Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfsmaður í bakarí Leitum að ungu fólki í hlutastarf við afgreiðslu í bakaríi. Upplýsingar í síma 552 5515. Matsvein og vinnslustjóra vantar á frystitogarann Polar Sigli frá Grænlandi. Siglfirðingur hf., símar 467 1518 og 892 4159. Lögfræðingur Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir því að ráða tvo lögfræðinga til starfa frá 1. september 2002, annan til afleysinga í eitt ár en hinn til frambúðar. Um er að ræða starf samkvæmt 17. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla (aðstoðar- maður dómara). Laun eru samkvæmt kjara- samningi Stéttarfélags logfræðinga í ríkisþjón- ustu. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. Umsóknir, sem ekki þurfa að vera á sérstökum eyðublöðum, skal senda Arnfríði Einarsdóttur, skrifstofustjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, Dómhúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar í síma 562 8546. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Reykjavík, 11. júní 2002. Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, Friðgeir Björnsson. Laust starf Verkstjóri — Frystihús Selfossi Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða verk- stjóra til starfa við frystihús fyrirtækisins í slát- urhúsinu á Selfossi. Hæfniskröfur:  Samskiptahæfileikar.  Frumkvæði og dugnaður.  Reynsla á sviði verkstjórnar æskileg. Umsóknarfrestur er til 19. júní nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfsstöðvunum á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir Hermann Árnason, stöðvarstjór,i í síma 482 1192. Nánari upplýsingar um SS er að finna á heima- síðu fyrirtækisins www.ss.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Slátur- félags Suðurlands. Fundurinn verður haldinn á Fosshálsi 1, 3. hæð, fimmtudaginn 27. júní nk. kl. 17:00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa í stjórn sjóðsins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar og fjárfestingastefnu. 4. Önnur mál. Stjórnin. TILKYNNINGAR Vikurnám á Mýrdalssandi, Mýrdalshreppi Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Kötluvikur ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um vikurnám á Mýrdalssandi, Mýrdalshreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur fram- mi til kynningar frá 12. júní til 24. júlí 2002 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Mýrdals- hrepps, Vík í Mýrdal og Skaftárhrepps, Kirkju- bæjarklaustri. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Hönnunar: www.honnun.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 24. júlí 2002 til Skipulagsstofn- unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á um- hverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Seyðisfjarðarkaupstaður Tillaga að deiliskipulagi á Fjarðarhöfn Bæjarstjórn Seyðisfjaðar auglýsir hér með til- lögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á leirum Fjarðarár og Fjarðarhöfn, skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í tillögunni felst, að til að skapa aukið athafna- svæði hafnarinnar og lengri viðlegukanta er fyllt upp á leirunum í botni fjarðarins. Við það myndast nýtt lón og Fjarðará er brúuð fyrir framan það til að tengja nýja hafnarsvæðið hafnarsvæðinu á Fjarðarhöfn. Meðfram Hafn- argötu og og norðaustan við nýja lónið eru fyr- irhuguð ný svæði fyrir blandaða byggð íbúða og þjónustu. Annað nýtt svæði er hafnarsvæði. Á jaðri uppfyllingarinnar næst smábátahöfn- inni er fyrirhugað svæði fyrir skólphreinsistöð. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði, Hafnargötu 44, frá og með fimmt- udeginum 13. júní nk. til föstudagsins 12. júlí 2002. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til miðvikudagsins 26. júlí 2002. Skila skal athugasemdum á skrif- stofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnar- götu 44, 710 Seyðisfirði. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði. Hafnarfjarðarbær Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015, breyting á nýtingarhlutfalli í Kaplakrika Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 9. apríl 2002, að auglýsa tillögu að breyt- ingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015 vegna iðnaðar-, viðskipta- og þjónustusvæðis í Kaplakrika samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í því að skipt er út texta á bls. 61 fyrir svæði 1 Kaplakrikasvæðið, hámarksnýtingar- hlutfall eykst úr 0,4 í það að viðmiðun verði á bilinu 0,4-1,0. Ennfremur er m.a. bætt við texta sem fjallar um áhrif bílastæða á viðmiðun nýtingarhlutfalls. Auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015, breyting á landnotkun á Rafhareit Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 9. apríl 2002, að auglýsa tillögu að breyt- ingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995—2015 vegna Rafhareits við Lækjargötu, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að landnotkun breyt- ist frá því að vera svæði fyrir blandaða land- notkun iðnaðar, verslunar og þjónustu í það að vera íbúðarsvæði. Tillögurnar verða til sýnis frá 12. júní 2002 í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strand- götu 8, þriðju hæð. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillög- urnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júlí 2002. Þeir, sem ekki gera athuga- semdir við tillögurnar, teljast samþykkir þeim. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.