn handteknir en þeir eru allir félagar í vinstrisinn- uðum öfgasamtökum, sem kallast „Hinir fullvalda“. Eru þau kunn fyrir ofbeldi og fyrir mikil sam- skipti við lík samtök erlendis. Lögreglan gerði húsleit á 14 stöðum og fyrir utan eiturlyfin fundust á einum stað efni til sprengjugerðar. Ole Wagner, einn dönsku lögreglumannanna, sagði, að kannað yrði hvort eiturlyfjaféð hefði verið notað til að fjármagna mótmæli sumra Evrópuandstæð- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.